Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. júní 1972. TÍMINN 13 flSIU- b/cr rf - söguna um fyrstu ár millilanda- flugs Loftleiða, minna á þá sigra sem unnir voru, áföllin, sem stundum mátti ætla að yrðu félaginu óviðráðanleg, en á þessum afmælisdegi er einnig fróðlegt að fá vitneskju um, hvar félagið sé á vegi statt i dag, hvað áunnizt hafi á þeim aldar- fjórðungi, sem nú er liðinn frá 17. juni 1947. Gildur þáttur atvinnulífs íslenzks Eins og fyrr sagði voru starfs- menn Loftleiða 15 i ársbyrjun 1946. Við árslok 1971 voru þeir 1287. Af þeim unnu þá 715 á Is- landi. Þeim fjölgar mjög um há- annatimann, og má þess vegna fullyrða, að fjöldi þeirra sem þiggja laun hjá Loftleiðum sam- svari um 1% af öllum verkfærum Islendingum. Meðallaun starfs- manna Loftleiða eru i hærri flokki vinnustétta, og eru Loftleiðir þvi mikill og góður atvinnurekandi á islandi. Við árslok 1956 var starfsmannafjöldinn alls orðinn rúmlega 100 manns, en óx svo ár- lega upp i rúmlega 1000 árið 1967, og hefur svo aukist upp i 1287, sem fyrr segir, við lok sl. árs. Tölur um fjölda starfsmanna, gjaldeyrisöflun, beina skatta félagsins og starfsmanna, gefa ekki heildarmynd þess hve styrk stoð Loftleiðir hafa verið, og eru enn, islenzku atvinnulifi, þar sem starfsemi félagsins veitir óbein- línis miklum tekjum inn i þjóðar- búið til annarra en þeirra, sem beinlinis fá árslaun sin greidd hjá félaginu. En þó má færa að þvi fullgild rök, að allt frá upphafi föstu áætlunarferðanna til og frá Bandarikjunum árið 1952 hafi þáttur Loftleiða i islenzku at- vinnulifi orðið æ gildari, og sé i dag orðinn einn þeirra, sem stór hópur tslendinga byggir á lifsaf- komu sfna'. ísland feröamannaland Þegar tekið er til við að gera sér þess grein hvert annað sé fram- lag Loftleiða til islenzkra at- vinnumála en það sejn finna má i óvéfengjanlegum tölum um opin- berar greiöslur félagsins og starfsmanna þess, þá hljóta ferðamálin að verða mjög ofar- lega á baugi. Árið 1947 komu 4389 útlendingar til tslands. Árið sem leið var tala erlendra ferða- manna, annarra en þeirrar, sem komu með skemmtiferðaskipum 59.418 og er talið að beinar og óbeinar gjaldeyristekjur vegna þeirra hafi numið um 9.3% af heildarútflutningsverðmætum þessárs. Aukningin, 14,8% miðað við fyrra ár, var sú þriöja mesta i Evrópu, næst á eftir Grikklandi og Fortúgal. Hún ein reynist 3422 farþegum fleiri en öllum þeim, sem hingað komu árið 1947. Þegar árlegur fjöldi ferðamanna nú er borinn saman við heildar- tölu landsfólksins verður út- koman sú. að tsland 'er nú, tölu- lega séð, komið ofarlega á skrá þeirra landa, sem freista er- lendra ferðamanna. Er augljóst, að ef óvænt óhöpp vera ekki muni tslendingar sjálfir geta farið að ákveða hve gildi þeim sé hyggilegt að ferðamálin verði á búskaparmeiði þeirra. Fábreyttir atvinnuhættir valda þvi, að nýrra ér þörf, en á hinn bóginn jafnan nokkurt ihugunarefni hve styrk ar stoðir þeirra eiga' að verða i hlutfalli við þær sem fyrir eru. Landkynning Loftleiða Þegar Loftleiðir hófu áætlunar- flug sitt milli landa var íé'.agiíiu KlífeH udúosyn á að ;kynna það erlendis, að Island væri a.m.k. ekki jafn ófýsilegur áningastaður og nafn þess benti til. Félaginu hlaut einnig að verða það kappsmal að sem allra flestir af farþegum þess kysu að eiga viðdvöl á lslandi. Afleiðingin varð sú, að islandskynning varð svo samofin allri viðleitni Loftleiða til þess að vekja athygli á ferðum sinum, að i dag má oft ekki á milli greina, hvort fremur er lagt kapp á að sannfæra útlendinga um að tsland sé frábært til fugla- skoðunar, eldfjallarannsókna, mannfræðiiðkana eða hitt, að hagkvæmt sé að ferðast milli Evrópu og Ameriku með flug- félagi sem nefnt er Loftleiðir. Til þessa hafa Loftleiðir, einkum siðustu tvo áratugina, varið svipuðum hundraðshluta heildar- tekna sinna og önnur flugfélög til kynningar á flugferðum sinum og lætur nærri að sú upphæð hafi árið sem leið numið um 145 milljónum islenzkra króna. Það er mjög örðugt að áætla hve hár hundraðshluti þessara fjár- veitinga hafi runnið til beinnar is- lenzkrar landkynningar, en hann er áreiðanlega ekki óverulegur. Hér er beitt öllum tiltækum ráðum, heimboðum ti.l frétta- og ferðaskrifstofumanna, kvik- myndagerð, beinum auglýsingum i fjölmiðlum og kynningaritum. Allt er gert af hálfu Loftleiða, sem unnt er til að sannfæra út- lendinga um að tsland sé þeim forvitnilegt.og tslendingar góðir heim að sækja. t byrjun nóvembermánaðar