Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 13. júni 1972. Leigja við- bótarland fyrir orlofs- heimili BSRB Nýlega var undirritaöur samningur við eiganda Stóru- Grafar i Stafholtstungum, SigurB Jónsson frá Haukagili, um leigu á 40 ha lands, til að skapa möguleika til viðbótar við orlofsheimili B.S.R.B., en hið nýleigða land liggur að landi B.S.R.B. i Munaðarnesi. Sumarstarf orlofsheimila B.S.R.B. að Munaðarnesi hófst 3. júni s.l. og er fullskráð i öll hús fram i miðjan september. 1 fyrra sumar dvöldu á 4. þús. manns i orlofsheimilum i Munaðar- nesi. Auk orlofshúsanna eru þarna tjaldstæði fyrir félags- menn B.S.R.B. og veitinga- skáli, sem er opinn fyrir alla ferðamenn. 1 vor tók B.S.R.B. upp þá nýbreyt ni i samstarfi við ferðaskrifstofuna Sunnu, að útvega opinberum starfs- mönnum ódýrar orlofsferðir til útlanda. Hafa verið aug- lýstar ferðir tii Danmerkur og Mallorka. Er nú verið að athuga möguieika á haust- ferðum. ANTIK HÚSGÖGN Nýkomið: Útskornir stóiar boröstofustólar, ruggustólar, stakir stólar, sófaborö, spilaborö, veggklukkur, standklukkur, lampar, skápar, skrifborö, kommóöur, barómet, kertastjakar, og margt fleira gamalla muna. Vinsamlega litið inn. ANTIK HÚSGÖGN Vesturgötu 3. Simi 231(10. * Odýri markaðurinn Barnafatnaður frá verzluninni ÝR á niðursettu verði. LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 simi 25644. Illjómsveitarstjórinn Andrc Previn og lcikkonan Mia Farrow ræða við frcttamann Tlmans á Keflavikurflugvelli á sunnudaginn. „Tvíbur- arnir koma meö næst.” (Timamynd Gunnar.) „Hefðum komið, þótt hér hefði engin listahátíð verið” - sögðu André Previn og Mia Farrow við fréttamann Tímans við komuna á sunnudaginn ÓV—Ucykjavik Kitt frægasta par I heimi, hljómsvcitarstjórinnAndréPrevin og lcikkonan Mia Farrow, komu hingaö til lands á sunnudag, en Prcvin á að stjórna lokatónleik- um Listahátiöar 1972 i Laugar- dalshöllinni á fimmtudags- kvöldiö. Komu þau með þotu frá BEA til Keflavikur um kl. 13.30 og voru margir til að fylgjast með komu þeirra, fréttamenn og starfsmenn flugvallarins. 1 viðtali við fréttamann Timans á flugvellinum, sagöi Previn, aö hann hefði komið hér að beiðni sins bezta vinar, ’Vladimirs Ashkenazys. — Þvi miður tókst okkur ekki að koma hingað fyrir tveimur árum, eins og ætlað var sagði Previn, — svo við lögðum mikla áherzlu á að komast hingað nú. —Ashkenazy-hjónin hafa sagt okkur mjög mikið um tsland, sagði Mia Farrow, —svo viö hefð- um komiö hingaö, hvort sem þessi listahátið hefði verið hér eða ekki. Það var að visu hún, sem réöi þvi að við komum nú. Þau André Previn og Mia Farrow lýstu yfir ánægju sinni með að vera komin til Islands og spurðu margs um gang lista- hátiðarinnar. Hér eru nú staddir margir beztu vina þeirra, eins til dæmis Ashkenazy-hjónin, Yehudi Menuhin, John Shirley-Quirk, André Watts, John Williams og fleiri, — þannig aö litil hætta er á, að þau verði einmana á meðan á tslandsdvölinni stendur. Previn hefur unnið með öllum þessum mönnum áður, enda hefur hann stjórnað öllum meiriháttar sinfóniuhljómsveitum i heimi og haft samstarf við alla þekktustu og færustu hljómlistarmenn heims. —Við reynum alltaf að koma saman og leika það sem andinn býður okkur, sagði Previn við fréttamann Timans, —og ég von- ast til að okkur takist það einnig nú. Þau Previn og Farrow eiga tvibura saman eins og kunnugt er, en þó hafa þau ekki gengið i hjónaband. —Ég kom vegna þess að maðurinn er h£r, sagöi Mia Farrow. —Ég fer örugglega á flestar æfingar hans og svo auð- vitað á tónleikana, en eins von- umst við til að geta skoðaö okkur eitthvað um á meðan við erum hér. Við ætluðum að koma með tviburana með okkur, en i gær- kveldi veiktist annar þeirra af slæmu kvefi, svo viö uröum að hætta við að taka þá meö. Þeir koma næst. —Hve gamlir eru þeir? —Tveggja ára, svaraði Mia og horfði brosandi á mann sinn. —Og þriggja mánaða, bætti hann við, álfka stoltur. Mia Farrow hefur að undan- förnu tekiö sér frí frá kvikmynda- leik og þegar fréttamaður Timans spurði hana hvort hún væri hætt fyrir fullt og allt, svar- aði hún: —Nei, satt að segja er ég núna önnum kafin við að leika i leikritinu „Mary Rose” i London. Ég fékk þriggja vikna fri og tókst þvi aö koma meö. t haust, senni- lega i september, fer ég svo aftur að leika i kvikmyndum. Sem stendur get ig þó ekki skýrt frá kvikmyndinni eða leikstjóranum, þar sem enn hefur ekki endanlega verið gengið frá lagalegum hlið- um samningsins. En ég hlakka til að fara aftur i kvikmyndir, þrátt fyrir aö mér hafi likað móður- hlutverkið vel. Þau Prévin og Farrow voru heldur vör um sig til aö byrja með, en er þau urðu vör við hóg- værar spurningar islenzku frétta- mannanna, losuðu þau aðeins um málbeinið. Bæði eru þau ótrúlega litil og fingerð, sjálfstæð og frjálsleg í framkomu. Og það kom gestum á Keflavikurflugvelli á ó- vart að sjá þetta fræga fólk iklætt gallabuxum og göslaraskóm. Þegar þau settust upp i bilinn fyrir utan flugstöðvarbygg- inguna, hnykkti Previn til höfðinu og sletti hárinu frá augunum en Mia renndi fingrunum i gegnum drengjakollinn. Hljómleikar þeir, sem Previn stjórnar, verða á fimmtudags- kvöldið. Verða þar flutt tvö verk, sinfónia númer 5 i d-moll eftir Sjostakovitsj og pianókonsert nr. 2 i B-dúr, opus 83 eftir Brahms, en þar leikur bandariski pianó- leikarinn André Watts einleik. Léttið búreikninginn UTSÖLUSTAÐIR: £ \ SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 - Pósthólf 377 Akureyri: Bókval Ilellu:Mosfell Keflavik: Stapafell isafirði: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar llúsavik: Bókaverzlun Þórarins Stefánssonar Bolungavik: Verzlun Einars Guðfinnssonar Selfoss: Verzlun HB NEW 10 Key Electric Adding Machine RICOMAC *2TI rafknúin reiknivél ll stafa útkoma Leggursaman Dregur frá Margfaldar Prentará strimil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.