Tíminn - 14.06.1972, Side 9

Tíminn - 14.06.1972, Side 9
Miðvikudagur 14. júni 1972. TÍMINN 9 Ctgefandi: Fratnsóknarflokkurinn ÍFramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: l>ór-|: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Tfmans).;:: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-i:: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306.:;! Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglýs-;!; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurzsimi 18300. Áskriftargjald;;; 225 krónur á mánuði innan iands, i lausasölu 15 krónur ein-j!; takið. Blaðaprent h.f. Annað aðalmálið Um það verður ekki deilt, að hlutur láglaunafólks hefur stórbatnað siðan núv. stjórn kom til valda. í siðasta sunnudagsblaði Mbl. nefnir Einar Sigurðsson útgerðarmaður nokkurt dæmi um þetta. Hann segir, að nú sé kaupið i fiskvinnu kr. 118,70 á klst., en sam- bærilegt kaup á sama tima i fyrra hafi verið um kr. 85,35 Hér er um hvorki meira né minna en 43% hækkun að ræða. Þótt verulegar verð- hækkanir hafi orðið að undanförnu, nálgast þær ekki neitt þá kauphækkun, sem hér hefur orðið hjá láglaunafólki. Kaupgeta almennings er óumdeilanlega stórum meiri en fyrir ári, eða um það leyti, sem þingkosningar i fyrra fóru fram. Fyrir láglaunafólk og aðra launþega einnig, gildir það nú höfuðmáli að halda þvi sem nú hefur áunnist og geta svo notið til fulls þeirrar kauphækkunar, sem samið hefur verið um á næsta ári. Nú þarf þvi eftir megni að forðast allar frekari hækkanir að sinni, hvort heldur er á verðlagi eða kaupgjaldi, þvi að það getur hleypt skriðu af stað, sem erfitt getur orðið að fást við. Það er lika vist, að með þeim hækkunum, sem nú hafa orðið, er gengið svo nærri útflutningaatvinnuvegunum, að þeir geta ekki með góðu móti tekið á sig meiri byrðar að sinni. Annars vofir sú hætta yfir, að þeir verði að draga saman seglin, og jafnvel stöðvast. Þá rýrna launatekjurnar vegna minnkandi atvinnu og atvinnuleysis. Þetta þarf ekki siður að forðast en vaxandi dýrtið, sem gerir kaup- hækkanirnar að engu. Það verður ekki vandalaust verk að draga úr hraðanum á þeirri verðbólgubraut, sem fyrrv. rikisstjórn lét eftir og leitt hafði til fjögurra gengisfellinga á einum áratug. Það er nú annað meginverkefni stjórnvalda, við hlið landhelgismálsins. Viðskilnaðurinn Furðulegt er að lesa skrif stjórnarandstöð- unnar um þessar mundir, þegar þau eru að ræða um efnahagsmálin. Bersýnilegt er, að þau treysta alveg á gleymsku almennings. Þau halda að fólk sé búið að gleyma þvi að fyrrv. rikisstjórn réði ekki neitt við verðbólgumálin. Á þeim áratug, sem hún réði, var ísland mesta verkfallsland i heimi og gengi gjaldmiðils var ekki fellt sjaldnar en fjórum sinnum. Það var algert einsdæmi i Evrópu og þótt viðar væri leitað. Siðasta úrræði þeirrar rikisstjórnar var að reyna að fela vandann með bráðabirgða- verðstöðvunum fram yfir kosningar. Sama leikinn hafði hún leikið fyrir kosningarnar 1967. Þjóðin lét ekki blekkjast aftur og vék þessari ógæfustjórn frá völdum. Verðhækkanir þær, sem hafa gengið yfir siðustu mánuði, hafa fært mönnum heim sanninn um, hvernig við- skilnaður hennar var. Hvað, sem Mbl. og Alþýðublaðið segja nú, þá er vist, að þjóðin óskar ekki aftur eftir stjórn þeirra Jóhanns og Gylfa. Þ.