Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 11. júni 1972. Skipasmíðastöðin SKIPAVÍK HF. Stykkishólmi óskar eftir að ráða forstjóra Væntalegir umsækjendur skulu greina frá menntun, aldri og fyrri störfum. Umsóknarfrestur til 15. júni n.k. Upplýsingar i sima 93-8242 eftir kl. 7 e.h. AÐALFUNDUR Kf. Hafnfirðinga verður haldinn mánu- daginn 12. júni nk.. Fundurinn hefst kl. 20.30 i fundarsal kaup- félagsins Strandgötu 28. Dagskrá: Skv. samþykktum félagsins Stjórn Kf. Hafnfirðinga „Sig færir heggur i fannhvitt skraut, nú fagna vori blóm i haga. Vel búnast þröstum i birkilaut, þeir blessun syngja alla daga. í dag er sólardýrð og sunnanblær, mót sumarylnum jörðin gjöful hlær. Ó, sólartíð, hlý, björt og blið, Þú bezti vinur alls sem lifir”. Já, sumarið er snemma á ferð að þessu sinni, eftir ó- venju mildan vetur, svo mild- an að varla kom klaki i jörð. Trén og runnarnir bera þessu augljósan vott. Þau koma ó- skemmd undan vetri, og laufgast út á yztu sprotaenda. Mörg blóm voru byrjuð að skarta i görðum um hvita- sunnu. Þá stóð og heggurinn við horn Reykjavikurtjarnar hvitur af blómum, og farið var að sjá i hvita blómskúfa á reynivið og spánarkerfli. Páskaliljurnar búnar, en hvitasunnuliljur og túlipanar i blóma. — Bráðum fer gull- regnið að glóa og næturfjólan að ilma. Úti á melum og holtum eru snjóhvitir blettir af músaeyra og melskriðnablómi og ljós- rauðar lambagrasþúfurnar lýsa langar leiðir. Hraf'na klukkan státar i ljósbláum búningi. Hvarvetna gefur að lita fólk við gróðursetningu og viða hjálpa börnin til við að laga og snyrta i görðunum. Sumir úða vatni á lág tré og runna til að hamla ofurlitið gegn skógarmaðki og blaðlús, sem talsvert er farið áð bera á i görðunum. Það er litt úðað með sterkum lyfjum sem stendur. Garðyrkjumenn voru siðustu árin farnir að nota að- allega háþrýstidælur við úð- unina. En i þéttbýli er vara- samt að nota slikar dælur við úðun sterkraefna, þvi að úða- mökkurinn er þá mjög léttur og getur viþa borizt, einkum i golu. Venjulegar úðadælur, sem notaðar voru áður en há- þrýstidælur komu til sögunn- ar, eru hættuminni, en skortur mun vera á slikum dælum hér nú og þær svo alldýrar, og seinlegra kannski að vinna með þeim. t framtiðinni munu þær þó aftur ryðja sér til rúms og notuð verða minna eitruð lyf, en tiðkaðist um skeið. Framleiðendur lyfja reyna að finna hættuminni, en þó árangursrik lyf. Ekki eru skógarmaðkar og blaðlýs ein- skorðuð við gróður i görðum, öðru nær, þau valda lika oft miklum skemmdum úti i skóglendi, og stundum jafnvel á berjalyngi. Skógarmaðkar geta valdið blaðfalli á birki og viði Bæði blaðlýs og sogtitur skemmdu lyng i fyrrasumar. Heggurinn við Tjörnina í blóma. (Timamynd Gunnar) tveim liœðiim Húsgögn .. fýjar gerðir af hjónarúmum9 sófasettum og margs konar húsgögnum - Það borgar sig að líta inn í ^ BRAUTARHOLTI 2 — SIMI 11-9-40 Auglýsingasímar Tímans eru 1 Gisli G. ísleifsson I % Hæstaréttalögmaóur q % Skólavörðustig Ja.simi 14150 <*'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.