Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 12
TÍMINN Sunnudagur 11. júni 1972 12 i Hannes Jónsson, félaqsfræðingur skriioj^ SAMEININGARMÁLID O ÞJÓDFÉLAGSÞRÓUNIN bjóðum við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum. sniðum oq mvnstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. =Æ '/W\ Við bjóðum yður MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð qæða- vara á hóflequ verði. skyldu i eigin þágu og þjóðfé- lagsins að leggja fram sinn dóm, Jafnframt segir prófessor Greaves, að lýðræðislegar ákvarðanir séu teknar á grund- velli frjálsrar umræðu, þar sem allir hafi frelsi til þess að leggja fram sönnunargögn og taka þátt i málflutningi. Hann segir enn- fremur, að takmark lýðræðis- legrar skoðanamyndunar sé það, að menn verði sammála, en þeg- ar þvi sé ekki að heilsa og ákvarðanir þurfi óhjákvæmilega að taka, sé nauðsynlegt að finna meirihlutaviljann við atkvæða- greiðslu. Það, sem prófessor Greaves á við, þegar hann talar um að markmið hinnar lýðræðislegu að- ferðar sé, að menn verði sam- mála, eftir frjálsar umræður, þar sem allir hafa rétt til að taka þátt i málflutningi, er einmitt það, að rökræn greining vandamáls á grundvelli sannsýni leiði til þess, að menn verði sammála um nið- urstööuna að slikri könnun lok- j inni. Skoöanamótun á grundvelli sannsýni. En hvað er sannsýni? Maður er sannsýnn, þegar hann hefur við sannleiksleitina eða skoðanamótunina tekið tillit til allra viðkomandi atriða og að- stæðna, útilokað óviðkomandi atriði og villu og fundið réttu lausnina, rétta svarið við spurn- ingu sinni, komizt að skynsam- legri niðurstöðu um vandamálið, sem hann skoðar. Enda þótt sameiningarmálið sé þess eðlis, að óskhyggja manna, persónulegir hagsmunir þeirra, tilfinningar og hleypidómar geti villt mönnum sýn, þá verðum við að vona,að sú opna umræða, sem nú fer fram um málið, miði að skoðanamótun á grundvelli sann- sýni. Það er mjög i anda Fram- sóknarflokksins og hinnar lýð- ræðislegu aðferðar, að Timinn opnar dálka sina fyrir umræðu ' um sameiningarmálið á þessu stigi. Sem frjálslyndur umbóta- flokkur er Framsóknarflokkurinn umburðarlyndur gagnvart mis- munandi skoðunum og vill að allir þeir, sem hafa eitthvað fram að færa i sambandi við lausn þjóðfé- lagsmála, fái tækifæri til þess að tjá sig, túlka skoðun sina og reyna að vinna henni fylgi, áður en end- anlegar ákvarðanir eru teknar i mikilvægum málum. Meginatriði fyrri skrifa 1 grein minni i Timanum föstu- daginn 26. mai um langtima- markmið og sameiningarmál dró ég m.a. fram eftirtalin megin- atriði varðandi sameiningarmál- ið: 1 fyrsta lagi lýsti ég þeim kjarna, sem fram kemur aftur og aftur i stjórnmálayfirlýsingum Framsóknarflokksins og störfum hans á Alþingi og i rikisstjórn allt frá upphafi, og dró saman þá nið- urstöðu, sem ég komst að um stefnu hans sem frjálslynds um- bótaflokks félagshyggjumanna i FUF-erindi minu um Fram- sóknarflokkinn og langtima- markmið i stjórnmálum. 1 öðru lagi sýndi ég fram á þá þversögn, sem felst i hugtökunum sameining annars vegar, en lang- timamarkmið hins vegár. t þriðja lagi sýndi ég fram á áhugaleysi þjóðarinnar um sam- einingarmálið með þvi að birta tölur um fundarsókn á fund- um postula sameiningarmálsins, Merkur brezkur vinur minn, H.R.G. Greaves, prófessor i pólitiskri heimspeki við Lundúna- háskóla, bendir réttilega á það i bók sinni um grundvöll pólitiskra kennisetninga, að kjarni hinnar lýðræðislegu aðferðar felist i þvi aö leggja allt fram til umræðu, þar sem sérhver hafi jafnan rétt til þess að flytja mál sitt og jafna en fundarsóknin hefur að undan- förnu verið 8—17 manns, ef frum- mælendur eru meðtaldir. t fjórða lagi sýndi ég fram á það, að samstarf og samruni