Tíminn - 13.06.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 13.06.1972, Qupperneq 1
 RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 >• Brúöhjónin, Jón og Iva i stofu Þórunnar Siguröardóttur á Vitastig 5 i Hafnarfiröi .(Timamynd GE) Vestur-íslenzkur brúð- gumi á tíræðisaldri Austfirðingur á brúðkaupsferð eftir sjötíu ára útivist — O yes, sure — þetta hafa verið góöir dagar, sagði Jón Sigurösson frá Unaósi, sem hér er á brúðkaupsferð eftir sjötiu ára útivist i Ameriku, maöur á tiræöisaldri. Og brúð- uriii, Iva, friö kona meö ákaf- lega fallega, silfurgrátt hár, brosir framan i okkur. Þó að hún skilji ekki orðin, sem falla, þá er likt og hana óri fyrir þvi, hvaö um er talaö. Hún er miklu yngri en brúð- guminn, ekki nema sjötug. Sjálfur er Jón tæp- lega meðalmaðurá hæð, beinn i baki og ekki sérlega fótfúinn að sjá. Hann kveinkar sér ekki minnsta við að ganga upp og ofan stiga, röddin er skýr og háriö að minnsta kosti ekki alveg farið, þótt það hafi sjálf- sagt einhvern tima verið meira og þykkara. Þar sér á, að hann er af vikingakyni. — Það er lika norrænt blóð i mér, segir brúðurin, Iva Sigurðsson, þvi að amma min var frá Osló. Það er i litlu og laglegu húsi við litinn stig i Hafnarfirði, sem viö hittum brúðhjónin. Það er grænmálað og framan við það er litill grasblettur með fáeinum trjám, sem teygja rætur sinar djúpt niður i gjótur hraunsins, sem þarna er undir öllu. Þetta er sem sagt á Vitastig 5, og þar býr systir brúðgumans aldur- hnigna, Þórunn Sigurðar- dóttir, 82 ára. Ættarmeiður af Héraði Foreldrar þessara syst- kyna, Elinbjörg Arnbjörns- dóttir og Sigurður Jakobsson, bjuggu fyrir niu áratugum að Glúmsstaðaseli, fremsta bæ i Norðurdal i Fljótsdal, og þar fæddist Jón Sigurðsson 7. marz 1881. Þaðan fluttust þau svo með þrjú elztu börn sin að Eyvindarstöðum i Eiðaþing- há. Seinna lá leiðin út að Una- ósi i Hjaltastaðarþinghá, og þar ólust systkinin upp. Jón varð ungur að fara að heiman til þess að vinna fyrir sér, og leiöin lá til Seyðisf jarð- ar, þar sem þá var mikið at- hafnalif, sildveiðar Norð- manna i blóma og hin mestu umsvif á sjó og landi. —Ég var fimm ár hjá Stefáni Steinholt, sem þar hafði verzlun og veitingahús, sagði Jón. En svo lá leiöin til Ameriku. Frændann vantaði smiðsefni Svo stóð á, að Jón átti frænda, móðurbróður, i Vesturheimi, og eitt áriö barst frá honum bréf til ættfólksins ■á Unaósi. Hann spurðist fyrir um það, hvort ekki væri smiðsefni þar á bæ, þvi að hann vantaði slikan mann. Jón var einn þeirra manna, sem allt lék i höndunum á, og þar varð úr, að hann fór til Ameriku árið 1903. Hann haföi samflot meö allmörgu fólki öðru, þvi að rétt eftir alda- mótin var talsvert um vestur- ferðir. En það fólk fór allt til Kanada, nema Jón einn. För hans var heitið til Michigan, þar sem hann var þó ekki nema eitt ár. Staðnæmdist í Washingtonriki Langmestan hluta ævi sinnar hefur hann dvalizt i Washingtonriki, þarsem fjöldi ára leið, svo að hann heyrði aldrei islenzkt orð. — Ég hef verið að læra móðurmálið upp á nýtt siðan ég kom heim, sagði Jón. Enskan er honum að sjálf- sögðu munntamari eftir sjötiu ára dvöl i Bandarikjunum, en samt verður honum engin skotaskuld úr þvi að segja flest, sem hann vill, á þeirri tungu, sem hann ólst upp við. Hann hefur verið við margt riðinn eins og gefur að skilja, öll þessi ár, og meðal annars vann hann hjá ljósmynda- fyrirtæki i þrjátiu ár, og við sögu rafvæðingarinnar þar vestra kom hann einnig. Brúðkaup í lok maímánaðar Jón Sigurðsson var kvæntur islenzkri konu, Kristbjörgu Bergvinsdóttur frá Miðhúsum i Eiðaþinghá. Hana missti hann eftir langa sambúð, og núna i siðari hluta maimán- aðar brá hann á það ráð, þrátt fyrir nokkuð háan aldur, aö kvænast á ný. Já — á þeim aldri, þegar fleiri fara i gröf- ina en hjónarúmið. Það var sjálfsagt, að þau færu brúðkaupsferð