Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 11. júni 1972. Krókur á móti bragði móti blási um hriö. Hann var þvert á móti bæði úrræöagóöur og þrásækinn við fyrirætlanir sinar. Honum haföi að visu misheppn'azt i fyrstu lotu að klófesta tvo föður- landssvikara, sem fengur var i aö ná. En hinsvegar hafði hann fengið svo mikilsverða vitneskju, aö handsömun Bertins og greifa- frúar de Sucy hlaut aðeins aö vera spurning um tima. Og ekki hafði mikill timi tapazt enn. Ávallt var hægt að hitta einhvern i skrifstofum velferðarnefndar- innará hvaða tima sólarhringsins sem var. Þær voru opnar jafnt nætur sem daga. Vel var hugsan- legt að borgari Chauvelin væri þar á verði núna. Hann hafði oft næturvörzlu til skiptis við borgara Gourdon. Það var nú samt Gourdon, sem tók á móti Tournefort þessa nótt. Borgari Gourdon var hálf-úrillur, þvi að hann hafði rétt nýlega fest litinn blund i stólnum og með fæturna á ofnskörinni. Veðrið var svo anzi hráslagalegt núna. En er Tournefort hafði lokið sögu sinni, tók brátt að færast lif i hann. ,,Það er auðvitað orðið of seint að hefjast handa nú sem stendur, eða of snemmt, eftir þvi, hvernig þaö er tekið”, mælti hann er Tournefort haföi skyrt frá ævin- týri sinu i Ruelle du Paradis. ,,En fáðu þér hálfa tylft áreiðanlegra manna og faröu af stað til Gentilly klukkan sex, eða jafnvel heldur fyrr. Borgari Chauvelin hafði einmittorðá þvi i dag, að de Sucy greifafrú hefði að likindum falið gimsteina sina i Gentilly- höll, er hún flýði þaðan, og myndi sennilega reyna að ná þeim þaðan, það væri ekki ama- legt fyrir þig, borgari Tourne- fort”, bætti Gourdon við kými- leitur á svipinn, ,,ef þú gætir orðið fyrri aö bragði en borgari Chauvelin. Hann hefur verið nærri óþolandi mikill með sig nú siðustu dagana, vegna þess, hve mikils álits hann nýtur hjá öryggisráðinu og meira að segja hjá borgara Robespierre sjálfum”. „Það er sagt,” bætti Tournefort við, ,,að hann hafi náð i einhver skjöl,sem voru mjög mikils virði fyrir velferðarnefndina, og njóti þvi hylli hennar síðan”.” „Honum hefur þó ekki heppnazt ennþá að ná i þessa Englendings- slettireku, sem kölluð er Rauða akurliljan,” svaraði Gourdon þurrlega. Slik var fyrirætlun þeirra félaga, og i dögun næsta morgun lagði Gourdon sjálfur af stað til þess aö gera húsrannsókn i Gentilly- höllinni, sem stendur i samnefndu héraöi skammt frá Paris. I för með honum var vinur hans, Tournefort og hálf tylft þorpara, sem þeir höfðu náð saman i verstu veitingakrám Parisarborgar. Hugmynd þeirra félaganna var að hrifsa þennan bita frá borgara Chauvelin, sem þeim fannst vera orðinn óþarflega yfirlætisfullur og hrokalegur gagnvart þeim. En þvi miður svaraði árangurinn ekki til erfiðisins. Um hádegi hafði Gentilly-höllin verið rannsökuð nákvæmlega frá kjallara upp að þaki. Hvert einasta húsgagn hafði verið eyði- lagt að hálfu eða öllu leyti i leitinnAfardýrmætmálverk voru rifin úr ramma sinum, þvi alls- staðar þurfti að leita. En verð- mætir listmunir voru ekki metnir hátt til fjár á þessum timum i Paris. Aftur á móti fundust hvergi gimsteinar de Sucy ættar- innar, þótt þeir félagar, Gourdon og Tournefort hefðu mjög kost- gæft leitina eftir þeim. Til þess að gera ástandið enn verra haföi velferðarnefndin á einhvern óskiljanlegan hátt fengið veður af þessu. Leitar- foringjarnir tveir sáu sér til mestu gremju, að borgari Chauvelin kom þarna askvaðandi á staðinn í eigin persónu. Klukkan var nálægt tvö eftir