Tíminn - 17.06.1972, Síða 10

Tíminn - 17.06.1972, Síða 10
1P________________________________ TÍMINN Laugardagur 17. júni 1972. „Sjung om studentens lyckliga dag Spjallað við nokkra nýstúdenta Inga Dóra Björnsdóttir er ný- bakaður stúdent frá Menntaskól- anum við Hamrahlið. — Ég get ekki annað sagt en prófin hafi gengið vel, ég býst við að fá rúmlega 8 á sjálfu stúdents- prófinu. Uppáhaldsgreinar? Ég veit ekki, hvað segja skal. Ég stundaði nám i latinudeild, svo að latinan er ofarlega á blaði. Einnig önnur tupgumál og liffræði, að ó- gleymdri sögu. — Hvað tekur nú við hjá þér, að loknu stúdentsprófinu? — Núna fyrst i stað eru það stanzlausar skemmtanir. Svo vinna hjá Sjómælingum rikisins við kortateikningar. Næsta vetur ætla ég svo að stunda nám i forn- leifafræði i Lundi. — Hvers vegna það? — Mér finnst greinin heillandi og áhuginn hefur ekki dvinað i vetur, eftir að ég fór að kynna mér þetta betur. Námið tekur 4 ár, þ.e. almenni hlutinn, en siðan er hægt að halda áfram til meist- araprófs. Enn er litið um að vera innan greinarinnar hér á landi, en vonandi aukast umsvifin hér heima sem annars staðar. — Þú ert ekki aö hugsa um nám við Háskóla Islands? — Ég held, að það komi ekki til Inga Dóra greina. 1 fyrsta lagi er ég ekki hrifin af neinni þeirri námsleið, sem Háskólinn býöur upp á. Og i öðru lagi finnst mér hann með öllu óvirkur i þjóðfélaginu, standa algerlega utan við það. Að minni hyggju eru erlendir háskólar miklu meira lifandi og i meiri tengslum við lifið en háskólinn hér heima. — Ertu ánægð með kennslufyr- irkomulagið i MH? — Já ég get sagt það. T.d. er annafyrirkomulagið að minu áliti mjög til bóta, maður fann það bezt nú i vor, hve mikill munur það er að hafa lokið prófum i verulegum hluta námsefnisins áöur. — Hvað með klæðaburöinn hjá stúdentum i ár? — Hann er mjög frjálslegur. Draktir og smókingar á hröðu undanhaldi. Hins vegar verða lik- lega flestir stúdentanna úr MH meö stúdentshúfur. Fyrir nokkr- um árum var tilstandið i kringum stúdentsútskriftir hreint brjálæði og fyrir mér mætti allt auglýs- ingaskrumiö i sambandi við þær að fullu og öllu missa sig. Sigurbjörg Björnsdóttir er ný- stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavlk. Hún tók menntaskól- ann á 3 árum og stóð sig með miklum ágætum, hiaut u.þ.b. 9,45 i meðaleinkunn á stúdentsprófi, en var þó hvergi nærri dúx, að eigin sögn. — Ég lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum og byrjaði svo fljótlega að vinna. Nokkrum ár- um seinna dreif ég mig i mennta- skólann, tók 3. og 4. bekk saman á einum vetri og sat svo i 5. og 6. bekk. Mér fannst það i fyrstu dálitið skritiö að vera i bekk með svona mikiö yngri krökkum, en það vandist og mér fannst ég strax vera orðin ein af þeim. — Þú varst i nýmáladeild? — Já. Ég hef alltaf haft gaman af málum, t.d. tók ég latinu sem valgrein, auk bókmennta. Kennslan? Málakennslan er að minu áliti ekki nógu góð. Ég tel heppilegast, aö kennslan fari sem mest fram á málinu sjálfu en ekki á islenzku. — Hvað ætlaröu að gera i sum- ar og næsta vetur? — Ég fer til Hollands að heim- sækja kunningjafólk mitt og dvel hjá þvi fyrri hluta sumars. Siðar býst ég við að vinna á skrifstofu hjá ATVR, eins og undanfarin ár. Hins vegar er alveg óákveðið, hvaö ég tek mér fyrir hendur næsta vetur. Upphaflega ætlaöi ég að stunda málanám við Há- skólann, en veit ekki.hvort ég hef