Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 10. júni 1972. NY GERÐ SORPEYÐING- ARSTÖÐVAR A HÚSAVÍK Þaö er eitt af einkennum hins vélvædda neyziuþjóöfé- lags, aö hvar sem menn búa, þar hleöst upp sorp. A sveita- bæjum, þar sem snyrti- mennska er ekki sem mest, eru bæjarlækirnir fullir af drasli og hlutar úr vélum á bæjarhlaöi eöa aö húsabaki. i þorpum og kaupstööum hefur það lengi verið hið mesta vandræöamál, hvcrnig koma eigi sorpinu fyrir kattarnef. Þvi hefur verið fleygt fyrir sjávarhamra, þvi hcfur veriö steyptí gjár og þvf hefur veriö safnaö I dældir. En ekkert af þessu nálgast aö geta heitið nein lausn, og enn blasir viöa viö himinhrópandi sóöaskap- ur, þegar komið er i nánd vi kauptún. Þetta er eitt af þeim vanda- málum, sem hin fjölmennu sveitarfélög á Reykjanes- skaga sunnan Hafnarfjaröar hafa átt viö aö striöa. Lengi vel var sorpi úr mörgum byggöarlögum þar syöra steypt fyrir björg á Voga- stapa, og bæöi olli þaö óþrifum á fjörum og svo fauk mikið af drasli upp á Stapann aftur og dreifðist viðs vegar. Sorpdys á Miðnesheiði Sorpeyðingin er mál, sem samvinnunefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur rætt mjög um. Fyrir fjórum árum kom til umræöu aö reisa sorp- brennslustöð af þýzkri gerö i sambandi við byggingu há- hýsa með það i huga, að hitinn yrði nýttur til upphitunar á allt að hundrað ibúðum. Var kostnaður við byggingu slikr- ar sorpbrennslustöðvar talinn um tiu milljónir króna þá. Til þessa kom ekki, og var fundinn staður á Miðnesheiði, þar sem sorpið hefur sfðan veriö dysjað. A þennan stað er ekið sorpi úr öllum byggðar- lögunum syöra, og þar er alla daga maður með jarðýtu til þess að dysja það jafnóðum. Að þvi rekur þó innan ekki mjög margra missera, að ekki verður lengur unnt að jarða sorpið þarna. Sorpeyðingarstöðin á Húsavík Þetta er eins og áður er sagt vandamál, sem öll fjölbyggö sveitarfélög eiga við að striöa. Nú hafa Húsvikingar ráðizt i byggingu sorpeyðingarstööv- ar, sem ef til vill getur orðiö öörum til leiðsagnar. Hún er af sænskri gerð, og fór tækni- fræðingur Húsavíkurkaup- staðar, ásamt þáverandi bæjarstjóra, til Færeyja á sin- um tima til þess að skoða þesskonar stöð, er þár hafði veriö reist. t maimánuði i vor var byrj- að á byggingu þessarar stöðvar vestan i Húsavikur- höfða, og skýrði Haukur Harðarson, bæjarstjóri Hús- vikinga, Timanum svo frá i gær, að hún kæmist vonandi i gagnið i júlilok. Sorpið verður brennt við mjög háan hita, svo að úrgangur verður litill. Liklegt er, að stöðin kosti fullgerð eitthvað á fjórðu mill- jón króna. Sjálfir ofnarnir voru smiðaðir fyrir Sviana á Húsavik i vélaverkstæðinu Fossi. Þegar stöðin tekur til starfa er ráðgert, að forráðamenn úr sveitarfélögum á Suðurnesj- um fari norður á Húsavik þeirra erinda að kynna sér, hvernig hún gefst, og athuga, hvort liklegtsé,aðsams konar sorpeyðingarstöð henti þeim. Litist þeim vel á stöð Húsvik- inga, er ekki óliklegt, að brennslustöð af þessari gerö veröi framtiðarlausnin viö soröeyðingu á Suðurnesjum. Til þeirra, er ætla að hefja tæknifræðinám Tæknifræðingafélag islands vill að gefnu tilefni, benda hlutaðeigandi á, að til þess að fá viðurkenningu Tæknifræðingafélags islands sem fullgildir tæknifræðingar, þurfa viðkomandi að uppfylla eftirtalin skiiyrði: 1. Að hafa lokið fulinaðarprófi frá viður- kenndum tæknifræðiskóla. 