Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.06.1972, Blaðsíða 20
Wallace og Muskie herða baráttuna — McGovern með 2/3 tilskilins kjörmannafjölda NTB—New York McGovern nældi sér i gær i 34 kjörmenn til viðbótar og hefur þá fengið rúmlega 1000, sem styðja munu útnefningu hans sem forsetaefnis demókrata á lands- þinginu i Miami i júli. Iiann þarf minnst 150!) kjörmenn til að verða útnefndur. McGovern . undirbýr sig nú undir forkosningar i New York, en demókrataflokkur Texasrikis Jóseph Luns kom hingað í gærkvöldi Josep Luns, framkvæmdastjóri NATO, kom í gærkvöldi i opin- bera heimsókn tii lsiands, en hann mun dvelja hér á landi fram á laugardagsmorgun. Einar Agústsson, utanríkisráðherra, tók á móti Luns i gærkvöldi, og var myndin tekin við þaö tæki- færi. samþykkti i gær að skipta kjör- mönnum sinum á milli Wallace, McGoverns og Humphreys. Wallace fékk 42, McGovern 34 og Humphrey 21. McGovern telur sér visa 200kjörmenn til viðbótar i kosningunum i New York, sem fram fara 20. júli. Muskie aftur í baráttuna Edmund Muskie, sem i april gafst upp i kosningabaráttu sinni vegna auraleysis, hefur nú ákveðið að taka hana upp að nýju. Hann mun byrja á kosninga- ferðalagi um 10 riki. A blaðamannafundi i Washington viðurkenndi Muskie, að hann hefði aðeins litla möguleika til að verða útnefndur forsetaefni, en lagði áherzlu á, að baráttan væri ekki einungis fyrir hann persónu- lega, heldur demókrataflokkinn allan. Wallace fer til Miami George Wallace, rikisstjóri Alabama, mun taka þátt i lands- þinginu i Miami i næsta mánuði, að þvi samstarfsmaður hans upplýsti i gær. Wallace er enn lamaöur i fótum eftir árásina 15. mai sl. og læknum finnst enn ekki ráðlegt að fjarlægja byssu- kúluna, sem er rétt við hrygg hans. 70 fórust í flugslysi NTB—Nýju Dehli Óttast er, að að minnsta kosti 70 manns hafi farizt, er japönsk farþegaþota af gerðinni DC—8 hrapaði i lendingu á flugvellinum utan við Nýju Dehli. í þotunni, sem var frá Japanska flug- félaginu Japan Airlines, voru 78 far- þegar og 11 manna áhöfn. Sjónarvottar að slysinu segja, að vélin hafi verið alelda, er hún hrapaði, og brak er dreift um marga ferkilómetra svæði. S 1 ö k k v i - o g sjúkralið frá Nýju Dehli kom á staðinn og voru 15 manns fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús. Flug- vélin var að koma frá Tókió og átti að halda áfram um Teheran, Kairó og Róm til Frankfurt. 20 far- þeganna áttu að fara úr i Nýju Dehli Svart: Reykjavík: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEIGH Hvítt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 26. leikur Akureyringa: Be3-f2 UMHVERFISRÁÐSTEFNAN F0RDÆMIR KJARN0RKU- TILRAUNIR OFANJARÐAR NTB—Stokkhólmi Umhverfisráðstefna Sþ i Stokkhólmi fordæmdi i gær kjarnorkuvopnatilraunir, sem gerðar eru i gufuhvolfinu og beindi þvi til allra landa, sem 'hyggja á slikar tilraunir, að hætta viö þær Tillagan var sam- þykkt með 56 atkvæðum gegn 3, en 29 sátu hjá. Þau riki, sem voru á móti, voru Frakkland, Kina og Afrikurikið Gabon. Frakkar hafa ákveðið kjarnorkuspreningu i tilrauna- skyni á sunnanverðu Kyrrahafi nú i enda júnimánaðar, og eru Frakkar ásamt Kinverjum einu riki heimsins, sem hafa haldið áfram kjarnorkutilraunum innan gufuhvolfsins. Slikar tilraunir eru bannaðar samkvæmt alþjóða- sáttmála, sem hvorugt landið hefur undirritað. Meðal þeirra rikja, sem ekki greiddu atkvæði um tillöguna, voru Bandarikin, Bretland og V-- Þýzkaland. Áður