Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 13. júni 1972. TÍMINN 17 Tugþrautarlandsliðið er allt á sjúkralista - Bretar og Spánverjar væntanlegir eftir tvær vikur til að keppa í tugþraut ÖE-Reykjavik. Tugþrautarlandslið okkar eða þrir beztu tugþrautarmenn okkar eru i lamasessi. Þeir Elias Sveinsson og Stefán Hallgrimsson heitust úr lestinni i tugþrautar- keppni Mcistaramóts islands um helgina, en Valbjörn Þorláksson, A, lauk við þrautina með harm- kvælum, en hann tognaði i hand- legg i spjótkastskeppninni og kastaði aðeins 37,22 metra. — Þetta kemur sér illa, þvi að tvö af beztu tugþrautarlandsliðum á Laugardalsvellinum Evrópu, Rretar og Spánverjar eru væntanleg hingað eftir tvær vikur og keppa á l.augardalsvelli. Er vonandi að þremenningarnir verði búnir að ná sér þá. Eins og fyrr sagði, fór Meistarakeppnin fram um helgina og Valbjörn Þorláksson varð Islandsmeistari með 6096 stig. Rúmum 1000 st. lakara en met hans i greininni. Arangur hans i einstk. gr.: 100 m 11,1 sek. langstökk 6,32 m. Kúluvarp 11.91 m hástökk 1,75 m, 400 m hlaup 54,1 sek, 110 m grindahlaup 15,6 sek, kringlukast 37,88 m, stangarstökk 3,60 m, spjótkast 37,22 m, 1500 m hlaup 5:44 min. Annar i keppninni varð Haf- steinn Jóhannesson, UMSK 5474 stig, þriðji Stefán Jóhannsson, Á, 5381 stig, fjórði Karl West, UMSK 5379 stig, fimmti Sigurður Ingólfsson, A, 4851 stig og sjötti Hannes Guðmundsson, Á 3657 stig. LÁRfl SETTI NÝTT MET i HÁ- STÖKKI 0G FIMMTARÞRAUT Hún er nálægt OL-lágmarki, bæði í hástökki og fimmtarþraut ÖE-Reykjavik Lára Sveinsdóttir, hin kornunga og efnilega frjálsi- þróttastúlka úr Ármanni, lék aðalhlutverkið á fyrri hluta Meistaramóts Islands i frjálsum iþróttum sem fram fór á Laugar- dalsvelli um helgina. Hún setti glæsilegt tslandsmet i fimmtar- þraut, hlaut alls 3483 stig, sem er 583 stigum meira en gamla metið sem systir hennar Sigrún setti i fyrra. Auk þess setti Lára met i hástökki stökk 1.63 metra, sem er 1 cm betra en gamla metið, sem hún setti á Júnimótinu i siðustu viku. Árangur hennar i einstökum greinum var þessi: 100 m grinda- hlaup 15,4 sek, 1/10 úr sek betra en tsl. metið, en meðvindur var aðeins of mikill, 2,2 m á sek, kúluvarp 8,20 m, hástökk 1,63 m, langstökk 5,29 m og 200 m hlaup 26,7 sek. Olympiulágmarkið i fimmtarþraut kvenna er 3800 stig. Kristin Björnsdóttir, UMSK, sem varð önnur i fimmtar- þrautinni, náði 3000 stigum, sem einnig er betra en gamla metið. Þriðja varð Ása Halldórsdóttir, Á hlaut 2575 stig, sem er glæsilegt telpnamet. Fjórða varð Ásta Urbancic, Á með 1483 stig. TIL HAMINGJU ERLENDUR Erlendur Valdimarsson, sést hér i kasthringnum, nýbúinn að losa sig viö kringluna.. kringlan flaug 56,64 m og var það til þess að hann mun fljúga til MUnchen i sumar og taka þar þátt i OL- (Tfmamynd Gunnar) I e ik u n u m . Erlendur er fyrsti íslenzki frjálsíþrótta- maður, sem nær OL-lágmarki ÖE-Reykjavik Erlendur Valdimarsson, 1R, tók þátt i kringlukastskeppni MI i tugþraut á sunnudag og kastaði 56,64 m. Hann hefur þar með fyrstur islenzkra frjálsiþróttamanna náð lágmarki Olympiunefndar Is- lands til þátttöku i OL i Múnchen i sumar, þ.e. að kasta tvivegis yfir 56,50. Til hamingju Erlendur! Guðmundur Jóhannesson, ÍR tók þátt i stangarstökki tugþrautarinnar og stökk 4 fnetra. Mistókst við 4,20 m að þessu sinni. 