Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 13. júni 1972. Þriðjudagur 13. júni 1972. tíminn MENN OG HÚS ..Lestin hvæsir og hverfur inni koisvört jarðargöng. Hlátur og grátur og helvitiskvein i hjólanna söng. Söknuður breytist I sorg. og sál min er þreytt. t Vagnstjórinn ræður. Vagnstjórinn ræður: Ég vil — en get ekki neitt. Sólskin. Svartamyrkur. Sólskin og reginfjöll Fannþaktir tindar. Fossar i gljúfrum. Freyðandi jökulár. Yfir háfjallaheimi hvelfist himinninn blár.” Þannig lýsir hinn síungi prins skáldgyðjunnar á Islandi, Davfð Stefánsson, leiðinni með lest yfir Alpafjöllin áleiðis til Italiu. Betur og snjallar verður það ekki gert i stuttu máli. Þannig var þetta á leiðinni til Rómar yfir Alpafjöllin. Og að morgni tók við sléttan með fljótunum og loks birtust fram Þetta er kort af ttalíu, sem sýnir hvar Feneyjar eru. undan hvitar hallir og turnar á svig við lestina, likt og hillingar eða ævintýraeyjarnar Waak al Waak, sem getið er um í aust- rænum goðsögum, Venezia, borgin sem Islenzkum börnum er kennt að kalla Feneyjar. Nafnið á þó ekkert skylt við neitt, sem nefnt er fen á islenzku, heldur sögnina veno, sem þýðir ég kem, og mun því upphaflega hafa átt við að hún væri borg hinna komandi — gestaborgin — borg útlendinganna. Frumbyggjar Feneyja eru taldir koma frá Illyriu á Balkanskaga, austur- strönd Adriahafs. En á 1. öld fyrir Krist lögðu Rómverjar þennan landshluta undir veldi sitt og nefndu ibúana Venetians, sem málfræðingar eru ekki sam- mála um. Sumir álita það merkja hina nýkomnu, eins og hér er vikið að i upphafi, en aðrir að það þýöi „heldri menn”. Feneyjar, borgin á ós- hólmunum við Pófljótið, hefur orðið til á mörgum öldum og á eina merkustu sögu allra borga veraldar. Eyjar þær og hólmar, sem borgin stendur á, eru taldir 118, og brýrnar á milli þeirra um 400 að tölu. Jarðvegur eyjanna er þéttaður með trjádumbum og þannig gjörður að hæfum grunni halla og helgidóma, sem Feneyjar eru flestum borgum auðugriað. Og þar koma við sögu flestar stiltegundir bygginga- listar, sem eignazt hafa nafn viö veg kynslóðanna. Annars má telja það eitt af mestu undrum i framkvæmda- sögu mannkynsins, hvernig unnt hefur verið með frumstæðri verk- tækni genginna alda að reisa þau stórhýsi, sem enzt hafa öldum saman á svo óþéttum grunni. Það eru engar skáldlegar ýkjur, þótt sagt sé, að Feneyjar komi gesti fyrir sjónir eins og draumsýn, borg sem hefur stigið upp af bylgjum hafsins, ljómandi og skinandi með öllum þeim dásemdum, sem eina borg geta prýtt. Þar eru sögulegir staðir, náttúrufegurð, fágæt listaverk, framandi kyrrð, þar sem áratök og dauf vélahljóð litilla báta, koma i stað ógnardyns óteljandi bifreiða og járnbrautalesta annarra stórborga. Þessi kyrrð og friðsæld um- ferðarinnar um mjóstræti, brýr og borgarsiki fellur eins og blæja að gestrisni og hlýleika ibúanna, svo að allt verður ein heild, heimur út af fyrir sig. Feneyjar eru engri annarri borg likar. Og lifæð þessarar borgar er hinn frægi Canal Grande eða Canalazzo, eins og borgarbúar nefna þetta S- lagaöa sund,sem liggur um alla borgina og er i raun og veru aðalstræti hennar, en hefur sjálfsagt upp- hafiega verið aðalfarvegur Pófljótsins gegnum óshólma sina. Allt umhverfis þetta forna fagra sund risa tignarlegar byggingar frá ýmsum öldum, ólikar að lögun og skrauti. En þeim er þó eitt sameiginlegt, þær eru allar á einhvern hátt ódauðleg listaverk sinna alda. Sjálfur er Canalazzo nær fjögurra kilómetra langur og allt frá 30 - 70 metrar á breidd, en viðast hvar er það aðeins fimm metra dýpi. Hann skiptir borginni i tvo meginhluta og myndar meö brúm Sínum og öðrum sundum til allra átta