Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 17. júuí 1972. Aldarfjórðungsafmæli millilandaflugs lofileil rvana og rey iausir en af ódrepan sýni og einlægum vilja í dag, 17. júni 1972, eru 25 ár liðin frá þvi er fyrsta millilandaflugvél i eigu tslendinga fór frá tslandi i fyrstu áætlunarferðina til út- landa. Hinn 17. júní 1947 hófst „Hekla", Skymasterflugvél Loft- leiða á loft frá Keykjavikurilug- velli og stefndi til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún lenti eftir sjö klukkustunda l'lug með þá 37 farþega, sem fóru þessa sögu- frægu ferð. Islenzkar áhafnir höfðu fyrr flogið farþegum frá is- landi til útlanda, og þess vegna má eflaust um pað deila hvaða dag islenzkt millilandaflug hófst, en hitt orkar ekki tvimælis, að 17. júní 1947 var farin fyrsta ferð þeirrar flugvélarsem lslendingar keyptu eingöngu til þess að halda uppi ferðum milli tslands og annarra landa, en fyrir þvi eru þessi timamót merkur áfangi i is- lenzkri flugsögu, sern réít er, og skylt að minnast. inn ar framtíð flugtækninn- Þó'tt það kunni mjög aö orka tvi- mælis, hvort styrjaldarátök stór- þjóðanna hafi orðið til þess, að beina framförum flugtækninnar, til þess, sem þeim er saman þurfa að búa i friði. sé æskileeast. bá er Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um víóa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. Samband ísl. samvinnufélaga 1 INNFLUTNINGSDEILD það óumdeilanlegt, að afleiðing þeirra veröur sú, að flugvélin gerist á skömmu árabili, það samgóngutæki sem framsýnjr menn saRRÍsPasi úm, að hljóti i vaxandi mæli að leysa önnur af hólmi til úrlausnar ferða- og i'lutningaþörfum. Það er sú full- vissa, sem var aflvaki þeirra, sem stofnuðu fyrsta islenzka flug- félagiðáriðll919 16 árum eftir flug Wright-bræðranna, þegar ibúa- tala tslands var ekki nema rúm- lega 92 þúsundir, og það er hún sem olli þvi i lok siðari heims- styrjaldarinnar, að raunsæir ts- lendingar sannfærðust um það,að ef viö eignuðumst ekki sjálfir flugvélar til þess að halda uppi ferðum milli tslands og annarra landa, þá myndi vofa yfir okkur sú hætía að einangrast í heimi hinnar nýju samgöngutækni. Hér var saga þjóðarinnar viti til varnaðar. Sjálfsbjörg hlaut að vera okkur lifsnauðsyn, og þá, sem hugsuðu djarflegar, dreymdi um, að við gætum ekki einungis eignast flugvélar til þess að flytja _fólk og varning til og frá landinu sjálfu, heldur einnig orðið hlut- gengir i þeirri samkeppni, sem augljóst var aö hef jast myndi um flugsamgöngur á þeim leiðum, sem hlutu að liggja um eða yfir eylandið, sem við byggjum. Fyrsta flugvélin keypt Það var stjórn Loftleiða sem ákvað árið 1946 að stiga þetta skref inn i framtið hinnar nýju flugtækni. Félagið hafði verið stofnað af mikilli bjartsýni en litlum fjár- rhunum árið 1944. t ársbyrjun 1946 hafði það ekki flutt nema 4.811 farþega frá upphafi og heildarveltan frá stofnun felagsins ekki orðið nema rúm- lega ellefu hundruð þúsund krónur. Starfsliðið allt var samtals 15 manns, skuldir miklar en lánstraust litið. Fjársterkir aöilar stórþjóða voru að leggja traustan grundvöll að áætlunar- ferðum yfir Atlantshafið um fs- land. Við þessar aðstæður var samþykktin gerð á stjórnarfundi Loftleiða um kaup á islenzkri millilandaflugvél. og þeir sem hann sátu, voru þáverandi for- maður félagsstjórnarinnar, Kristján Jóhann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kassagerðar Reykjavikur, Alfreð Eliasson flugstjóri, Öli J. Ölason stór- kaupmaður, Ólafur Bjarnason skrifstofustjóri Loftleiða, og Þorleifur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri á Isafirði. Eftir að kannaðir hófðu verið i Bandarikjunum möguleikar á kaupum af flugvél af Skymaster- gerð og leitað til þeirra fjárhags- aðstoðar heima og erlendis, fóru þeir Alfreð Eliasson og Kristján Kristjánsson vestur um haf i mai- mánuði 1946 til þess að ganga frá kaupum á flugvélinni, og láta gera á henni þær breytingar, sem nauðsynlegar voru taldar. uíyrir- Sjáániegir örðugleikar, sem ollu félaginu miklu fjártjóni urðu þess valdandi, að ekki reyndist unnt að fá flugvélina til Islands árið 1946, eins og upphaflega hafði verið ákveðið. Var þá afráðið að stefna til þess að hún kæmi til islands i júnímánuði 1947, og gert ráð fyrir, að upp úr þvi færi hún i fyrstu áætlunarferðina til út- landa. Árnað allra heilla Þegar rifjað er upp,að i þessari fyrstu