Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. júni 1972. TÍMINN 11 <<> Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaðs Timans) Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. „Aðför oð Reykvíkingum" Með þeim skattalagabreytingum, sem rikis- stjórnin beitti sér fyrir á siðsta Alþingi, var verulegum útgjöldum létt af sveitarfélögun- um. Rikissjóður tók á sig greiðslur kostnaðar við almannatryggingar og sjúkrasamlög og löggæzlukostnað. Fyrir Reykjavikurborg þýddi þetta, að af borgarsjóði var létt útgjöldum, sem hefðu numið á þessu ári 400 milljónum króna. Þrátt fyrir þetta lækkaði ihaldið rekstrargjöld borg- arsjóðs á fjárhagsáætlun aðeins um 253 millj- ónir króna frá þeirri áætlun, sem lögð var fram i desember og sniðin var skv. eldri lögum, og ekki gerðu ráð fyrir, að 400 milljónum króna yrði létt af borgarsjóði. Þannig voru rekstrar- útgjöld Reykjavikurborgar raunverulega hækkuð um 150 milljónir króna frá þvi i desem- ber og þar til f járhagsáætlun þessa árs var af- greidd i april. Við gerð fjárhagsáætlunar borgarsjóðs i desember var ráðgert að verja 503 milljónum, eða 22% af tekjunum, til framkvæmda. Þrátt fyrir skrif Mbl. um þenslu á vinnumarkaði og nauðsyn opinberra aðila að takmarka fram- kvæmdir sinar ákvað borgarstjórnarihaldið að hækka þessa upphæð um 74 milljónir. Var þá framkvæmdaféð orðið rösk 27% af heildartekj- unum og hefur aldrei áður i sögunni verið áætl- að að verja svo háum hundraðshluta af tekjum borgarsjóðs til framkvæmda. Til samanburðar má geta þess,að framkvæmdaféð var helmingi minna á siðasta ári. í stuttu máli stóð meirihluti Sjálfstæðis- flokksins með þessum hætti að gerð fjárhags- áætlunar að þessu sinni: 1. Hærri prósentu af tekjum borgarsjóðs varið til framkvæmda en nokkru sinni fyrr. 2. Áætlað rækilegar en nokkru sinni fyrr fyr- ir öllum hugsanlegum hækkunum á rekstrar- liðum á árinu 1972. 3. Til að hækka fjárhagsáætlun enn meira var meira að segja gripið til þess ráðs að áætla mjög frjálslega fyrir launum starfsmanna, sem ekki hafa verið ráðnir til starfa hjá borg- inni eða hafa ekki enn hafið störf hjá borginni. — Þannig var fulltrúa i 25. launaflokki á skrif- stofu borgarstjóra áætluð laun, þótt hann hafi hætt störfum fyrir nokkrum árum. Tveimur mönnum á skrifstofu fræðslustjóra og öðrum tveimur hjá sálfræðideild skóla, eru reiknuð laun allt árið, en þeir voru alls óráðnir til starfa, þegar fjárhagsáætlun var afgreidd i april. Fleiri dæmi af þessu tagi má nefna. En til hvers eru refirnir skornir? Borgarstjórnarihaldið gerði þetta eingöngu i þeim tilgangi að búa til ástæður til þess að geta hækkað útsvör og fasteignagjöld eins mikið og frekast væri kostur. Geirsálagið var 10% á út- svörin og 50% á fasteignagjöldin. Svo á að kenna rikisstjórninni um hækkun gjaldanna! Walter Schwarz: Breyting er að verða á samyrkjubúunum í ísrael Foreldrarnir eru farnir að annast börn sín á nóttunni DEGANIA er elzta samyrkjubúið (kibbutz) i Israel. Þegar haldið var upp á 50 ára afmæli þess gat að lita einn af stofnendunum, hæru- gráan öldung, þar sem hann sat i hópi barna sinna og barna-barna. Umhverfis hann rikti kátina, en sjáfur var hann dapur i bragði og taut- aði: „Þau eru ólik okkur". Á samyrkjubúunum hefir alizt upp ný kynslóð, sem hefir algerlega mótazt af þvi upp- eldi. Börnin ganga út frá sam- íélagslifinu sem sjálfsögðum hlut, eins og foreldrar þeirra gerðu sér raunar vonir um. Þau hafa með öllu losnað við rótleysi Gyðingsins frá fyrri tið, en ekki orðið trylltri taugaspennu kjarnorkualdar að bráð, eins og gerist oft og tiðum meðal fjölskyldna ann- ars staðar. Hitt er svo annað mál, að ungmennin segjast vera orðin leið á „sifelldu Zionista- skrafi”. Margir piltanna ganga með sitt hár og hlutst á pop-tónlist, þar sem erlendir sjálfboðaliðar hafa flutt þessa tónlist með sér til samyrkju- búanna. SAMYRKJUBÚIN eru 229 að tölu og þar hafa orðið ýmsar breytingar. Enn eru þau byggð á samfélagsgrund- velii og allar ákvarðanir um stjórn þeirra eru teknar á lýð- ræðislegan hátt á vikulegum fundum þátttakendanna. „Stjórnendur” eru engir né forgangsfólk, engin bein laun né einkaeign, og samfélag búsins elur börnin upp á barnaheimilum þess. Nú eru samyrkjubúin orðin velmegandi, búið er að rifa gömlu bárujárnsskýlin og