aðveldar samgöngur og sambönd við alla hluta og hverfi, eyjar og hólma þessarar undursamlegu borgar. Smásundin, sem liggja út frá Canalazzo og eru nefnd calli- caliar, er aðeins hægt að nota fyrir hina svonefndu gondóla. En um aðalsundið — Canalazzo — eru stærri bátar, sem samt eru svipaðir að gerð og hafa vélar i stað ára, notaðir til samgangna og eru alltaf i gangi allan sólar- hringinn. Feneyjar eru raunverulega um fjóra kilómetra frá meginlandi en tengjast þvi tveim brúm sem liggja þó saman að nokkru. Járn- brautarbrúin er 4070 metra löng °g byggð 1931-32. Hún er 20 metra breið. Auk hinnar sérkennilegu legu borgarinnar og Stórkanalsins, eru sérkenni hennar sögð þrjú: Hinir heilögu feður, sem flest og mest er helgað i borginni: Heilagur Theodór af grfskum uppruna, og heilagur Markús, guðspjallamaður. En bein hans voru flutt að sögn til Feneyja frá Alexandriu i Egyptalandi árið 828 til að forða þeim frá eyðingu og saurgun af Múhameðstrúar- mönnum. Hinir helgu dómar þessara dýr- linga eru með mikilli lotningu taldir verndarkraftar borgarinnar, og Markús guð- spjallamaður er táknaður á myndum sem vængjað ljón. Annað helgast tákn Feneyja er Serenissima-Réttlætið- en mynd þess er sverð og metaskálar, og ráðið, sem hafði æðstu völd fjár- mála og hermála i borginni nefndist Serenissima. Annað höfuðáérkenni þessarar hillingaborgar Adriahafsins eru dúfurnar, einkar.lega hinar héiiögu dúfur á Markúsartorg- inu. Samkvæmt aldagamalllsögn eiga þær upphaflega að hdfa verið gjöf til hertogafrúarinnar. I Feneyjum og fluttar frá Kýþur. Þær eru taldar eitt helzta skraut borgarinnar, og er séð fyrir þéiqi með ákveðnu framlagi árlega úr borgarsjóði. Sérstakir veröiiésjá um að færa.þeim korn til fæðu klukkan niu að morgni og klukkan eitt eftir hádegi. En auk þess fá þær ómælt úr höndum gesta, sem taka af þeim tug- þúsundir ljósmynda, meðan þær eta úr höndum og sitja á örmum og öxlum þeirra. Þriðja sérkenni borgarinnar eru svo farartækin, hinir heims- frægu gondólar, sem liða hljóð- lega um blau sundin, glæsilegir og rómantiskir farkostir, engu öðru likir og minna á ljóð og söngva liðinna alda, löngu horfinna drauma I straumröst timanna. Sagt er, að nafn gondólanna þýði upphaflega aðeins „litill bátur”. Og vissulega eru gondólarnir litlir róðrarbátar, flatbotna og fjórir til fimm metrar á lengd og hálfur annar metri á breidd, skreyttir litlu húsi i miðju, nokkurs konar káetu, sem i gondól af venjulegri stærð rúmar aðeins tvær mann- eskjur, Akjósanlegri vistarvera fyrir elskendur mun vandfundin i ver- öldinni, ekki sizt i rökkri sið- kvölda við söng róðrarmannsins og undirleik og gjálfur gáranna, sem klappa borðstokknum, og gondóllinn liður eftir sundinu fyrir klappi einnar árar I skyggðan flöt fljótsins. Saga Feneyja verður hér ekki sögð, svo merkileg sem hún þó Þjóðleikhúsið: HVERSDAGSDRAUMUR eftir Birgi Engilberts OG ÓSIGUR Leikstjórn: Benedikt Árnason og Þórhallur Sigurðsson Leiktjöld: Birgir Engilberts Menn eiga ekki húsin, heldur eiga húsin menn. Þau eiga i þeim hvert bein, hverja taug, hverja hugsun og hvern dropa, sem þeir láta falla i sveita sins andlitis. Fyrir þak yfir höfuðið fórna menn stundum svefn og sálarfrið, heilsu og hamingju. Samvizkan býður þeim að standa i skilum og það gera flestir yfirleitt, og loks þegar sú langþráða stund rennur upp, að siðasta afborgunin er innt af hendi, uppgötva menn ósjaldan sér til mikillar skelfingar, að þeir eru ekki færir um að njóta nokk- urs hlutar til hlitar. Einkum á þetta við þá, sem reisa sér hurð- arás um öxl meö þvi að festa fé sitt og annarra i ibúð eða húsi, er þeir eru naumast borgunarmenn fyrir. 