Tíminn - 17.06.1972, Qupperneq 17

Tíminn - 17.06.1972, Qupperneq 17
Laugardagur 17. júní 1972. TÍMINN 17 valsliðio komið í 3. sæti í 1. deild - Hermann Gunnarsson lék aðalhlutverkið, skoraði tvö mörk og átti þátt í tveimur þegar liðið sigraði Valur sigraði Viking 4:0 á Laugardalsvellinum s.l. fimmtu- dagskvöld. Leikur liðanna var nokkuð liflegur og skemmtilegur á köflum. Með þessum sigri er Valsliðið komið upp i 3. sæti i deildinni. en aftur á móti eru Víkingarnir enn i neðsta sæti, án þess að hafa skorað mark. Hermann Gunnarsson, bezti maður vallarins,átti mestan heið- ur af sigri Vals. A 11. min. lék hann skemmtilega með knöttinn að Vlkingsmarkinu, dró að sér varnarmenn Vikings, svo að Alexander Jóhannesson var óvaldaður inn I vitateig — sendi þá Hermann knöttinn til Inga B. Albertssonar, sem skoraði. Aftur var Hermann á ferðinni á 15. min. Þá átti hann þrumuskot af 35 m færi. Diðrik varði, en fékk knöttinn framan á fingurgómana, svo að fingur á vinstri hendi fóru úr liði, svo að hann þurfti að yfir- gefa leikvöllinn. A 20. min. skora svo Valsmenn Víking 4:0 sitt annað mark og var þar Hermann enn á ferðinni. Hann fékk sendingu inn i vitateig — lék á tvo varnarmenn, með þvi að vippa knettinum með hægri fæti yfir á vinstri siðan með vinstri afturá hægri og skaut siðan hnit- miðuðu skoti i hliðarnetið. — Ekki voru fleiri mörk i fyrri hálfleik, sem var mjög jafn og skiptust liðin á að sækja. Vikingar sóttu stift fyrstu 15. min. i siðari hálfleik, en tókst ekki að koma knettinum i netið, þótt sæmileg tækifæri sköpuðust. En aftur á móti tókst Valsmönnum að skora mark. Hermann komst einn inn fyrir Vikingsvörnina og skaut að marki, markvörður varði skot hans, en hélt ekki knettinum, sem hrökk til Her- manns aftur og þá sendi Her- mann hann strax i netið. Fjórða og siðasta mark Vals skorar svo Ingi B., þegar hann fékk knöttinn óvænt frá mark- verði. Aðdragandinn að markinu, Pétur Björnsson, formaður Golfklúbbs Ness tekur við bikarnum, sem sendiherra Bandarikjana, Luther Eeplogle, gaf til keppni i golfi hér á landi. Sendiherran. fer aifarin frá islandi I dag. Flugvél Framhald af bls. 24 loftferðasamningi landanna að lenda á Spáni, og þvi eigi spánsk- ar flugvélar að fá að lenda á fs- landi. Ferðaskrifstofunni Sunnu þykir leitt, að farþegar hennar hafa á þennan hátt orðið fyrir óþægind- um vegna aðgerða yfirvalda”. Birgir Þorgilsson hjá Flugfé- lagi íslands sagði við blaðið i gær, að fyrirtæki hans kæmi þessi af- staða Spánverja undanlega fyrir sjónir, þar sem hér Birgir Þorgilsson hjá Flugfé- lagi Islands sagði við blaöið i gær, að fyrirtækinu kæmi þessi af- staða Spánverja undarlega fyrir sjónir, þar sem hér hefði verið um að ræða isl. farþega, sem voru að fara til Mallorku til þess að eyða þar fémunum sinum. Á hinn bóginn hefði það ekki komið til greina að senda flugvélina án lendingarleyfis. Seint i gærkvöldi bárust Timan- um svo þær fréttir, að spænsk yfirvöld hefðu á siðustu stundu loks fallist á, að veita leyfi fyrir þeirri einu ferð, sem Sunna hafði sótt um. Þá var búið að gera ráð- stafanir til að fá þotu frá BEA til að sækja Mallorka-farþegana. Veitingum og mat hafði verið komið fyrir um borð i þotunni og var allt ,,klárt" fyrir Islandsferð- ina. BEA hefur ótakmörkuð rétt- indi til flugs bæði til Islands og Spánar. Sendiherrann gaf golfmönn- um bikar í kveðjuskyni Luther I. Replogle, sendiherra Bandarikjana hér á landi s.l. þrjú ár7kveður tsland i dag fyrir fullt og allt, en hann lætur af störfum fyrir aldurssakir. Hann afhenti i gær Pétri Björnssyni, formanni Golfklubbs Ness, stóran og vandaðan silfur- bikar, sem hann sagði að væri kveðjugjöf sin til islenzkra golf- manna. Sjálfur hefur sendi- herrann leikið mikið golf hér á landi og kynnzt mörgum íslendingum i þvi sambandi. Hann óskaði þess, að keppt yrði um liikarinn á sem flestum golf- völlum. Yrði haldin forkeppni á einhverjum velli og siðan ávallt úrslitakeppni (holukeppni) á velli Golfklúbbs Ness, og að þessi keppni yrði öllum opin. