Tíminn - 17.06.1972, Side 12

Tíminn - 17.06.1972, Side 12
12 TÍMINN Laugardagur 17. júni 1972. I.augardagur 17. júni 1972. TÍMINN 13 Aldarfjórðungsafmæli millilandaflugs Loftleiða iausir sýni og einlægu 1 dag, 17. júni 1972, eru 25 ár liðin frá þvi er fyrsta millilandaflugvél i eigu íslendinga fór frá tslandi i fyrstu áætlunarferðina til út- landa. Hinn 17. júni 1947 hófst „Hekla”, Skymasterflugvél Loft- leiða á loft frá Reykjavikurílug- velli og stefndi til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún lenti eftir sjö klukkustunda flug með þá 57 farþega, sem fóru þessa sögu- frægu l'erð. tsienzkar áhafnir höfðu fyrr flogið farþegum frá ls- landi til utlanda, og þess vegna má eflaust um það deila hvaða dag islenzkt millilandaflug hófst, en hitt orkar ekki tvimælis, að 17. júní 1947 var farin fyrsta ferð þeirrar flugvélarsem lslendingar keyptu eingöngu til þess að halda uppi ferðum milli tslands og annarra landa, en fyrir þvi eru þessi timamót merkur áfangi i is- lenzkri flugsögu, sem rétt er, og skylt að minnast. Inn i framtið flugtækninn- ar Þótt það kunni mjög að orka tvi- mælis, hvort styrjaldarátök stór- þjóðanna hafi orðið til þess, að beina framförum flugtækninnar, til þess, sem þeim er saman þurfa aö búa i friði. sé æskileeast. þá er Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstrœti og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaóar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti. •I Samband ísl. samvinnufélaga > J INNFLUTNINGSDEILD þaö óumdeilanlegt, að afleiöing þeirra verður sú, að flugvélin gerist á skömmu árabili, það samgöngutæki sem framsvn.ir menn sannfæíásí um, að hljóti i vaxandi mæli að leysa önnur af hólmi til úrlausnar ferða- og flutningaþörfum. Lað er sú full- vissa, sem var aflvaki þeirra, sem stofnuðu fyrsta islenzka flug- félagiðáriðil919 16árum eftir flug Wright-bræðranna, þegar ibúa- tala tslands var ekki nema rúm- lcga 92 þúsundir, og það er hún sem olli þvi i lok siðari heims- styrjaldarinnar, að raunsæir Is- lendingar sannfærðust um þaö,að ef viö eignuðumst ekki sjálfir flugvélar til þess að halda uppi ferðum milli tslands og annarra landa, þá myndi vofa yfir okkur sú hætta að einangrast í heimi hinnar nýju samgöngutækni. Hér var saga þjóðarinnar viti til varnaðar. Sjálfsbjörg hlaut að vera okkur lifsnauðsyn, og þá, sem hugsuðu djarflegar, dreymdi um, að við gætum ekki einungis eignast flugvélar til þess að flytja fólk og varning til og frá landinu sjálfu, heldur einnig oröið hlut- gengir i þeirri samkeppni, sem augljóst var aö hefjast myndi um flugsamgöngur á þeim leiðum, sem hlutu að liggja um eða yfir eylandið, sem við byggjum. Fyrsta flugvélin keypt Þaö var stjórn Loftleiða sem ákvað árið 1946 að stiga þetta skref inn i framtið hinnar nýju flugtækni. Félagið hafði verið stofnað af mikilli bjartsýni en litlum fjár- munum árið 1944. t ársbyrjun 1946 hafði það ekki flutt nema 4.811 farþega frá upphafi og heildarveltan frá stofnun felagsins ekki orðið nema rúm- lega ellefu hundruð þúsund krónur. Slarfsliðiö allt var samtals 15 manns, skuldir miklar en lánstraust litiö. Fjársterkir aðilar stórþjóöa voru að leggja traustan grundvöll að áætlunar- ferðum yfir Atlantshafið um ts- land. Við þessar aðstæður var samþykktin gerö á stjórnarfundi Loftleiða um kaup á islenzkri millilandaflugvél, og þeir sem hann sátu, voru þáverandi for- maður félagsstjórnarinnar, Kristján Jóhann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kassagerðar Reykjavikur, Alfreð