Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. júni 1972. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: l>ór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, ; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur í Eddubúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — augiýs-:|:|:| ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald x 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j:jx takið. Blaðaprent h.f. Sjdlfstæðisflokkurinn Undanfarna mánuði hafa þær fréttir borist úr innri herbúðum Sjálfstæðisflokksins, að þar rikti mikil óánægja sökum lélegrar og nei- kvæðrar framgöngu fiokksins i stjórnarand- stöðunni. Forustugrein, sem birtist i Morgunblaðinu 5. febrúar siðastl., bar þessari óánægju innan Sjálfstæðisflokksins mjög greinilegt vitni. Forustugrein þessi bar fyrirsögnina: Staða Sjálfstæðisflokksins i stjórnarandstöðu. Efni greinarinnar var i stuttu máli á þá leið, að vegna langrar stjórnarþátttöku hafi Sjálf- stæðisflokkurinn ekki verið búinn undir stjórn arandstöðu. Sökum samstarfsins við Alþýðu- flokkinn hafi hann á undanförnum árum ekki ,,sinnt nægilega” mörgum hinum mikilvæg- ustu málaflokkum, eins og „menntamálum, tryggingamálum, heilbrigðismálum, félags- málum hverskonar, þ.á.m. málefnum aldraðra og æskufólks”. Vegna stjórnarþátttöku sinnar hafi flokkurinn látið rikiskerfið, þ.e. embættis- mennina, móta stefnu sina i stað þess að gera það sjálfur. Þess vegna hafi „stefnumótandi starf innan flokksins sjálfs farið úr skorðum og verið rýrari en efni stóðu til”. Þá sé það stað- reynd, að ungt fólk hafi fjarlægzt flokkinn að undanförnu, og raunar sé það mikið efamál, hvort „hefðbundinni félagsstarfssemi ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins” (þ.e. Sam- band ungra Sjálfstæðismanna og Heimdalli), takist að breyta þessu. Að lokum krefst svo Mbl. „endurnýjunar á afstöðu flokksins og viðhorfum til þeirra mál- efna, sem mestu munu skipta á næstu árum”. Mbl. segist vera reiðubúið til að tryggja vett- vang fyrir slikar umræður. Það er kunnugt að allmargir Sjálfstæðis- menn hafa orðið við þessari áskorun Mbl. um einskonar úttekt á Sjálfstæðisflokknum og sent blaðinu og flokksstjórninni greinar um það efni. Ekkert af þessu hefur enn séð dagsins ljós. Þegar til kom, þótti það ekki álitlegt að láta úttektina á Sjálfstæðisflokknum fara fram fyrir opnum tjöldum i Mbl. En jafnvist er, að þetta hefur ekki orðið til þess að draga úr óánægju innan Sjálfstæðisflokksins, heldur hefur stórlega ýtt undir kröfurnar um ný og breytt vinnubrögð. Undanþágur frá faseignaskatti Morgunblaðið hefur gert að umtalsefni, að gömul kona i Reykjavik, sem greiddi 4 þús. kr. i fasteignaskatt i fyrra, verði að greiða 12 þús. kr. i ár. í tilefni af þessu þykir rétt að benda á, að samkv. nýju lögunum um tekjustofna sveit- arfélaga, er sveitarstjórnum heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt, sem eignalitlum elli- og örorkulifeyrisþegum er gert að greiða. Einnig er sveitarstjórnum heimilt að undan- þyggja fasteignaskatti nýjar ibúðir og ibúðar- hús, ásamt lóðarréttindum, i allt að tvö ár eftir að afnot hefjast. Sjálfsagt er að fylgjast vel með þvi, að þess- ar undanþágur verði notaðar. ÞÞ- ERLENT YFIRLIT McGovem ætlar að safna 30 millj. dollara í kosningasjóð Hann undirbýr þegar af kappi baráttuna við Nixon SVO öruggur er McGovern orðinn um það, að hann verði valinn frambjóðandi demó- krata i forsetakosningunum, að hann er þegar farinn að undirbúa kosningabaráttuna við Nixon. Ráðgjafar hans eru nú önnum kafnir við að gera áætlanir um tilhögun kosn- ingabaráttunnar og fjáröflun vegna hennar, en sjálfur hefur McGovern til endurskoðunar, hvernig hann skuli haga mál- flutningi sinum, en mikið velt- ur á þvi, að honum takist að sameina demókrata og að ná fylgi óháðra kjósenda. McGovern er ljóst að hann verður að leggja kapp á að sýna fram á, að sú umbóta- stefna, sem hann boðar, sé ekki eins róttæk og örðug i framkvæmd og andstæðingar hans vilja vera láta. Hann hef- ur fengið til liðs við sig ýmsa hina færustu sérfræðinga til að gera áætlanir og útreikninga, sem eiga að sýna, að hin um- deilda skattastefna hans sé ekki aðeins vel framkvæman- leg, heldur stuðli að jöfnuði og réttlæti i lifskjörum, án þess að skerða nokkuð eðlilegt framtak og sjálfsbjargarvið- leitni einstaklinganna, sem þjóðfélag Bandarikjanna byggist á. Jafnframt er unnið að þvi að gera málflutninginn eins augljósan og einfaldan og verða má. McGOVERN hyggst að fylgja sömu reglu i sjálfum forsetakosningunum og i