Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 15. júni 1972. Fimmtudagur 15. júni 1972. TÍMINN 11 Hvcr skyldi koma auga á ilestar tegundir á styztum tima. . . ' - • 'H/í 2** '* i-'.. » — ' ' jg* . , ^ • - - V >*- V“ > 'vyílx ^ ' * ■ .-•■■■: r .» , ■ ... .... • f ‘ ■ AÐSKOÐA FUGLA- SKOÐARA Oft heyrir maður að Suðurnesin séu ljótasti og flatneskjulegasti hluti handsins, þar sjáist varla stingandi strá, og sé þvi vont und- ir bú, og sportfiskimenn eiga ekk- ert erindi á Suðurnes, þvi að þar er hvorki vatn, né spræna. En fiskur er ekki langt undan landi, þvi þarna ec,u ein fengsælustu fiskimið i heimi. En sé betur að gáð er náttúra Suðurnesja ekki siður fjölbreytileg og áhugaverð og viðast hvar annars staðar, og náttúruskoðarar una þar betur en i gróðursælum sveitum. Jarðfræði skagans er merkileg fyrir margra hluta sakir, og glöggir kunnáttumenn geta lesið jarðsöguna þar eins og opna bók, og sakna sizt gróðursins. Og það var engin tilviljun, að nokkrum þeirra erlendu fuglafræðinga, sem nú sitja ráðstefnu i Reykja- vik, var boðið i fuglaskoðunarferð suður með sjó. Þar er fuglalif fjölbreytt og gefst oft tækifæri til að sjá tegundir, sem eru sjaldséð- ar i mörgum nágrannalandanna. Blaðamaður Timans fékk tæki- færi til að fara með 20 manna hópi erlendra fuglafræðinga undir ágætri leiðsögn Árna Waag, i fuglaskoðunarferð um Suðurnes i fegursta veðri s.l. mánudag. Undirritaður hlýtur að viður- kenna að hann er algjör glópur i fuglafræðum, en ætlunin var að skoða fuglaskoðara við eftirlætis- iðju sína, fremur en að glápa á fuglinn . Athuganir fuglafræðinganna hófust reyndar áður en komið var út úr höfuðborginni. Á Tjörninni eru fleiri fuglategundir, en á svip- uðum slóðum i nokkurri annarri borg, að sögn leiðsögumannsins, og er Reykjavik eina höfuðborgin i heiminum, sem stært getur sig af þvi, að kriuvarp sé innan marka hennar. Strandlengjan milli Garðskaga og Sandgerðis er Gósenland fuglaskoðara. Er gamli Garð- skagavitinn nú eina fuglaathug- unarstöðin, sem starfrækt er hér á landi. Óðar og billinn stanzaði rétt sunnan vitans þustu fugla- fræðingarnir út, og kikjum og myndavélum með sterkum að- dráttarlinsum var beint að fugla- hópnum i og við fjöruna. Viðbrögð virðulegra prófessora og visinda- manna voru svipuð og hjá börn- um, sem opna jólapakkana sina. Fagnaöaróp kváðu við og hver hrópaði á annan, að hann væri með þessa eða hina fuglategund- ina i sigti og það var eins og stóri óskabillinn ylti úr pakkanum, þegar einhver kom auga á fugla- tegund eða afbrigði, sem hann hafði aldrei áður séð i náttúrulegu umhverfi. Og visindaheiti teg- undanna ultu upp úr mönnum og konum á latinu, ensku og þýzku. Þar sem byrjandi i fuglaskoðun sá ekki nema gargandi kriur, æð- arkollur og máva voru sér- Texti og myndir: Oddur Ólafsson fræðingarnir búnir að telja 19 tegundir i fjörunni og við hana eftir nokkurra minútna athugun. Ofan við fjöruna, sem Arni Waag telur að sé einhver hin merkilegasta hér á landi, er ný- búið að róta upp miklum grjót- og moldargarði, og er bágt að sjá hvaða tilgangi hann þjónar. Sennilega á hann að varna að sjórinn brjóti á land i stórflóðum, en erfitt er að sjá, hvað verið er að verja, þvi ofan við fjöruborðið er ekki annað en sandur og grjót, enengin sjáanleg mannvirki eða jarðabætur. Er þessi framkvæmd ekki annað en röskun á náttúr- unni, sem hlýtur að eiga að láta óáreitta á slikum stað. Á Miðnes- heiðinni er mikið kriuvarp og virðist sem sumir séu helzt til fingralangir um varptimann. Eigendur landsins hafa viða girt varpið af og getur að lita spjöld, á öðrum hvorum staur, þar sem á er letrað að eggjataka sé strang- lega bönnuð. Þótt Bessastaðir séu mesta höfuðból á tslandi beinist athygli fuglaskoðara fyrst og frcmst að æðarvarpinu sem þar er. A myndinni eru brezkir fuglafræðingar, sem hafast ólikt að, en ferðamenn í heimalandi þeirra. Þar kvartar drottningarfólkið yfir, að það fái ekki að vera i friði i hfbýlum sinum og görðum fyrir