nokkurn áhuga á þvi núna. Lög- fræöi kæmi e.t.v. til greina, ann- ars hef ég ekki hugmynd um það. — Hvernig fannst þér skóla- bragurinn i MR? — Ég tók litinn þátt i félagslif- inu, svo að ég á erfitt með að svara þessu. Ég kunni ágætlega við mig i skólanum, einkum fannst mér ágætt að vera i blönd- uðum bekk. Guðmundur Björnsson er bróð- ir Sigurbjargar og er sömuieiöis nýstúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik. — Stúdentsprófin gengu þokka- lega. Mér fannst þau léttustu próf i menntaskólanum. Að visu var veörið allt of gott og það var erfitt að halda sér að lestri. — Hver eru þin uppáhaldsfög? — Ég var i eðlisfræðideild, svo að raungreinar hafa einkum átt upp á pallborðið hjá mér t.d. efnafræði. Hins vegar hef ég aldrei verið hrifinn af stærðfræði. Kennslan i raungreinunum er misjöfn og fer eftir kennurum. Kennsluaöstaöan er ágæt, t.d. er skólinn ágætlega búinn tækjum. Þrengslin i skólanum eru aftur á móti gifurleg, svo að nokkrir bekkir þurfa sifellt að flakka á milli stofa, þótt það hafi sina kosti að skipta ört um umhverfi. — Hvað er nú fram undan hjá þér? — Ég fer út nú i lok júni. Seinna i sumar vinn ég liklega hjá Oliu- félaginu, e.t.v. uppi i Hvalfirði, þar sem ég vann við að mála oliu- tanka siðasta sumar. Næsta vetur ætla ég svo að spreyta mig á læknisfræði hér heima. Bjart- sýnn? Auðvitað, ekki dugar ann- að, þótt auðvitað sjái maður fram á mikinn lestur. — Hvernig finnst þér aö vera allt i einu búinn með menntaskólann eft'ir 4ra ára nam? — Auðvitað er það skritið, a.m.k. fyrst i stað. Hvað ég geri við námsbækurnar? Ætli þær gangi ekki til vina og vanda- manna, varla brennir maður þær. Jón Jón Unndórsson kannast flestir tslendingar við, a.m.k. þeir, sem fylgjast með iþróttum. Jón er nefnilega fremsti glimumaður okkar i dag, Glimukóngur tslands 1972. Jón er nýútskrifaður stúdent frá Kennaraháskóla tslands. — Það er ekkert erfitt að stunda námið jafnframt glim- unni, maöui hefurgaman af hvoru tveggja og heldur sér i góðri æf- ingu andlega sem likamlega. Þá hef ég tekið þátt i leikstarfsemi i Þjóðleikhúsinu leikið i Oklahoma og hef haft mjög gaman af. t leik húsinu kynnist maður ótal mörgu ungu fólki, sem er lifsglatt i hæsta máta. Ég getekki sagt, að gliman og leikurinn hafi tekið neinn tima frá náminu, þvert á móti hef ég haft nógan tima til lestrar. — Þú tilheyrir sérstæðum ár- gangi, er ekki svo? — Það er rétt. Vegna mikillar aðsóknar i menntaskól- ana þaö ár, sem ég sótti um inngöngu tók Kennara- skólinn við u.þ.b. 60 manna hópi til 2ja ára. Að þeim loknum gátu menntaskólarnir samt sem áður ekki veitt okkur viðtöku og þvi héldum við áfram námi okkar i Kí til stúdentsprófs. Að visu skiptist hópurinn i tvennt, annar helmingurinn hélt áfram til kenn- araprófs, en hinn til stúdents- prófs. Við erum þvi eini árgang- urinn, sem höfum stundað 4ja ára nám við Kt og lokið þaðan stú- dentsprófi. — Hvað um námsefnið? — Námsefnið var að öllu leyti sniðið eftir námsefni MR og skiptist hópurinn i mála- og stærðfræðideild. Ég valdi stærð- fræðideild, enda ætla ég aö leggja stund á rafmagnsverkfræði, helzt i Þýzkalandi. — Af hverju ekki hér heima? — Það kemur auðvitað einnig til greina. Hins vegar er litil reynsla komin á námið i raf- magnsverkfræði við Háskólann. — Hvað tekur viö hjá þér að loknu stúdentsprófinu? — Satt að segja veit ég það ekki ennþá. Það kemur til