byggja snotrar ibúðir eða ein- býlishús i þeirra stað. Viða er sjónvarp i hverri ibúð, sem samyrkjubúið leggur til. Enn- fremur eru samyrkjubúin hætt að einskorða sig við landbúnað og farin að leggja stund á iðnað. Þau hafa i vinnu þúsundir launþega, þar á meðal Araba frá hinum her- numdu svæðum, og vinna þeir ýmist á ökrum búanna eða i verksmiðjunum.' ALLT eru þetta hversdags- legir og eðlilegir hlutir i augum æskufólksins. Það hefir engin kynni af neinu öðru fyrr en að herskyldan kemur til, þegar átján ára aldri er náð. Ég ræddi við allmarga nemendur við framhaldsskóla samyrkjubúanna og flest ungmennanna hugsuðu með fögnuði til herskyldunnar, tækifærisins „til þessað kynn- ast einhverju öðru”. Þau þekktu ekkert annað en sitt daglega lif, og áttu ekki kost á neinum samanburði. Fæstir unglinganna treystu sér til að fullyrða, hvort þeir leggðu leið sina aftur til sam- yrkjubúanna eða ekki. Á sumum samyrkjubúunum hafði tæpur helmingur ung- mennanna komið til heima- haganna að nýju að herskyldu lokinni, en að meðaltali hvarf fjórði hver unglingur á burt. Eðlileg fjölgun og fullorðnir sjálfboðaliðar bæta fækkunina nokkurn veginn upp. Heima- fólk á samyrkjubúunum er nú um 84 þúsund manns, (3% af i- búum landsins) og fjölgunin nemur tveimur af hundraði á ári. FURÐU má gegna, hve hug- sjónirnar hafa náð litlum tökum á ungmennunum yfir- leitt. 1 fjölmennum skóla skammt frá Kinneret-vatni sagöi drengur einn, að hann teldi,að samyrkjubúin ættu að greiða hvatningarálag á framlagða vinnu. Hvilik villu- trú. „Hvers vegna eiga þeir, sem fara sér hægt, að bera jafn mikið úr býtum og hinir, sem leggja sig alla fram?” Ég bar þá spurningu upp i bekk i framhaldsskóla, hvaða um- bótum nemendurnir óskuðu helzt eftir á samyrkjubú- unum. Stúlka ein gall við á stundinni: „Meiri peningum”. Þeir sem vilja umfram allt komast á burt, segjast vilja fá tækifæri til „að lifa sinu eigin lifi”. Þeir kvarta undan þvi, að samyrkjubúin séu orðin háð efnishyggju engu siöur en Tel Aviv. Nokkrir hafa þó hneigzt til öfga i hina áttina og dýrka draumóra og hugsjónir i enn rikara mæli en foreldrarnir. Þeir ætla að koma á fót nýjum samyrkjubúum. Fimm bú hafa verið stofnuð siðan að sex daga striðinu lauk, flest á her- numdu svæðunum. Ungling- arnir vilja losna undan áhrif- um eldri kynslóðarinnar og njóta ánægjunnar af þvi að gera eitthvað úr engu. Þeir eru hyggnir og gera sér fulla grein fyrir aðstæðunum. „Þegar unglingar frá borginni koma hingað sé ég greinilega að þeir vorkenna okkur, ” sagði stúlka ein við mig. En hún kærði sig kollótta og vor- kenndi borgarunglingunum. BÖRNUM i tsrael er meira og skipulegar skemmt en annars staðar. Börnin á sam- yrkjubúunum eru laus við af- skipti foreldranna, ráða sér sjálf og skemmta sér enn beturen önnur börn. Sumhinna efnaðri samyrkjubúa hafa sin eigin barnabú, dýragarð og sundlaug. Sameiginlegt barnauppeldi er enn hin rikjandi regla. Börnin eru yfir nóttina i sér- stökum svefnhúsum frð þvi i vöggu og þar til þau fara i framhaldsskóla. Þau eru ekki nema nokkrar klukkustundir á daghjá foreldrunum auk helg- anna. Barnaheimilin hafa þó smátt og smátt öðlazt mann- legri svip en áður, og fjölskyldulifið er að vinna á. Ef til vill er djúptækasta bylt- ingin á samyrkjubúunum einmitt i þvi fólgin, að færa foreldrum börnin að nýju. BARNAHEIMILIN voru sett á stofn upp úr 1930, þegar fjölskyldulifinu var hafnað vegna þess, að það væri „borgaralegt”. „Fólkið kom með börnin og fleygði þeim inn i svefnhúsin eins og hverjum öðrum bögglum”, sagði ungur faðir við mig. „Fóstrurnar voru heldur and- vigar þvi að þeim dveldist, þar sem það væri ekki til annars en að tefja fyrir”. Upp úr 1950 varð vart breytingar og fjöl- skyldulífið tók að vinna á. Nú hátta foreldrarnir börnin sin i svefnhúsunum og sýna þeim fulla bliðu, og enginn hefir á móti þvi, að þeir biði, þar til að þau eru sofnuð. For- eldrarnir sinna börnunum heima hjá sér siðdegis og and- rúmsloftið er léttara og hlý- legra én á venjulegu heimili i borg. Gamalt frændfólk og afar og ömmur eru þarna einnig til að sinna börnunum og þau njóta góðs af þvi i rikum mæli. Tólf ára drengur sagði við Framhald á 20. siðu. t-’ - mLm iVm Frá samyrkjubúi (kibbutz) i tsrael. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.