Tíminn - 17.06.1972, Síða 3

Tíminn - 17.06.1972, Síða 3
Laugardagur 17. júni 1972. TÍMINN 3 „Landhelgisgæzlan getur ekki tekið við störfum varnarliðsins” - nema að mjög takmörkuðu leyti, sagði Luns í gær ÓV—Rey kjavik Jósep Luns, framkvæindastjóri NATO, sagði á fundi með frétta- mönnum i gærmorgun, að það væri sin einlæga ósk, að islenzk stjórnvöid létu ekki verða af þvi að láta „varnarliðið” i Keflavik fara fyrir árið 1974. Myndi það raska mjög valdajafnvæginu i Evrópu og gera öllum erfiðara fyrir að halda friðinn iheiminum, þar sem island væri hernaðar- lega mjög mikilvægt, sérstaklega með tilliti til landfræðilegrar af- stöðu. Luns sagði, að umsvif Sovét- manna á Atlantshafi — svo og á Miðjarðarhafi — ykjust stöðugt og nefndi hann ýmsar tölur i þvi sambandi, svo allir mættu sann- færast. — Vegna þessara vaxandi umsvifa, sagði framkvæmda- stjóri NATO, — þá fer þörfin fyrir loftherstöð hér vaxandi. Jósep Luns sagði ennfremur, að á fundum sinum viö islenzka ráðamenn, hefði hann verið fræddur um afstöðu Islendinga i landhelgismálinu — i þvi gæti hann að sjálfsögðu ekkert gert — eins hefðu verið rædd öryggismál Evrópu og herstöðvarmálið. — Enn hefur ekkert verið endanlega ákveðið um öryggismálaráð- stefnu Evrópu, sagði fram- kvæmdastjórinn, en auðvitað Luns á blaðamannafundinum i gær. (Timamynd G.E.) vonast allir til, að hún verði hald- in og að hún verði til þess að draga mjög úr spennu. Luns var að þvi spurður, hvort vera Grikklands og Portúgals i NATO væri réttlætanleg og svar- aði hann þvi til, að engum likaði stjórnarfarið i löndunum, en NATO væri engin „Brésnef-kenn- ing”. NATO væri ekki ætlað að koma á einhverju ákveðnu þjóö- skipulagi i rikjum meðlimaland- anna, en Grikkland og Portúgal væri mjög mikilvæg frá hernaðarsjónarmiði og innan NATO rikti enginn ágreiningur um verulandanna i samtökunum. Undir lok fundarins, sem var heldur stuttur, var framkvæmda- stjórinn að þvi spurður, hvort is- lenzka landhelgisgæzlan gæti ekki tekið við störfum varnarliðs- ins, en þvi svaraði hann á þann veg, að svo gæti ekki orðið nema að mjög takmörkuðu leyti. Luns fer héðan i dag og óskaði Islendingum til hamingju meö daginn. Hafnfirzkir mál- ararsýnaverk sín i tilefni dagsins verður haldin sýning á verkum hafnfirzkra málari i Iðnskólahúsinu. Þar sýna 9 málarar og verður sýningin opin i dag frá kl. 16,00 til 22,00 og á morgun frá kl. 14,00 til 22,00 Þeir, sem þarna sýna eru: Bjarni Jónsson, Eirikur Smith, Gunnar Hjaltason, Gunnlaugur S. Gislason, Jón Gunnarsson, Jónas Guðvarðarson, Pétur Friðrik, Sigurbjörn Kristinsson og Sveinn Björnsson. Smásöluálagning hækkar en heildsöluálagning ekki KJ — Reykjavik Verðlagsnefnd samþykkti á fundi sínum i gærmorgun að heim ila hækkun á álagningu i smá solu, en engin hækkun hefur verið leyfð á álagningu i heildsölu. Þessi hækkun á álagningu sam- svarar 0,8 — 2,5% hækkun á vöru- verði, og fer það eftir þvi, hvaða vörutegundir er um að ræða. Fjórir fulltrúar launþega greiddu atkvæði á móti hækkun á álagn- ingu. Almennt var heimilað, að hámarksálagning hækki um 6%, en 10% hækkun var heimiluð á matvörum, nýlenduvörum og skófatnaði. Vörur, sem