Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. júni 1972. TÍMINN 7 19. þús. eint. Það var UNESCO sem kom með þessa hugmynd og tók franska stj. henni fegins hendi. Þá mun Uneseo vinna að þvi, að fá stjórnir annarra landa, til þess að gefa bækur á svipaðan hátt, og gert er i Frakklandi. Astæðan er sú, að það er á stefnuskrá samtak- anna, að reyna að endurvekja lestraráhuga meðal fólks. En sagt er, að lestraráhugi hafi mikið minnkað vegna áhuga fólks á sjónvarpi og útvarpi. í bókakassanum, sem nú er sendur út eru bækur eftir Voltaire, Hugo, Balzac, heitar lummur, þegar þáttur hennar er i því. Af útvarpsþætt inum og blaðagreinunum hefur MadameSoleil lifað góðu lifi, og reyndar lika af þeim tekjum, sem hún fær af þvi að veita alls konar háttsettu fólki viðtöl, og segja þvi fyrir um framtiðina. Viðtal við frúna kostar frá 3600 krónum og upp úr. Germaine Soleil er 57 ára gömul. Hún segist ekki vera neitt óvenjulega fær stjörnuspámað- ur. Það eina, sem hún geri, sé að lesa úr þeim táknum, sem sjá má i stjörnunum. Þeir, sem koma til hennar, eru á öllum aldri flestir gestanna eru þó á aldrinum 18 til 25 ára. — En þið yrðuð hissa, ef ég segði ykkur hverjir koma til min. Það eru æðstu stjórnmála- og valda- menn þjóðarinnar, fjármála- menn og aðrir álika, og þeir taka enga mikilvæga ákvörðun án þess að tala við mig fyrst. Stendhal og Fromentin. t ráði er, að siðar verði skipt um bækur i gjafakössunum, og þá getur fólk skipzt á bókum, og fengið lánaðar bækur hjá kunn- ingjum sinum úr kössunum báðum. Útgáfa bókanna var boðin út, og tók stjórnin lægsta tilboðinu, en kostnaðurinn við þessar bókagjafir er samt talinn nema um 500 þúsund pundum, eða 6.5 milljónum franka. Nýtt frjósemishormón. Þýzka lyfjafyrirtækinu Farb- werke Höchst i Frankfurt am Main hefur tekizt að framleiða nýtt lyf, sem á að auka frjósemi bæði karla og kvenna. Fram- leiðsla þessa efnis hefur tekizt mjög vel, og er nú verið að gera frekari tilraunir með notkun þess. Vænta framleiðendurnir mikils af þessari uppgötvun sinni. Fundu nýja höll. Franskir fornleifafræðingar, sem unnið hafa við uppgröft fornleifa i norðaustanverðu Sýr- landi hafa fundið þriðju höllina, sem Zimerlin konungur átti, en hann bjó fyrir 2500 árum i borg- inni Mari. Þá hafa fornleifa- fræðingarnir fundið þarna 25000 leirtöflur með áletrunum, og er þetta hvort tveggja talinn mjög merkur fornleifafundur. Mikil umferð um tollbrautir i Frakklandi. Mikil umferð var á siðasta ári um þær brautir i Frakklandi, þar sem menn greiða vegatoll. Jókst umferðin um 37% miðað við það, sem var árið 1970. Mest umferð varð um veginn um Rhone dalinn, en þar fóru um 15.3 milljónir farartækja árið 1971.14 milljónir farartækja óku um veginn milli Parisar og Lyon. Þá munu 11 milljónir faratækja hafa farið um hrað brautina milli Parisar og Normandie og 10.7 milljónir óku eftir hraðbrautinni frá Paris til Lille. Brúðargjöf frá rikinu Fólk, sem giftir sig i Frakk- landi fær að gjöf frá rikinu nokk uð af bókum. Reglan var tekin upp i mai sl. i Frakklandi, að 10 þúsund hjón á viku fá bóka- sendingu i brúðargjöf. 