Tíminn - 17.06.1972, Qupperneq 16

Tíminn - 17.06.1972, Qupperneq 16
16 TÍMINN Laugardagur 17. júní 1972. oum \iiu: Krókor á oióti bragði hvað þú hefðir gert i minum spor- um? Fimm gullpeningar eru lag- legur skildingur á þessum erfiðu timum. Maðurinn var lika áreiðanlegur i greiðslum, og borgaði alltaf skilvislega, þegar hann tapaði. Hann snaraðist bak við tjald, og við skiptum um yfir- hafnir og höfuðföt. Þvinæst bjuggum við böggul, sem hafði aðeins inni að halda nokkur kál- höfuð og fáeinar gulrætur, og af stað fór ég. Ég get ekki skilið, að nokkuö saknæmt sé i þessu. Hér átti hlut að máli eitthvert erki- flón, haldinn af óskiljanlegri veð- sýki, og hafði auðsjáanlega sand af peningum. Og veðmálið hef ég unnið heiðariega, ,,hélt Jean Victor áfram. ,,Nú sný ég heim til að fá peningana mina. Ef þið trúið mér ekki, þá komið með til veitingastofu minnar. Þar munuð þið finna borgara Hateau, og ég mun vissulega finna þar mina fimm gullpeninga lika”. Chauvelin hafði hlýtt á frásögn Jean Victors likt og i draumi, og i drauminum moraöi af púkum og illum öndum. Tournefort virti hann fyrir sér, og ógnaði að sjá þann svip vonleysis og máttvana reiði, sem færðist yfir andlit Chauvelins. Hermennirnir hlógu og skemmtu sér við sögu Jean Victors, en vildu þó ekki láta hann lausan. „Hafi Jean Victor sagt sannleikann áðan,” mælti foringi þeirra við Chauvelin, „þá munu nóg vitni vera þarna i „Bon Copain”. Eigum við að fara þangað með fangann og biða þar frekari fyrirskipana?” Chauvelin gaf samþykki sitt til kynna með þvi einu að kinka kolli, eins og leikbrúður gera. Hann hélt enn á samanbrotna bréf- miðanum i hendinni, honum fann- st blaðið brenna hönd sina. Jafn- vel Tournefort rak nú upp ill- girnislegan hlátur. Hann hafði leyst upp böggulinn, sem Jean Victor kastaði niöur af brúnni. Hann reyndist hafa að geyma tvö kálhöfuð og gulrótaknippi. Tournefort bauð svo hermönnun- um að halda af stað með fangann, og héldu þeir leiðar sinnar með hlátrum og glensi. Brátt hljóðnuðu fótatök þeirra, og allt varð kyrrt og hljótt við Signu- brúna. Chauvelin stóð enn um stund, eins og negldur niður, þögull og hreyfingarlaus, til þess er hann var viss um að vera aleinn eftir. Þá braut hann upp miðann með hönd, sem titraði mjög. Bréfmiðinn hafði inni að halda fjórar linur, skrifaðar með blýanti og i flýti, og litið stjörnu- merki neöan undir, það voru sömu, heimskulegu ljóðlinurnar, sem oft áður höfðu gert honum gramt i geði, auðmýkt hann og niðurlægt i allra augum og á allan hátt: Menn sjá hana hér og sjá hana þar, menn sjá hana nærri allstaðar. Hvað er hún annars hér að vilja, sú horngrýtis Rauða akurlilja?” Chauvelin kreisti blaðið saman i hönd sér. Hann stundi hátt við, er hann hljóp af stað yfir brúna, eins og herskarar illra anda væru á hælum hans. VII Greifafrú de Sucy fór aldrei til Englands. Hún var ein þeirra frönsku kvenna, sem vildu frem- ur búa við fátækt i elskuðu heima- landi sinu, en lifa i allsnægtum einhversstaðar erlendis. Hún lifði af allar ógnir frönsku stjórnar- byltingarinnar, og i endur- minningum sinum talar hún um þennan ókunna mann, Bertin Hún vissi aldrei hver hann var, hvaðan