Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 15. júni 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson íslandsmótið í handknattleik ntanhnss hefst á manndaginn í Hafnarfirði - sama fyrirkomulagið verður á mótinu og undanfarin ár, leikið verður í tveim riðlum, síðan leika efstu iiðin til nrslita - sá leikur fer fram fimmtudaginn 29. júní fRriöi11 FH Islandsmótið i handknattleik karla utanhúss, verður haldiö daganna 19. júni til 29. júni og fer fram I Hafnarfirði, þar sem FH mun sjá um mótið. Leikið verður við Lækjarskólann og leiknir tveir leikir á hverju képpnis- kvöldi, sem eru átta — 19., 20., 21.,22.,23.,26.,27.,28. júni og hefjast leikirnir kl. 20.00. úrslita leikurinn fer svo fram 29. júni og hefst hann kl. 20.30. Leikið verður i tveimur riðlum, sem þannig eru skipaðir. Rnglaði vallarklukkan dómarann í ríminu? - hún gekk stirðlega síðuslu mínúturnar í fyrri hálfleik og slöðvaðist svo algjörlega - sýndi hún í langan tíma, að tvær mín. væru eftir af hálfleiknum Það cru margir, sent velta þvi fyrir sér, hvað það hefur verið, sem ruglaði Val Bene- diktsson, dómara leiks KR og Keflavik s.l. þriðjudagskvöld, svo i riminu, að hann lét lcika lyrri hálfleikinn 10 min. leng- ur en venjulegur leiktimi er, cða i 55. min. i staðinn fyrir 45. min. Við hér hjá Tímanum erum kannski búnir að finna skýr- inguna á, að Valur lét liðið leika 10. mín. lengur. Valur hefur allt af litið á vallarklukkuna, sem er fyrir áhorfendur, til að gá,hvað tim- anum liði, en það gera dómar- ar yfirleitt alltaf i knatt- spyrnuleikjum (sem öðrum knattleikjum), svo þeir þurfa ekki allt af að fara ofan i vas- ann eftir skeiðklukkunni. Þeg- ar ein min. er eftir á vallar- klukkunni, taka þeir upp skeiðklukkuna, sem þeir taka tima leiksins á, upp úr vasan- um og flauta svo af, þegar hinn rétti timi (timinn á skeið- klukkunni) er kominn. Nú skeður það, að þegar vallarklukkan sýnir að 38. min. eru liðnar af leiknum (7. min. eftir af hálfleiknum), stöðvast hún. Ef við segjum,að Valur hafi litiö þá á klukkuna, hefur hann séð að það muni ekki liggja á að fara að lita á skeiðklukk- una, þvi að nóg væri eftir af hálfleik. Eftir smá stund, fer vallar- klukkan aftur á stað — en stöðvast aftur og sýnir þá að 41. min er liðin af leiknum (4. min. eftir af hálfleiknum). Segjum að Valur hafi þá einnig litið á klukkuna og séð að það væri óhætt að biða smá KR-ingar kæra leikinn gegn Keflavík stund, með að taka upp skeið- kiukkuna. En einmitt á þeim augna- blikum, sem klukkan gengur svona stirðlega, er mikið að gera hjá Val, svo að hann gleymir sér um tima — en lit- ur þó á vallarklukkuna, sem sýnir, að það eru tvær min. eftir af hálfleiknum. Eftir stutta stund litur Valur aftur á vallarklukkuna og honum bregður i brún — fjandans klukkan stendur þá enn á 43. min. (tvær min. eftir). Hleypur þá Valur til eins linu- varðarins og talar við hann. Ekki vitum við, hvað þeim fór á milli, en eftir að Valur talaði viö linuvörðinn, hljóp hann inn á völlinn og flautaði leikinn af. A þessu getum við séð, að það er ekki gott að treysta á vallarklukkuna, eins og við reiknum meö að Valur hafi gert, hún gengu oft illa, þegar vindur stendur á hana, eins og gerði i leiknum. Viljum við benda öðrum dómurum á að brenna sig ekki á sama soðinu og Valur. SOS. KRingar hafa nú kært leikinn gegn Keflavik, sem var leikinn s.l. þriðjudagskvöld, og var svo sögulegur, eins og skýrt er frá annarsstaðar á siðunni. Telja KR-ingar, að leikurinn hafi verið of langur og þar með ólöglegur. Aftur á móti segir Valur Bene- diktson, hinn frábæri dómari leiksins, að leikið hafi verið i réttan leiktima og stóðu linuverð- irnir, einnig fastir á þeirri skoðun. Það þýðir ekkert að deila við dómarann, segja sumir. En KR- ingar eru ekki á sama máli, þeir hafa sent inn kæru — standa fastir á þvi, að leikurinn hafi staðið of lengi yfir, fyrri hálf- leikurinn hafi staðið i 55. min i staðinn fyrir 45 mfn. Verður þvi gaman að fylgjast með þessu deilumáli — ef KR vinnur málið, verður að leika leikinn upp á nýtt, en annars gildir leikurinn s.l. þriðjudags- kvöld. SOS. Fram