próf- kjörunum, þ.e. að snúa sér fyrst og fremst að fáum fjö‘1- mennum rikjum og tryggja sér meirihluta kjörmanna á þann hátt. í siðustu forseta- kosningum vann Humphrey ekki nema i 13 rikjum, en fékk þó 191 kjörmann, en forseta- efni þarf að fá 270 kjörmenn til að ná kosningu. McGovern ætlar að keppa að þvi, að halda öllum rikjunum, sem Humphrey vann, nema Texas. Langflest þessi riki eru á austurströndinni og eru New York og Pennsylvania fjöl- mennust þeirra. Til viðbótar við þessi tólf riki ætlar McGovern að beita sér eink- um að fimm rikjum til viðbót- ar eða Kaliforniu, Wisconcin, New Jersey, Illinois og Ohio. Vinni hann öll þessi 18 riki hef- ur hann orðið 285 kjörmenn eða 15 i'leiri en hann þarf til að ná kosningu. Ráðagerð McGoverns og að- stoðarmanna hans er að koma á fót fjölmennu liði sjálfboða- liða i öllum þessum rikjum. Þótt furðulegt megi þykja, hefur slikt ekki áður verið reynt i Bandarikjunum, svo að heitið geti i sambandi við for- setakosningar. 1 þeim efnum eru Bandarikjamenn langt á eftir Evrópumönnum, enda koningaþátttaka yfirleitt miklu minni i Bandarikjunum en i Evrópu-rikjunum. lteynslan hefur þegar sýnt, að McGovern muni ekki skorta sjálfboðaliða og hann og sam- starfsmenn hans hafa jafn- framt sýnt, að þeir kunna að skipuleggja sjálfboðaliða- starfið. EN ÞÖTT mikil áherzla verði lögð á sjálfboðaliða- starfið, verður ekki vanrækt að aíla fjár til kynningar i sjónvarpi og hljóðvarpi og til annarrar áróðursstarfsemi, sem hefur útgjöld i för með sér. Þeir menn, sem mest vinna að fjáröflum l'yrir Mc- Govern, láta þá skoðun i ljós, að ekki verði komizt af með minna en 25-30 millj. dollara. Ætlunin er að safna um 10 millj. dollara með litlum framlögum frá almenningi eða 10-25 dollurum. En megin- hlutinn verður að koma frá hinum efnaðri stuðnings- mönnum McGoverns, en margir auðkýfingar hafa þeg- ar snúizt til liðs við hann. Þeir, sem gefa 25 þús. dollara eða meira, verða meðlimir i Woonsacket Club, eða Woon- sacketklúbbnum, en hann dregur nafn sitt af litlu sveita- þorpi i Suður-Dakota, þar sem frú McGovern er alin upp. Félagar klúbbsins eru þegar orðnir furðu margir og á þeim þó vafalitið eítir að fjölga, ef McGovern verður útnefndur frambjóðandi demókrata. EF DÆMA ætti eftir siöustu skoðanakönnun Gallups eru sigurvonir McGoverns ekki miklar. Sú könnun fór fram 26.-29. mai, þegar Nixon var i Moskvu. Samkvæmt niður- stöðum hennar hefði Nixon fengið 43% atkvæðanna, ef kosið hefði verið þá, Mc- Govern 30% og Wallace 19%, en þá er reiknað með framboði hins siðastnefnda. Humphréý hefði hinsvegar ekki fengið nema 26% á móti 43% fyrir Nixon og 22% fyrir Wallace. En þess ber að gæta, að for- setakosningarnar verða ekki fyrr en i byrjun nóvember og margt getur breytzt á fimm mánuðum. Fólk verður þá bú- ið að hálfgleyma ferðalögum Nixons til Peking og Moskvu, einkum þó ef Vietnam- styrjöldin heldur áfram. Þvi verður ekki heldur gleymt, að i stjórnártið Nixons hefur dýr- tið vaxið hraðar og atvinnu- leysi verið meira en um langt skeið. Á þvi mun McGovern hamrá, og þar vill hinn óbreytti kjósandi l'á breytingu, engu siður en i Vietnam. MARGT bendir til að álit Nixons og kosningaráðgjaía hans á McGovern hal'i breytzt verulega i seinni tið. Það er ekki langt siðan, að það álit rikti i Hvita húsinu, að Mc- Govern væri heppilegasti mót- frambjóðandinn, sem Nixon gæti fengið. Enn er þetta lika skoðun margra, þar sem enn er ekki séð, að McGovern tak- ist að sameina demókrata. Nýjar athuganir „The New York Times” benda til, að nær helmingur þeirra kjósenda, sem kaus Humphrey i próf- kjörinu i Kaliforniu, munu heldur kjósa Nixon en Mc- Govern, ef þeir keppa i for- setakosningunum. En þrátt l'yrir þetta, ber á vaxandi efa- semdum meðal republikana, að McGovern verði Nixon eins auðveldur keppinautur og al- mennt er ætlað nú. McGovern hefur reynzt traustur i kosn- ingabaráttunni til þessa, hann hefur aldrei misstigið sig eða talað af sér. Hann er alltaf jalnrólegur, einlægur, sann- færandi og traustvekjandi. í prófkjörum er oft kosið meira um stefnur en menn. I forseta- kosningunum sjálfum er hins- vegar oft kosið meira um manninn en stefnuna. Er maðurinn, sem á að stjórna Bandarikjunum, traustur, heiðarlegur, góðviljaður og er hann allur þar sem hann er séður? Þegar til sliks samanhurðar kemur verður hinn hófsami og einlægi sveitatrúboði hinum sibros- andi sölumanni hættulegur keppinautur. Þ.Þ." McGovern heimsótti Wallace nýlega og færOi honum að gjöf bók um Thomas Jefferson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.