Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.06.1972, Blaðsíða 20
Landhelgismálið: Viðræður við Breta hefjast aftur 19. júní Royle útilokar ekki herskipavernd eftir 1. sept. NTB-London Anthony Royle, aðstoöarráöherra brezku stjórnarinnar, sagði i þinginu i gær, að hann gæti alls ekki útilokað þann möguleika, að brezk herskip yrðu send til varnar brezkum togurum á tslandsmiðin eftir 1. september nk. Hann sagði þó, að brezkir fiskimenn mættu búast viö að veröa aö hlita einhverjum tak- mörkunum, ef þeir fengju yfir- leitt að veiða milli 12 og 50 mflna við ísland. Eftir að tilkynnt var i brezka þinginu i gær, að samningaviö- ræður islpnzkra og brezkra aöila um landhelgismálið hæfust að nýju i Lpndon 19. júni nk., var Royle spurður, hvort báðir aðilar óskuðu heils hugar, að i þessum umræðum næðist samkomulag, sem kæmii veg fyrir „leiðindaat- vik” eftir 1. september. Royle svaraði ekki spurningunni beint, en sagði hins vegar það, sem áöur er getið í tilkynningunni um að umræð- urnar hæfust að nýju, sagði enn- fremur, aö lögð yrði áherzla á að komast aö bráðabirgðasam- komulagi, sem gerði brezkum togurum mögulegt að stunda veiðar á tslandsmiðum eftir 1. september nk. Siðustu umræðum aðilanna lauk i London 25.mai sl. STJORN ALLENDES SEGIR AF SÉR NTB-Santiago Stjórn Allendes forstea i Chile sagði af sér i gær i þeim tilgangi aö veita nýrri efnahagsstefnu brautargengi i landinu, að þvi er tilkynnt var i Santiago i gær. Stjórn Allendes hefur setið við völd i Chile i 19 mánuði. t margar vikur hafa farið fram itarlegar umræður innan stjórnarinnar, sem er sam- steypustjórn um framtiðarstefn- una, og segja stjórnmálalegar heimildir að mikill ágreiningur hafi verið um hana. Seeia heimildirnar, að leiðandi armur sósialistaflokksins, sem er flokkur Allendes sjálfs, hafi hótað að hætta stuðningi við stjórnina, ef áætlunum um að gera Chile aö sósialistisku landi, yröi ekki hrundið i framkvæmd hið bráðasta. Aðalritari flokksins var sagður hafa sett fram hótun þessa á fundi leiðtoga stjórnar- flokkanna og bætti hann þvi við, aö „innanrikis- utanrikis- og varnarmálaráðherra” myndu NTB-Mflnchen Fjórar manneskjur létu lifið og 18 slösuöust, er sprenging varð i gær i ibúöarblokk nálægt ólym- piusvæöinu i Miinchen Blokkin var fimm hæöa og var sprengingin svo öflug, að allir skilveggir á tveimur neðstu hæðunum fuku úr oglbúðirnar á efri hæðunum eyöilögðust einnig. segja af sér, ef stjórnin markaði ekki sósialistisku stefnuna skýrar. Hótuninni var visað á bug af NTB-Rapid City Hermenn og björgunarsveitir unnu i gær af kappi að því að laga til i bænum Itapid City i S-Dakóta i Bandarikjunum, þar sem 208 manns fórust i fióðum um helgina. Talið er, að tala iátinna geti hækkað, þvi ekki munu öll kuri komin til grafar enn. Tjónið er tali nema um 100 milljónum dollara. Nixon Bandarikjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi i bænum og næsta nágrenni og þýðir það m.a.,að þeir, sem urðu fyrir tjóni, fá rikisstyrk til uppbygg- ingarinnar. Flóðið hófst á laugardags- nóttina og herma fréttir, að hægfara armi sósialistaflokksins svo og fulltrúum kommúnista, róttækra og minnihlutaflokka i stjórninni. minnsta kosti 300 hús hafi rifnað afgrunniog 2000bilar breyttust á skömmum tima i brotajárn. búsundir ferðafólks voru staddar á tjaldstæði norðan við bæinn og var lengi óttazt um það, en það reyndist hafa sloppið betur en horfur voru á. Tala þeirra, sem enn er saknað er mjög breytileg, frá þremur hundruðum og allt að 1500 I gær var spáð þrumuveðri og mikilli úrkomu á þessum slóðum, svo ef til vill eru hörmungarnar ekki á enda i þetta sinn. Tals- menn telja þó, að stiflan i Rapid- ánni, sem'^er skammt norðan við bæinn, muni geta þolað talsvert til viðbótar, en bresti hún, fer bærinn i kaf. 208 LÍK FUNDIN I RAPID CITY EFTIR FLÚÐIN UM HELGINA Eldforn kínversk deyfingaraðferð: Bandarískir læknar reyna „akupunktur" SB-Reykjavík