Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 13. júni 1972. mi\ GREIKAFRÍ: Q Krókur á móti bragði lega „ekkert, alls ekkert,” þegar Gourdon skipaði honum stutt og ákveðiö að sækja Kataeu. — Stuttri stundu siðar kom Tournefort með þá frétt, að Rataeu finndist hvergi. Chauvelin gerði enga athuga- semd við þessi erindislok, en skipaði Tournefort ruddalega að fara til sinnar iöju aftur. Strax þegar hann var farinn, snerist Gourdon að fölaga inum og spurði nokkuð snúðugl: „Kannski má ég vita, hvað þetta á að þýða?” „Vissulega máttu þaö,” svaraði Chauvelin mjög bliðlega „A leið minni hingað, fyrir tæpri klukkustund, mætti ég leiguþjóni þinum, Kataeu, svona hérumbil einum kilómetra héðan.” „Þú mætlir Kataeu!” svaraöi Gourdon undrandi og óþolin- móður. „En það er alveg ómögu- legt. Hann var hér, ég er viss um það. Þér hlýtur að hafa skjátlazt sjálfum”. „Það held ég varla. Keyndar hef ég aðeins einu sinni séð manninn áður. Eg fór þá lika i veitingakrána de la Liberté til þess að la hóp af þorpurum, sem ég þurlti að láta vinna óþokka- lega sýslan. Eg tók þá ekki Katacu með, bæði sýndist mér hann vera l'ullur og auk þess hafði hann svo viðbjóðslegan brjóst- veikis-hósta, að heyra mátli i hálfrar milu Ijarlægð. En þekkja mun ég hann hvar sem er. Þcgar ég mætti honum áðan, stöðvaði hann mig meira að segja og bauð mér góðan dag. Nú, þegar ég fer að hugsa mig betur um, þá man ég að hann hal'ði böggul undir hcndinni, og vitist mér hann vera allþungur”. „Var hann með böggul, þungan böggul?”, spurði Gourdon og lét fylgja blótsyrði. „Og þú stöðvaðir hann ekki?” „Kg hafði enga ástæðu til að gruna hann um neitt. K'g vissi ekki, lyrr en ég kom hingað, hvað hér var um að vera né hverja menn þú hafðir með þér. Allt, sem velferðarnefndin vissi var það, að þú og Tournelort hefðuð l'arið með hóp manna lyrir dögun hingað til Gentilly, Mér var svo lalið að fara hingað og til Gentilly, og athuga hverskonar heimsku þið kynnuð að hafa með höndum. Þið fóruð ykkar eigin lerða og i mesta pukri, dn þess að biða lyrirskipana eða samþykkis vellerðarnefndarinnar, sem þið eigið þó að þjóna þetta skaltu alhuga, borgari Gourdon. Finnist Sucy- gimsteinarnir ekki, þá berið þið Tournefort alla ábvrgðina á missi þeirra gagn- vart rikinu, stjórninni og þjóðinni allri.” Ködd Chauvelins hafði hækkað smámsaman, og var siðast oVðin reiðileg og ógnandi. Gourdon lannst allt sjálfstraust og allur kjarkur hrynja af sér, og varð um leið heltekinn af dauðlegri hræðslu. „Við verðum að elta Kataeu”, tautaði hann, „hann getur ekki veriö kominn langt”. „Að likingum ekki,” svaraði Chauvelin þurrlega. „Þótt ég hefði hvorki Rataeu né gimsteina i huga, þegar ég lagði af staö hingað, þá gaf ég skipan um, að engum manni, gangandi eða riðandi, skyldi hleypt gegnum syðri borgarhliðin, hvort sem þeir ætluðu inn i borgina eða út úr henni. Það ætti að koma okkur að nokkru gagni nú. — Komstu riðandi hingað?” „Já, hesturinn minn er geymdur i litlu veitingahúsi hér rétt hjd. Eg get látið ná i hann á liu minútum”. „Láttu þá sækja hestinn þegar i stað. Borgaðu mönnum þinum og sendu þá á brott, — alla nema Tournefort, sem rétt er að fylgist með okkur Eyddu engu augnabragði til ónýtis. Eg