Eliasson flugstjóri, Óli J. Ólason stór- kaupmaður. Ólafur Bjarnason skrifstofustjóri Loftleiða, og Þorleifur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri á lsafirði. Eftir að kannaðir höfðu verið i Bandarikjunum möguleikar á kaupum af flugvél af Skymaster- gerð og leitað til þeirra fjárhags- aðstoðar heima og erlendis, fóru þeir Alfreð Eliasson og Kristján Kristjánsson vestur um haf i mai- mánuði 1946 til þess að ganga frá kaupum á flugvélinni, og láta gera á henni þær breytingar, sem nauðsynlegar voru taldar. uíyrir- sjaániegir örðugleikar, sem ollu félaginu miklu fjártjóni urðu þess valdandi, aðekki reyndist unnt að fá flugvélina til íslands árið 1946, eins og upphaflega hafði verið ákveðið. Var þá afráðið að stefna til þess að hún kæmi til tslands i júnímánuði 1947, og gert ráð fyrir, að upp úr þvi færi hún i fyrstu áætlunarferðina til út- landa. Árnað allra heilla Þegar rifjað er upp,að i þessari fyrstu millilandaflugvél ts- lendinga voru einungis sæti fyrir 44 farþega, að með henni var um sólarhrings ferð frá Kaupmanna- höfn til New York.en til saman- burðar er sú ferð nú farin með viðdvöl á tslandi á hálfri niundu klukkustund, og að i farþega- sölum DC-8-63 flugvéla Loftleiða eru nú sæti fyrir 249 farþega, þá verður ,,Hekla” eflaust i vitund einhverra fátæklegur flugkostur. En svo ber að hafa i huga, að fyrir 25 árum þótti þessi tegund flug- véla svo frambærileg, að ef óhöpp, óviðráöanleg forystumönnum Loftleiða, hefðu ekki komið til sögu, þá hefði fyrsta millilanda- flugvél Islendinga komið hingað um sama leyti og hið nýstofnaða SAS fór i jómfrúför sina til New York á flaggskipi flugflota sins, er var af sömu gerð og „Hekla”, en það var i september árið 1946. Það væri freistandi að rifja upp margar fróðlegar og gaman- samar minningar frá heimkomu „Heklu til tslands, hinn 15. júnf 1947, en fyrsta ferð hennar til Kaupmannahafnar á þjóðhá- tiöardaginn. En þar sem það var gert fyrir fimm árum, verður hér einungis stiklað á stóru, og fremur reynt að fáyfir.sýn um það, sem áunnizt hefir á þvi ára- bili, sem nii er að baki milli þjóð- hátiöardaganna tveggja, 17. júní 1947 og 1972. Fimmtudaginn 12. júni 1947, er hin nýja Skymasterflugvél Loft- leiða loks fullbúin i New' York til fyrstu tslandsferðar sinnar. Gömul og nýleg ætta- og vináttu- bönd valda þvi, að ákveðiö er að flúga fyrst norður til Winnipeg og lá þar. til viðbótar farþegum frá New York, hóp, sem biður flug- fars, til tslands. Við stjórnvölinn er gamalreyndur og góðkunnur flugstjóri frá American Airlines, Byron Moore, sem ákveðið hafði að fá sér fri frá störfum til þess að fullþjálfa flugmenn Loftleiða til stjórnar á þessum nýja farkosti. Honum til aðstoðar var Alfreð Eliasson. sem nokkrum mánuðum siðar varð fyrirliði fyrstu alislenzku áhafnarinnar á Skymasterflugvél. Er Byron Moore einn þeirra mörgu sem minnast má meö þökkum fyrir giftudrjúg störf á þessum bernskutiffiá miiiilandaflugs Loftleiða. F"östudaginn 13. júni er „Hekla” ferðbúin i Winnipeg. Þá eru far- þegarnir orðnir 27. Farið er til Gander, og þar verður nokkur töf, en 10 klukkustundum eftir brott- för þaðan, laust fyrir klukkan 3, sunnudaginn 15. júni, sjá Reyk- vikingar nýja farkostinn svifa yfir borginni. Á flugvellinum beið mikill mannfjöldi og eftir að gestir höfðu gengið á land, hóf formaður félagsstjórnarinnar, Kristján Jóhann Kristjánsson, mál sitt með þvi að rekja aðdrag- anda flugvélakaupanna, þakka þeim er til þess höfðu veitt stuðning og árna „Heklu" allra