Sérfræðingar frá Kina og Bandarikjunum reyna nú i sam- einingu að breyta ævafornri vit- neskju i nútima visindi. barna er um að ræða „akupunktur”, hina fornu deyfingaraðferð Kinverja, sem felst i þvi, að nálum er stungið i sjúkiinginn á vissum stöðum og dofna þá viökomandi iikamshlutar. Undanfarinn hálfan annan mánuö hafa verið gerðar i Bandarikjunum að minnsta kosti sex skurðaðgerðir, þar sem kin- verskur akupunktur hefur ýmist verið einasta deyfingaaðferðin, eða notuð að hluta. Sýnir þetta áhugann á þeirri læknisfræðilegu staðreynd, sem varð heiminum kunn, þegar Kina opnaðist um- heiminum fyrir um það bil einu ári. Lækna i Bandarikjunum greinir þó nokkuð á um aðferð þessa. Sumir eru þeirrar skoð- unar, að þarna sé um að ræða eins konar dáleiðslu, en aðrir hafa gert tilraunir á sjálfum sér og öðrum og segja, að ekki sé um að villast, „akupunktur” deyfi. I fyrrahaust fóru nokkrir bandariskir læknar til Kina og fengu þeir m.a. að sjá skurðað- gerðir, þar sem eingöngu var notaður „akupunktur” sem dreyfing. Kinverjar hafa þó um tugi ára notað vestrænar deyfingaraöferðir, og það er ekki fyrr en nú siðustu ár, að þeir hafa farið að nota þessa fornu aðferð á ný. LiflæknirNixonsforseta fékk að sjá akupukturaðgerð, þegar hann var með forstetanum i Peking i febrúar og kveðst hann aldrei hafa séð nokkuð þvi likt á sinum 25 ára læknisferli. Læknar þeir i Bandarikjunum, sem gert hafa aðgerðir með aku- punktur i tilraunaskyni, lofa deyfingu þessa mjög, en segjast þurfa að læra meira um þessa grein læknisfræðinnar. 1 fyrra var gefin út I Banda- rikjunum bók um kfnverska læknislist eftir dr. William Gutman, sem hefur kynnt sér efnið i mörg ár. Hann aðvarar i formálnum starfsbræður sina við að vera með fordóma gagnvart þeim lækningaaðferðum, erekki tiðkist á vesturlöndum. bá minnir hann á Semmelveis, sem var upohafsmaður sótthreins- unar og uppgötvaði orsök barnsfararsóttar. Hann var út- skúfaður og ofsóttur af starfs- bræðrum sinum og endaði sem geðsjúklingur — allt fordómum að kenna. NTB-Bonn Starfighter-flugvél frá v-þýzka flughernum fórst i gær i Hollandi og lét flugmaðurinn lifið. bá hafa 154 flugvélar af þessari gerð farizt siðustu árin og með þeim samtals 71 flugmaður. Róstursamt í Belfast um helgina 376 manns hafa nú látið lífið NTB-Belfast Mjög órólegt var á N-triandi i gær og munu óeirðirnar um helg- ina hafa verið einar þær verstu I 9 mánuði. Einn brezkur hermaöur lét lifið og er hann sá 77. á tæpum þremur árum. Alls hafa 376 manns látið iifið i óeirðunum i landinu á sama timabili. Ráöhúsið i Lpndonderry skemmdist mikið i spreng- ingunum i gær og danshús sömu- leiðis, en þar eru aðalstöðvar brezka hersins á N—trlandi. Brezki hermaðurinn, sem lézt i gær, hlaut sár sin i bardögum i Belfast á sunnudaginn. Enginn meiddist i sprengingunum, en hundruð manna lögðuiá flótta frá ósköpunum i norðurhluta Belfast, þar sem á sunnudag og mánu- dagsnótt voru einar mestu óeirðir siðan i ágúst i fyrra. briðjudagur 13. júni 1972. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 25. leikur Akureyringa: f3 + e4. Fuglafræðingarnir.sem þinga i Reykjavik þessa daganna gera fleira en sitja ráðstefnu og ræða fuglamál. beir líta einnig kringum sig og þá fyrst og fremst á fuglalifið. 1 gær fóru fuglafræðinganir i þrjá leið- angra tii að kynnast islenzku fugíalifi af eigin raun. Fór einn hópurinn til Vestmannaeyja annar i Borgarfjörð og þriðji hópurinn ferðaðist um Suöurnes, en þar er viða mikiö og fjölbreytt fugialif. Aðallega var náttúran skoðuö við strendurnar, farið á Garðskaga, Reykjanes og Hafnabjarg. Er myndin tekin af fuglafræðingunum að skoða bjarg- fuglinn og fuglinn skoðar fuglafræðingana.en hann er óvenju spakur á þessum slóöum hreyfðist varla úr bjarginu þótt hann væri skoðaður úr nokkra metra fjarlægð. Nánar um fuglaskoðun i blaðinu síðar. Timainynd OÓ—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.