millilandaflugvel ts- lendinga voru einungis sæti fyrir 44 farþega, að með henni var um sólarhrings'ferð frá Kaupmanna- höfn til New York.en til saman- burðar er sú ferð nú farin með viðdvöl á tslandi á hálfri niundu klukkustund, og að i farþega- sölum DC-8-63 flugvéla Loftleiða eru nú sæti fyrir 249 farþega, þá verður „Hekla" eflaust i vitund einhverra fátæklegur flugkostur. En svo ber að hafa i nuga, að fyrir 25 árum þótti þessi tegund flug- véla svo frambærileg, að ef óhöpp, óviðráöanleg forystumönnum Loftleiða, hefðu ekki komið til sögu, þá hefði fyrsta millilanda- flugvél islendinga komið hingað um sama leyti og hið nýstofnaða SAS fór i jómfrúför sina til New York á flaggskipi flugflota sins, er var af sömu gerð og „Hekla", en það var i september árið 1946. Það væri freistandi að rifja upp margar fróðlegar og gaman- samar minningar frá heimkomu „Heklu til tslands, hinn 15. júní 1947, en fyrsta ferð hennar til Kaupmannahafnar á þjóðhá- tiðardaginn. En þar sem það var gert fyrir fimm árum, verður hér einungis stiklað á stóru, og fremur reynt að fáyfirsýn um það, sem áunnizt hefir á þvi ára- bili, sem nii er að baki milli þjóð- hátiöardaganna tveggja, 17. júní 1947 og 1972. Fimmtudaginn 12. júni 1947, er hin nýja Skymasterflugvél Loft- leiða loks fullbúin i New York til fyrstu islandsferðar sinnar. Gömul og nýleg ætta- og vináttu- bönd valda þvi, að ákveðið er að flúga fyrst norður til Winnipeg og fá þar, til viðbótar farþegum frá New York, hóp, sem biður flug- fars, til íslands. Við stjórnvólinn er gamalreyndur og góðkunnur flugstjóri frá American Airlines, Byron Moore, sem ákveðið hafði að fá sér fri frá störfum til þess að fullþjálfa flugmenn Loftleiða til stjórnar á þessum nýja farkosti. Honum til aðstoðar var Alfreð Eliasson, sem nokkrum mánuðum siðar varð fyrirliði fyrstu alislenzku áhafnarinnar á Skymasterflugvél. Er Byron Moore einn þeirra mörgu sem minnast má með þökkum fyrir giftudrjúg störf á þessum bemskutima miiiilandaflugs Loftleiða. Föstudaginn 13. júni er „Hekla" ferðbúin i Winnipeg. Þá eru far- þegarnir orðnir 27. Farið er til Gander, og þar verður nokkur töf, en 10 klukkustundum eftir brott- för þaðan, laust fyrir klukkan 3, sunnudaginn 15. júni, sjá Reyk- vikingar nýja farkostinn svifa yfir borginni. Á flugvellinum beið mikill mannfjöldi og eftir að gestir höfðu gengið á land, hóf formaður félagsstjórnarinnar, Kristján Jóhann Kristjánsson, mál sitt með þvi að rekja aðdrag- anda flugvélakaupanna, þakka þeim er til þess höfðu veitt stuðning og árna „Heklu" allra heilla. Þáverandi samgöngumaiaráð- herra, Emil Jónsson, taldi komu „Heklu" hliðstæða fyrstu Gull- fossferð Eimskipafelags islands til Reykjavikur og bað viðstadda að taka undir árnaðaróskir sinar með ferföldu húrrahrópi. „Hekla" var komin heim. Nýr kapituli var hafinn i flugsögu ts- lendinga. i sviösljósi samtíðarinnar Meðan unnið var að heimkomu flugvélarinnar vestanhafs höfðu starfsmenn Loftleiða hér heima undirbúið i skrifstofu fe'lagsins, brottför flugvélarinnar i fyrstu áætlunarför hennar til Kaup- mannahafnar á þjóðhátiðar- daginn. Árangur þess varð sá, að sjö klukkustundum eftir að flug- vélin sveif upp frá Reykja- vikurflugvelli i Kaupmannahöfn, þar sem islenzki sendiherrann og fyrirmenn flugmála voru staddir, en i einkaskeyti frá Kaupm.- höfn sem birt var i einu dag- blaðanna i Reykjavik, segir m.a. að flugvélin hafi „aðeins" verið sjö tima á leiðinni til Kaup- mannahafnar og myndi nú raunar einnig i dag ýmsum þykja það frásagnaverður flugtimi is- lenzkrar áætlunarflugvélar. Hér verður látið staðar numið við upprifjun minninga frá þessum timamótum en á þvi vakin athygli, að þá eru Loftleiðir hvort tveggja i senn, fjárvana og reynslulaust fyrirtæki ásviðumal- þjóðlegrar samkeppni, á i rauninni ekkert nema ódrepandi bjartsýni og einlægan vilja fámenns hóps til öruggrar sam- vinnu. Þessi vonglaða sveit ákveður að leggja til orrustu, brjóta sér leið út úr hrjóstrugum auðnum aldalangrar einangrunar inn á frjósamt viðerni alþjóðlegra samskipta, þar sem ísland verði í sviðsljósi þeirrar miklu byltingar í samgöngu- og ferðamálum framtiðarinnar, sem hafin er vegna hinnar nýju flugtækni sam- tiðar okkar. Það væri freistandi að rifja upp 7947: Sólarhringsferð með 44 farþega r 1972: Sama ferð tekur 8 tima með 249

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.