Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. júni 1972. TÍMINN 9 ttgefandi: Fratnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: i>ór-;l;!;:j:>j: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.j: Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaðs Timans Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasont. Ritstjórnarskrif-::;:;:;:;: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.:;:;:;:;:;: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýs- : g; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald; 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Óviljandi játning I nærri stjórnlausri gleði yfir þvi, að verð- lagsþróunin muni skapa rikisstjórninni erfið- leika, verður leiðarahöfundi Mbl. i gær það óafvitandi á, að viðurkenna og samþykkja það, sem Mbl. hefur undanfarna mánuði rembs eins og rjúpa við staur að bera til baka. óafvitandi verður höfundi Mbl.-leiðarans á að lýsa raun- verulegri orsök og aðdraganda þeirra verð- hækkana, sem hér hafa orðið að undanförnu og hafa orðið verulegar vegna þess, að vandanum hafði verið safnað saman á verðstöðvunar- timabilinu. Orðrétt segir leiðarahöfundur Mbl.: „Tilburðir i þá átt að skera niður nauðsyn- legar hækkanir til fyrirtækjanna, meðan sjóðir þeirra endast, bera auðvitað þann eina árang- ur, að hækkanirnar þurfa að verða ennþá meiri siðar. Það er aðeins verið að safna eldiviði undir katlana. Hvaða bjálfi, sem er getur auð- vitað um stundarsakir strikað yfir þær hækkanir, sem stjórnarstefnan hefur i för með sér, en annað hvort verða hækkanirnar þá bara meiri i næsta umgangi, eða fyrirtækin draga saman seglin og gefast upp.” Hér er einmitt ágæt lýsing á þvi, sem gerðist á verðstöðvunartimabilinu og þeim vanda, sem þá var safnað saman og rikisstjórnin tók i arf frá fyrrverandi rikisstjórn. Gunnar J. Frið- riksson, formaður Félags islenzkra iðnrek- enda, hefur einnig gefið skilmerkilega lýsingu á þvi hvernig vanda fyrirtækjanna var þá sleg- ið á frest fram yfir kosningarnar. En fyrir þessa viðbótar lýsingu Mbl. ber sannarlega að þakka. Að visu er leiðarahöfundur Mbl. að krefjast meiri verðhækkana, en rikisstjórnin hefur þó leyft,en i ákafanum kemur játningin óvart. Rikisstjórninni var það ljóst, að vanda fyrir- tækjanna varð að leysa. Það var óhugsandi annað en leyfa nokkrar verðhækkanir til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækjanna. En rikisstjórnin hefur fylgt þeirri ákveðnu stefnu, að leyfa ekki meiri verðhækkanir, en ýtrasta nauðsyn hefur krafizt. Þess vegna hef- ur ekki verið orðið við öllum hækkunarbeiðn- um og aðrar skornar verulega niður, sbr. hækkunarkröfur borgarstjórans i Reykjavik um hækkun á rafmagni, hitaveitu og strætis- vagnafargjöldum. Þetta er arfurinn frá verð- stöðvuninni og það tekur sinn tima að komast yfir vandann. En þrátt fyrir það, að rikis- stjórnin hafi reynt að halda verðhækkunum svo i skefjum sem unnt hefur verið, hafa orðið verulegar hækkanir á verðlagi. Leiðin út úr þessum vanda hlýtur að vera að halda verð- hækkunum svo niðri sem frekast er kostur, ef komast á hjá meiriháttar áföllum. Viðhorf Mbl. er hins vegar nú, að þvi er virðist, að bezt sé að leyfa sem mestar verðhækkanir. Jonathan Steele: Enn er tekizt á í Júgó- slavíu - Króatar kvíðnir Átökin fara að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá verkamönnum öll málefni í Júgóslaviu umhverfast ef á þau er litið frá Króatiu. Sólin skin á aðal- torgið i Zagreb, þar sem mið- stéttarfólk og menntamenn borða rjómais frá Vin með tyrkneska kaffinu sinu og allt virðist i eðlilegu horfi á yfir- borðinu. Einkaviðtöl leiða þó fljótt i ljós, að bæði gætir óvissu og beizkju undir niðri. Enn er skammt umliðið sið- an i desember^að Tito forseti tók til sinna ráða. Hann vék rikjandi forustu i Króatiu frá völdum, hóf almenna hreinsun i embættiskerfinu og