Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 13. júni 1972. Gróðurvinjar á vatnsbökkum Nú er mikil landverndaröld, og hugur i mörgum að auka gróður til gagns og yndis. Ég vil láta giröa af tjarnir og bletti á vatns- bökkum og lækjarbökkum, þar sem gróöurlitið er. Þar á síðan að gróðursetja hvönn eða sá fræi þeirra eða koma þar til öðrum gróöri, sem þess eðlis er, aö hann vex og dafnar á slikum stöðum, ef hann fær reist rönd viö ágangi bú- fénaðar. Eitt leiðir af öðru. Fuglar sækja i slfkar gróðurvinjar, þvi að þar fá þeir skjól og vörn, til dæmis fyrir hreiður. Við dáumst að yndisfögrum gróðurvinjum á lindarbökkum langt inni á öræf- um. Þær hafa haldizt þar vegna að þær sættu ekki meiri átroön- ingi en þær þoldu. Hvers vegna skyldu menn ekki geta lagt hönd að þvi verki að skapa slfkar gróðurvinjar viðar, þar sem skil- yrði eru á annað borö til sllks, þótt svo nærri mannabyggðum eða venjulegum búfjárhögum sé, að þær verði að njóta verndar? Hér sýnist mér aðeins þurfa tvennt til: Dálitla hugkvæmni og ofurlitla framkvæmdasemi. Og jú — svo þarf lika dálitla fjármuni i girðingar og nokkrar vinnustund- ir. En bresti ekki forystu, viröast býsna margir fúsir til þess að leggja sitthvað á sig. Það sjáum við að minnsta kosti, þegar Meira fjármagn til ræktunar Það hefur áður verið minnzt á það i þessum þáttum, að ræktunarmálin þyrfti að taka til rækilegrar endurskoðunar, ef vel á að fara. Fyrsta at- riðið, sem við rekum okkur á, er, að til þess þurfum við fjár- magn, annars er allt unnið fyrir gýg. Landssamband hestamannafélaga nýtur smá- fyrirgreiðslu frá rikissjóði, og Búnaðarfélag íslands hefur veitt peningaverðlaun á lands- og fjórðungsmótum i allmörg ár. Þetta hvort tveggja er i svo smáum stil, að það getur engin áhrif haft á framþróun þessara mála. Ekki dugar minna en milljónastyrkur frá rikissjóði og Bt. Allmikil hrossasala er og hefur verið úr landisl. ár. Rikissjóður hefur ekki þurft að hlaupa undir bagga með þessari útflutningsvöru, siður en svo, Miðað við vaxandi út- flutning hrossa og um leið meiri vöruvöndun, stóraukast tekjur af þessari sölu, og gætu II I orðið meiri en nokkurn grunar. Grunur minn er sá, að rikissjóður hafi stundum hlaupið undir bagga með út- flutningsvöru, sem siður skyldi en þessari. Allsherjar- skipulagning þarf að komast á þessi mál, að svo miklu leyti, sem hægt er. En til þess þarf mikið fjármagn, og ekki nóg með það, úr þvi verður að spila á réttan hátt. Búnaðarfélag tslands hefur, eins og áður er getið, styrkt þessa starfsemi með verð- launum fyrir kynbótahross, en þessi verðlaun þurfa að vera mörgum sinnum hærri og fleiri, og það há, að við- komandi aðila muni veruiega um þau. Verðlaunin hafa nánast verið viðurkenning á vissa sýningargripi. Lengra hefur það ekki náð. Verðlaun, sem mönnum eru veitt til kynbótahross, þurfa að vera mörgum sinnum hærri og fleiri, og það há að viðkomandi aðili, sem þau hlýtur, geti betur sinnt þessum málum, og mögu- leikar skapist til að gera meira fyrir ræktunina. Oft eru það girðingar, sem vantar til að geta skilið hrossin nógu mikið I sundur, eða þörf er á aö ræsa fram mýrar og flóa, svobetri árangur náist i rækt- uninni. Mikið fé þarf til fram- haldsræktunar hrossastofns- ins með hliðsjón af mati skyn- samra og framsýnna manna. Þar nægja ekki 1 til tlu þúsund krónur, eins og verið hefur, þar þarf að bæta núlli og meira að segja núllum aftan við. Þá fyrst er hægt að taka ræktunarmálin alvarlega. Mikil auðæfi eru falin I islenzka hestastofninum. Hann er eins og óunnin náma— efniviðurinn er fyrir hendi, og þvi ekki að notfæra sér hann? Vonandi verður það gert, en það vantar skilning ráðandi manna.