Þ. Dieter Just: Friðarrannsóknir - Ný vís- indagrein í V-Þýzkalandi Hún á rót sína í stjórnmólaþróuninni um allan heim „Friðarrannsóknir’’ er orð, sem heyrðist i fyrsta sinn i Vestur-Þýzkalandi fyrir að- eins fáum árum, en sést og heyrist nú æ oftar þar og vek- ur sifellt meiri athygli manna. Segja má, að það sé næstum orðið tizkuorð meðal almenn- ings, þótt menn séu engan veginn á einu máli um það, hvað orðið — „friðarrann- sóknir” — þýði i raun réttri. En tilurð orðsins — og siðan þeirra stofnana, sem settar hafa verið á laggir i sambandi við það og telja sig nú eiga hugmyndina að þvi — verður vafalaust rakin til þróunar- innar i heiminum og þá býzkalandi eins og fleiri lönd- um. Friðarrannsóknir eru nefnilega i nánum tengslum við ýmsar pólitiskar ákvarð- anir, sem teknar eru viða um heim. Friðarrannsóknir geta ekki verið tilgangur eða markmið i sjálfum sér, þvi að þær eru afleiðing stjórnmála- athafna. Þó segja forvigis- menn þeirra stofnana, sem vinna að þessum rannsóknum, að þeir muni ekki ástunda einskis nýtar orðræður, heldur telji þeir tilgang sinn vera að sýna fram á, hvernig friðinum sé stofnað i hættu með ýmsum ákvörðunum og hvernig unnt megi vera að snúast gegn þeim til að tryggja viðgang hans. Vopnuð átök 1200 sinnum frá 1945. Sú þróun, sem blasir við ný- byrjuðum friðarrannsóknum i Vestur-Þýzkalandi, er tvinnuð jákvæðum og neikvæðum þáttum. Óttinn við friöslit hef- ur farið vaxandi, þvi að striðs- hættan virðist meiri i dag en jafnvel á þeim dögum kalda striðsins, þegar menn austur og vesturs hvesstu sjónir hvorir á aðra með hvað mestri ygglibrún, en þá var það kjarnorkusamningur stór- veldanna, sem girti fyrir, að breyting yrði á hitastigi kalda striðsins. 1 dag eru þjóðir um heim allan að átta sig á þvi, að þótt ekki sé bein hætta á kjarnorkustriði, eru deilumál- in svo mörg og margvisleg i heimi, sem hefur að visu þok- azt nokkuð saman, að þau ná til sambúðar enn fleiri þjóða en áður vegna nánari sam- skipta, og fyrir bragðið getur hættuástand á takmörkuðu svæði dregið dilk á eftir sér i furðu mikilli fjarlægð og það verður jafnframt erfiðara við- fangs að mörgu leyti. Deilur og átök á ýmsum stigum — i Vietnam, á Ind- landsskaga, fyrir botni Mið- jarðarhafs, i siðustu nýlend- unum i Afriku, i Suður- Ameriku og jafnvel á Norður- trlandi — sýna hve margþætt þetta vandamál er, og að lausn verður ekki fundin á' þeim með hervaldi eða beit- ingu vopna einni saman. Hernaðarkönnunarstofnun- in i London (Institute for Strategic Studies) hefur áætl- að, að siðan árið 1945 hafi verið háð að minnsta kosti 1,200 borgarastyrjaldir eða vopnuð átök, sem borið hafa keim af borgarastriði. Vígbúnaðarútgjöldin nema 20 billjónum kr. Hin hefðbundna aðferð, sem viðhöfð hefur verið um aldir til að varðveita friðinn, vigbún- aður rikja og rikjasambanda, kom ekki að gagni til að hindra þessi átök. Riki heims- ins verja árlega meira en Willy Brandt 20.000.000 milljónum (20 billjónum) króna til vigbún- aðar, en það er tvitugfalt meira fjármagn en iönaðar- þjóðirnar verja árlega, til að hjálpa hinum vanþróuðu til að koma iönaði á laggirnar — og er þá einnig talið það fjár- magn, sem einkaaðilar verja i sama tilgangi. Þjóðir heimsins eru lika smám saman að gera sér grein fyrir þvi, að herstyrkur þjóðar er engan veginn trygg- ing fyrir öryggi hennar eða friðsamlegri sambúð og þróun mála i heiminum. Mönnum skilst æ betur, að beita verður öðrum aðferðum eða tækjum til að tryggja friðsamlega þróun. Varðveizla friðarins og Vestur-Þjóðverjar. En þótt horfur séu á margan hátt óvænlegar, er einnig um aö ráeða aukna viðleitni til að treysta friðinn, og hún er meiri á siðustu árum en vart varð, þegar Þjóðabandalagið haföi verið stofnað eftir fyrri heimsstyrjöld. Má þar til dæmis nefna hinar svonefndu SALT-viðræður milli Banda- rikjanna og Sovétrikjanna, sem fjalla um takmörkun á út- breiðslu kjarnorkuvopna, ákvörðun Sameinuðu þjóö- anna árið 1970 um að hrinda af stað áratug þróunaraðstoðar, og upphaf öryggisráðs Evrópu, sem stefnt er að, en þar hefur stjórnin i Bonn