Armann Haukar B-riðill. Valur KR Vikingur Grótta ( sl. Eins og má sjá, er A-riðillinn mikið sterkari en B-riðillinn, en ekkert var við þvi að gera, þvi aö mótanefndin, hafði ekki vit á að flokka liðin niöur áður en hún dró i riðlana. Mótið fer fram á tveim næstu Leiðir hinn snjalli línu- maður Fram, Björgvin Björgvinsson, liðsitttil / sigurs I útimótinu? ► íl; vikum og var þvi flýtt svona, vegna óskar landsliðsnefndar- innar, en hún vill ekki láta mótið standa lengi yfir, vegna æfinga prógamms, sem handknattleiks- * , m, landsliðið, æfir fyrir OL-leikanna i Mílnchen. Þau lið, sem taka þátt i mótinu, eru misjafnlega vel undir mótið búið, sum liðin hafa æft mjög vel að undanförnu, en önnur eru ekki enn byrjuð að æfa fyrir mótið. Flest liðin eiga leikmenn, sem æfa með lanafsliöinu — verður gaman að fylgjast með þeim og fá að sjá, hvort þeir skeri sig úr i mótinu. Fyrsta leikkvöldið verður sem fyrr segir á mánudagskvöldið n.k. Þá leika þessi lið saman: 1R - Armann KR - Valur, Við munum segja nánar frá mótinu hér á siðunni siðar. SOS. _■_■_■_■ ■_■_! Tekst Víkingum að skora mark í 1. deildinni í I kvöld mætast botnliðin i 1. deild, Vikingur og Valur, á Laugardalsvellinum kl. 20.00. Það verður örugglega hart barizt, þvi að það lið, sem tapar er þá komið I alvarlega fallbaráttu. Vfkingliðið, sem hefur ekki tekizt aö skora mörk I sex siðustu leik- jum sinum, verður að skora mark eða mörk i kvöld til að sigra leikinn — þvi að það má bóka að Valsliðið skori mark, liðið skorar yfirleitt mörk i leikjum sinum og má búast við,að þar verði enginn breyting á i kvöld. Valsliðið hefur á að skipa mjög marksækinni frarplinu, sem kallar ekki allt ömmu sina. Þá eru tengiliðirnir i liðinu mjög lif- legir, einnig aftasta vörnin með Sigurð Dagsson fyrir aftan sig. Vikingsliðinu hefur ekki enn Mnnar einu stigi á Björgvin Hóim og Einari sitt fyrsta kvöld? tekizt að sýna, hvað það getur i 1. deildarkeppninni. Miðvallar- leikmenn liðsins eru beztir, fram- linan er algjörlega bitlaus og hefur henni ekki tekizt að skora mark I siðustu sex leikjum sinum. Þá er aftasta vörnin ekki upp á marga fiska um þessar mundir, þótt fyrir aftan hana sé mjög góður markvörður, sem Diðrik Ólafsson er. Ef liðin leika svipaða knatt- spyrnu og þau hafa leikið að undanförnu i leiknum, er enginn vafi á,hvar sigurinn lendir — hjá VAL. SOS. Eftir síðustu opnu keppni i golfi, sem fram fór um siðustu helgi, eru 10 efstu menn í Stigakeppni Golf- sambands tslands þessir: Stig Mót Björgvin Hólm, GK 30,5 4 Einar Guðnason, GR 29,5 3 Þorbjörn Kjærbo, GS 23,5 3 Július R. Júliuss., GK 18,5 4 Sigurður Héðinss., GK 18 3 Björgvin Hólm heldur enn forustu i Stigakeppni GSÍ. Jóhann Ó. Guðm.s., GR 16 3 Óttar Yngvason, GR 15 3 Gunnl. Ragnarsson, GR 10,5 4 Jón H. Guðlaugsson, GV 10 2 Atli Aðalsteinsson, GV 8 1 Alls hafa 23 menn fengið stig i þessari keppni, en nú er lokið fjórum mótum af niu, sem tekin eru gild. Af þessum 23 mönnum hafa 6 þeirra, sem urðu i 10 efstu sætunum i keppninni i fyrra og skipa landsliðið i ár, fengið stig. Þar af eru 5 á þessum lista hér fyrir ofan. BORIZT BOD FRÍ HOREBI OG OANMORN Stjórn FRÍ hefur borizt boð um þátttöku i unglingamótum i Dan- mörku og Noregi. Er hér um að ræða hina árlegu Herlev-leika i Danmörku 24. og 25. júni og Tvrving leikana i Noregi 1. og 2. júli. Bæði þessi mót eru fyrir börn og unglinga fædd 1954 — 1961. Allan kostnað verða þátttakendur eða félög þcirra að greiða > Nánari upplýsingar um þessi mót gcfur framkvæmdastjóri FRÍ i Slina 83377. Dagana 24. og 25. júni n.k. verður haldið Islandsmeist- aramótið i stangarköstum. Mótið fer fram i Laugardaln- um i Reykjavik og verður keppt viö iþróttahöllina. Má búast við,að þar veröi margt um stangaveiðimanninn, þótt litið verði um lax og aðr- ar fisktegundir — en eitt er hægt að bóka, það verður eitthvaðaf maðki á staðnum. Þeim, sem hafa áhuga á að taka þátt i mótinu, er bent á að tilkynna þátttöku til: Sig- urbjörns Eirikssonar (simi: 34205) og Astvalds Jónssonar (simi: 35158)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.