sex- mannanefnd ákveður verðlag á, falla ekki undir þessar ákvarð- anir. Talið er, að meðalálagning á matvörup hækki almennt úr 15% i 15,9% og hæst i 16,5. Smásöluálagning á ýmsum búsáhöldum og járnvörum hækkar úr 29.8% i 31.6% á timbri úr 27.4% i 29% á ávöxtum úr 41% i 45.1%. Sprottin af öðru en sameiningarvilja Nýtt land, sem kom út i gær, svarar Alþýöublaöinu fullum hálsi um sameiningarmálin. t upphafi forustugreinar blaös- ins segir á þessa leiö: „Undanfariö hafa alþýöu- flokksmenn i ræðu og riti tön- last á sameiningu viö Samtök frjálslyndra og vinstri manna. í eldhúsdagsumræðum frá Alþingi kvörtuöu þeir undan scinagangi i viðræöum við sig. i blaöi þeirra 24. og 25. f.m. heldur þessi kvartsára rödd áfram aö glymja. Ekki er aö lasta aö málinu sé haldiö vak- andi. En ástæða er til aö minna á, aö það var fyrir at- beina Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna aö Alþýðu- flokknum var boöin aöild aö myndun núverandi rikis- stjórnar, sem þcir þáöu ekki, og veröur sú blygðunarsemi Alþýöuflokksins ekki skrifuö á reikning samtakanna. Sú neit- un og önnur framkoma alþýöuflokksmanna á siöasta þingi veröur þvi ekki til þess aö örva þessar viðræöur eöa til þess aö gera þær trúverö- ugar i augum almennings. Sá eftirrekstur sem nú er geröur i þessu efni hlýtur þvi aö vera af öörum toga spunninn en beinum sameiningarvilja.” Hver mundi trúa slíku? Nýtt land segir ennfremur: „Formaöur Samtakanna, llannibal Valdimarsson, lýsti því réttilega á siöasta stjórn- arfundi þcirra, hvernig kjós- cndur heföu verið blekktir i siöustu kosningum, þar sem áróöur hinna flokkanna heföi fyrst og fremst beinst aö þvi aö telja fólki trú um þaö, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna væri ekki neitt i neinu, þau fengju engan mann kosin á þing, öll atkvæði þeim grcidd féllu dauð niöur. Sam- tökin ættu þvi mun meira fylgi en i Ijós hefði komið i kosning- unum. Hafi alþýðuflokksmenn komizt aö svipaðri niöurstöðu, þó ekki sé hún látin uppi, þá getur maöur fariö aö skilja þessa bráðu nöltsótt, sem gripið hefur um sig i herbúö- um þcirra. Nú er bezt að segja þaö eins og það er, aö þaö eru kannski sizt af öllu þessir menn, sem fyrir þessu jarmi standa, sem marga innan Samtakanna langar aö sam- einast. Og þótt sá atburöur geröist einhvern daginn aö þeir settust niður og undirrit- uðu einhverja klásúlu þess efnis, aö nú væri stundin kom- in, þcir reiöubúnir. Hver mundi trúa sliku? Mennirnir sem staöið hafa i þvi á undan- förnum árum aö sundra póli- tiskri samstööu þess fólks, sem sömu hagsmuna á aö gæta.” Pólitisk refskák Loks segir Nýtt land: „Veröi um sameiningu aö ræöa hlýtur hún aö gerast annars staöar en viö samn- ingaborö þessara manna. Hún gcrist einfaldlega I huga hvers og eins hvar sem hann er til sjávar eöa svcita. Menn trúa ckki þessu sifellda rausi um sameiningarviija mannanna, sem slaöiö hafa á undanförn- um árum i endalausu valda- brölti og látið lönd og leiö hagsmuni þeirra, sem þeir þykjast vera aö berjast fyrir. Teflt þrotlaust sina pólitisku refskák, og ekki er óliklegt, aö þcssir tilburöir séu einn leik- urinn í henni. Manni liggur viö aö óska þcss aö þeir vildu gjöra svo vel og láta fólkiö i friöi svo þaö fái, frjálst og óhindrað aö taka sinar ákvaröanir.” Fróölcgt veröur aö sjá, hvernig Alþýöublaöiö bregst viöþcssu. Þ.