1 Hversdagsdraumi Birgis Engilberts vex ibúðin hjónunum yfir höfuð i bókstaflegustu merk- ingu orðsins og i þessu virðist boðskapur höfundar og ádeila vera aðallega fólgin. Hann skop- ast óspart að þrálátri eftirsókn manna eftir veraldlegum verð- mætum, sem eru of dýru verði keypt svo og viðleitni þeirra til að halda til jafns við náungann. Enda þótt Hversdagsdraumur valdi ef til vill ekki straumhvörf- um i islenzkum leikbókmenntum, eru samt sem áður allálitlegir bjórar i þvi. Verkið gefur ótviræð fyrirheit og fögur. Vaxi Birgi Engilberts reynsla og þroski, mun hann eflaust vinna meiri stórvirki og glæsilegri á ókomn- um timum. Hér er ádeila höfund- ar að visu ekki nægilega markvis og þar af leiðandi geigar einstaka skeyti i þeirri hörðu hrið, sem hann gerir að lágkúrulegum lifs- viðhorfum og tilbúnum, sligandi þörfum sjúks neyzluþjóðfélags. Að öðru leyti tekst hann á við við- fangsefnið af djörfung, skynsemi og nokkurri skopvisi. Höfundi hefur ekki ennþá lærzt sú list að draga efni saman, strika út og stytta eða með öðrum orð- um hafna þvi, sem kann að heilla i bili, en sem siðar reynist vera til einbers trafala fyrir góðan leik- skáldskap. Mestur frumleiki Birgis Engil- berts virðist mér vera fólginn i á- hugaverðri leiktjaldagerð og ný- stárlegri notkun leikmuna. Það hlýtur að vera mikill ávinningur fyrir leikskáld að eiga þá fágætu gáfu að geta skapað hugverki sinu umgjörð eða ramma, sem þvi þykir bezt hæfa hverju sinni og Birgi Engilberts hugkvæmist ekki svo litið á þessu sérsviði sinu. Það sópar svo mikið að Mar- gréti Guðmundsdóttur i hlutverki • jgjfe's 5. jjQ* “ i. ■$*£. konunnar i Hversdagsdraumi, að flestir hljóta að njóta hverrar leikstundar með henni. Hvergi ýkjur, hvergi hik, hvergi fálm né tilgerð. Hún ratar þegar i leiks- byrjun á réttan tón og heldur hon- um óbrengluöum leikinn á enda. Þó að Bessi Bjarnason komi manni kannski ekki jafnmikið á óvart, veitir hann Margréti verð- ugan mótleik, sem er hvorki verklagni, sannfæringar né stil- öryggis vant. Jafnvel þótt sú hugmynd, sem seinni einþáttungurinn, Osigur, grundvallast á, sé i sjálfu sér góðra gjalda verð, er úrvinnsla hennarsvo ófullnægjandi og lang- dregin, að fiest ef ekki allt fer i handaskolum. Leikendum virðist hafa verið stjórnað með svo hangandi og máttvana hendi, að hvergi örlar á sömu tilþrifum, nema vera skyldi stund og stund, þegar Randver Þorláksson og Hákon Waage eru i sviðsljósinu. Loks langar mig til að leggja á það áherzlu, að ég bind ekki svo litlar vonir við Birgi Engilberts, þrátt fyrir þessi mistök hans. Hollt er að minnast þess, að eng- inn verður óbarinn biskup. Halldór Þorsteinsson. Úr einþáttungi Birgis Engilberts „Hversdagsdraumur”. . Arelíus Nielsson: Draumaborgin hvíta við sunain blá Feneyiar er. Nóg er aö geta var i togans, hins svonefnda Doge, en naut samt verndar páfans á hverjum tima. Af mikilli stjórn- vizku og dugnaði tókst stjórn- endum Feneyja að gera borg sina að hliði Evrópu til austurs á krossferðatimunum. Og öldum saman varð hún auðugri og auð- ugri, sem mesta hafnarborg og verzlunarmiðstöð álfunnar, þar sem gull, gimsteinar og filabein Austurlanda var flutt i land og siðan dreift til allra Vesturlanda. En jafnframt blómgaðist I Feneyjum gróandi lif lista og framkvæmda, þar sem h ið bezta úr austri og vestri, norðri og suðri mættist likt og i brennidepli og kveikti þann ljóma, sem lýsti af um allar jaröir og enn ber birtu yfir farinn veg evrópskrar há- menningar. Þessi borg var likt og gimsteinn, sem sindraði litrikum ljóma yfir gjörvöll Vesturlönd, og átti drýgstan þátt i að fæða og móta hið svonefnda endur- reisnartfmabil- Renaissance-, þar