hann kom, né hvert hann fór. Hún vissi aðeins, að hann kom eins og engill af himnum sendur, færandi henni holl ráð og hjálp, þegar öll sund virtust lok- uð. Ekki virtist annað biða henn- ar og barna hennar tveggja, en hungur og vesaldómur. Ókunni maðurinn átti stefnumót við greifafrúna á óliklegustu stöðum i afkimum Parisar. Eitt kvöldið trúði hún honum fyrir sögunni um gimsteinaskrin sitt, og hvar það væri fólgið. Hún dirfðist varla að vænta þess, að hann fyndi gim- steinana. Innan sólarhrings kom hann til hins fátæklega bústaðar hennar i Itue Blanche, þar sem hún bjó undir gervinafni ásamt börnum sinum, og færði henni þá gimsteinana. Sama kvöldið bað hún ókunna manninn að verja gimsteinunum i peninga. Næsta dag færði hann henni alla upp- hæðina i reiðu fé. Ilún sá hann aldrei eftir þann dag. Borgari Tournefort varð fyrirslæmum vonbrigðum i þetta skipti. Hefði hann þorað, þá hefði hann kært Chauvelin fyrir mistök og klaufahátt. Auðvitað hefðu þeir átt að taka Rateau hondum i veitingastofunni „Bon Copain”. En i stað þess að vera gripinn þar, slapp þessi ósvifni þorpari, og sást aldrei né heyrðist eftir það, hvorki i „Bon Copain” eða „Liberté”. Gestirnir i veitingastofu Jean Victors staðfestu frásögn hans i öllum atriðum, þeir sögðu að Itateau hefði veriö allraheiðar- legasti karl. Þegar hann hafði lengi beðið, og Jean Victor var enn ókominn, gerðist Rateau óþolinmóður. Hann kvaðst hafa sérstakt starf að inna af hendi fyrir stjórnina, hinum megin Ermasundsins, og kvað ekki duga að fresta þvi. En áður en hann fór lagði hann hina fimm gullpengina Victors á borðið. Allir furðuðu sig á, að svona litil- fjörlegurverkamaður haföi svona mikla peninga i vösum sinum og virtist alls ekki spar á þá. En á þessum timum var ekki spurt mjög nákvæmlega eftir þvi, hvaðan góðum borgara og ættjarðarvini kæmu peningar, sizt, ef hann var ósinzkur á þá. Og borgari Rateau var áreiðan- lega góður ættjarðarvinur og bezti karl að auki. Þeir drukku allir minni hans i súra vininu hans Jean Victors. Siðan fór hver til sins heima. (Endir) Laugardagur 17. júni Þjóðhátiðardagur íslendinga. 8.00 Morgunbæn.Séra Þorsteinn B. Gislason fyrrum prófastur flytur. 8.10 tslenzk ættjarðarlög. 9.15 „Völuspá”, tónverk eftir David Monrad Johansen. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Frá þjóðhátfð í Reykja- vik. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga. 14.30 Þingvallaþátturi umsjón Jökuls Jakobssonar. Rætt við Eystein Jónsson for- mann Þingvallanefndar og séra Eirik J. Eiriksson þjóðgarðsvörð. 15.25 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir Ungt listafólk. 16.45 Barnatimi: 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Hornin gjalla. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Beint útvarp úr Matt- hildi. 19.45 Aiþingishátiðarkantata Páls tsólfssonar. 20.30 „Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?”Dagskrá frá listahátið 21.45 Fornir dansar, hljóm- sveitarverk eftir Jón Ásgeirsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Útvarpað frá útidansleikjum í götum Reykjavikur og leik- in danslög af hljómplötum. 