Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 21
Sunnudagur 11. júni 1972. TÍMINN 21 M Hættulegt leikfang 4J ■ Það hefur ekki farið fram- hjá þeim, sem sótt hafa knatt- spyrnuleiki undanfarið, að knattspyrnudómarar hafa fengið hættulegt leikfang i hendur, svokölluð aðvörunar- spjöld, sem þeir draga upp úr pússi sinu i hvert skipti, sem þeir telja sig þurfa að áminna leikmenn eða visa þeim af leikvelli. Út af fyrir sig er þetta ágætt fyrirkomulag, svo framar- lega, að dómarar kunni með þetta vald sitt að fara. Að- vörunarspjaldið þýðir annað og meira en það, að leikmaður fái áminningu. Þrjár slikar á- minningar, i einum leik eða fleiri, þýða, að viðkomandi leikmenn fara sjálfkrafa i keppnisbann i næsta leik á eft- ir. Slikt getur verið dýrt spaug fyrir leikmenn, sem i þessu lenda, og ekki sizt félög þeirra. Talsvert virðist skorta á, að dómarar.a.m.k.sumir þeirra, kunni að fara með þetta nýja vald. Vel má vera, að það vari aðeins á meðan mesta nýja- brumið er að fara af, en það vgrður að gera þá kröfu til stjórna dómarafélaga og dóm- arasambandsins, að þessir aðilar brýni fyrir dómurum að ofnota ekki spjöldin. Slikt leið- ir aðeins til upplausnar og ófarnaðar. Sennilega eru engir knatt- spyrnudómarar i heimi eins hörundssárir og islenzkir knattspyrnudómarar. Látum vera, þótt þeir kvarti stundum undan gagnrýni i blöðum, það er ekki nema mannlegt, en hvers vegna þessi viðkvæmni inni á völlunum, þótt leikmenn i hita leiksins, séu ekki alltaf sammála þeim? Ef leikmaður dirfist að láta andúð sina i ljós, þó að ekki sé nema i augna- bliksreiði, eru sumir dómarar óðara komnir upp með nýja leikfangið — aðvörunarspjöld- in — og viðkomandi leikmaður er kominn á svarta listann. Ekki má skilja þessi orð min svo, að ég sé að mæla með þvi, að leikmenn mótmæli dómum i tima og ótima. Slikt getur verið ákaflega hvimleitt, sér- staklega, þegar sömu leik- mennirnir endurtaka slik mót- mæli æ ofan i æ. Slika leik- menn á hiklaust að setja á svartan lista. En að áminna leikmann, sem mótmælir i augnabliksreiði — af þvi að hann álitur að dómarinn hafi rangt fyrir sér, sem getur verið rétt — er ekki i anda knattspyrnulaganna. Guðbjörn Jónsson, fyrrum millirikjadómari, skrifaði eitt sinn fasta þætti á iþróttasiðu Timans, sem hann nefndi „Dómarahornið”. Var margt vel og skynsamlega sagt i þessum þáttum. Mér er sér- staklega minnisstætt, að eitt sinn skrifaði Guðbjörn, að stundum þyrftu dómarar að vera bæði heyrnarlausir og sjónlausir, og útskýrði það þannig, að dómarar yrðu að skilja eðli leiksins. Þess vegna væri það rangt af þeim að hlusta eftir öllu, sem leikmenn segja á leikvelli. Sömuleiðis yrðu þeir stundum, að horfa framhjá ýmsú. Leikmenn væru mannlegir og það væri ekkert óeðlilegt, að þeir reidd- ust stundum. Þetta yrðu dóm- arar að skilja. Annars væru þeir lélegir dómarar. Þessi kenning Guðbjörns hittir beint i mark, og sem bet- ur fer, starfa margir islenzkir dómarar samkvæmt þessu. En þeir eru lika margir, sem ekki kunna með vald sitt að fara og eru sífellt með slettu- rekuskap út af smámunum, en láta svo það, sem máli skiptir, fara framhjá sér. Þegar rætt er um dómara — og störf þeirra — er rétt að benda á það, að islenzk knatt- spyrna getur stórskaðazt, ef islenzkir knattspyrnudómarar ætla að fara að dæma öðru visi en tiðkazt i nágrannalöndum okkar. Við erum þátttakendur i alþjóðaknattspyrnunni og islenzkir knattspyrnudómarar verða að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd. Ef þeir ætla nú — i krafti nýja leikfangsins — að hajda islenzkri knatt- spyrnu niðri, en nú er svo komið, að leikmenn okkar i 1. deild þora varla að hreyfa sig af ótta við áminningu, þá get- um við hætt allri þátttöku i landsleikjum og Evrópubikar- keppni, þvi að slikir leikir eru engir barnaleikir. I þessu sambandi má benda á lands- leik Englendinga og Skota, sem sýndur var i sjónvarpinu fyrir skömmu, en það var hörkuleikur. Samkvæmt þvi lögmáli, sem gildir hjá mörg- um af okkar dómurum, hefðu a.m.k. helgmingur leikmanna i þeim leik verið reknir út af. -alf. Listahátíð í dag: ÍSLENZK KAMMERMÚSÍK ÓV-Reykjavik. Á