Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 11. júni 1972. Ræktunarmál Afkvæmaprófun er tiltölu- lega nýlegt orð i munni lands- manna. Þetta orö getur haft djúpa merkingu, getur náö yfir marga þætti kynbóta- starfseminnar. Hér i landi er hún nánast framkvæmd ein- hliöa hvaö hrossum viðkemur. Undan stóöhesti, sem á aö af- kvæmasýna, eru valinn 12 af- kvæmi eöa fleiri, væntanlega þau, sem viröast lofa beztu. Siðan eru þau alin og tamin helzt af einum og sama manni. Þegar komin er dálitil reynsla á þessi afkvæmi eru aftur valin fjögur hross úr þessum hópi, sem fylgja eiga fööur sinum á sýningu. Og aftur er valiö þaö bezta. Þegar á sýningu er komið meö þennan hóp, geta áhorfendur reiknaö meö, aö 90% eöa meiri likur séu á þvi, að þarna sé þaö bezta, sem til er undan viðkomandi stóöhesti. Nú hefur það oft komiö fyrir, aö hlutlausir áhorfendur hafa ekki verið ánægöir með þennan eöa hinn afkvæma- hópinn og of oft hafa þeir verið óánægðir. Þá væri rétt fyrir þessa áhorfendur aö hugsa til þess, hvernig hin afkvæmin eru, sem aö mati ræktunar- manna, voru ekki nógu góð til sýningar. Svona aöferö eins og aö framan er lýst, jaðrar viö aö vera fölsun á staöreyndum. Stóöhestur, sem sýndur er meö afkvæmum, er varla undir 10 -12 vetra og oft eldri. Þessi hestur er búinn aö eignast urmul af afkvæmum, og finnst mönnum þaö nokkur undur, þótt hægt sé að fá fjögur afkvæmi sæmilega góö til aö sýna meö honum Þaö sem á að sýna með þessum prófunum er sem rétturst mynd eða þverskuröur af ræktunar- gildi hestsins, hver svo sem hann er. Aðeins þaö rétta á að koma i ljós, annars erum viö að falsa staðreyndir. Það mundi færa okkur nær sann- leikanum, ef áöurnefnd '12 hross væru tekin af einum og sama árganginum, en ekki grautað i mörgum. En næst hinu rétta gæðamati er tvi- mælalaust komizt, með þvi að öll hross undan viðkomandi stóðhesti séu skoðuð, prófuð og þeim gefin einkunn, fyrir byggingu, og gæöi, siðan sé fengiö meðaltal allra afkvæm anna, og sjá svo hvernig útkoman verður. Meö kyn- bótahryssur er öðru máli aö gegna. Þar kemur út miklu réttari mynd af afkvæmunum og er það vegna þess, aö um tiltölulega fá afkvæmi er aö ræöa. Viö stöndum þvi miklu betur aö vigi meö þær og séu bornar saman afkvæma- sýningar á stóöhestum og hryssum þá dylst engum, aö þær hafa komið miklu betur út, enda óliku saman aö jafna. Undan hryssunum er oft ekki um val að ræöa, vegna fæöar, þó ekki sé nema um fjögur af- kvæmi aö ræða. Þaö eru lika vissir menn, og viss ræktunar- félög sem veröa aö fá stóö- hestum sinum hossað, og á þetta lagið hefur veriö gengiö mörg undanfarin ár. Mál er aö linni. en það verður naumast nema til komi nýir menn og ræktunin verði tekin sem ræktun, en ekki sem einkamál einstakra manna. SMARI. • •• • • x gjono þio svo Vi*l. Regnið viðslilpíin Símiimer C96> 31400 Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðslu þeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlaét- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Símirm er (96) 21400. BRAUÐ GERD 0> # j__e uOncMwasifio SMJORLIKIS GERÐ VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI LISTAHÁTÍD I REYKJAVÍK Sunnudagur 11. júni Austurbæjarbió kl. 17.00 Kammertónleikar III (Verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Pál P. Páls- son, Hafliða Hallgrimsson og Jónas Tómasson) Þjóðleikhúsið KI. 15.00 Meðlimir frá konunglega danska ballettinum (önnur sýning) — UPPSELT Bústaðakirkja kl. 18.00 Nóaflóðið (sjötta sýning) Þjóðleikhúsið kl. 20.00 Sjálfstætt fólk (þriðja sýning) Norræna húsið kl. 20.30 Einsöngur Taru Valjakka, sópran Ralf Gothoni, pianó Háskólabió kl. 21.00 Erik Mörk: Dagskrá um H. C. Andersen Austurbæjarbió Mánudagur 12. júni Þriðjudagur 13. júni kl. 23.00 Jazzkantata eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Birgi Sigurðsson FELLUR NIDUR Seldir aðgöngumiðar endur- greiddir til 13. júní. Þjóðleikhús kl. 15.00 AUKASÝNING. Meðlimir frá konunglega danska ballettinum. Leikfélag Reykjavikur kl. 17.00 Leikhúsálfarnir (Tove Jansson) Frumsýning Bústaðakirkja kl. 18.00 Nóaflóðið (fjöunda sýning) Þjóðleikhúsið kl. 20.00 Einþáttungar (önnur sýning) FELLUR NlÓUR. Seldir aðgöngumiðar endurgreiddir til 13. júnf Laugardalshöll kl. 20.30 Hljómleikar: Yehudi Menuhin, fiðla Vladimir Ashkenazy, pianó ATHUGIÐ BREYTTA SÝNINGARTtMA Leikfélag Reykjavíkur kl. 17,00 Leikhúsálfarnir (önnur sýning) Bústaðakirkja kl. 18,00 Nóaflóðið (áttunda sýning) Norræna húsið kl. 20.30 Hljómleikar: Edith Guillaume, alt,Ingólf Oisen, gltar, lúta.Nútfmatónlist, m.a. frumflutningur. Háskólabió kl. 20.30 John Shirley-Quirk, söngvari, Vladimir Ashkenazy, pianó. Miðvikudagur Leikfélag Reykjavikur 14. jum kl. 17.00 Leikhúsálfarnir (þriðja sýning) Austurbæjarbió kl. 17.30 Kammertónleikar IV (Verk eftir Jón Leifs, Seiber og Beethoven) Háskólabió KL, 20.30 Einleikstónleikar: André Watts Myndlistarsýningar opnar frá kl. 14-22 daglega á meðan á Listahátið stendur. AÐGÖNGUMIÐAR EINNIG VIÐ INNGANGINN Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. ö LISTAHÁTÍD I REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.