meðal blaðamanna, og enn sitja nokkrir tugir menntamanna og stúdenta i fangelsi án þess að mál þeirra hafi komið fyrir dóm. Frá bessu var Milka Planinc, hinn nýi forseti Bandalags Kommúnista i Króatiu, að segja þegar hann sagði á miðstjórnarfundi um daginn: ,,Við búum ekki lengur við það ófremdar- ástand, að Króatíu sé van- treyst og hún einangruð.” Þetta er satt að visu, enda er forusta Króatiu komin á rétta linu að nýju. Margir mennta- menn lita hins vegar svo á, að forustan i Belgrad hafi einmitt sýnt, að hún vantreysti Króöt- um og vilji halda þeim frá sér. HREINSANIRNAR . halda enn áfram, fimm mánuðum eftir að forsetinn lét til skarar skriða. Siðustu helgina i mai var átta gamalreyndum starfsmönnum útvarpsins og sjónvarpsins i Zagreb vikið úr Bandalagi kommúnista, en tólf öðrum var vikið frá störfum við opinbera stjórn og meinaður réttur til slikra starfa. Svona fréttir eru algengar. Réttarhöld hefjast sennilega i júni yfir leiðtogum stúdentaverkfallsins i nóvem- ber i vetur, en þá er liðinn sex mánaða fresturinn, sem veittur er til málsrannsókna að lögum. Menntamennirnir frá Matica Hrvatska, menningarsamtökum Króata, koma sennilega fyrir rétt i júli, en þeir voru handteknir i janúar. Dómar gengu i vor i málum nokkurra lágt settra einstakl- inga og þeir spá ekki góðu um framhaldið. Fyrrverandi for- seti stúdentasamtaka Split fékk þriggja ára fangelsi fyrir að hvetja stúdenta til verk- falls, dreifa þrjú hundruð flug- ritum og „móðga æðstu stjórn landsins.” Lagastúdent hlaut fangavist i hálft fjórða ár en hann hafði lýst yfir, að hin „rauða borgarastétt” væri „helzti þröskuldurjnn á velmegunarbraut Jugoslava”. Forustumaður nokkurra starfsmanna við tölvumið- stöðina i Zagreb hlaut 18 mánaða fangelsi fyrir að prenta flugrit um stúdenta- verkfallið. Stúdent einn við búnaðarháskólann i Zagreb hlaut hálft þriðja ár og svona mætti telja áfram. ÁSTANDIÐ er greinilega mjög alvarlegt enn, og svart- sýnismenri óttast, að fjarri fari, að öll kurl séu komin til grafar. Þeim virðist hlutverk Titos nokkuð mótsagnakennt. Hann hóf byltinguna þegar hann kvaddi leiðtoga Króatiu á sinn fund i desember og skipaði þeim að biðjast lausnar. Jafnframt er á hann litið sem málamioiara, sem reyni að halda aftur af hinum ákafari ný-stalinistum, en þeir eru sagðir áfjáðir i að gjör- bylta forustunni. Þessi hópur ný-stalinista krefst þess, að fyrrverandi leiðtogi kommúnista i Króatiu sé dreginn fyrir stjórnmála- dómstól. Samtök fyrrverandi hermanna i Zagreb eru af gamla skólanum og leggja eindregið til, að júgóslavnesku hetjurnar úr borgarastyrjöld- inni á Spáni verði sviftar heiðursmerkium sinum, Þær áttu aðild að svonefndri þjóð- ernishreyfingu i fyrra. Titó og samherjar hans i hinni nýju forustusveit Króatiu virðast ekki ætla að láta undan þessum kröfum að svo stöddu. Hinn ný i 'foringi Kommúnista i Zagreb, Marinco Gruic, hefir minnt á, að Alexander Rankovic, for- ingi serbnesku lögreglunnar, sem vikið var frá fyrir sex ár- um, hafi ekki verið leiddur fyrir rétt. RÓTTÆK öfl og hefnigjörn halda áfram að róa undir og meðan þvi fer fram mun gæta nokkurs kviða hjá þeim Króötum, sem urðu undir i átökunum i desember i vetur. Ef til vill gætir nokkurrar mikilmennskutruflunar og sjálfsmeðaumkunar bæði hjá þeim, sem vikið var frá og hinum, sem ofaná urðu, enda hafa báðir aðilar á orði „skap- gerð Balkanmanna” i þessu sambandi. Þvi var haldið fram i fyrra, að önnur fylki Júgóslavlu — og þó sérstaklega Serbia — arð- rændu Króatiu. Þetta var stutt mjög einföldum, þjóðernisleg- um rökum. Nýju valdhafarnir tala hins vegar um „and- byltingarstarisemi.'’ Séu þeir beðnir að rökstyðja þá um- sögn benda þeir á verkfall stúdenta við háskólann i Zagreb i nóvember i vetur, en það var ekki annað en heldur tilþrifalitil fjarvera frá fyrir- lestrum og fæstir umsjónar- menn við háskóla á vestur- löndum hefðu látið slika smá- muni standa sér fyrir svefni. NÚ ganga sögur um, að nokkrir menn hafi látið lifið af höfuðkúpubroti i átökum stúdenta og lögreglu á aðal- torginu i Zagreb i desember. Hlutlausir áhorfendur hafa hins vegar haldið fram, að átökin hafi verið smávægileg, og hvorki verið beitt vatns- slöngum né táragasi. Gruic, hinn nýi leiðtogi kommúnista i Zagreb, sagði mér hins vegar, að meðan stúdentaverkfallið stóð hafi nokkrir hópar frá stúdentagörðunum gripið til „árásaraðgerða” og „beitt siðferðilegum ógnunum og jafnvel likamlegu ofbeldi stundum” til þess að reyna að knýja aðra til þátttöku i verk- fallinu. Allt eru þetta stór orð og nýju valdhafarnir saka fyrir- rennara sina um aðild að „þjóðernislegri fjöldahreyf- ingu”, sem hafi átt að koma i staðinn fyrir Kommúnista- flokkinn. En kátlegast er, að hópana greinir ekki á i neinum teljandi atriðum i efnahags- málum. Hinir fráförnu leið- togar voru sagðir haldnir þjóðrembingi og Króatar undir forustu þeirra sagðir reyna af eigingirni að stöðva aðstoð við vanþróaðri byggðarlög landsins eins og Makedoniu. Engu að siður samþykkti þessi forusta Króata i október i haust að verja 1,94% af fjár- lagatekjunum til aðstoðar vanþróuðum héruðum, og nýju valdhafarnir virðast ekki ætla að breyta þeirri upphæð. Gömlu forustunni tókst einnig að fá þvi framgengt, að út- flutningsfyrirtækjum yrði leyft að halda stærri skerf en áður af þeim erlendfgjaldeyri, sem þau öfluðu, og nýja for- ustan virðist ekki sýna neina tilhneigingu til að breyta þessu. VERA má, að forustan i Króatiu i fyrra hafi látið freistast til að gripa til þjóð- legra hugtaka i málflutningi sinum, en nú leggur hin opin- bera lina áherzlu á aukið vald verkalýðsins og sýnist enginn höfuðmunur þar á. Reynt er að fá fleiri verkamenn en áður til inngöngu i Bandalag kommúnista, og hefir félags- gjald hinnalægstlaunuðu veriö lækkað ur.i tvo þriðju i þvi augnamiöi (en þetta er hið eina, sem lækkað hefir i verði i Júgóslaviu, þar sem verð- bólgan eykst óðfluga). Ef til vill þarf aðrar og áhrifameiri röksemdir til að sannfæra verkamenn um, að Bandalag kommúnista hafi á reiðum höndum viðunandi lausn á efnahagsvanda rikis- ins. Hagvöxturinn i Júgó- slaviu var með þvi mesta sem gerðist allt fram á fyrri hluta sjöunda áratugsins. Nú er hann hins vegar verulega undir meðallagi i heiminum. Ibúatala Júgóslaviu er þriðjungur af ibúatölu Bret- lands, og þar eru tvær millj- ónir manna atvinnulausar ef með eru taldir þeir, sem þurfa að leita atvinnu erlendis. Slikar staðrevndir sem þessar eru einmitt undirrót þeirra óánægjuradda, sem láta að sér kveða i stjórnmálum Júgóslaviu. HAFI forusta rikisins haft tilhneigingu til að kenna fyrir- tækjunum um erfiðar horfur verður ekki séð, að hið nýja fyrirkomulag hafi breytt um til batnaðar. Hið erfiða ástand veldur alls konar gagnrýni, allt frá öfgum til hægri og yfir i efasemdir um rétta linu flokksins frá sjónarmiði vinstrisinnuðustu marxista, og gagnrýnin nær víðar en til Króatiu. Gagnrýnin ýtir frem- ur undir þá, sem aðhyllast beinan stjórnandi sósialisma, en hina, sem girnast þróun i átt til opnari rökræðna en áður. Baráttan milli þjóðlegrar stefnu og aukins skrifstofu- valds fer einkum fram fyrir utan og ofan garð verkamann- anna sjálfra. Sjálfsstjórnar- sósialismi Júgóslava hefir veitt samtökum verkamanna nokkurt vald innan eigin verk- smiðju. Nokkur samkeppni rikir milli verksmiðja og verkamennirnir eru yfirleitt ekki aðilar að rikisvaldinu, né æðstu stjórn Kommúnista- flokksins. Smjör má heita ófá- anlegt i Zagreb, þrátt fyrir allan rjómaisinn á aðal- torginu, enda lúra bæði verzl- anir og bændur á þvi smjöri, sem þeir komast yfir, i von um skjóta verðhækkun. Þetta og þvilikt er mikilvægast i augum venjulegs fólks með venjulegar tekjur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.