Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 15. júni 1972. Skólaslit á Löngumýri GÓ. Sauöárkróki Húsmæðraskóla þjóðkirkjunnar á Löngumýri var sagt upp 2H.mai. 1 skólanum voru i vetur ijórlán námsmeyjar, auk ijögurra skiptinema el'tir nýár tveggja frá Bandarikjunum, eins Irá Danmörku og eins frá Hollandi. 27. mai var sýning á handa- vinnu nemenda, og vakti það athygli, hve þar var margt fallegra muna. Kinn nemandi, Annu Fia Kmilsdóttir, frá Stekkjarholti i Geiradal, álti á milli limmtiu og sextiu muni á sýningunni þar á meðal forkunnarfallegan, skaubbúning, sem hún hafði saumað. Hessi sama stúlka sem mun standa á tvitugu var einnig hæst i bóklegum greinum með niu i aðaleinkunn. Skólastjórinn, Ilólmfriður Fétursdóttir, lætur nú af störfum á Köngumýri eftir larsæla stjórn i l'imm ár. Kins og kunnugl er stofnaði Ingibjiirg Jóhannesdóttir þennan skóla á liiðurleifð sinni árið 1944, og standa Skagfirðingar i mikilli þakkarskuld við hana og Björgu Jóhannesdóttur, sem þar var lengi kennari með Ingibjiirgu. ALASKALÚIMNAN Úlfabaunir frá Alaska eru merkileg jurt. Þær eru i rauninni áburðarverksmiðja, þvi að þær safna i sig köfnunarefni úr loftinu og miðla þvi jafnvel frá rótum sinum til annarra jurta, er vaxa nærri þeim. Alaskalúpinan er með öðrum orðum frjógæf i bezta lagi. Skógrækt rikisins vann nytjastarf, er hún flutti þessa jurt til landsins. Alaskalúpinu he'ur viða verið sáð, og hún dafnar með, til dæmis á áreyrum og melum, þvi að hún setur ekki fyrir sig, þó að jarð- vegurinn sé grýttur. En galli er á: Sauöfé sækir mjög á úlfabaunirn- ar, svo að þær fá ekki frið til þess að vaxa, fella fræ og dreifa sér á ógirtu landi. Nú er það svo, að úlfabaunir mynda afarlangar rætur, ég held allt að tveggja metra langar. Þess vegna hefur mér dottið i hug, hvortekki gæti verið þjóðráð að sá þeim i skriöur i fjallshlið- um, þar sem sauðfé er ekki mikið á ferli, að minnsta kosti ekki að staðaldri. Ef þær döfnuðu þar, er liklegt, að þær fengju fremur frið fyrir beitarpeningi. Þær myndu lika binda jarðveginn með timan- um, og leita smám saman undan brekkunni, þvi að fræið er stórt og nokkuð þungt. Hvað segja menn um þessa hugmynd? Úlfur ÚTBOKGÚN BÓTA Landlari góðurl, i dálkum þin- um 23. marz er bréf frá Einari Gislasyni um útborgun bóta. Tryggingastofnun rikisins eða stór hluti það er af ellilifeyri hans. Með þökkum fyrir birtingu. Jón isberg. Landfari þakkar sýslumanni Húnvetninga, að hann skyldi gera sér það ómak að svara bréfi Ein- ars Gislasonar. ÞENKINGAR I GARÐFERÐ Ég brá mér upp bæjargarðana i Borgarmýrinni um helgina til þess að hyggja að þvi, hvort ekki væri komið upp i holunni minni. Og jú — ekki bar á öðru — upp var komið. Aftur á móti hafði erfða- fjandinn, haugarfinn, litið náð á strik i þurrviðrinu, sem á undan var gengið. Það hlakkaði i mér fyrir þessum mótgangi, sem arf- inn hefur átt við að striða i vor, þvi að við mennirnir erum svo merkilegir með okkur, að við metum allt eftir þvi, hvort það þénar okkur eða skaðar. Léttur i skapi sneri ég burt. En þá hvarflaði hugur minn að öðru. Mikill skrattans lassarus er girðingin kringum garðana i Borgarmýrinni, og ekki held ég, að mér yrði mikið fyrir að komast i þá, ef ég væri sauðkind. Eiga þeir ekki net og staura hjá Reykjavikurborg til þess að dytta að henni? Og gæti ekki verið lær- dómsrikt fyrir þá þar að kynna sér, hvernig Skógrækt rikisins girðir þær lendur, sem hún ræður yfir? Ég þykist að minnsta kosti geta ráðið það af þeim skóg- ræktargirðingum, sem ég hef séð, að hún hafi á að skipa mönnum, sem kunna að girða. Það er kúnst út af fyrir sig að gera það vel og varanlega. Á heimleiðinni varð