til Islands, enda mál til þess komið fyrir Jón að vitja ætt- landsins. Viku eftir brúðkaup- ið lögðu þau af stað i þrumum og eldingum, ekki sem skemmtilegustu flugveðri, og það var lika mesta illviðri á austurströndinni, þegar þang- að kom. En heilu og höldnu komust þau hingað 1. júni. Kurteisi Geysis Það kom af sjálfu sér, að þau hafa haldið mest til i Hafnarfirði þessa daga. Þar eru þau systkini Jóns tvö, sem á lifi eru, Þórunn og Magnús. En þvi fer fjarri, að þau ha'fi haft miklar kyrrsetur. Heim- boðum hefurekki iinnt, og svo Framhald á 3. siðu. SKOGLENDIÐ 100 ÞÚS. HA. Mælingar gerðar samkvæmt loftmyndum á s.l. vetri Klp—Reykjavik. í vetur hefur verið unnið við það á vegum Skógræktar rikisins, að mæla allt skóglendi íslands, samkvæmt loft- myndum, sem fengnar voru að láni hjá Land- mælingumfslands. Voru mælingarnar gerðar af HaukiJörundssyni, fyrr- verandi skólastjóra. Haukur fór i gegnum loftmyndir, sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Voru elztu myndirnar frá 1945, af Austurlandi. MæJdi hann út i grófum dráttum, þar sem var að finna skóg eða kjarr á þessum myndum og urðu niðurstöðutölur hans þær, að skógur á Islandi næði yfir 100 þúsund hektara lands. Þessar tölur láta nærri ágizkun þeirri, sem gerð var af Skógi æktarmönnum fyrir nokkrum árum á skóglendi Islands. I sumar mun Haukur kanna betur sum þessara svæða, sem hann hefur verið aö mæla. Mun hann heimsækja þau og mæla nákvæmar og siöan flokka þau eftir trjágróðri. Kartöflur þurrkaðar og kögglaðar Um þessar mundir er verið aö gera nýstárlega mraun i hey köggla verk- smiöjunni I Gunnarsholti i fyrra var kartöfluupp- skera svo mikil, aö lands- menn torguöu ekki þvi, scm kartöfluekrur þeirra gáfu af sér. í gær sendi Grænmetis- verzlun landbúnaöarins bil- farm af kartöflum upp i Gunnarsholt, þar scm prófa á, hvernig gefst að þurrka þær og köggla. Takist það sæmilega, fæst meö þessum hætti ágætt skepnufóöur úr kartöflum, scm ella heföi oröiö að fleygja. L0KS VERULEGAR VEGAFRAMKVÆMDIR f N.-ÞINGEYJARSÝSLU SB—Reykjavík í N-Þingeyjarsýslu verða í sumar lagðir nýir vegir og gamlir spottar endurbyggðir fyrir um 25 milljónir króna. Hafin er lagning nýs vegar milli Sævar- lands og Kollavikur i Svalbarðshreppi og i Fram-Öxarfirði er einnig hafizt handa um endurbyggingu vegarins frá Jökulsárbrú að Klifshaga, en ekki er vist, að hægt verði að komast nema að Ærlæk i sumar. Vegurinn, sem leggja á um Fremri-Hálsa i Svalbarðshreppi, verður um 8 km og var fjárveiting til hans á vegaáætlun upphaflega 9 milljónir, en hefur hækkað upp i 17 millj. Verður vegur þessi hin mesta samgöngubót, sem tengirÞórshafnar- og Þistil- fjarðarsvæðið við vegakerfið fyrir vestan. Þarna hefur aðeins verið hálfniðurgrafinn troðningur til þessa. Til vegarins frá Jökulsárbrú að Klifshaga er varið 8 milljónum króna af Norðurlandsáætlun, en tæplega er gert ráð fyrir, að sú upphæð endist nema út að Ærlæk, sem er um 5 — 6 km. spotti. Vinna er hafin á báðum stöðunum og eru það vinnu- flokkar frá Vegagerðinni, sem þarna eru að verki. A fram- kvæmdum viö vegina að ljúka i sumar. Dauðaslys í Rangárþingi KJ — Reykjavik Um hádegisbilið i gær lézt 62 ára gamall maöur austur i Holtum i Rangárvallasýslu, er tveggja og hálfs tonns stein- klumpur féll á hann. Slysið varð skammt frá bænum Læk, en þar hafa enskir verktakar, sem vinna við lagningu háspennulinunnar frá Búrfelli til Reykjavikur, aðsetur. Verið var að taka stálmót utan af steypuklumpnum, þegar hann féll skyndilega á manninn. Steypu- klumpar þessir eru notaðir sem undirstöður undir háspennulinu- möstrin, og steyptir þarna á staðnum, þar sem verktakarnir hafa vinnuaðstöðu. Maðurinn var 62 ára gamall og úr angárþingi. Vegna fjar- stadf ættingja e ekki unnt að birta nafn hans að svo stöddu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.