fer á undan og get kannski náð Ratacu áður en þið náið mér. Og væri ég i þinum sporum, borgari Gourdon”, bætti Chauvelin við með illspáum kulda i röddinni, „þá mundi ég gera áheitum nokkur kerti til einhvers dýrlings kirkjunnar. Þess mun verða lull þörf, el' Rataeu skyldi sleppa úr greipum okkar.” III Fyrsti hluti leiðarinnar frá Gentilly til Parlsar liggur eftir Bierdalnum og er vaxinn allmikl- um skógi. Vegurinn er i ótal bugð- um milli bjarka- og hesliviðar- runna. Vegna þessa gat Chauvel- in aðeins séð skamma leið eftir veginum. En hann vissi, að þegar hann kæmi fram hjá Hospital de la Santé, þá væri leiðin opin og vegurinn beinn framundan. Lá hann þar um þurrt og að mestu ó- ræktað land. Chauvelin reið fyrst á hröðu brokki og hafði vafið kápu sinni fast að sér, þvi rigning var allmikil. Við og við mætti hann vegfarendum og spurði þá jafnan að, hvort þeir hefðu mætt lotnum manni, hrikalegum, með vondan hósta, og hefði borið allþungan böggul undir hendinni. Nærri all ir, sem þannig voru spurðir, mundu eftir að hafa séð mann, sem lýsingin gat átt við. Já ein- mitt, stór, hrikalegur mannræfill með mikinn herðakistil, böggul undir handleggnum og hafði slæman hósta. — Jú, Chauvelin var áreiðanlega á réttri slóð. Þeir Gourdon og Tournefort náðu Chauvelin rétt hjá Meuves. Hér varð enn auðveldara að rekja slóð Rateaus. A einum staðnum hafði hann staðið við og fengið sér glas af vini. A öðrum stað hafði hann staðnæmzt og spurt um, hve langt væri til borgarhliðanna. Vegurinn lá nú framundan beinn og sléttur, nokkur hús sáust i fjarlægð og þó ógjörla, vegna regnþokunnar, er yfir öllu lá. Stundarkorni siðar sá Tournefort, sem reið fremstur félaga sinna, háan mann og herðalotinn, standa þar, sem vegirnir greind- ust milli Chemin og Gentilly. Þar eru nokkur hús á strjálingi með görðum i kring, og teljast þau til Santé. Fyrir nokkrum árum, áður en hin dýrlega stjórnarbylting hafði haft endaskipti á öllu, var stólpi hér á lágri hæð, sem nefnd var hauskúpu- eða höfuðskelja- staður. Þessi stólpi var nú notað- ur sem vegvisir. Maðurinn stóð frammi fyrir staurnum og rýndi i hið hálfmáða letur, sem á honum var. Þegar Tournefort kom fyrst auga á manninn, virtist svo sem hann væri óráðinn i hverja leið hann héldi. Hann leit við Tourne- fort, sem nálgaðist á hröðu brokki. Loks virtist hann taka fasta ákvörðun, litaðist hvatlega i kring um sig, og valdi siðan beinni leiðina til borgarinnar. Tournefort stöðvaði hestinn og beið félaga sinna. Sagði hann þeim siðan, hvað fyrir sig hefði borið. „Þetta er áreiðanlega Rateau”, mælti hann. Ég sá greinilega framan i hann og heyrði þennan viðbjóðslega hósta hans. Hann er á leið til Parisar. Þessi vegur liggur beina leið til borgarhlið- anna, og þar verður hann að sjálf- sögðu stöðvaður”. Hinir tveir voru nú komnir og stöðvuðu hestana hjá Tournefort. Staðan var nú orðin tvisýn og vafasöm, og varð nú að taka skjóta ákvörðun. Nú hafði Chauvelin, sjálfglaður og örugg- ur, tekið að sér forystuna. Hann svaraði Tournefort hratt og á- kveðið: „Við viljum ekki láta stöðva hann við víggirðingarn- ar”, sagði hann stutt og skipandi. „Þú, borgari Tournefort riður allt hvað af tekur hina leiðina til borgarhliðanna