Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 11. júni 1972. Arelíus Níelsson: UMKOMULEYSI Einmana, yfirgefinn, umkomu- laus eru algeng orð i fullri mein- ingu nú á dögum. brátt fyrir allt, sem gert er fyrir munaðarlaus börn, þrátt fyrir menntun kennara, fóstra og félagsfræðinga, þrátt fyrir allt, sem gjört er fyrir aldraða og ör- yrkja, hefur ekki tekizt að útrýma umkomuleysi og einstæðingsskap einstaklinga i samfélagi alls- nægtanna. En nú virðist umkomuleysiö og einstæöings- skapurinn mest meðal unga fólksins. Unglingarnir eru margir bæði meðvitað og ómeðvitað ótrúlega umkomulausir og „fara þá oftast I geitarhús að leita sér ullar” eins og sagt var með speki- orðum baöstofuháskólans, sem nú er farið að nefna svo. Við unglingana mætti gjarnan segja eitt af þvi sem kennt var i þeim skóla og kveðiö meö laglegri rimnastemmu fremur en sálma- lagi inn i hugann og hjartað: ,,A þinum aldri engan vin áttu er treysta megir. Þeirra ást er yfirskin, sem aldur og reynslan þeygir Þessi kenning er þeim mun nauðsynlegri, sem það er fullvist, að vondur eða óhollur félags- skapur verður nú mörgum til meins og eykur umkomuleysið fremur en það bæti úr ein- stæðingsskapnum. En unglingarnir leita á fleiri mið, ekki sizt i sambandi við fé- laga sina. Alls konar fálm og loftköst, kenningaþytur og félags- legar loftbólur taka hugann fanginn um skemmri eða lengri tima. Stundum eru þessar loft- bólur og regnbogablöðrur út- þandar kallaðar kommunur, hippasamfélög, Jesubyltingar eöa öðrum tizkuheitum, sem alls konar peningakóngar tileinka sér til fjárgróða á spaklegan hátt og soga til sin hvern eyri sem ung- lingum tekst aö eignast. Annaö, sem nú þykir og er enn alvarlegra i allsnægtaþjóð- félögum er áfengisþambiö og eiturefnaátiö, sem þrengir sér allt niður til brjósmylkinga, ef svo fer fram sem nú horfir. En eitt er allri þessari leit, öllum þessum tómleikatöfrum og umkomuleysi sameiginlegt. En það er uppreisn gegn öllum hefð- bundnum og rikjandi háttum for- eldra, fræöara og eldri kynslóða yfirleitt. Vissulega hafa kyn- slóðir, sem i heimsku sinni og trú á efnislegan hag og stjórnmála- vald og valdhafa, unnið sér margt til ámælis og óviröingar, jafnvel fyrirlitningar, — En i allri hrúgu hégómlegs ávinnings og svikinna heita, brostinna vona og blekk- inga, var þó einhvers staðar gim- steinn falinn, sem ekki var gler- brot á haugi ósómans. 011 heimsins tækni og auðlegð, öll lifsþægindi liðandi stundar, ölí umsvif visindanna, verksmiðja og rannsóknarstofnana, geta samt ekki fágað þennan gimstein, svo að henn megi að gagni vera einstæðingum aldarfarsins. Hann verður ekki höndum gripinn fremur en geislastafir og litir regnbogans á vormorgni. Tæknin er dásamleg og framfarirnar feikn og undur. En allt slikt eykur samt órósemi, ótta og öryggis- leysi mannsvitundar og þess er andvarpar: ,,Ég þrái frið og þreyttur bið: 0 miskunna þú mér”. Og þetta er einmitt sameigin- legt stef i hljómkviðu einsemdar og umkomuleysis. Og gimsteinn- inn, perlan, sem að er leitað og allir þrá i raun og veru heitast, nefnist hjartafriður. Og eitt hið helgasta og æðsta i boðskap Krists fólst og felst enn i þessum orðum: „Minn frið gef ég yður” „Ég mun ekki skilja yður eftir munaðarlausa — umkomulausa”. „Komið til min”. Og sá, sem sagði þetta var ekki hinn öskrandi og fálmandi Krist- ur, sem opinberaður er unga fólk- inu i „Superstar”, heldur hinn rólegi, marksæmni, ákveðni öruggi, ungi maður, sem stóð frammi fyrir Pilatusi og Heró- desi, Kaifasi og hvað þeir hétu nú allir þessir pótintátar valdsins og trúhræsninnar á dögum Jesú, og sagði við þá: „Rétt segir þú, ég er konungur, Til þess er ég fædd- ur og til þess kom ég i heiminn að eg beri sannleikanum vitni”. „Og af þvi skulu minir lærisveinar þekkjást, að þeir beri elsku hver til annars”. Hann gekk ótrauður mót ofur- bandi hins illa og leið ólýsanlega kvalir og pyndingar á Golgata- hæð i óbifanlegri trú á sigur hins góða að lokum. Þannig var Kristur, og þannig er andi hans og kraftur enn. Ef þú leitar hans i auðmýkt og hljóðlæti mun hann veita þér vaxtarmagn og bægja brott umkomuleysi og einstæðingsskap, en gefa i staðinn öryggi og hjartafrið. Þetta er kristintrú. „Ekki eins og heimurinn — tæknin og vis- indin — gefur, gef ég yður,”, segir hann. Og vissulega getur hann talað til þin með vörum móöur, föður, vinar og kennara. Hlustið á rödd hans i blæ vors og elsku. HESTAMÓT Kappreiðar og góðhestasýning hesta- mannafélagsins Mána á Mánagrund, hefj- ast kl. 14 i dag sunnudag 11. júni. Keppt verður i 250 m skeiði og 250 m unghrossa- hlaupi, 350 og 800 m stökki, 800 m brokki. Góð peningaverðlaun. Komið og sjáið harða keppni milli landsfrægra hesta og knapa á 800 m beinni braut. Velkomin á Mánagrund við Keflavik. HESTAMÓT Hestamannafélagið Geysir^ auglýsir árlegt hestamót á Rangárbökkum laugar- daginn 29. júli i sumar. Nánar auglýst siðar. STJÓRNIN Frá Flensborgarskóla Umsóknir um skólavist i 3. og 4. bekk gagnfræðadeildar, 1. og 2. bekk mennta- deildar, og 1. og 2. bekk framhaldsdeildar, (5.og 6.) þurfa að hafa borist skólanum, fyrir 15. júni n.k. Skrifstofa skólans er opin næstu daga kl. 4- 6 siðdegis. Skólastjóri. r i i i i i i í allar # tegundir Chevrolet

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.