Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.06.1972, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11, júni 1972. TÍMINN 23 A NÖMH „Ánægja í stað viðskipta ri Viö Islendingar höfum löng- um talið gestrisni meðal okkar mestu kosta. Þrátt fyrir að stöku sinnum beri við, að ein- staka menn hefji upp raust sina og byrji að fjasa yfir. allt- of miklum veizluhöldum, áfengisflóði og tilkostnaði, þegar gesti — einkum og séri- lagi erlendis frá, ber hér að garði, þá gleymist slikt fljót- lega, og þegar næsti gestahóp- ur kemur — einkum og séri- lagi ef hann er erlendis frá — upphefst á ný sami leikurinn — jafnvel magnaðri en fyrr. öllum útlendingum, sem ég hefi fyrirhitt, ber saman um það, að þessi sérstaka tegund gestrisni — óstöðvandi örlæti — sé einstaklega skemmtilegt fyrirbæri, meðan viðkomandi haldi nokkurn veginn heilsu — og góðra gjalda vert á allan hátt, en margir benda einnig á það, að erfitt sé að koma hlutunum i verk — að vinna að þeim verkefnum, sem rétt- lættu erindið með heimsókn- inni — fyrir sakir veizluhalda og tilheyrandi timburmanna. Þetta rifjaðist upp fyrir mér hér um seinustu helgi, þegar haldin var svokölluð „Ferða- kaupstefna”, en á hana mættu um fimmtiu fulltrúar svokall- aðra ferðaheildsala frá út- löndum. Raunar höfðu lang- flestir þessara fulltrúa komið hingað til lands áður — i svo- nefndar kynnisferðir, þar sem viðkomandi kynntust veizlu- höldum i rikara mæli en ann- ars þekkist i þessum ferða- heimi, en vitanlega einhverju af landinu og gæðum þess um leið. En nú var hugmyndin aö fara inn á nýja braut — og hugmyndin var vissulega til fyrirmyndar. Sömuleiðis var framlag hinna ýmsu sýnenda til mikillar fyrirmyndar. Fólk haföi lagt mikla vinnu af mörkum til þess að undirbúa sýningu á þeim „vörum” eða þjónustu, sem erlendum veröamönnum stæði hér til boða á árinu 1973. A sama hátt var undirbúningur þeirra að- ila, er fyrir kaupstefnunni stóðu — flugfélaganna — á margan hátt ágætur. En árangurinn? Þvi miður verð ég að segja eins og er, að þátttaka hinna erlendu gesta varð flestum, ef ekki öllum, sýnendum til mik- illa vonbrigða. Þrátt fyrir að þeir væru hingað komnir til þess fyrst og fremst að taka þátt i þessari kaupstefnu og þá að kynna sér það, sem á boð- stólum mundi verða á næsta ári, fór svo að mikill meiri- hluti þeirra sást yfirleitt alls ekki á kaupstefnunni sjálfri. Og enn dapurlegra var það, að sumir þeirra aðila, sem stóðu að sýningunni og komnir voru erlendis frá með hópa útlend- inga, sem allt haföi verið gert til að greiða fyrir, virtust leggja sig i framkróka til þess að halda þessum mönnum (við skemmtanir?) — sem fjærst sýningarsölunum. Eftir þvi, sem ég komst næst, þá töldu þeir sýnendur sig einstaklega heppna, sem sáu þetta frá tiu til fimmtán erlenda gesti i sölum sinum — en þátttakendur voru eins og ég sagði áðan fimmtiu talsins. En hvar voru þá þessir blessaðir útlendingar? Þeirri spurningu hefur ekki verið fyllilega svarað og verð- ur sennilega seint. Eitt er vist að tima sinum vörðu þeir ekki til þess að skoða sýninguna — er hugsanlegt að þeir, eftir nokkrar „kynnisferðir” hing- að til landsins, hafi verið komnir upp á bragðið og hafið að kneyfa bikara islenzkrar gestrisni og skemmtanalifs? A ensku er til málsháttur- inn: „Business before plea- sure” — viðskiptin gangi fyrir skemmtuninni —. Hjá mörg- um hinna erlendu gesta virðist hið gagnstæða hafa átt sér stað — ánægjan hafi gengið fyrir viðskiptunum — eða öllu heldur að ánægjan hafi komið i stað viðskiptanna. Páll Heiðar Jónsson. Blaðamaöur Tlmans setur sjálfur benzln á bfl sinn. Sjálfsala á bensíni Tilboð óskast í Fíat Berlina árgerð 1972 og Sunbeam árgerð 1972 I núverandi ástandi. Bifreiðarnar verða til sýnis í bifreiöaverkstæðinu Armi, Skeifunni 5, Reykjavik á morgun (mánudag) frá kl. 9-17. Tilboöum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjónadeild, fyrir hádegi á þriöjudag 13. júni 1972. Landsins gróðnr - yðar hróðnur BfiNAMRBAIiKÍ ■ islands Klp—Reykjavik. Það hefur margur bilaeig- andinn bölvað yfir þvi, að ekki skuli vera hægt að fá bensin eöa gasoliu i höfuöborginni seint á kvöldin eða nóttunni. En nú geta þeir hætt þvi, þvi að um helgina verða opnaðir tveir sjálfsalar á bensini og gasoliu við Umferðar- miðstöðina. Það eru öll oliufélögin, sem eiga stöðina i sameiningu, en hún verður rekin af BSI. Verður hún opin frá kl. 9 að kveldi til kl. 6 að morgni alla daga nema sunnu- daga, þá til kl. 12 á hádegi. Þetta eru tvær dælur, önnur fyrir bensin en hin fyrir gasoliu. Eru þær báðar mjög sterkar og vandaðar, og eru þær hafðar þannig, til þess að siður sé hægt að vinna skemmdarverk á þeim. I nætursölunni i Umferðarmiðstöð- inni veröa seldir sérstakir pen- ingar, sem gilda eingöngu i þess- ar dælur, og kostar hver peningur 100 krónur. Dælurnar eru þannig úr garði gerðar, að þær taka ekki viö neinum öðrum peningum, og þýðir ekkert að ætla að svindla á þeim. Þær taka aðeins viö pen- ingum, sem i er ákveöinn málmur og af sérstakri þyngd og stærð. Viðskiptavinurinn afgreiðir sig sjálfur, en þó mun veröa maður til aöstoðar fyrst um sinn. Það eina, sem þeir bensin- eða gasoliulausu þurfa að gera, er að komast að Umferðarmiðstöðinni, kaupa sér þessa sérstöku mynt og afgreiða sig sjálfir úr réttum tanki, þ.e.a.s. taka ekki diseloliu I staðinn fyrir bensín, — en sú hætta er fyrir hendi, þvi að tank- arnir eru mjög svipaöir, þótt inni- hald þeirra sé gjörólikt. GINSBO Byggjum upp, borðum ost. Svissnesk Hreysti og glaðlyndi í leik og starfi. Orkulindin er í nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börn og fullorðnir eggjahvítuefni (Protein), vitamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Á starfsemi þess byggist athafnavilji þeirra, kjark- ur og hæfni í leik og starfi. Ostur eykur orku, léttir lund. Byggjum upp, borðum ost. BIÐJIÐ UM MYNDLISTA Kaupið úrin hjá úrsmið’ Orkulindin er í nestispakkanum! Ostur eykur orku, léttir lund. ieisen úrsmiðameistari Laugavegi 39 Reykjavik. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.