sem grisk fornaldarfegurð fæddist að nýju og flæddi eins og lifsandi og gróðrarregn yfir hrjósturlönd hálfvilltra þjóða á meginlandi Norðurálfu. Enn i dag ferðast arkitektar, málarar og myndhöggvarar, já, hvers konar listamenn og listunn- endur til Feneyja til að kynna sér upphaf og Ivaf hins dýrmætasta i listum aldanna. Ekki var þó saga Feneyja sam- felld sigurganga. Tyrkir, sem á miðöldum réðu mestu á Balkan- skaga, rændu og herjuðu alla leið inn i botn Adriahafs og settu borgarbúum og borgarráði þeirra- Serenissima- afarkosti með tollum og hindrunum. Og siðar tókst Portúgölum að finna leiðina fyrir Góðrarvonarhöfða, Síkin koma I staðinn fyrir götur I Feneyjum. Þar sigla menn um, I staö þess aðaka á bflum eða hjólum. Þaðgetur veriö margt um báta á sikjun- um, ekkert siður en stundum verður þröng á þingi á götum annarra borga, þegar mesti annatíminn er, og fólk almennt úti aö aka i bifreiöum sinum. og um leið að opna I Evrópu annað hlið verzlunar og sam- skipta við Austurlönd. Eftir það var auður og veldi Feneyja úr sögunni, en ekkert getur þó komið i veg fyrir^að borgin hvita við bláu sundin i mynni Pófljótsins er enn draumaborg sögulegra lista og sérstæðrar fegurðar, með óteljandi listaverk og undursam- legar hallir og helgidóma. Þar birtast augum helztu og fyrstu byggingar jafnt i býzantlskum, rómönskum, gotneskum og renaisance stil. Draumsjónir draumaborgarinnar verða þvi meiri en hillingai ,þær verða einn hinn dýrðlegasti veruleiki á guðs grænni jörð. Og mest og frægast þeirra staða er Markúsartorgið. Um það hafa miklir og frægir mennsagt: „Það er fegursta torg veraldar”. — „Það er glæsi- legasti viðhafnarsalur Evrópu”, sagði Napóleon mikli. Umhverfis þetta fræga torg eru hallir og súlnagöng, fræg kaffihús, hótel og skemmtistaöir, þar sem skart- búinn mannfjöldi streymir fram og aftur. Það er næstum rétt- hyrningur að lögun, nær 180 metra langt og 60 til 80 metra breitt. Þeir sem hafa skoðað bezt það, sem fyrir augun ber á Markúsar- torginu, segja, að þar veröi hið ótrúlega trúlegt og hið ómögu- lega að veruleika. Draumar og imyndanir virðast þar iklæðast hinu harðasta og óbrotgjarnasta efni jarðar, áþreifanlegt og sýni- legt, hvert sem litið er. En dúfurnar gefa öllu einhverja loft- kennda hreyfingu, svo að vei gæti hugsazt, að þarna væri himinninn meö frið sinn að koma niður á jörðina. Hér skal aðeins bent á nokkur af arkitektiskum undrum Markúsartorgsins, sem vissu- lega er hjartastaður borgarinnar. Það er þá fyrst klukkuturninn mikli, þarsem „Márarnir tveir” annast klukkusláttinn, sem mætti nefna hjartslátt borgarinnar. Þessi turn er að mestu i Renaissance-stil, en lagfærður á ýmsum öldum, og nú siðast 1945, en byggður i fyrstu 1755 af Giuseppe Massari. Raunar er þetta meistaraverk Markúsar- torgsins margra afrek og unniö á mörgum öldum, en á samt undur- samlegt samræmi i heild. Þá má minna á súlurnar tvær, sem eru minnismerki dýrling- anna miklu, verndarvætta Feneyja, Theodórs og Markúsar. En samt mætti segja, aö Markúsarkirkjan sé hið merkasta og mesta, sem guöspjallamann- inum fyrsta er helgað i þessari i borg, þar sem aidirnar hafa sýnt minningu hans mestan sóma, og geymir beinin, sem rænd voru grafarró sinni austur i Egypta- landi 828 og flutt samkvæmt arfsögn af tveim Feneyjakaup- mönnum til borgar þeirra og grafin þar sem nú er kirkja sú, sem nafn hans ber. Ekki leynir sér sú keppni, sem verið hefur með miklum metnaði á milli Rómar og Feneyja, þegar borið er saman uppruni og aö- stæður Péturskirkjunnar i Róm og -Markúsarkirkjunnar i Feneyjum. Framhald á bls. (Tímamynd — Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.