2. Þeir, sem hefja nám i tæknifræði eftir 1. ágúst 1972, hvort heldur þeir hefja það i undirbúningsdeild, 1. hluta, eða ein- hverjum öðrum hluta tæknifræðináms, verða að uppfylla eftirtaldar lágmarks- kröfur um verklega kunnáttu: a. Iðnnám, sem lokið er með sveinsprófi. b. t stað iðnnáms getur komið lokapróf frá 12 mánaða verk námsskóla, sem Tæknifræðingafélag tslands viðurkennir, fyrir þá nemendur, sem hefja tæknifræðinám. Að loknu verknáminu skulu væntanlegir tæknifræöi- nemar starfa 18 mánuði á viðurkenndum vinnustað, og skal vinnuveitandi staðfesta starfstímann og við hvað hafi verið starfað með vottoröi á 3 ja mánaða fresti. Skal starfstimanum vera að fullu lokið, áður en nemandinn byrjar i 2. hluta tæknifræðinámsins, þó skal nemandinn hafa lokið minnst 12 mánaða starfstima, þegar hann sezt i raungreinadeild. Störf, sem nemandinn hefur unnið við innan 16 ára aldurs skulu ekki reiknuð með. c. t stað iðnnáms getur komið löng starfsreynsla, þar sem væntanlegur tæknifræðinemi hefur hlotið sambærilega verklega þekkingu sem við iðnnám væri. Mat og viöur- kenning á nefndri starfsreynslu annast fræöslunefnd Tæknifræðingafélags tslands. Tæknifræðingafélag íslands. Almennir stjórnmálafundir í Vesturlandskjördæmi 11. júní Kjördæmissamband Framsóknarmanna i Vesturlandskjördæmi efnir til almennra stjórnmálafunda i kjör- dæminu á eftirtöldum stööum: DALASVSLU, i Tjarnarlundi, sunnudaginn 11. júní kl. 15.30. Ræðumenn: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, Alexander Stefánsson, oddviti, Jónas Gestsson, útibússtjóri. Stykkishólmi, Lions- húsinu. sunnudaginn 11. júní kl. 15.30 Ræðumenn: Asgeir Bjarnason, alþm. Daniel Ágústinusson, fulltr. Þorsteinn Geirsson, lögfr. fcortoffftffc&kr Hotvfíkhö Gtöð' rvöfTOneíkOfer.ofve Mikið um kartöflu- bjöllu erlendis Getið var um það i fréttum nýlega, að óvenjumikið af kartöflubjöllum hafi borizt til suðurhéraða Danmerkur og Sviþjóöar. Talið er, að kart- öflubjöllurnar hafi borizt með vindi yfir Eystrasalt frá Pól- landi og Þýzkalandi. Hafa bæði Danir og Sviar snúizt til varnar gegn þessum ófögnuði og reyna að eyða bjöllunum með lyfjum og öðrum aðgerð- um. Bæði kartöflubjöllurnar og lirfur þeirra naga kartöflu- grös til mikilla skemmda og hafa jafnvel valdið algerum uppskerubresti, ef ekki var gripið til varnarlyfja. Kart- öflubjallan er auðþekkt (sjá mynd). Hún er gul með svört- um langröndum og með svarta bletti á frambol. Bjallan eb hörð og gljáandi. Stærð nokkuð breytileg, en oft eru bjöllurnar á stærð við kaffibaun. Lirfan er mjög kúpt, svartdeplótt. T.v. á myndinni er bjalla og lirfa sýndar mjög stækkaðar, en i eðlilegri stærð til hægri. Látið Rannsóknarstofnun land- búnaðarins eða Búnaðarfélag Islands strax vita, ef vart verður við kartöflubjöllu hér á landi, eða um borð i skipum. — Júni og júli er hættutimi, þá flýgur bjallan og getur borizt viða með vindi. Nú er mikið um kartöflubjöllu i Póllandi, Austur-Þýzkalandi og viðar. Innflutningur kartaflna er þvi óráðlegur sem stendur. U.M.S.K. Kjalarnesi. Farin verður sáningarferð i Bolabás í dag. Langferðabifreið fer kl. 12.30 frá biðskýli v. Ásgarð i Garðahr. kl. 1. viðFélagsheimili Kópavogs, kl. 1.30 við Hlégarð. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir með, og mæta þá við bifreiðina á til- settum tima. ÖKUKENNSLA Æfingatímar Kenni á Skoda 1971 Fullkominn ökuskóli Útvega öll gögn á einum stað Sveinberg Jónsson simi 34920 Ungir íslendingar geta fengið fritt pláss á SNOGH0J FOLKEH0 JSKOLE á 6 mánaða vetrarnámskeiðinu, nóvember-april. Norrænir kennarar og nemar. Tungumál og valgrein að óskum (m.a. sálarfræði og uppeldisfræði, hjálp i viðlög- um, munstur-prentun og kjólasaumur) Forstander Poul Engberg Snogháj Folkehpjskole 7000 Fredericia. SÖLUSKATTUR Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir gjald- timabilið marz og april 1972, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri timabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd i siðasta lagi 15. þ.m. Dráttarvextir eru 1 1/2% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. mai s.l.. Eru þvi lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Sama dag hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnurekstrar þéirra, sem eigi hafa þá skilað skattinum. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.