greina, að islenzkur flokkur sýni glimu á ólympiuleikunum i MUnchen og þá liggur leiðin þangað. Svo hef ég áhuga á að fá mér vinnu i Þýzkalandi i sumar, bæði til að kynnast ýmsum störfum, sem tengjast rafmagnsverkfræöi, og eins til að ná mér niöri i máiinu. Lára Júliusdóttir er nýstúdent frá Verzlunarskóla Islands. — Ég stundaði nám i hagfræöi- deild. Þar liggur aðaláherzlan á viðskiptafögunum svonefndu, hagfræöi, bókfærslu o.fl. Þá er einnig kennd stærðfræöi og svo tungumál og önnur þau fög, sem kennd eru i menntaskólunum. — Hver var uppáhaldsnáms- greinin.? — Alveg tvimælalaust hag- fræði. Kennarinn var svo sérstak- lega elskulegur. — Ætlarðu að halda áfram námi eftir þetta próf? — Ég er ákveðin að fara i há- skóla. Ég býst viö, að viðskipta- fræði hér við Háskólann verði of- an á, enda er kennslan i hagfræði- deildinni að mestu miöuö við þaö nám. Já, ég held, að það færist i aukana, að kvenfólk stundi há- skólanám að loknu stúdentsprófi. — Hvernig gekk þér i prófun- um? — Mér gekk vel i skriflegu prófunum, en sömu sögu er ekki aö segja um munnlegu prófin. Að minu áliti gefa þau alls ekki rétta mynd af kunnáttu nemandans. Maður kemur inn i prófið, byrjar Lára e.t.v. á að segja einhverja vit- leysu og heldur þvi svo áfram, frammi fyrir prófdómaranum, ströngum á svip. — Hlakkarðu til að hefja nám i Háskólanum i haust? — Auðvitað er það langþráð takmark að setjast i Háskólann, stúdentspróf veitir jú aðeins þann rétt. Ég get sagt, að ég bæði hlakki til en kviði um leið fyrir aö stunda nám við Háskólann. Guðmundur Stefánsson er ný- útskrifaður stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlið. — Stúdentsprófin gengu svona upp og niður. Ég sat i náttúru- fræðideild og kunni sæmilega við mig. Ef ég ætti að velja um deild að nýju, kysf ég þó félagsfræði- deild fremur. Ég var sérstaklega óánægður með þá miklu stærð- fræði og eðlisfræði, sem kennd var i náttúrufræðideildinni. — Hvernig likaði þér við kennsluna? — I heild var kennslan ágæt. Það var aðallega verklega kennslan, sem éger ekki ánægður með. Hún byggist um of á tilraun- um innandyra og skýrslugerð, aftur á móti er litið gert af þvi, t.d. i liffræði, að fara út undir bert loft og skoða náttúruna, lifið sjálft. Ég er hrifinn af islenzku- kennslunni, en kennslan i ýmsum öðrum greinum er svo þurr, aö hún hrindir mönnum frá i stað þess að laða menn að. — Þú ert einn helzti forvigis- maður Júgóslaviu-fara. Hvernig verður þeirri ferð háttað? — Það verður liklega 51, þ.e. rúmur þriðjungur nýstúdenta frá MH, sem fer til Júgóslaviu. Auk þess eru svo 2 fararstjórar úr kennaraliði skólans, þeir Heimir Pálsson og Böðvar Guðmunds- son. Við leggjum af stað að morgni 18. júni, mætum hér i skólanum kl. hálf sex. Siðan verð- ur flogið frá Keflavik til Kaup- mannahafnar og þaðan til Pula i Júgóslaviu. Frá þeim stað eigum við svo kost á að fara i alls kyns skoðunarferðir t.d. til Feneyja. Hugmyndin er að dvelja i Júgó- slaviu um eins eöa tveggja vikna tima, allt eftir óskum hvers og eins. — Að lokum, skarta nýstúdent- ar frá MH hinum sigildu hvitu kollum viö útskrifun? — Það má segja, að hver ein- asti verði með stúdentshúfu. Menn hafa bara gaman af þessu, m.e.a.s. hinir skeleggustu „and- stæðingar” stúdentshúfa hafa náð sér I sinar húfur. ET Guðmundur St. Systkinin Sigurbjörg og Guðmundur Bj.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.