mér tið- hugsað um kindurnar hans — ja, við skulum segja Guðmundar lrænda. Þær ganga einhvers stað- ar hér fyrir ofan á sumrin, og ef það gerði nú hret á Mosfellsheiði, er ekki óhugsandi, að þær slægju sér niður eins og sagt var i minni sveit. Og þá þori ég ekki sverja fyrir, nema það hvarflaði að þeim að snaka sér inn i garðana þarna upp frá, ef fyrirstaðan verður ekki meiri en mér sýnist hún vera. Þvi að sauðkindin er ekki eins mikill sauður og af er látið. Henni dettur sitthvað i hug, og hún finnur, hvar gott er beitar. Við mannskepnurnar megum ekki vera eftirbátar hennar. Við verðum lika að láta okkur detta eitt og annað i hug — meðal ann- ars það, að tryggara muni að verja garðlönd, sem eru i jaðri sumarbithaganna sauðkindanna. Að þessu sögðu sendi ég öllum, sem orð min sjá eða heyra, kveðju guðs og mina — þar með þeim, er hafa tilsjón garðland- anna á sinni könnu, sem og yður sjálfum, Landfari minn Tima- dindill. Garðleigjandi KSI-KRR íslandsmót Laugardalsvöllur Víkingur - Valur leika i kvöld kl. 20.00 Sjáið spennandi leik Vikingur. RADIAL . ,t „MICHEUN genr muninn Hitni hjólbarði við hraðan akstur í lengri tíma, eða vegna aukins álags, eykst hættan á að hann springi. Michelin radial hjólbarðar hitna ekki. Það gerir muninn. Allt á sama Stað Laugavegi 118- Sími 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HF heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefði átt að gefa þær upplýsingar, sem þar er beðið um. En það hefur ekki verið gert, og vil ég þvi aðeins svara fyrir mig. Hér i Húnavatnssýslu hefur verið greitt út fjórum sinnum a ári og þá i heilan mánuð i hvert sinn. Greitt hefur verið i april i júli, október og desember. Þetta hefur vitanlega haft ýmsa ókosti, og nú i ár breytti ég þessu, þannig að greitt verður út i sýsl- unni sex sinnum á ári, annan hvern mánuð, en þá liðuga viku i hvert sinn. Þessi leið hefur lika ókosti, þvi að margir koma hing- að á Blönduós og Hvammstanga, þar sem greitt er út, aðeins einu sinni eða tvisvar i mánuði og þá ekki endilega þessa viku, sem greitt er, þótt auglýst sé. Stökum sinnum hefur komið fyrir, að lifeyrisþegar hafa þurft á peningum að halda á milli út- borgana, og hefur ávallt verið reynt að leysa vanda þeirra. Þótt það sé I sjálfu sér i verka- hring tryggingastofnunarinnar að gera nánari grein fyrir sendingu peninga til umboðsmanna og um- boðslaun, þá vil ég aðeins geta þess, að hér i sýslu fáum við pen- ingana senda um leið og við þurf- um á þeim að halda til útborgun- ar. Hvað snertir prósentur sem þóknun fyrir útborgunina þá væri ég mjög ánægður, ef ég fengi 0,7- 8% fyrir útborgunina. Ég get full- vissað Einar Gislason um það, að áhættuþóknun i sambandi við þctta er innan við 20/00 eða 0,2% og þá getur hann reiknað, hve djV) Frá Vélskóla íslands Umsóknir um skólavist veturinn 1972-73 þurfa að berast skólanum fyrir lok júli- mánaðar. Starfræktar verða eftirtaldar deildir: i Ileykjavik: öll 4 stigin, á Akureyri: 1. og 2. stig, i Vestmannaeyjum: 1. og 2. stig, á ísafirði: 1. og 2. stig. Inntökuskilyrði eru: 1. stig: 17 ára aldur, miðskólapróf og sundpróf. 2. stig: 18 ára aldur og sundpróf og 1. stigs próf meö fram- haldseinkunn eða sveinspróf i vélvirkjun eða tveggja ára starf við vélgæzlu eða vélaviðgerðir og inntökupróf. Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu skól- ans i Sjómannaskólanum, hjá Vélstjóra- félagi íslands, Bárugötu 11, og i Sparisjóði vélstjóra, Hátúni 4a, á Akureyri hjá Birni Kristinssyni, Hriseyjargötu 20, á ísafirði hjá skólastjóra Iðnskólans, Aage Steins- syni. Skólastjóri. Bréf frá lesendum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.