heilla. Þáverandi samgöngumaiaráð- herra, Emil Jónsson, taldi komu „Heklu” hliðstæða fyrstu Gull- fossferð Eimskipafelags Islands til Reykjavikur og bað viöstadda að taka undir árnaðaróskir sinar með ferföldu húrrahrópi. „Hekla” var komin heim. Nýr kapituli var hafinn i flugsögu ís- lendinga. i sviösljósi samtíðarinnar Meðan unnið var að heimkomu flugvélarinnar vestanhafs höfðu starfsmenn Loftleiða hér heima undirbúið i skrifstofu fe'lagsins, brottför flugvélarinnar i fyrstu áætlunarför hennar til Kaup- mannahafnar á þjóðhátiðar- daginn. Arangur þess varð sá, að sjö klukkustundum eftir að flug- vélin sveif upp frá Reykja- vikurflugvelli i Kaupmannahöfn, þar sem islenzki sendiherrann og fyrirmenn flugmála voru staddir, en i einkaskeyti frá Kaupm.- höfn sem birt var i einu dag- blaðanna i Reykjavik, segir m.a. að flugvélin hafi „aðeins” verið sjö tima á leiðinni til Kaup- mannahafnar og myndi nú raunar einnig i dag ýmsum þykja það frásagnaverður flugtimi is- lenzkrar áætlunarflugvélar. Hér verður látið staðar numiö við upprifjun minninga frá þessum timamótum en á þvi vakin athygli, aö þá eru Loftleiðir hvort tveggja i senn, fjárvana og reynslulaust fyrirtæki ásviðumal- þjóðlegrar samkeppni, á i rauninni ekkert nema ódrepandi bjartsýni og einlægan vilja fámenns hóps til öruggrar sam- vinnu. Þessi vonglaða sveit ákveður að leggja til orrustu, brjóta sér leið út úr hrjóstrugum auðnum aldalangrar einangrunar inn á frjósamt viðerni alþjóðlegra samskipta. þarsem tsland verði í sviðsljósi þeirrar miklu byltingar í samgöngu- og feröamálum framtiðarinnar, sem hafin er vegna hinnar nýju flugtækni sam- tiðar okkar. l:>að væri freistandi að rifja upp ts '1; ■fj If pa söguna um fyrstu ár millilanda- flugs Loftleiða, minna á þá sigra sem unnir voru, áföllin, sem stundum mátti ætla að yrðu félaginu óviðráðanleg, en á þessum afmælisdegi er einnig fróðlegt að fá vitneskju um, hvar félagið sé á vegi statt i dag, hvað áunnizt hafi á þeim aldar- fjórðungi, sem nú er liðinn frá 17. júni 1947. Gildur þáttur atvinnulífs íslenzks Eins og fyrr sagði voru starfs- menn Loftleiöa 15 i ársbyrjun 1946. Við árslok 1971 voru þeir 1287. Af þeim unnu þá 715 á ts- landi. Þeim fjölgar mjög um há- annatimann, og má þess vegna fullyrða, að fjöldi þeirra sem þiggja laun hjá Loftleiðum sam- svari um 1% af öllum verkfærum lslendingum. Meðallaun starfs- manna Loftleiða eru i hærri flokki vinnustétta, og eru Loftleiðir þvi mikill og góður atvinnurekandi á islandi. Við árslok 1956 var starfsmannafjöldinn alls orðinn rúmlega 100 manns, en óx svo ár- lega upp i rúmlega 1000 árið 1967, og hefur svo aukist upp i 1287, sem fyrr segir, við lok sl. árs. Tölur um fjölda starfsmanna, gjaldeyrisöflun, beina skatta félagsins og starfsmanna, gefa ekki heildarmynd þess hve styrk stoð Loftleiðir hafa verið, og eru enn, islenzku atvinnulifi, þar sem starfsemi félagsins veitir óbein- linis miklum tekjum inn i þjóðar- búið til annarra en þeirra, sem beinlinis fá árslaun sin greidd hjá félaginu. En þó má færa að þvi fullgild rök.aðallt frá upphafi föstu áætlunarferðanna til og frá Bandarikjunum árið 1952 hafi þáttur Loftleiða i islenzku at- vinnulifi orðið æ gildari, og sé i dag orðinn einn þeirra, sem stór hópur tslendinga byggir á tifsaf- komu sfna'. tsland ferðamannaland Þegar tekið er til við að gera sér þess grein hvert annað sé fram- lag Loftleiða til islenzkra at- vinnumála en það sejn finna má i óvéfengjanlegum tölum um opin- berar greiðslur félagsins og starfsmanna þess, þá