hafði farið fram atkvæða- greiðsla innan nefndar þeirrar, sem fjallar um mengandi efni. Bæði Kanada og Ástralia, sem þá sátu hjá, greiddu atkvæði með tillögunni á ráðstefnunni. Á þriðjudagskvöldið fóru 8000 manns i mótmælagöngu i Stokkhólmi og mótmælti fólkið þar striðsrekstri Bandarikja- manna i Vietnam. Göngunni lauk við þinghúsið nýja. Alvarlegt slys Mjög harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Réttar- holtsvegar i gærkvöldi. Þrennt var flutt á slysadeild Borgar- sjúkrahússins, en blaðinu var ckki nánar kunnugt um meiðsli þess i gærkvöldi. George Brown ók gegn um múrvegg - þögn um vínandaprófið NTB—London George Brown lávarður, fyrrum utanrikisráðherra Breta, var handtekinn og látinn blása i blöðru, eftir að hann hafði ekiö Jagúar-bil sinum beint i gegnum þriggja metra háan múrvegg i London á þriðjudagskvöldið. Lögreglan hef.ur ekki viljað segja, hvort blöðruprófið var jákvætt eða neikvætt. Brown, sem er 57 ára, var einnig varaformaður verka- mannaflokksins og margvisleg uppátæki hans gerðu hann að einum umdeildasta stjórnmála- manni Breta eftir strið. Sjónarvottur að akstri Browns á vegginn sagði, að Jagúrarinn hefði ekið rakleitt gegnum veginn, en litlu siðar hefði Brown komið i ljós, veifandi örmum i ákafa, en ómeiddur. Hann hefði hrópað ákaft: — Ég er ódrukk- inn! ég er ódrukkinn! Maó formaður sagður dauðvona í 22. sinn SB—Reykjavik, NTB—Hong- Kong Blað i Hong-Kong skýrði frá þvi i gær, aö Maó formaður væri fársjúkur og þess vegna hefði veriö i hasti kallaður sainan fundur i Peking til að ákveöa hver verða skyldi eftirmaöur hans. Er þetta i 22. sinn siðan i april 1950 að Maó er sagöur að dauöa kominn. Oft hefur hann meira að segja vcrið sagöur látinn og bana- bein hans hafa verið allir helztu sjúkdómar, sem manninn geta hrjáð. Fundurinn, sem kallaður var saman i Peking i siðs^tu viku, var boðaður fyrinfára- laust og var að sögn blaðsins eingöngu haldinn til þess að ákveða, hver verða skyldi eftirmaður formannsins, sem nú er 78 ára gamall. B1 a ða m a ðu rinn , sem skrifaði fréttina i Hong-Kong blaðið, kvaðst hafa þetta eftir „óvenju áreiðanlegum heim- ildum” og hefðu þær einnig látið þess getið, að for- manninum væri vart hugað lif. Til stuðnings þessu bætir blaðið við, að þegar ekkja bandariska rithöfundarins Edgar Snow kom til Kina i april sl. tók Chou En-Lai for- sætisráðherra á móti henni i stað Maós, sem hafði átt að gera það. Tuttugu og einu sinni áður hefur Mao formaður ýmist verið sagður dauðvona eða látinn, i fyrsta sinn i april 1950, er hann átti að hafa látizt eftir krabbameinsuppskurð. Nokkrum sinnum hefur hann að sögn fengið slag, en auk þess berkla, lifrakrabba, nýrnasjúkdóma, blóðsjúk- dóma, krabbamein ibarkaog augnsjúkdóm. Þá hefur hann með vissu millibili verið sagður þjást af Parkinsons- veiki, of háum blóðþrýstingi, heilakölkun, geðbilun, lömunum og blindu. En jafnan hefur Mao hrakið allar þessar sögur með þvi að birtast bráð- lifandi, hress og kátur. Siðast i september i fyrra fékk al- heimur að vita, að nú væri næstum fullvist, að Mao væri dauðvona eða jafnvel látinn, en svo þegar Haile Selassie, Eþiópiukeisari kom til Peking skömmu seinna, gekk Mao fram á sjónarsviðið og heilsaði honum hjartanlega Maó — er það satt núna? Nú er bara að biða og sjá hvað setur, eins og komm- únistaleiðtogar i Hong Kong gera, samkvæmt fyrirmælim frá Peking.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.