árið 1963 hófu Loftleiðir boð skipu- lagðra viðdvala erlendra farþega á tslandi, og var fyrst um einn sólarhring að ræða, en siðar voru viðdvalir lengdar, og gefst far þegum Loftleiða nú kostur á þriggja daga skipulagðri viödvöl á tslandi allan ársins hring. Alla daga eru farnar tvær kynnisferðir um Heykjavik með leiðsógu- manni, og alla daga ein austur um fjall, Gullfoss - Geysis - Þing- vallarhringinn að sumarlagi, en til Hveragerðis á öðrum árs- timum. Fyrsta árið urðu þeir ekki nema 1798, sem tóku viðdvalar- boði Loftleiða, en i fyrra reyndust þeir 14.888 og nam aukningin 19,8% miðað við fyrra ár. Árangtir viðdvalarboðanna.og sú stefna aö efla islenzk ferðamál með öllum tiltækum ráöum olli þvi að stjórn Loftleiða ákvað að reisa hótel i Reykjavik. Þaö var opnað 1. mai 1966 og varð þá stærsta og nýtízkulegasta hótel landsins. Siðar var áfráðið að bæta 110 herbergjum við þau 108 sem fyrir voru, og. var sú nýbygging opnuð 1. maí 1971. Er m.a. i þvi húsrými hinn eini ráðstefnusalur sinnar tegundar á tslandi og er það sannmæli að Hótel Loftleiðir sé i alla staði svo vel búið, að samjöfnuð þoli við það sem bezt má finna erlendis. Sú tslandskynning sem Loftleiðir halda uppi vegna erlendra ferða- manna, verður einnig þeim til góðs. sem selja islenzkar afurðir á útlendum mörkuðum, og öllum sem vilja að island njóti góðvildar og skilnings erlendis. Að duga eða drepast Vrá upphafi innanlandsferða Loftleiða, 7. april 1944, hafði sam- keppni islenzku flugfélaganna farið harðnandi.Húnleiddi til þess árið 1951, að stjórnvöldin skiptu flugleiðunum milli þeirra. St.jórn Loftleiða sannfærðist um að þar hefði hlutur félagsins verið gerður svo rýr að hann myndi ekki risa undir útgerðarkostnaði. Þess vegna taldi hún þá eina leið opna að selja flugvélarnar og hætta rekstrinum. Var siðasta innanlandsferð flugfélagsins farin 3. janúar 1952. Hér var komið að örlagarikum timamótum. Innanlandsfluginu var lokið. Búið var að selja allar flugvélar félagsins. Attu allar þær vonir, sem menn báru i brjóstum 10. marz 1944 að verða að engu? Atti að duga eða drepast? Á árabilinu frá 1947 til 1952 höfðu Loftleiðir Skymaslerflugvél i förumen tókstekki aö komaupp föstum áætlunarferðum i milli- landaflugi. Félagið fékk flug- réttindi til og frá Bandarikjunum og fór þangð fyrstu áætlunar- ferðina árið 1948. Það voru þessi réttindi, sem höfð voru i huga, þegar um það var rætt, hvort reyna skildi að kaupa flugvél og koma upp föstum áætlunar- ferðum til og frá Bandarikjunum. Akveðið var að reyna að freista þess. Flugvélin var keypt og ákveðið að koma upp föstum ferðum. Skyldu þær verða viku- legar og farnar til og frá Skandinaviu með viðkomu á ts- landi. Fyrsta ferðin var farin 12. júni 1952, og eru nú þess vegna tveir áratugir frá upphafi þeirra. Ef rifjaðar eru upp minningar frá timabilinu frá 3. jánúar 1952 til 12. júni', þegar ekki var flogiö, er margs að minnast og mikið að þakka þeim, er ákváðu að reisa hið fallna merki flugreksturs Loftleiöa. Þegar sleppir þeim, er úr hópi forystumanna félagsins sjálfs ákváðu að berjast enn til sigurs, er ljúft og skylt að minnast nú með þökkum þess góða samstarfs, sem þá var efnt til milli Braathen's S.A.F.E. og Loftleiða, en það varð báðum til mikilla heilla. Braathen's S.A.F.E. gætti hagsmuna Loft- leiöa i Noregi, allt frá 1952 tii 1971 og á timabilum Skymaster- og Cloudmasterflugvélanna, sem lauk árið 1968, var endurnýjunar- og eftirlitsþjónusta þeirra keypt af Braathen's S.A.F.E. i Stafangri. Lág fargjöld Loftleiða Þar sem saga áætlunarflugferða yfir Norður-Atlantshafið siðasta aldarfjórðunginn verður varla skráð án þess að getið verði þeirr- ar sérstöðu Loftleiða að bjóða á þvi timabili lægri fargjöld en önn- ur flugfélög, þá veröur nú ekki hjá þvi komizt að vikja til hennar, enda þótt hér sé einkum stefnt til þessaðgefa yfirsýn um starfsemi iélagsins eins og hún er i dag. Þar sem félagið notaði árið 1952 flugvél af sömu gerð og þeirri, sem upphaflega hafði verið keypt, en önnur flugfélög voru þá búin að afla sér hraðskreiðari flugvela, var auðsætt að sam- keppnisaðstaða Loftleiða yrði mjög örðug, nema leiðir væru fundnar til að bæta hana. Stjórn félagsins tóku þá ákvörðun að bjóða lægri fargjöld en önnur l'lugfélóg á grundvelli þess að við- Framhald á 20. siðu. ffiffff New York og Kaupmannahafnar þega SPlllY VÖIUJK SEMGIEOUR Hittumst í kaupféíaginu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.