hljóta ferðamálin að verða mjög ofar- lega á baugi. Árið 1947 komu 4389 útlendingar til lslands. Árið sem leið var tala erlendra ferða- manna, annarra en þeirrar, sem komu með skemmtiferðaskipum 59.418 og er talið að beinar og óbeinar gjaldeyristekjur vegna þeirra hafi numið um 9.3% af heildarútflutningsverðmætum þessárs. Aukningin, 14,8% miðað við fyrra ár, var sú þriðja mesta i Evrópu, næst á eftir Grikklandi og Fortúgal. Hún ein reynist 3422 farþegum fleiri en öllum þeim. sem hingað komu árið 1947. Þegar árlegur fjöldi ferðamanna nú er borinn saman við heildar- tölu landsfólksins verður út- koman sú. að tsland er nú. tölu- lega séð, komið ofarlega á skrá þeirra landa. sem freista er- lendra ferðamanna. Er augljóst, að ef óvænt óhöpp vera ekki muni tslendingar sjálfir geta farið að ákveða hve gildi þeim sé hyggilegt að ferðamálin verði á búskaparmeiði þeirra. Fábreyttir atvinnuhættir valda þvi, að nýrra ér þörf, en á hinn bóginn jafnan nokkurt ihugunarefni hve styrk ar stoðir þeirra eiga að verða i hlutfalli við þær sem fyrir eru. Landkynning Loftleiöa Þegar Loftleiðir hófu áætlunar- flug sitt milli landa var félagin'u mik.il iiáuösyn á að ikynna það erlendis, að tsland væri a.m.k. ekki jafn ófýsilegur áningastaður og nafn þess benti til. Félaginu hlaut einnig að verða það kappsmal að sem allra flestir af farþegum þess kysu að eiga viðdvöl á tslandi. Afleiðingin varð sú, að tslandskynning varð svo samofin allri viðleitni Loftleiða til þess að vekja athygli á ferðum sinum, að i dag má oft ekki á milli greina, hvort fremur er lagt kapp á að sannfæra útlendinga um að tsland sé frábært til fugla- skoðunar, eldfjallarannsókna, mannfræðiiðkana eða hitt, að hagkvæmt sé að ferðast milli Evrópu og Ameriku með flug- félagi sem nefnt er Loftleiðir. Til þessa hafa Loftleiðir, einkum siðustu tvo áratugina, varið svipuðum hundraðshluta heildar- tekna sinna og önnur flugfélög til kynningar á flugferðum sinum og lætur nærri að sú upphæð hafi árið sem leið numið um 145 milljónum islenzkra króna. Það er mjög örðugt að áætla hve hár hundraðshluti þessara fjár- veitinga hafi runnið til beinnar is- lenzkrar landkynningar, en hann er áreiðanlega ekki óverulegur. Hér er beitt öllum tiltækum ráðum, heimboðum til frétta- og ferðaskrifstofumanna, kvik- myndagerð, beinum auglýsingum i fjölmiðlum og kynningaritum. Allt er gert af hálfu Loftleiða, sem unnt er til að sannfæra út- lendinga um að lsland sé þeim forvitnilegt.og tslendingar góðir heim að sækja. 1 byrjun nóvembermánaðar árið 1963 hófu Loftleiðir boð skipu- lagðra viðdvala erlendra farþega á íslandi, og var fyrst um einn sólarhring að ræða, en siðar voru viðdvalir lengdar, og gefst far þegum Loftleiða nú kostur á þriggja daga skipulagðri viðdvöl á Islandi allan ársins hring. Alla daga eru farnar tvær kynnisferöir um Reykjavik með leiðsögu- manni, og alla daga ein austur um fjall, Gullfoss - Geysis - Þing- vallarhringinn að sumarlagi, en til Hveragerðis á öðrum árs- timum. Fyrsta árið urðu þeir ekki nema 1798, sem tóku viðdvalar- boði Loftleiða, en i fyrra reyndust þeir 14.888 og nam aukningin 19,8% miðað við fyrra ár. Árangur viðdvalarboðanna.og sú stefna aö efla islenzk ferðamál með öllum tiltækum ráðum olli þvi að stjórn Loftleiða ákvað að reisa hótel i Reykjavik. Það var opnað 1. mai 1966 og varð þá stærsta og nýtízkulegasta hótel landsins. Siðar var áfráðið að bæta 110 herbergjum við þau 108 sem fyrir voru, og var sú nýbygging opnuð 1. maí 1971. Er m.a. i þvi húsrými hinn eini