02.00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 18. júní 8.00 Morgunandakt. Biskup íslands flytur ritningarorð og bæn. 10.25 Loft, láð og lögur. . 10.45 islenzk einsöngslög. Kristinn Hallsson syngur 11.00 Messa i Húsavikur- kirkju. (Hljóðr. 9. april s.l.) Prestur: Séra Björn H. Jónsson. Organleikari: Steingrimur Sigfússon. 13.30 Landslag og leiðir. Hall- grimur Jónasson rithöf- undur talar um útsýnisstaði á norðurleið. 15.05 „Fiðlarinn á þakinu”. 17.00 Barnatimi: Olga Guðrún Arnadóttir stjórnar. 18.10 Stundarkorn með pólsku söngkonunni Bogna Sokorska. 19.30 Bækur og bókmenntir. 20.00 Frá afmælissamsöng Karlakórsins Geysis 20. fyrra mánaðar. 20.50 islenzkir barnabókahöf- undar I: Haraldur Hannes- son hagfræðingur talar um Jon Sveinsson, Nonna 21.30 Arið 1940: siðari hluti. Helztu atburðir ársins rifjáðir upp i tali og tónum. Jónas Jónasson tók saman. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 17. júni. 18.00 Ehdurtekið efni. Eldur i Ileklu. Kvikmynd um Heklugosið 1947-8. 18.20 i sumarskapi. Hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri leikur og syngur 18.50 Illé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Ávarp forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar. ■ 20.30 Lúörasveit Reykjavikur leikur.. Stjórnandi Páll P. Pálsson. 21.00 Reykjavik vorra daga. Kvikmynd um Reykjavik, gerð árið 1946 af Óskari Gislasyni i tilefni af 160 ára afmæli borgarinnar. 22.50 Frá setningarathöfn Umhverfisráðstefnu SÞ i Stokkhólmi. 24.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. júni 17.00 Endurtekið efni. Hcimur barnsins. Bandarisk mynd um atferils- og þroskarann- sóknir á ungum börnum. 17.30 Þjóölagakvöld Norska söngkonan, Birgitte Grim- stad, syngur i sjónvarpssal 18.00 Helgistund. Sr. Þor- steinn Björnsson. 18.15 Tciknimyndir 18.30 Sjöundi lykillinn. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veöur og auglýsingar 20.25 Svipmyndir frá Sauðar- krókshátið. Ýmis atriði frá 100 ára afmælishátið Sauðárkróks i fyrrasumar, sem fréttamyndatöku- maður Sjónvarpsins þar, Adolf Björnsson, festi á filmu. 20.45 Dýrasafnið i Tucson. Mynd frá BBC 21.15 Albcrte. Framhaldsleik- rit, byggt á sögu eftir norsku skáldkonuna Coru Sandel. 4. þáttur. 22.10 Tom Jones. 23.00 Dagskrárlok. 1132. Lárétt 1) Maður,- 6) Kassi,- 8) Fraus.- 9) F’ljót,- 10) Vond,- 11) Fugl - 12) Sprænu.- 13) Keyrðu,- 15) Strax,- Lóðrétt 2) Gömul.- 3) Féll,- 4) Órar,- 5) Bæn,- 7) Kjaftæði.- 14; félag Ráðning á gátu no. 1131 Lárétt 1) Galli.- 6) Nái,- 8) Odd,- 9) Tár.'- 10) LLL,- 11) Ljá,- 12) Akk.- 13) Tau,- 15) Missa,- Lóðrétt 2) Andlát.-3) Lá.-4) Litlaus. 5) Bolli.- 7) Grikk - 14j 'Ás. HVELL G E I R I D R E K I Mánudagur 19. júní 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Faðir i nauð. Brezkt sjónvarpsleikrit. Aðalhlut- verk Michael Craig og Jill Melford. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.25 „Svart og hvitt”. Jazz- ballett eftir Henný Her- mannsdóttur og Helgu Möll- er. t ballettinum eru túlkuð samskipti hvitra manna og hörundsdökkra 21.45 Úr sögu siðmenningar. Fræðslumyndaflokkur frá BBC. 11. þáttur. Náttúru- dýrkun. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.