Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 13. júni 1972. TÍMINN 5 5-6 ÞÚSUND MÓTMÆLTU HERSTÖÐVUNUM HÉR Á LANDI Herstöðvaandstæðingar haida inn I Reykjavík. Þá var gangan orðin mjög fjölmenn.Hátt i citt þúsund manns komu inn f gönguna f Kópa- vogi og fleiri komu i hópinn þegar komiö var til Reykjavikur. (Timamynd — Gunnar) 5-6 þúsund manns tóku þátt í lokaþætti mótmælaaðgerðanna gegn herstöðvum hers Bandarikjanna hérá landi, útifundinum við Mennta- skólann við Tjörnina i bliðviðrinu i fyrrakvöld. Ungt fólk var þar I yfirgnæfandi meiri hluta eins og i göngunni frá Hafnarfiröi. (Timamynd— Gunnar) Mikill fjöldi ungs fólks tók þátt í mótmæla- aðgerðunum EB—Reykjavik. Herinn burt, herinn burt, hljómaði um Reykjavikur- borg i fyrrakvöld, þegar f jölmennur hópur andstæð- inga Bandaríkjahers á islandi, gekk niður Lauga- veg, síðasta spölinn i her- stöðvagöngunni, sem her- stöðvaandstæðingar efndu til í gær, og hófst sem kunnugt er í Hafnarfirði, en endaði með útifundi við Menntaskólann við Tjörn- ina. Samkvæmt beztu vitneskju voru 6 — 7 hundruð manns i upp- hafi göngurnar i Hafnarfirði. Við Kópavogsbió stækkaði hópurinn mjög, og einnig þegar komið var til Reykjavikur. 5 — 6 þúsund manns munu svo hafa tekið þátt i útifundinum i miðbænum. Það sem mesta athygli mun hafa vakið i sambandi við mótmæia- aðgerðirnar, var hversu margt ungt fólk tók þátt i þeim. Allt fór friðsamlega fram, enda gekk lög- reglunni vel að halda óláta- seggjum frá þátttakendum i þessum mótmælaaðgerðum, sem eingöngu beindust að dvöl banda- riska herliðsins og herstöðvum þess hér á landi. Við upphaf göngunnar i Hafnarfirði var haldinn úti- fundur við Bæjarbió þar sem Gunnlaugur Ástgeirsson, for- maður Stúdentaráðs flutti ávarp. Þá var stuttur útifundur við félagsheimilið i Kópavogi, þar sem Guðmundur Sæmundsson, starfsmaður Orðabókar Háskólans flutti ávarp og Böðvar Guðmundsson skáld söng úr eigin kvæðum. Njöröur P. Njarðvik formaður útvarpsráðs, stjórnaði útifund- inum i Reykjavik, en ræðumenn þar voru þeir Cecil Haraldsson varaformaður SUJ , Elias Jóns- son blaðamaður. Kjartan Olafs- son framkvæmdastjóri, og Tryggvi Aðalsteinsson formaður Iðnnemasambands tslands. Á fundinum, sem lauk um miðnætti barst baráttukveðja frá Magnúsi Kjartanssyni iðnaðar og heilbrigðismálaráðherra, sem staddur var á Höfn i Hornafirði. NORÐURLANDAKORT ORTELIUSAR GEFIÐ ÚT / # HER A LANDI Iceland Rewiew hefur gefið út Norðurlandakort Abrahams Orteliusar frá árinu 1570, og er það prentað i litum á vandaöan pappir, og tilvalið til innrömm- unar. Þá er ferðabæklingur Iceland Review um Island ný- kominn út á þýzku, frönsku og norsku, en bæklingur þessi kom út I fyrra á ensku. Hefur hann að geyma margvislegan fróðleik um Island, og er vel úr garði gerður. Norðurlandakortið er fagur- lega gert og sérstætt að þvi leyti, LISTAHÁTÍÐ í NORRÆNA HÚSINU Nú eru siðustu forvöð að hlýða á dagskrá Listahátiðar i Norræna húsinu. Edith Guillaume og Ingolf Olsen koma fram í KVÖLD kl. 20.30. Aðgöngumiðar við innganginn. NORRÆNA HÚSIÐ að Island er sýnt á tveim stöðum, en Grænland og strönd N-Amer- iku eru hér lfka komin til sög- unnar. Kortinu fylgja prentaðar upp- lýsingar á islenzku og ensku, en Haraldur Sigurðsson bókavörður, sem skrifaði kortabókina miklu ritaði upplýsingar um Norður- landakortið. Segir þar m.a. tsland er af gerð fyrst sem kemur fyrir á Norður- landakorti sænska erkibiskups- ins Olaus Magnús og prentað var i Feneyjum 1539, en Mercator lag- færði verulega á Evrópukorti sinu 1554. Fyrir sunnan Island er Frisland. Það á uppruna að rekja til italskra eða katalónskra 15. aldar korta, og er þar ugglaust átt við Island, þótt menn greini á um, hvernig nafnið er til komið. Hér er það hins vegar samsteypa tslands og Færeyja og tvifari beggja. Sá háttur á rót slna að rekja til italskrar falsbókar, sem kom út i Feneyjum árið 1558, og segir frá ferðum og landaleit ttala á noröurslóöum árið 1380, og var sá draugur ekki kveðinn niður að fullu fyrr en á siðari helmingi 18. aldar. Nöfn á Græn- landi má rekja til danskrar þjóð- visu, og voru þau sett sem örnefni á Grænlandskort snemma á 15. öld. Bæði kortið og bæklingarnir fást i bókaverzlunum ilRUM itH.xUat Þetta er Norðurtandakortið, sem nú hefur verið gefið út af Iceland Review.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.