ráðstefnusalur sinnar tegundar á tslandi og er þaö sannmæli að Hótel Loftleiðir sé i alla staði svo vel búið, að samjöfnuð þoli við það sem bezt má finna erlendis. Sú lslandskynning sem Loftleiðir halda uppi vegna erlendra ferða- manna, verður einnig þeim til góðs, sem selja islenzkar afurðir á útlendum mörkuðum, og öllum sem vilja að tsland njóti góðvildar og skilnings erlendis. Að duga eða drepast F'rá upphafi innanlandsferða Loftleiða, 7. april 1944, hafði sam- keppni islenzku flugfélaganna farið harðnandi.Húnleiddi til þess árið 1951, að stjórnvöldin skiptu flugleiðunum milli þeirra. Stjórn Loftleiða sannfærðist um að þar hefði hlutur félagsins verið gerður svo rýr að hann myndi ekki risa undir útgerðarkostnaði. Þess vegna taldi hún þá eina leið opna að selja flugvélarnar og hætta rekstrinum. Var siðasta innanlandsferð flugfélagsins farin 3. janúar 1952. Hér var komið aö örlagarikum timamótum. Innanlandsfluginu var lokið. Búið var að selja allar flugvélar félagsins. Áttu allar þær vonir, sem menn báru i brjóstum 10. marz 1944 að verða að engu? Átti að duga eða drepast? Á árabilinu frá 1947 til 1952 höföu Loftleiðir Skymaslerflugvél i förum en tókstekki aö koma upp föstum áætlunarferðum i milli- landaflugi. Félagið fékk flug- réttindi til og frá Bandarikjunum og fór þangð fyrstu áætlunar- ferðina árið 1948. Það voru þessi réttindi, sem höfð voru i huga, þegar um það var rætt, hvort reyna skildi aö kaupa flugvél og koma upp föstum áætlunar- ferðum til og frá Bandarikjunum. Ákveðið var að reyna að freista þess. Flugvélin var keypt og ákveöiö að koma upp föstum ferðum. Skyldu þær verða viku- legar og farnar til og frá Skandinaviu með viðkomu á ts- landi. Fyrsta ferðin var farin 12. júni 1952, og eru nú þess vegna tveir áratugir frá upphafi þeirra. Ef rifjaðar eru upp minningar frá timabilinu frá 3. janúar 1952 til 12. júní, þegar ekki var flogið, er margs að minnast og mikiö að þakka þeim, er ákváðu að reisa hið fallna merki flugreksturs Loftleiöa. Þegar sleppir þeim, er úr hópi forystumanna félagsins sjálfs ákváðu að berjast enn til sigurs, er ljúft og skylt að minnast nú með þökkum þess góða samstarfs, sem þá var efnt til milli Braathen’s S.A.F.E. og Loftleiða, en það varð báðum til mikilla heilla. Braathen’s S.A.F'.E. gætti hagsmuna Loft- leiða i Noregi, allt frá 1952 til 1971 og á timabilum Skymaster- og Cloudmasterflugvélanna, sem lauk árið 1968, var endurnýjunar- og eftirlitsþjónusta þeirra keypt af Braathen’s S.A.F.E. i Stafangri. Lág fargjöld Loftleiöa Þar sem saga áætlunarflugferða yfir Norður-Atlantshafið siðasta aldarfjórðunginn verður varla skráð án þess að getið verði þeirr- ar sérstööu Loltleiða að bjóða á þvi timabili lægri fargjöld en önn- ur IJugfélög, þá verður nú ekki hjá þvi komizt aö vikja til hennar, enda þótt hér sé einkum stefnt til þessaðgefa yfirsýn um starfsemi félagsins eins og hún er i dag. Þar sem félagið notaði árið 1952 llugvél af sömu gerð og þeirri, sem upphaflega hafði verið keypt, en önnur fluglélög voru þá búin að afla sér hraðskreiðari flugvéla, var auðsælt að sam- keppnisaðstaða Loftleiða yrði mjög iirðug, nema leiðir væru fundnar til að bæta hana. Stjórn l’élagsins tóku þá ákvörðun að bjóða lægri largjöld en önnur flugfélög á grundvelli þess aö við- Framhald á 20. siðu. SEMGLEflUR 1947: Sólarhringsferð með 44 farþega milli New York og Kaupmannahafnar 1972: Sama ferð tekur 8 tíma með 249 farþega Hittumst í kaupfélagínu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.