stjórnmálaflokka er sitthvað og benti á, að þótt efla bæri stjórnar- samstarfið þá fæli það ekki i sér, að Framsóknarmenn væru til- búnir að leggja flokkinn niður og láta hann falla inn i einhvern flokkasamruna, enda óljóst hvernig hin imyndaða flokks- mynd mundi verða og að hverju hún mundi stefna. Loks benti ég á raunhæf skref i sameiningarmálinu, þar sem er sameining Alþýðuflokksins og þeirra manna, sem klofnuðu frá honum,en hafa nú myndað „Sam- tökin”, svo og ýmiss konar sam- starf um sókn til sigra fyrir rikis stjórnina, stefnu hennar og Fram sónarflokkinn sem forystuflokk hennar. I tilefni af grein minni skrifaði Ólafur Ragnar Grimsson grein i Timann 30.5 um þátt Fram- sóknarflokksins i sameiningar- málinu. Eftir lestur greinar hans er ljóst, að öll meginatriðimáls mins standa óhögguð. Meginatriði greinar ÓftG. eru þrjú: t fyrsta lagi telur hann þjóðfé- lagsþróunina siðustu áratugina hafa breyzt þannig, að óhjá- kvæmilegt sé, að flokkakerfið sé endurskoðað. í öðru lagi leggur hann áherzlu á ýmsar samþykktir, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur gert i sameiningarmálinu, svo og til- veru viðræðunefndar flokksins. t þriðjallagi leggur hann áherzlu á, að tilraun hafi verið gerð til þess að reyna að vekja miðflokks- kenninguna upp frá dauðum og telur þetta mikla fásinnu, þar sem stefna Framsóknarflokksins sé vinstri stefna. Mér finnst rétt að halda skoðun málsins áfram með þvi að byrja á að taka þessi þrjú atriði til rök- rænnar skoðunar. Hvaö um þjóðfélags- þróunina? Athyglisverð finnst mér sú órökstudda fullyrðing ÓJIG, að þjóðfélagsþróunin siðustu ára- tugina valdi þvi, að óhjákvæmi- legt sé,að flokkakerfið sé endur- skoðað. Hann segir, að breyttir atvinnuhættir og ný búsetuhlut- föll hafi að mestu eytt þeim stéttagrundvelli, sem „ uppruna- lega og allt til siðari heimsstyrj- aldar var eðlileg forsenda núver- andi flokkaskipunar. Hræddur er ég um, að þetta þætti léleg stjórnmálafræði hjá leikmanni hvað þá heldur hjá manni, sem á að kenna stjórn- málafræði við Háskólann, enda er hér um að ræða fullyrðingu byggða á trú, en ekki rökrænni skoðun. Ekki er um það deilt, að breyt- ing hefur orðið á búsetuhlutföll- um Islendinga á tilveruskeiði Framsóknarflokksins. Árið 1920 bjó t.d. 57,3% ibúafjöldans Lsveit- um, en 42,7% i kaupstöðum og kauptúnum með yfir 300 ibúa. Arið 1970 voru sambærilegar tölur 15,9% i sveitum og 84,1% i bæjum. Sést þetta glöggt i töflu I. Ekki er heldur deilt um það, að með vaxandi tækni- og iðnvæð- ingu hafa komið fram nýjar at- vinnugreinar og aðrar horfið. Sama er að segja um lifskjör Islendinga. Siðustu 50 árin hefur orðið gjörbreyting á þeim. Fyrir 50 árum var tekju-, eigna- og gæðaskipting i landinu mjög mis- jöfn og óréttlát, en fyrir tilstilli ýmissa umbótahreyfinga, þ.á.m. verkalýðshreyfingar, samvinnu- hreyfingar, Framsóknarflokksins og pólitiskra bandamanna hans, hefur mikil framsókn átt sér stað á þessu sviði. Gildir þetta ekki að- eins um hin einföldustu efnahags- legu gæði svo sem launatekjur, fæði, klæði og húsnæði, heldur 1920 1 970 69,5% 5 3,3% Vorkalýðsstótt 4( 3,5% Milllstétt ' 'í: V, 1 •' 27,1% 6 ,2% Gróðastótt 3,4% lika þjóðfélagslega þróuð efna- hagsleg gæði, svo sem aðgang að menntun, tryggðum hvildartima og orlofi, öryggi i veikindum o.s.frv. Aður fyrr byggðust hin þjóðfélagslega þróuðu gæði ein- göngu á peningayfirráðum, en fyrir umbótabaráttu Fram- sóknarflokksins og pólitiskra bandamanna hans, svo og vegna áhrifa verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar, er megin- hluti kostnaðar við hin þróuðu gæði (menntun og félagslegt ör- yggi) nú greiddur úr sameigin- íegum sjóði og hið opinbera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.