karmmertónleikum i Austur- bæjarbiói klukkan 16 i dag, veröa eingöngu flutt islenzk tónverk, eftir þá Magnús Blöndal Jóhanns- son, Ilafliða Hallgrimsson, Jónas Tómasson og Pál Pampichler Pálsson. Eftir Magnús Bl. verður flutt verkið Sonorities III (1972) fyrir pfanó og segulband, eftir Hafliða verður leikinn dúó fyrir viólu og celló, eftir Jónas verður leikinn Kvintett ( 1970) og eftir Pál fjórir söngvar við „1 garði drauma”, ljóö eftir Ninu Björk, sungin af Elisabetu Erlingsdóttur. heimalandi sinu þegar hann les ævintýri H.C. Andersens. En Erik Mörk er ekki aðeins þekktur sem frásagnarmaður og upplesari, hann er einnig góður leikari. Hann hlaut kvikmyndaverðlaunin dönsku árið 1950 og H.C. Ander- sen-verðlaunin 1969. Hann er kvæntur dönsku leikkonunni Susse Wold. Flutningur jazzkantötunnar ,,A jörðu ertu kominn”, eftir Gunnar Reyni Sveinsson, sem átti að fara fram i Austurbæjarbiói klukkan 23 i kvöld, fellur niður, vegna veikinda eins hljóðfæraleikarans, en Gunnar Reynir hyggst taka verkið upp i haust, og flytja það i Dóm'kirkju Krists konungs i Landakoti, eins og greint var frá i blaðinu i gær. Klukkan 15 i dag sýnir danski ballettinn i Þjóðleikhúsinu, kl. 17 verður Nóaflóðið sýnt i Bústaða- kirkju og kl. 20.30 verður sýning á Sjálfstæðu fólki i Þjóðleikhúsinu. Annað kvöld verða svo hinir langþráðu tónleikar snillinganna Menuhins og Ashkenazys i Laugardalshöllinni og hefjast þeir klukkan 20.30. Klukkan 17 á morgun flytja islenzkir leikarar „Leikhúss- álfana” i Iðnó, en höfundur þeirra, Tove Jansson, er stödd hér á lndi i tilefni Listahátiðar. Ýmsir tónlistarmenn sjá um flutning og er þeirra nánar getið i leikskrá, en sú breyting hefur orðið á, að i stað Hafliða Hall- grimssonar, sem átti að leika söngva Páls P. Pálssonar, leikur Pétur Þorvaldsson. 1 Norræna húsinu hefjast svo tónleikar finnsku óperusöngkon- unnar Raru Valjakka klukkan 20.30 en undirleikari hennar er pianóleikarinn Rafl Gothoni. Sýngur hún lög eftir Toivo Kuula, Gustav Mahler, Schubert, Wolf og Richard Strauss. Danski leikarinn Erik Mörk flytur svo dagskrá um H.C.Andersen i Háskólabiói kukkan 21 i kvöld og eru það þættir úr Skugganum, Næturgal- anum, Syni dyravarðarins og Góðu skapi. Erik Mörk þykir með færustu frásagnarmönnum núlifandi og fyllir hann stærstu samkomuhús i Þessa mynd tók Guöjón Einarsson, ljósmyndari Timans, á æfingu á söngvum Páls P. Pálssonar viö Ijóðabálk Nínu Bjarkar, „I garði drauma”. Páll er lengst vil vinstri, við pianóið er Jónas Ingimundar- son, þá Elisabet Erlingsdóttir, Gunnar Egilsson og Pétur Þorvaldsson. Tilkynning um lögtök Þann 6. júni s.l. var úrskurðað að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti, miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvæla- eftirlitsgjöldum, gjöldum til styrktarsjóðs fatlaðra, lestra-, vita- og skoðunargjöld- um af skipum, skipulagsgjöldum af nýbyggingum, útflutningsgjöldum, afla- tryggingasjóðsgjöldum, tryggingaiðgjöld- um af skipshöfnum og skrásetningagjöld- um, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bif- reiðum og vátryggingagjaldi ökumanns, vélaeftirlitsgjöldum, öryggiseftirlits- gjöldum, rafstöðvargjöldum, rafmagns- eftirlitsgjöldum, söluskatti fyrir mánuðina marz og april 1972, hækkunum þinggjalda og gjaldföllnum fyrirfram- greiðslum þinggjalda. Lögtök fara fram að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Sýslumaðurinn i Gullbringu og Kjósarsýslu. LAUGARDALSVOLLUR íslandsmótið — I. deild. Valur - Fram Leika mánudag kl. 20:00 örugglega einn bezti leikur sumarsins! VALUR ORKUSTOFNUN óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppa- bifreiðar i sumar. Upplýsingar mánudag og þriðjudag kl. 10-14 i sima 21195. Er STEIIKUR framl. úr V.Þýzkum og Belgiskum vir. Er MJÚKUIl, þjáii og lipur að girða með. Er MEÐ RÉTT handarbreidd. Er Á STERKUM SPÓLUM, spólast létt út. Er GÆÐAVARA, löngu viðurkennd. Er ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA, á hag-kvæmu verði. VELJUM ÍSL ÍSLENZKAN FRAMLEIÐANDI: VÍRIÐJAN H.F. Kossvogsbletti 3 — simi 20408.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.