65,06 í spjótkasti Heimsmetið i spjótkasti kvenna var bætt hressilega um helgina Ruth Fuchs, A-Þýzkal. kastaöi 65.06 metra, sem er 2,66 m lengra en gamla heimsmetið, sem Gort- sjakova, Sovét átti. Aftur á móti er árangurinn 3,58 m lengra en gamla a-þýzka metið, sem Fuchs átti. Ryun hljóp mílu á 3:57,3 Heimsmethafinn i 1500 m Jim Ryun, USA virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik. Hann sigraði i miluhlaupi á móti i Los Angeles um helgina, hljóp á 3:57,3 min. Ryun virðist mjög sterkur og hljóp t.d. siðasta hring á 54 sek.! Annar varð Wottle á 3:58,2 . Kúlu- varpið var stórkostlegt, Woods sigraði, kastaði 21,37 m heims- methafinn Matson varð annar með 21.13 og Feuerbach þriðji með 21,12 m. Milburn hljóp 110 m grind á 13,M sek. IR meistari í 4x800 m ÖE-Reykjavik Sveit lr varð Islandsmeistari i 4 x 800 metra boðhlaupi hljóp á 8:09.5 min., sem er allgóður timi. t sveitinni eru Magnús Geir Einarsson, Sigfús Jónsson, Viðar Halldórsson, og Agúst Ásgeirs- son. önnur varð sveit UMSK 8:35,2 min, og þriðja sveit KR 8:41,1 min. STEWART: 3:55,3 I MILUHLAUPI Frábært miluhlaup fór fram i London um helgina, á Crystal Falace leikvanginum. Peter Stewart, 25 ára gamall Skoti hljópá 3:55,3min. Stewart var meiddur i baki i fyrra en frægur læknir i Wolverhamp- ton hefur bætt mein hans og Stewart er nú ein helzta Ol-von Breta i frjálsum iþróttum. Annar i hlaupinu var Brendan Foster á 3:55,9, Jim Douglas varð þriðji á 3:56,0, John Kirkbride fjórði á 3:56,5 og Andy Carter fimmti á 3:59,3. Miluhlaup þetta fór fram i sambandi við kvennalands- keppni A-Þjóðverja, Breta og Hollendinga, en i þeirri keppni sigruðu þær a-þýzku með yfir- burðum hlutu 119 stig, Bret- land 87 og Holland 67 stig. Monika Zehrt, 19ára gömul a- þýzk stúlka jafnaði Evrópu- metið i 400 m hlaupi hljóp á 51,7 sek. Dregið hefur verið i riöla i knattspyrnukeppni OL i sumar. Riðlaskiptingin er þannig: I. riðill: V-Þýzkaland, Malasia, Marokko, USA. II. riöill: Sovét, Sudan, Mexicó III. riðill: Ungverjaland, Iran, Brasilia, Danmörk. IV. riðill: A-Þýzkaland, Ghana, Kolumbia og Pólland. A móti i Varkaus i Finnlandi sigraði Norporth, V.Þýzkaland i 3000 m hlaupi á 7:57,8 min og Kantanen, Finnl. varð annar á 8 min sléttum. Dahlgren, Sviþjóö stökk 2,20 m i hástökki og Pesonen, Finnl. 2.15 m Skozkur þjálfari þjálfar yngri knattspyrnu- mennina í Keflavík Keflvikingar hafa fengið skozkan þjálfara til að þjálfa yngri flokkana hjá sér i sumar. Rikir nú mjög mikill áhugi hjá ungum knattspyrnu- mönnum i Keflavik og eru Keflvikingar mjög ánægðir að hafa fengið þennan skozka þjálfara sem er mjög góður og áhugasamur. Telja Keflvikingar að hann nái mjög góðum árangri, með yngri flokkana i sumar — stefnt verður aö sjálfsögöu, að þvi að ná sem beztum árangri i íslandsmótinu i sumar og að sem flestir flokkar komist þar I úrslit og jafnframt sigri. SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.