og kemur þar nokkru fyrr en Rateau. Þú krefst strax viðtals við foringjann, sem er á verði og gefur honum ná- kvæma lýsingu á Rateau. Þvi- næst segir þú honum, að ég skipi svo fyrir, að þessi maður fari ó- hindraður inn um borgarhliðið”. Gourdon rumdi eitthvað i mót- mælaskyni. „Láta manninn fara sina leið hindrunarlaust?! Borg- ari Chauvelin, hugsaðu um, hvað þú gerir!” „Ég geri aldrei neitt óhugsað”, svaraði Chauvelin hryssingslega, ,,og ég þarfnast engra leiðbein- inga i máli eins og þessu”. Hann sneri sér aftur að Tournefort, og talaði i hvössum, skipandi rómi, sem gerði öll mótmæli þýðingar- laus. „Þú ferð af baki hestsins, borgari, strax sem þú ert kominn inn fyrir borgarhliðið og hefur ná- kvæmar gætur á hliðinu. Strax er þú sérð Rateau koma inn fyrir, Lárétt 1) Á ný,- 6) Litarlaus.- 8) Fugl,- 9). Gljúfur,- 10). Grænmeti - 11. Avana,- 12) Starfsgrein.- 13) Elska.- 15) Kgg- Lóðrétt 2) Yfirhafnir,- 3) Drykkur,- 4) Æskumann,- 5) Lélega.- 7) Stara,- 14) Númer.- Ráðning á gátu No. 1128 Lárétt 1) Oskur.-(i) Kál,- 8) Sjo.- 10) Lof.- 12) Jó,- 13) Fa,- 14) Áll,- 16) Inn,- 17) Ýki,- 19) Agnið,- Lóðrétt 2) Skó,- 3) Ká,- 4) Ull.- 5) Ásjár - 7) Ofani.- 9) Jól.- 11) Ofn,- 15) Lýg,- 16) III,- 18) KN,- a iv II jEi" ■ m ■ '4 L HVELL íisilitsSftc Þriðjudagur 13. júni 7.00 Morgunútvarp Við sjóinnkl. 10.25 Dr. Jón- as Bjarnason talar aftur um fiskirækt i sjó. Sjómanna- lög. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö Jón B.Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustend- ur. 14.30 Siðdegissagan: „Einka- lif Napóleons” eftir Octave Aubry 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar: Pianólcikur 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga frá Lapplandi: „Lajla” eftir A. J. Friis 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frcttaspegill. 19.45 islenzkt umhverfi 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.30 Frá listahátið i Reykja- vik: Knski baritónsöngvar- inn John Shirley-Quirk syngur i Háskólabiói. Undir- leikari: Vladimir Askenazý a. Þrjár kansónettur og sönglag eftir Haydn. b. „Liederkreis” op. 24 eftir Schumann. 21.15 Faustus, magnus, maximus Ævar R. Kvaran leikari flytur erindi um fyr- irmyndina og skáldverkið. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur 22.35 Ilarmonikulög Karl Eric Fernström leikur sænsk harmonikulög með félögum sinum. 22.50 Á hljóðbergi liiiill Þriðjudagur 13. júni. 20.00 Fréttir. 20.25 Veöur og auglýsingar. 20.30 Fósturbarnið. Fram- haldsleikrit eftir Carin Mannheimer. 3. þáttur, sögulok. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Efni 2. þáttar: Lillemor Dahlgren, einstæð móðir, kemur barni sinu i fóstur, til þess að geta lokið námi. Fósturforeldrarnir, sem eiga engin börn sjálfir, taka miklu ástfóstri við fósturbarnið, og þegar að þvi kemur, að Lillemor vill fá barnið, er þeim þvert um geð að láta það af hendi. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 21.25 Setiö fyrir svörum. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 22.00 iþróttir. Umsjónarmað- ur Omar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveöin. Auglýsingasímar Tímans eru 18300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.