lagt fram drjúgan skerf. Væntan- legir samningar velta á upp- lýsingum, sem fjalla ekki ein- ungis um hervæðingu og hern- aðarmátt einstakra þjóða um langan aldur. Sambandslýðveldið Þýzka- land hefur gegnt forustuhlut- verki innan Evrópu á siðustu árum með frumkvæði sinu i friðarátt. Með skuldbinding- um sinum viö NATO og EBE, og ekki siður með sáttmálum sinum við Pólland og Sovét- rikin, sem hafa nú náð sam- þykki þingsins i Bonn, og meö viðræðum sinum við stjórn Austur-Þýzkalands um stöðu Berlinar, sem hefur lengi veriö ásteytingarsteinn, hafa mikilvæg skref verið stigin i þá átt að draga úr úlfúð og auka öryggi ibúa álfunnar. Viðurkenning Nóbelsverðlaunanna. Þessi viðleitni Vestur-Þjóð- verja fékk á siðasta ári beztu viðurkenningu, sem hægt var að vænta, þegar Nóbelsnefnd norska Stórþingsins ákvað, að Willy Brandt, kanzlari Vestur- Þýzkalands, væri manna verðugastur friöarverðlauna Nóbelsstofnunarinnar. Brandt lagði lika áherzlu á það i ræðu sinni, þegar hann veitti verð- laununum viðtöku, aö friður og góð sambúð við allar þjóðir væri undirstaða utanrikis- stefnu Vestur-Þjóðverja um þessar mundir. Brandt komst þá meðal annars svo að orði: „Styrjöld getur ekki verið stjórnmálalegt úrræði, og við eigum ekki aðeins að vinna aö þvi að takmarka styrjaldir, við verðum að vinna að al- gerri upprætingu þeirra. Engir þjóðarhagsmunir geta i dag verið svo miklir, að þeir leysi þjóð frá þeirri ábyrgð, sem hún ber á þvi, aö friðurinn verði varðveittur hvarvetna. Oll viðleitni þjóðanna á sviði utanrikismála verður að þjóna þessum tilgangi. Það er öryggisráðstöfun fyrir Evrópu og allan heiminn að dregið sé úr spennu, svo að aukin sam- skipti geti átt sér staö yfir landamærin, sem aðskilja þjóðirnar.” Hvatningarorð Heinemanns forseta. Það var engin tilviljun eða hending, að helztu áhrifamenn i þýzkum stjórnmálum hvöttu einnig eindregið til ákafra rannsókna i þágu friðar i Vest- ur-Þýzkalandi um þær mund- ir, þegar fyrst var verið að hleypa núverandi friðarsókn vestur-þýzku stjórnarinnar af stokkunum. Þegar núverandi forseti Vestur-Þýzkalands, dr. Heinemann, tók við embætti 1. júli 1969, notaði hann einmitt tækifærið til að leggja áherzlu á nauðsyn friðarrannsókna. Hann sagði i ávarpi sinu, þegar hann tók við embætti forseta: „Maðurinn er um þaö bil að stiga fæti á tunglið, en samt hefur honum ekki tekizt að firra jörðina styrjöldum, hungri og ranglæti.... Það væri gagnlegt, ef við tækjum okkur lika til, ef við veittum friöar- rannsóknum þá athygli, sem þær verðskulda — þær verði ekki aðeins visindaleg könnun á hernaðarlegu samhengi vig- búnaðar, afvopnunar og tryggingar friðarins, heldur á samhengi allra hluta, og þar á meðal ekki sizt hinum félags- legu, efnahagslegu og sál- fræðilegu.” Hvatning til háskólanna. Þessi ummæli Heinemanns, sem hann endurtók siðan við ýmis önnur tækifæri, fundu sterkan hljómgrunn viða um heim — bæði meðal stjórn- málamanna og alþýðu manna. Krafan um friðarrannsóknir var einnig tekin upp i stefnu- skrá hinnar nýju stjórnar jafnaðarmanna og frjálsra demókrata, sem tók við völd- um i Vestur-Þýzkalandi haustið 1969. Sama máli gegndi um stefnuskrár allra héraðsstjórna, sem bera ábyrgð á starfrækslu háskóla i landinu. Forsætisráðherra héraðs- stjórnarinnar i Hessen, Albert Osswald, sagði til dæmis i stefnuskrárávarpi sinu 22. október 1969, að háskólar landsins ættu að „semja áætlun um, hvernig hægt sé að efla Rannsóknarstofnun friðar og deilna”. Var þetta upphaf þess, að stofnun með þessu nafni og kennd við Hessen var sett á laggir i Frankfurt. Brandt tekur upp þráöinn. Þegar stjórn Brandts kanzl- Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.