Þ. UTANLANDSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI LONDON fra kr. 14.102,- Bernt þotuflug baðar leiðir. brottfor vikuiega Inmfalið gistmg og morg- unverður á fyrsta flokks hbtel. Oll herbergi með baði og sjónvarpi Ferð- ir milli hótels og flugvallar og ýmis- legt fieira Þetta verða vinsælar ferðir til mjlijonaborgarmnar. Leikhús og skemmtanalif það viðfrægasta i ver oldinm. en voruhúsin hættulega 1 freistandi. 1 KAUPMANNA- HÖFN frá kr. 12.950,- Brottfor i hverri viku Innifalið beint þotuflug baðar leiðir. gisting og tvær máltiðir a dag Eigm skrifstofa Sunnu i Kaupmannahofn með islenzku starfsfolki Hægt að vel|a um dvol á morgum hotelum og fá odýrar fram haldsíerðir til flestra Evrópulanda með T,æreborg og Sterling Airwavs. Nú komast loksms allir ódýrt til Kaup mannahafnar Allra leiðir liggja til hmnar glaðværu og skemmtilegu borgar við sundið MALLORCA frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir, eða með viðkomu i London Brottfor hálfs mánaóarlega til 15 júni og i hvern viku eftir það Frjálst val um dvol i ibúðum i Palma og i baðstrandabæi unum (Trianon og Granada) eða hin um 'vmoælu hótelum Anfillas Barba dos, Playa de Palma. Melia Magaluf I og fl. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma með islenzku starfsfolki veit»r öryggi og þjónustu. Mallorka er fjolsottasta i sólskmsparadis Evrópu. Fjolskylduafsláttur COSTA DEL SOL frá kr. 12.500,- Brottfor halfsmánaðarlega. og i hvern viku eftir 27 júli Besnt þutu flug baðar leiðir eðd með viðdvoi 1 London Sunna hefir samninp urr, giStirymi a aftirsottum hoteurr ■ Torremolmos (Alay oe Las Paiomasi og ibuðum luxusibúðunum Playa mar i Torremolmos og Soficobygg ingunum Perias og fl i Fuengiroia og Torremolinos, Islenzkir fararstjorar Sunnu á Costa del Sol hafa sknfMofu aðstoðu i Torrcmolinos. þar sem alltaf er auðvell að ná ti> þéirra. Costa del Sol er næst fjotsottasta solskms paradis Evrópu og Sunna getur boð ð upp á beztu hóte! og ibúóir a hag kvæmum kjorum FERflASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRIETI7 ÝMSAR FERDIR Nordurlandaferð ISdagar. brotttur 29 juru Kaupmannahofn Oslo, Pelarnork Sviþjoó Kaupmannahofn - Rmarlond lb dagar, brottfrn 6 juli og 3 águs* Lkið um Þy/kaland til Rinarlanda Kaupmannahofn - Rom - Sorrento 21 dagur, brottfor 13 juli, Vik«i i Kaupmannahofn vika • Snrrento og viku i Romarborg Paris - Rmarlond - Sviss 16 dagar, brottfor 20 ágúst Landið helga - Egyptaland - Libanon 20 dagar brottfor 7 oktober Kynmð ykkur verð og gæði Sunnu- ferðanna með aætlunarflugi eða hinu otrulega odyra leiguflugi SUNNA gerir ollum kleift að ferðast Sunna er alþióðleg IATA ferð«iskrifstofa 1640012070 Fylgizt með ferðaauglýsingum Sunnu í Tímanum á sunnudögum, Yísi á mánudögum og Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum á þriðjudögum og takið þátt í lesendagetraun i lok mánaðarins, þar sem vinningar eru ókeypis utanlandsferð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.