Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 17. júní 1972. Slysavakt aöfaranótt sunnudagsins. Frá vinstri cru Haraldur Arnason lögregluþjónn, Helga H. Berg- mann gangastúlka, Björg Einarsdóttir hjúkrunarkona, Hulda A. Sveinbjörnsdóttir gangastúlka og ólafur ólafsson læknakandidat. augað - og soldið i kringum munninn. Augað var skolað, sett i það mýkjandi smyrsli og henni sagt, að sviöinn úr andlitinu hyrfi við venjulegan þvott. Lögregluþjónn kom allt i einu inn, sagði bil hafa farið á staur vestur i bæ en ökumanninn hlaupið i burtu. -Við vitum hvernig hann er klæddur, sagði hann. -Blár jakki og brúnar buxur. Við náum honum fljótlega og vildum láta ykkur vita því bill- inn er skemmdur og hann er lik- lega eitthvað meiddur. Þeir héldu, aö billinn væri . stolinn eða ökumaðurinn ölvaður, og á meðan við vorum að ræða það, kom sjúkrabill. Tveir piltar og ein stúlka höfðu veriö i bil, sem annar hafði farið i hliðina á á mótum Miklubrautar og Héttar- holtsvegar. Þeir voru ómeiddir, það kom i ljós viö skoðun, og stúlkan kvartaði um verk i fingri. -fíg sá hvað var að ske, sagði hún, -svo ég kastaði mér i gólfið. Putt- inn snéri alveg öfugt núna áðan. Annar pilturinn kvartaði um svima og haldið varf að hann hefði hlotið heilahristing. Hvergi sá á honum, og á meðan Ólafur var að tala við þá og skoða renndi hann allt i einu málmstöng eftir iljum piltsins. Hann tók kipp og kreppti saman tærnar, niður á við. -Ef tærnar hefðu glennzt i sundur og upp á við, sagði Ölafur, -þá væri stór möguleiki á heila- hristing. Við látum hann jafna sig hér og svo fer hann bara heim. Filtur, ölvaður, kom inn með vasa~klút um hægri hendi. Hann gaf upp nafn, heimilsfang, aldur og aðrar nauðsynlegar upplýsing- ar við afgreiðsluborðið, búinn að setja bláu plastpokana um fæturna, og var heldur óstöðugur. Þegar hann svo kom inn á skipti- stofuna neitaði hann að segja til um, hvernig hann hefði fengið Eflið ykkar eigin hag VERZLIÐ í KAUPFÉLAGINU Tryggið hjá Samvinnutryggingum. kaupfélag Rauðasands HVALSKERI ¦¦¦ AUKIN AFKÖST MEÐ Hundruö þúsund bænda um heim allan hafa náð framúrskarandi árangri með þessum heyvinnuvélum. bér getið einnig orðið reynslunni ríkari! skurðinn á hendina, en smátt og smátt skildist, að hann hafði slegið til einhvers, eða þá að hann hafði dottið á glas. —Jæja, sagði hjúkrunarkona, - leggstu hérna upp á bekkinn og svo sjáum við hvað er að. —Nei, svaraði hann með þjósti. -Ég skal setja hendina hérna á borðið,en ég leggst ekki neitt. —Svona! sagði Oiafur. -Leggstu hérna upp á. Við hreyfum ekki við þér fyrr. —Égskal segja þér, væni minn, sagði sá fulli og slasaði, um leið og hann lagðist á bekkinn, -að ég þekki svona mál. Ég hef stúderað þetta. Sárið var ekki stórt, en gaf til- efni til tveggja eða þriggja spora. —Hvað ert' að gera, maður? spurði sá fulli, þegar Ólafur deyfði. Hann hafði einhvern grun um hlutverk mitt á staðnum og bað mig lengst allra orða að vera ekki með neinn kjaft. Ja, ólikt var bilamálarinn viðmótsþýðari, enda hafði hann ekki slegið neinn eða neitt. Um leið og unglingurinn fór, kom inn stór og sterklegur mað- ur, á hvitri nælonskyrtu og með nokkuð stóran skurð á kinn. Hann gekk beint að mér i hvita sloppn- um og sagðist bara ætla að láta lita á þetta sár, svo væri hann farinn. Einhvernveginn gat ég ekki valdiðhonum vonbrigðum og sagði þvi að