Þeir virðast ekki hafa trú á mál- efninu, en við vonumst til að það breytist. SMARI Ve/ variö hús fagnar vori. ITRETEX heitir plastmálningin frá SL/PPFÉLAGINU. Hún ver steinveggi gegn vatnsveðrum haustsins og frosthörkum vetrarins. VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húð. Hún hefur þvi framúrskarandi veðrunarþol. Samt sem áður ..andar" veggurinn út um VITRETEX plastmálningu. Munið natnið VITRETEX það er mikilvægt - þvi: endingin vex með V/TRETEX Framleiðandi á islandi: S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Símar 33433 og 33414 Bolungarvík: Sumarfiskirí Fjórir stórir bátar, 200-250 lesta, eru nú að búa sig á sumarveiðar hér i Bolunga- vik. Trillur allar eru komnar á flot, og eru þær venjulega þrjátiu til fjörutiu á handfæra- veiðum á sumrin. Hrognkelsaveiði hefur verið hér að venju, og hafa þeir, sem þær stunda, fasta samn- inga um sölu á hrognum eink- um við Þórodd Jónsson i Reykjavik. Verðið er svipað og verið hefur, en það verður minna magn en áður, sem unnt verður að selja að þessu sinni . KRJÚL Bátar á humarveiðum Bátur frá Bolungarvik tekur nú i fyrsta skipti þátt i humar- veiðum við Suðurland. Það er vélbáturinn FÍosi, eign Bene- dikts Bjarnasonar. Skipstjóri á honum er Karl Þóröarson. KRJÚL Ferðafélagið er að reisa skála sina og ungmennafélögin að gera út sveitir fólks til sáningar I mela og moldarflög, auk annarra fé- lagssamtaka, er beita sér fyrir einhverju af þessu tagi. Hvers vegna skyldum viö ekki geta búið okkur til einhverjar Hvannalindir eða Hvannadali, sem verða unaðsstaðir meö tlö og tíma? G.T. ^iunnar Jonssom LÖGMAÐUR Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi i frönsku GRETTISGÖTU 19A ' StMI 26613. Augl.vsinf'ar. sem oifja aA koma f blaöinu a sunnudögum þurfa aö hcrasl fyrir kl. I á föstudöf>um. Auj'l.slofa Timans t*r I Hankastræii 7. Slmar: 19523 - 18300. Nemendasamband Menntaskólans i Reykjavik STÚDENTAFAGNAÐUR verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 16. júni 1972 Hann hefst með borðhaldi kl. 19.30 Aðgöngumiðar verða afhentir 15. júni kl. 13.30-19 og föstudaginn 16. júni kl 13.30-16 Aðalfundur Nemendasambandsins verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 16. júní 1972. þl. 19 Stjórnin. LISTAHÁTÍD I REYKJAVÍK Þriðjudagur 13. júni Leikfélag Reykjavikur kl. 17,00 Leikhúsálfarnir (önnur sýning) Bústaðakirkja kl. 18,00 Nóaflóðið (áttunda sýning) Norræna húsið kl. 20.30 Hljómleikar: Edith Guillaume, alt.Ingólf Olsen, gftar, lúta.Nútímatónlist, m.a. frumflutningur. Háskólabió kl. 20.30 John Shirley-Quirk, söngvari, Viadimir Ashkenazy, pianó. Miðvikudagur Leikfélag Reykjavikur 14. júni ki. 17.00 Leikhúsálfarnir (þriðja sýning) Austurbæjarbió kl. 16.— Kammertónleikar IV (Verk eftir Jón Leifs, Seiber og Beethoven) lláskólabió KL. 20.30 Einieikstónieikar: André Watts Fimmtudagur Laugardalshöll 15. júni. Kl. 20.30. lokatónleikar. Sinfóniuhljóm- sveit tslands Einleikari: André Watts Stjórnandi: André Previn Myndlistarsýningar opnar frá kl. 14-22 daglega á meðan á Listahátið stendur. AÐGÖNGUMIÐAR EINNIG VIÐ INNGANGINN Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.