1 kassanum, sem hjónunum er sendur eru sex bækur franskra höfunda. Akveðið er, að rikið haldi áfram þessum bóka- gjöfum út þetta ár, en þá er reiknað með að allt að 350 þúsund bókakassar hafi verið sendir inn á nýstofnuð frönsk heimili, og bókafjöldinn verði * Konan sem stjórnar Frakklandi. sætisráðherra á nýjan leik til- kynnti Helle að ekkert myndi koma i veg fyrir , að hún héldi áfram að leika. Mörgum hefur þótt það fyrir neðan virðingu forsætisráöherrafrúarinnar að fara með hlutverk vændiskon- unnar, eins og hún gerir i leik- ritinu, sem hún mun leika i sumar, en um það segir Helle Virkner-Krag: — Ég er leik- kona, og hlutverkið skiptir ekki máli. Þar fyrir utan er það stað- reynd, að vændiskonur eru til, og fólk verður aðhorfast i augu við það. Vændi er atvinna, og ef til vill ekki verri atvinna en hvaö annað. — Við verðum að hætta að hugsa sem svo, að ein- asta hlutverk konunnar sé að annast eiginmann sinn, og sjá um, að hann eigi alltaf nóg til af hreinum skyrtum, hefur for- sætisráðherrafrúin lika látið hafa eftir sér i dagblöðunum. Hér á myndinni sjáið þið svo forsætisráðherrafrúna i hlut- verki sumarsins, hlutverki gleðikonunnar. Óviða myndi slikt teljast sæmilegt, en nú á dögum rauðsokkanna er þetta þó kannski ekki eins fráleitt og það hefði veriö áður og fýrr. Hún er ekki stjórnmálamaður heldur stjörnufræðingur. Hún heitir Madame Soleil. Banka- stjórar og kaupsýslumenn og meira að segja stjórnmálamenn leita til hennar á hverjum degi, og þessir menn taka enga stór- ákvörðun, án þess að ræða við hana fyrst, og sjá hvort ekki sé öllu óhætt. A hverjum degi kl. 14:15 er dagskrá i franska út- varpinu, og þar fær fólk að hringja til Madame Soleil og leggja fyrir hana spurningar, en samtölunum er útvarpað beint. Simalinurnar eru rauðglóandi, og færri ná tali af frúnni en vildu. Þá skrifar frúin þætti i blaðið France-Dimanche, og blaðið er sagt seljast eins og Forsætisráðherrafrúin á senunni á ný. Léttklædd kona stendur fyrir framan eitt af kaffihúsunum i Nýhöfn og raular fyrir munni sér dægurlag. Tveir harmoniku- spilarar leika undir. Danskir leikhúsáhorfendur fylgjast af athygli með þvi, sem fram fer á sviði Cirkusreviunnar á Dyre- havsbakken i sumar, og ekki að ástæðulausu, þvi það er enginn önnur en forsætisráðherrafrú landsins, sem er þarna i hlut- verki hinnar léttklæddu konu. Helle Virkner-Krag er aftur far- in að leika. Kvöld eftir kvöld i allt sumar mun hún fara með aðalkvenhlutverkið i leikriti i Cirkusreviunni, en það er Dirch Passer, sem leikur aðalkarl- hlutverkið á móti henni. Þegar Krag varð forsætisráðherra i fyrra skiptið, lagði kona hans leiklistina á hilluna, en hún skýrði hvað eftir annað frá þvi i blaðaviðtölum, að henni félli þungt, að hafa orðið að hætta að leika aðeins vegna þess, að maöur hennar varð forsætisráð- herra. Þegar hann varð for- ,,Nú tókst þér upp, að herma eftir risaeðlunni. Við erum búnir að veiða tengdamömmu.” —• Þú getur sjálf valið um, hvort wh þú vilt fara i brúðkaupsferð til~Jc Hollands, Frakklands, Sviss eða Italiu. — Gott, gott.Næstaskipti skulum við revna með smá lóðum á. DENNI DÆAAALAUSI Þú varöst svo voðalega vondur hr. YVilson, siöast, þegar ég gekk á tánum yfir túlipanabeöið þitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.