það hlyti að vera i lagi. —Varstu sleginn? spurði ég. —Þaö skiptir engu máli, svaraði sá sterki. -Ég skal ekki tefja neinn, littu bara á þetta og svo fer ég. —Það þarf að koma i ljós, sagði ég, -hvernig þú fékkst þetta sár. —Já, ég var sleginn. Ég var sleginn með stórum hring. Meira vildi hann ekki segja, en það er ekki að spyrja að þessum stóru hringum. Sá sterki ætlaði einnig að neita að ieggjast en hlýddi þó á endan- um. Ólafur spurði hann meira út i slysið en fékk dræm svör. -bað er mjög mikilvægt að heyra söguna, sagði hann svo við mig. -Það getur skipt töluverðu máli, hvernig menn fá svona sár. Hingað koma kannski menn með skrámu á hendinni og efa litið upp hvernig hún er tilkomin. Svo er þetta meðhöndlað eins og hvert annað sár og daginn eftir eða þar á eftir hleypur igerð i allt saman. Það er eiginlega útilokað annað, en að igerð komi i sár eftir tennur, þvi það er ekki svo litið af sýklum uppi fólki. Sá sterki tók enn fram, að hann ætlaði ekki að tefja neinn. - Saumið þetta bara saman, sagði hann, -og svo fer ég. Ég veit hvað tilfinningar eru. Og ekkert að deyfa neitt. Ég vil finna til strax og svo er það búið. Ólafur dró upp sprautu og mundaði sig til að deyfa manninn. En hann rauk upp og gerði sig lik- legan til að beita sinum tröll- vöxnu handleggjum, ef ekki yrði farið að óskum hans. Ég vil enga helvitis deyfingu. —Jæja jæja, sagði Ólafur ról- lega. Fyrst þú endilega vilt, þá er mér alveg sama þótt ég pini þig dálitið. Skurðurinn var nokkuð hrein- legur, ekki mjög tættur en náði alveg i gegn. Þegar hjúkrunar- konan skoðaði hann, sá inn i kjálka. Og saman var hann saumaður, án þess að deyfing færi fram. Frá þeim sterka heyrðist hvorki stuna eða hósti á meðan, þó var saumað bæði að utan og innan, 7 eða 8 spor hvor- um megin. —Þið haldið kannski að ég sé tilfinningalaus? umlaði hrausti maðurinn. -Nei, ég veit sko hvað tilfinning er. Likamleg tilfinning, likamlegur sársauki getur aldrei orðið jafn slæmur og andlegur sársauki. Ég veit allt um það. Ég vil finna likamlegan sársauka strax, svo er það búið. Enga hel- vitis deyfingu. Andlega sárs- aukann er ekki svo gott að ráða við. —Hlýtur þetta ekki að vera sárt? spurði ég Ólaf. —Jú, það er það náttúrlega. En ef hann vill.... —Þið haldið kannski að ég sé tilfinningalaus, ha? spurði sá stóri. -Nei, ég veit sko allt um það.... A gagnauga hans var litil hola, sem lokað var með einu spori. Þegar gengið hafði verið frá sárinu á vörinni/kinninni, ætlaði sá sterki að stökkva á fætur. -Er þetta ekki búið? —Nei, rólegur svaraði hjúkrunarkonan. —Það er smá- skeina hér. Það var fljótgert. -Jæja, sagði Olafur, -nú er það búið. Hann spratt upp eins og stál- fjöður, þakkaði fyrir sig, bukkaði sig og beygði og fór. Málið af- greitt og hann brattur eins og Mr. Universe. Enn kom sjúkrabill. I þetta skiptið var það piltur, sem kunningi hans hafði fundið á ¦ Austurvelli, meðvitundarlausan eftir barsmið . Hann var enn meðvitundarlaus. -Hvað skeði? spurði ég vininn. —-Hann var laminn. Hoppað á maganum á honum og sparkað i hausinn. Ég neyddist til að kyngja dug- lega. -Voru þeir margir að lúskra á honum? ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVÖRÐUSTIG 25 TRAKTORAR Góðar vörur á hagstæðu verði tryggja betri afkomu það eru hyggindi sem i hag koma að verzla við kaupfélagið kaupfélag Sfrandamanna NORÐURFIRÐI —Nei, það var bara einn. —Fullur? —Hver? —Vinur þinn? —Ja...já, svolitið. Sá meðvitundarlausi var skoðaður rækilega. -Við sjáum til hvort hann vaknar ekki fljótlega sagði Ólafur. Þegar ég gekk um ganginn skömmu siðar var vinurinn kominn inn i básinn og sá með- vitundarlausi hafði raknað við. —Hvernig liður þér? spurði ég. —Mig- vantar afréttara, sagði hann og glotti. -Annars er allt i lagi með mig. Mig svimar bara dálitið. Hann var látinn liggja um stund og jafna sig. Siðan var hann skoðaður aftur, kannað hvort um heilahristing væri að ræða og hann eitthvað þuklaður. —Hvert ferðu núna? spurði Ólafur. —Nú fer ég sko beint heim að sofa. Svarið var mjög afdráttar- laust. Býrðu einn? —Já. —Það veltur töluvert á heimilisástæðum, hvort við sendum svona sjúklinga heim, sagði Ólafur við mig. -Ef enginn er til að lita eftir honum, vekja hann og svo framvegis, þá erum við dálitið hræddir við að senda þá heim. —Geturðu ekki farið neitt þar sem einhver litur eftir þér spurði hann svo piltinn. —Ha, jú jú, ég get náttúrlega farið heim til min, til pabba og mömmu. —Já, þá er bezt að þú gerir það, En ef þú færð velgju, fer að liða eitthvað illa, þá kemurðu strax. Jú, hann lofaði þvi og fór svo að klæða sig. —Þekktirðu þennan sem barði þig? spurði ég. —Já, hann vinnur með mér, helvizkur. Sá skal sko fá það i vinnunni á mánudaginn. —Hvers vegna var hann að berja þig? —Ég veit það ekkert. Ég hélt við værum að leika okkur. Svo bara allt i einu var hann farinn að sparka i hausinn á mér. —Sparkaði hann ekki i magann á þér lika? —Ha? Nei, það held ég ekki. —Jú, sagði vinur hans, -hann sparkaði i magann á þér. —Hvað heldurðu að ég muni það maður, sagði sjúklingurinn. - Ég var alveg blindfullur, maður. Jæja, hann skal sko ekki sleppa. Ég hélt að þetta væri vinur minn, þessi djöfull! Hann lauk við að klæða sig og þeir fóru. Stunur bárust öðru hvoru út úr fremsta básnum á ganginum. Fyrr um kvöldið hafði verið komið með mann, sem fundizt hafði fyrir utan Klúbbinn. Hann var lagður inn á bekk og keyrt inn i bás. -Nei, ertu kominn aftur? sagði Ólafur, þegar hann sá framan i manninn. Maðurinn stundi, ofurölvi og ætlaði að slá frá sér,en höggið var máttleysislegt. Tveir unglingar höfðu komið með hann, og gáfu þeir þær upplýsingar, að maðurinn hefði verið sleginn nið- ur. —Hann var hérna fyrir aðeins örfáum dögum sagði Ólafur. - Kjálkabrotinn. Sjúklingurinn kom auga á lög- regluþjóninn og trylltist. Hann var algjörlega ófær um að tala, sennilega hvort tveggja vegna öl- vunar og höggsins; Ólafur reiknaði fullt eins með að kjálkinn hefði brotnað á ný. - Svona, svona, sagði hjúkrunar- konan og Ólafur tók um hendur mannsins, vertu rólegur. Hann reyndi að ausa úr sér skómmum yfir lögregluþjóninn, Harald, en greip siðan um höfuðið vegna sársauka. Hann var lagður aftur, breitt yfir hann teppi og tekin ákvörðun um, að láta hann sofa til morguns, þá yrði hann myndaður. 1 þessu ástandi væri hann óviðráðanlegur. Og nú lá hann þarna, svaf djúpt og stundi öðru hvoru. Það var kominn bjartur og fallegur morgunn, sólin var komin upp og fuglar sungu fyrir utan gluggann. Úti fyrir iðaði allt af lifi og skógarþrestirnir vissu ekkert um það, sem skeð hafði á götum borgarinnar, á veitinga- húsum hennar og á slysadeild Bogarsjúkrahússins þessa nótt. ó.vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.