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson llér sézt bezti framlinuspilari Vikings, Hafliði Pétursson, reyna að spyrna knettinum fram hjá Sigurði Dagssyni, sem var vel á verði og varði. (Tlmamynd Róbert) var,að Hermann og lngvar Elias- son, léku þrihyrning inn i vftateig og þaðan skaut Hermann að marki, markvörður varði, en missti knöttinn til Inga B. Þetta skeði á siðustu min. leiksins. Valsliðið sýndi oft skemmtileg tilþrif i leiknum, sóknin er alltaf hættulegasti hluti liðsins og gerðu Halldór Signrðsson látinn Halldór Sigurðsson, annar aðalstofnandi Knattspyrnu- félagsins Þróttar, lézt i Land - spitalanum I morgun, 74 ára að aldri. Halldór var einn af aðalhvata- mönnum Þróttar, þegar félagið var stofnað 5. september 1949 á Grimsstaðarholti. Hann vann mikið starf fyrir félagið þar og einnig eftir að félagið tók nýja félagssvæðið við Sæviöarsund i notkun. Með andláti Halldórs hefur Knattspyrnufélagið Þróttur misst einn af sinum beztu drengj- um. framlinumennirnir marga skemmtilega hluti með Hermann i fararbroddi. Þá átti Bergsveinn Alfonsson, góðan leik og sömu- leiðis h. bakvörðurinn Vilhjálmur Kjartansson. Vikingsliðið virðist vera i öðr- um heimi þessa dagana, og á örugglega mestan þátt i þvi, sú pressa, sem hvilir á liðinu vegna þess, að þvi hefur ekki tek- izt að skora mark i 7 siðustu leikj- um sinum. Beztu menn liðsins voru: Jóhannes Báröarson, Guð- geir Leifsson, Gunnar Gunnars- son og Magnús Þorvaldsson. SOS Lísa Ronson setti þrjú íslandsmet í snndi í Bandaríkjunum - miklar líkor að hún keppi hér 1. og 2. júlí í landskeppni við (ra Lisa Ronson Pétursdóttir (Rögnvaldssonar, leikari og fyrrverandi frjálsiþrótta- kappa), sem er búsett i Bandarikjunum, setti þrjú ný Islandsmet i sundi nú i vikunni. Metin, sem húnsetti, eru i skriðsundum — timarnir á nýju metunum, eru 1.04,8 i 100 m. skriðsundi, 2.21,6 I 200 m. skriðsundi og 4,56,4 i 400 m. skriðsundi. Miklar likur eru á að Lisa komi hingað til landsins i lok júni, til að keppa með islenzku landsliðssveitinni, sem mætir trum i landskeppni 1. og 2. júli n. k. Mun hún styrkja islenzka landsliðið mikið, þegar þaö mætir trum i Laugardals- sundlaugunum. Viö segjum nánar frá keppninni siðar.SOS HERHAKN HGFIIR SKORAB 61HÖRK í 1. DEILDARLEIKJUM Hermann Gunnarsson skoraði sitt 60. mark i 1. deild, þegar lfð hans, Valur, sigraði Viking á fimmtudagskvöldið. Fyrir þann leik var hann, ásamt Ellert Schram KR, markhæsti 1. deildar-spilarinn með 48. mörk. En nú hefur Hermann skotizt fram úr Ellert og má búast við, aö hann skori meira af mörkum i sumar, þvi að deildarkeppnin er rétt að hefjast. Við hjá Iþróttasiöunnihöfð- um samband við Her- mann og spurðum hann, hvenær hann hafi leikið sinn fyrsta 1. deildarleik: — Það var gegn KR 1963 og skoraði ég þá mitt fyrsta mark i 1. deild. Við unnum KR þá 2:0 — Þaö eru svo margir eftir- minnilegir leikir, sem ég hef leikið I 1. deild. Eins og t.d. úr- slitaleikurinn i Islandsmótinu 1967, þegar Valur sigraöi Fram 2:0 og leikur, sem ég lék með Akureyringum gegn KR 1970, — þá unnum við 6:3. Við höfðum yfir 4:0, en KR-ingum tókst að komast i 4:3. — Ég hef skorað mest 4 mörk i 1. deildarleik, það var 1964, þegar Valur sigraði Fram 7:3. Einnig skoraði ég fjögur mörk gegn Vfking 1970, en þá lék ég með Akureyrarliðinu. Sama ár skoraði ég einnig sex mörk með þeim i leik gegn Vestmannaeyjum þegar við .sigruðum þá 6:0 i bæjarkeppni. SOS.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.