hádegi. Gourdon hafði brugðið sér i næstu veitingakrá til þess að gleypa i sig bita að borða. Að þvi loknu kom hann aftur fullur af nýju hugrekki og reiðubúinn til að rifa niður Gentilly höllina ef með þyrfti, til að finna hina langþráðu gimsteina de Sucy-ættarinnar. I húsinu var ógurlegur hávaði og glumrugangur. Þung fótatök um alla ganga og stiga, húsgögnum velt um koll, glugga- tjöld rifin niður, hurðir og hirzlur brotnar. Hvarvetna voru hamrar og broddaxir á lofti, og höggin dundu i sifellu á hinum aldagömlu veggjum, þvi allsstaðar þurfti að leita að hugsanlegum fylgsnum eða felustöðum. Stundum kom Tournefort fram, löðursveittur og dreyrrauður af áreynslu. Nam hann þá staðar til að kasta mæð- inni, en Gourdon spurði stuttur i spuna. „Nú, nú?” — Og svar Tourneforts var jafnan hið sama: „Ekkert, alls ekkert”. — Gourdon bölvaði þá hressilega og gaf skipun um að halda leitinni áfram, hvíldar- laust, miskunnarlaust. „Skiljið ekki eftir stein yfir steini, ef svo mikils þarf við, en gimsteinarnir verða að finnast. Við vitum, að þeir eru hér, og fjandinn hafi alla hlifð, þvi að gimsteinana vil ég fá”. Þegar Chauvelin kom, gerði hann enga tilraun til að gripa fram i fyrir Gourdon eða breyta neinu i stjórn hans. Aðeins einu sinni greip hann fram i og sagði fremur stutt: „Ég geri ráð fyrir, borgari Gourdon, að þú getir reitt þig alveg á leitarmenn þina?” „Áreiðanlega,” svaraði Gourdon. „Betri föðurlandvinur en borgari Tourneforter vissulega ekki til.”. „Liklega” svaraöi Chauvlein þurrlega. „En hvaö er um hina mennina að segja?” „Ó, þeir eru aðiens heimskir, berfættir og ræfilslegir slæpingjar. Þeir gera aðeins það, sem þeim er skipað, og Tourne- fort litur eftir þeim. Auðvitað mundu þeir reyna að stela ein- hverju, ef þeir sæju sér færi á, en dýrmæta gimsteina mundu þeir ekki þora að snerta. Þeim yrði lika óhægt um að verja þeim i peninga. Hugsaðu þér bara, ef götuflækingur færi að bjóða demantshálsfesti til sölu!” „Oftast verða einhverjir til að taka á sig hættuna,” svaraði Chauvelin. „Varla þó„ svaraði Gourdon hughreystandi, „siðan tekið var i lög, að verzlun með eignir og eftirlátna muni aðals- manna varði dauðarefsingu”. Chauvlein var hljóður um stund. Hann virtist vera niður sokkinn i eigin hugsanir, er hann hlustaði á kliðinn i húsinu og utan þess, unz hann rauf skyndilega þögnina og mælti: „Hverjir eru þessir menn, sem þú hefur leigt til vinnu, borgari Gourdon?” „Alþekktir slæpingjar”, svaraði Gourdon. „Þú getur sosum feneið að siá nöfnin”. „Vil það gjarnan,” svaraði Chauvelin, „hafir þú annars ekkert á móti þvi.” Gourdon leitaði i vösum sinum og dró upp blað, sem hann rétti félaga sinum Chauvelin las það með mikilli eftirtekt. „Hvar náði Tournefort i þessa menn?” „Flesta þeirra fékk hann á veitingastaðnum de la Liberté sem hefur fremur illt orð á sér, sá staður er i Kristfnargötunni.” „Það veit ég lika,” svaraði Chauvelin. Hann renndi enn augunum yfir nafnaskrána, sem Gourdon hafði fengið honum. „Ég þekki flesta þessara manna,” bætti hann við. „Allt saman tilvaldir þorparar til ýmissa skit- verka, sem við þurfum stundum að láta vinna. Þarna eru þeir Merri, Guidal, Rateau, Desmonds og ,.en”, hrópaði Chauvelin skyndilega, „Rataeu! Er Rataeu hér núna i raun og veru?” „Hvað, nú já, auðvitað. Hann var ráðinn allan daginn, eins og hinir. Hann fer ekki, fyrr en hann hefur fengið sin daglaun, vertu alveg viss um það. Hvers vegna spyr þú annars?” — „Það skal ég