Tíminn - 17.06.1972, Side 5

Tíminn - 17.06.1972, Side 5
Laugardagur 17. júní 1972. TÍMINN 5 Hjónhætt komin í tjaldi vegna gasleka Klp—Reykjavík. Fullorðin hjón úr Reykjavik voru hætt komin i tjaldi sinu aust- ur við Laugarvatn fyrir nokkrum dögum, þegar leki kom að gaskút, sem þau höfðu inni hjá sér vfir nóttina. Hjónin höfðu notað gaskútinn fyrr um daginn, og lokaði bóndinn vcl fyrir hann áður en þau fóru að sofa. Hann gleymdi þó að setja hann út fyrir tjaldskörina, eins og hann var vanur, og hitti þá svo á, að kúturinn fór að leka með pakkningu. Maðurinn vaknaði um kl. S um morguninn og komst með naumindum út úr tjaldinu og náði siðan i konuna. Áttu þau þá bæði mjög erfitt um andardrátt og var konan fallin i dásvefn. Hann komst i næsta tjald og hitti þá svo vel á, að þar var hjúkrunarkona, sem vissi hvað átti að gera í þessu tilfelli. Eflir fyrstu hjálp var náð í lækni frá Laugarási og kom hann og gaf fólkinu sprautu og súrefni. Þau voru síðan flutt i bæ- inn og lögð inn á sjúkrahús. Viðræður í London og Brussel Á mánudaginn verða á ný teknar upp viðræður islenzkra og brezkra ráðamanna um land- helgismálið, og munu þær standa i einn tii tvo daga. Þá hefjast á mánudaginn i Brussel viðræður um samninga islands viö Efna- hagsbandalagið Maður drukknar Það slys varð á miðvikudags- kvöldið, er togarinn Narfi var að fara á veiðar frá Reykjavik, að einn skipverja Aöalsteinn Björn Hannesson, Grænuhlið 5 i Reykjavik féll útbyrðis og drukknaði. Ekki cr nánar vitaö um tildrög slyssins. Hátíðahöld í Mosfellssveit Þjóðhátiðarnefnd Mosfells- sveitar efnir til íjölbreyttra hátiöahalda 17. júni. Farið verður i skrúðgöngu að hátiða- svæðinu við Varmá, þar sem séra Bjarni Sigurðsson predikar við guðsþjónustu, Oddur Ólafsson alþingismaður flytur minni dagsins og Matthildur Jóhanns- dóttir flytur ávarp fjallkonunnar. Lúðrasveit drengja leikur og Telpnadór Varmárskóla syngur.Þá fiytur Jón M. Guð- mundsson oddviti ávarp og sömu- leiðis Páll Magnússon nýstúdent. Siðan verður sundkeppni og dag- skrá ætluð yngstu kynslóðinni. Að lokum veröur handknattleiks- keppni. Um kvöldið verður dans- leikur i Fólkvangi á Kjalarnesi, og þar verða einnig skemmti- atriði. Strætisvagnaferðir verða milli Hlégarðs og Fólksvangs. Dagskrá hátiðarhaldanna i' Hafnarfirði i dag, verðurmeð liku sniði og verið hefur undanfarin ár. Hún hefst kl. 13,13 með skrúð- göngu til kirkju, þar sem Séra Guðmundur Óskar Ólafsson predikar. Siðan verða skemmti- atriði óg iþróttasýningar á Hörðuvöllum og um kvöldið verður dansað við Bæjarút- gerðina, þar sem hljómsveitin Trúbrot leikur fyrir dansi. Ferðastyrkur til rithöfundar I fjárlögum fyrir árið 1972 er 85 þús. kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöfundasjóðs Islands, Garða- stræti 41, fyrir 13. júli 1972. Umsókn fylgi greinargerð um, hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Reykjavik, 13. júni 1972. Rithöfundasjóður íslands. SELJUM ALLAR FAANLEGAR nauðsynjavörur KAUPUM HVERS KONAR framleiðsluvörur Umboð fyrir Sámvinnutryggingar og Lif- tryggingafélagið Andvöku. kaupfélag Króksfjarðar KRÓKSFJARÐARNESI Nýjar heyþyrlur frá Vinnubreiddir: 4,60 og 3,80 metrar. Nýju Fella heyþyrlunar eru sterkbyggðar og endingar- góðar. Þærvinna ótrúlega vel á jöfnu sem ójöfnu landi. Hægt er að skástilla Fella heyþyrlunar þannig að heyið kastist ekki á girðingar eða í skurði. Það er mjög auðvelt og létt að setja í flutningsstöðu og fer þá lítið fyrir vél- unum. Framúrskarandi niðurstöður prófana erlendis og hjá Bútæknideildinni að Hvanneyri sanna yfirburði nýju Fella heyþyrlana. Hafið samband við okkur og kynnisl kostum og nýjungum Fella heyþyrlanna. Við bjóðum hagstæð verö og greiðsluskilmála. 'H F LÁGM0LI 5, SlMI 81555 Lofum þeima&Rfá AlIt á sama Stað Laugavegi 118- Sími 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HF Er hann gangtregur? Fáóu þér Champion kerti | SKJALDBÖKUVIÐBRAGÐ? Hikstar við inngjöf? Seinn í gang? Blessaður fáðu þér ný CHAMPION kerti og leyfðu honum að sýna hvað hann getur. Eigum einnig platínur í flestar gerðir bifreiða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.