ferðamönnum, sem beina sjónaukum sinum að þvi úr nærliggjandi háhýsum, en á Bessastöðum standa Bretar á hlaðvarpanum, °g dást aö æðarvarpinu. Frá þessum dýrðarstað tókst fyrst að toga vfsindamennina eftir á annarrar klukkustundar stanz þótt viðdvölin ætti ekki að vara lengur en i hálftima. Við lá að jafnerfitt væri að draga hópinn frá höfninni i Sand- gerði. Þar var varla litið á fjörugt athafnalif, þar sem menn voru að búa sig á sjó, en ótal sjóngler stóðu á veiðibjöllum og mávaaf- brigðum, og fjörugar umræður voru um kynþroska og ókyn- þroska fugla, sem syntu á höfn- inni, eða sveimuðu yfir fiskibát- unum, þar sem sjómennirnir litu varla upp frá vinnu sinni og sizt af öllu töfðu þeir sig við að góna á fuglinn. Við innsiglinguna i Höfnum var uppi fótur og fit, þegar sást til þúsunda af skrofum, sem syntu nokkur hundruð metra frá landi. Þennan fugl höfðu fæstir i hópn- um litið augum áður og var ekki aldeilis ónýtt að sjá hann i sliku magni og raun bar vitni. Lónið, sem myndar höfnina er fýrir margra hluta sakir merkilegt frá fuglafræðilegu sjónarmiði. Þar hafast t.d. við andartegundir, sem annars sjást ekki nema á eða við ósalt vatn. Frá veginum, sem liggur milli Hafna og Grindavikur er um hálfrar klukkustundar gangur niður að Hafnabergi. Yfir bruna- hraun og vikurfláka er að fara á þeirri leið. Er þar sannkallað Suðurnesjalandslag. En náttúru- fræðingarnir hafa aðrar hug- myndir um hvað sé áhugavert land, en þæreingöngu, hvort hægt er að hafa af þvi nytjar eða hvort það fellur inn i þann ramma, sem flestir gera sér um hvað er fallegt eða ljótt. Smávaxnar, en harð- gerar jurtir, sem stóðu hér og hvar upp úr sandinum, eða kannski réttara sagt, lágu á hon- um, vöktu ekki siður athygli þeirra, en fagurlaufgaðir skógar- lundir eða litfögur skrautblóm i gróðurhúsum gera i augum þeirra, sem i eitt skipti fyrir öll eru búnir að ákveða hvernig nátt- úrufegurð á að lita út. Mátti sjá margan visindamanninn stanza á göngu sinni, krjúpa og leggja nær nefið við jörðu og athuga af gaumgæfni og forvitni smágerða jurt, sem skaut rótum i gljúpan og fingerðan vikurinn. Á brún Hafnabergs opnaðist skyndilega liflegur og hávær heimur. Tugþúsundir fugla svifu við bergið, syntu i flokkum undir þvi, eða sátu á nibbum og syllum. Og ekki var að sökum að spyrja, hávaðinn var ,,eins og i fugla- bjargi”. Enn fóru sjónaukar og myndavélar á loft og mikið var horft og ljósmyndað. Óreyndur fuglaskoðari spurði sjálfan sig hvers vegna þyrfti að nota sjón- auka á þessum stað, þvi að fugl- inn, sem næst sat brúninni var að- eins i seilingarfjarlægð frá fugla- skoðurunum. En svarið mun vera einfalt. Það er ekki allt fengið bara með þvi, að skoða fuglinn sem næst sér. Það er um að gera, að sjá sem flestar tegundir og af- brigði á hverjum stað. Þótt gam- an sé að sjá fuglinn i bjarginu rétt við nefið á sér, verður maður að muna, að það fólk, sem þarna var á ferð vissi gjörla fyrir, flest það, sem vert er að vita um algeng- ustu bjargfugla á norðurslóðum og var ekkert nýnæmi i að sjá þá á hreiðri. Allt i einu kveður við hvellur hljómur, sem sker sig úr marg- rödduðu gargi bjargsins. Allir sjónaukarnir beinast á andartaki i þá átt, sem hljóðið kom úr. Menn ætluðu varla að trúa sinum eigin eyrum og augum, sólskrikja i fuglabjargi. Um stund skipti allur skarinn, sem bústað á i og við bjargið engu máli. Allra augu beindust að sólskrikjunni, og sjá, þær voru þrjár. Með langæföri eftirtekt við að greina fuglateg- undir fylgdust fuglaskoðararnir með sólskrikjunum þar sem þær flugu með leifturhraða innan um fuglagerið og voru fljótir að sjá, að tveir karlfuglar voru að gera Framhald á bls. 12 ■** , ^ •* .. .,:••• gygfg-*" Þótt Hafnaberg sé ekki hátt er þar bústaður óteljandi bjargfugla yfir varptfmann. Fuglafræðingar fylgjast af miklum áhuga meö lffinu I fjörunni sunnan viö Garöskagavita. Vart getur hentugri stað til fuglaskoöunar en á Hafnabergi. Ö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.