nú segja þér rétt bráðum. En fyrst vil ég gjarnan segja nokkur orð við borgara Rataeu.” Rétt i þessu bili kom Tournefort i eina af sinum reglubundnu heimsóknum til Gourdons. Hann ætlaði að fara að segja hið venju- Sunnudagur 11. júni 8.00 Morgunandakt. Biskup Islands flytur ritningarorð og bæn. 10.30 Prestvígslumessa i Dómkirkjunni. Biskup Isalnds, herra Sigurbjörn Einarsson, vigir Einar Jónsson cand. theol. til Söðulsholtsprestakalls i Snæfellsness- og Dalapró- fastsdæmi. Vigslu lýsir séra Þorgrimur Sigurðsson pró- fastur á Staðastað. Vigslu- ,-vjottar auk hans: Séra Arni Þálsson, séra Guðmundur Óskar Ólafsson og séra Þór- ir Stephensen, sem þjónar fyrir altari. Hinn nývigði prestur prédikar. Organ- leikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Sjór og sjávarnytjar; fimmtánda og siðasta erindi erindaflokks, sem Hafrann- sóknastofnunin skipulagði. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatími: Soffia Jakobsdóttir stjórnar. a. Færeyjaþáttur.Sitthvað um Færeyjar til gamans og fróðleiks. Flytjendur: Erla Kristjánsdóttir, Arni John- sen og félagar hans og fleiri. b. Sagan af litia hvolpnum eftir Sólveigu Eggerz Péturs dóttur. Sigurðyr Karlsson leikari les. c. Framhalds- sagan byrjar: „Anna Heiða” eftir Rúnu Gísla- dóttur. Höfundur les. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn með þýzka tenérsöngvaranum Fritz Wunderlich. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Ertu með á nótunum? Spurningaþáttur um tónlist- arefni i umsjá Knúts R. Magnússonar. 20.30 Útvarp frá listahátið I Reykjavik: Finnska óperu- söngkonan Taru Valjakka syngur í Norræna húsinu. Undirieikari: Ralf Gothonix A efnisskrá eru verk eftir Toivo Kuula, Gustav Mahler og Franz Schubert. • 21.15 Árið 1940, fyrri hluti. Helztu atburðir ársins rifjaðir upp i tali og tónum. Um- sjónarmaður: Jónas Jón- asson. 21.45 Fiðluleikur. Ida Handel og Alfred Holecek leika saman á fiðlu og pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 17.00 Endurtckið efni. Fuglarnir okkar. Kvikmynd um islenzka fugla, gerð af Magnúsi Jóhannssyni. Áður á dagskrá 26. mai 1971. 17.30 Ruth Reese sy.ngur negrasálma og fleiri banda- risk lög. Undirleik annast Carl Billich, Jón Sigurðsson, Njáll Sigurjónsson og Guð- mundur Steingrimsson. Áð- ur á dagskrá 11. april 1971. 18.00 Hclgistund Sr. Þorsteinn Björnsson. 18.15 Teiknimyndir. 18.30 Sjöundi lykillinn. Norsk- ur framháldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. Gullfuglinn.Þýðandi Kristmann Eiðsson! 119.15 Hié. 20.00 Kréttir. 20.20 Veöur og auglýsingar. 20.25 Myndlist á Listahátið. Umsjónarmaður Björn Th. Björnsson. 21.10 Alberte. Norskt fram- haldsleikrit, byggt á skáld- sögu eftir Coru Sandel. 3. þáttur. 22.00 Maður er nefndur. Stefán tslandi, óperusöngvari. Jón Þórarinsson, dagskrárstjóri ræðir við hann. 22.50 Dagskrárlok. 1) Garg.- 6) Grænmeti.- 8) Haf,-10) Hrós.-12) Hest.- 13) Tónn -14) Fiskur,-16) Fljót.- 17) Lýg,- 19) Beitan.- Lóðrétt 2) Fótabúnað.-3) Bókstafur,- 4) Hár 5) LiðVeizlu.- 7) Niðuri- 9) Hátið,- 11) Hitunartæki,- 15) Ýki,- 16) Þrir,- 18) Skáld,- Ráðning á gátu NO. 1127 Lárétt 1) Angra,- 6) Efa,- 8) Tóm.- 10) Kóf,- 12) AL- 13) ST,- 14) Kar.-16) Aka,-17) Óma.- 19) Asnar.- Lóðrétt 2) Nem.- 3) GF.-4) Rak,-5) Stakk,- 7) Oftar,- 9) Óla,- 11) Ósk,- 15) Rós,- 16) AAA,- 18) MN,- HVELL Þið hafið „hreiður” um allan heim. Innan skamms verður einu hreiðri færra!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.