Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. júní 1972. TÍMINN 19 Flugmenn Framhald af bls. 1. með þær undirtektir, sem þeir fengu, og verkfallið verður. En eðlilegt er, að SÞ hafi frumkvæði að alþjóðasamningi til varnar flugránum. t Alþjóðasambandi atvinnu- flugmanna eru félög i 64löndum, og taka að minnsta kosti félög í 50 löndum þátt i verkfallinu, m.a. i Bandarikjunum, þar sem félags- menn eru yfir 40 þús., i Bretlandi ogyfirleitt flestum þeimlöndum, þar sem stór flugfélög erurekin. FjallagrÖS Framhald af bls. 1. til annarra landa, ef tiltækt væri nóg af þeim. Þannig er blaðinu kunnugt um, að borizt hafa hing- aö til lands fyrirspurnir um slikt frá Þýzkalandi og Japan. Haraldur Z. Guðmundsson, fyrrverandi eigandi Hunangsbúð- arinnar, hefur til dæmis skýrt blaðinu frá þvi, að veturinn 1970 barst honum pöntun á fjallagrös- um frá fyrirtæki einu i Búenos Aires i Argentinu, Oscar Fedrico Bunge, á þrem til fimm smálest- um af fjallagrösum i einni send- ingu til reynslu. Argentinumenn eiga ekki völ á þess konar lifgrös- um á sléttunum syðst i Suður- Ameriku, og hið latneska nafn fjallagrasanna, cetraria island- ica, bendir beint til tslands. Fjallagrös verða sem sagt ekki gripin upp hvar sem er. Þau eru þó fáanleg i Sovétrikjunum, danskir aðilar hafa selt grös, sem þeir fá frá Prins Eðvarðsey, og eitthvað mundu Kanadamenn og Bandarikjamenn einnig fást við þess konar verzlun. Þetta argentínska fyrirtæki, sem hér er vitnað til, gat fengið fjallagrös frá Moskvu fyrir tuttugu og sjö þúsund krónur hver hundrað kilógrömm, komin i höfn i Búenos Aires, og þýzkt fyrirtæki i Hamborg vildi útvega þau fyrir sem næst þrjú hundruð og fjörutiukrónur kiló- grammið. Þess er þó að geta, að Argentinumennirnir vildu ekki aðeins fá grösin tind, það er að segja hreinsuð á þann hátt, er tiðkast að selja þau hér, heldur einnig söxuð og pökkuð i tveggja punda poka. Oscar Federico Bunge fékk héðan litið sýnishorn flugleiðis, en þvi miður gat Hunangsbúðin ekki látið fyrirtækinu i té fjalla- grös, svo aö smálestum næmi. Þetta var árið, sem Hekla gaus og spúði óhollustu úr iðrum sinum vitt um landið. Þá urðu fjallagrös torfengin i bili, að minnsta kosti torfengnari en áður, auk þess sem það hefði ekki veriö álitleg kynn- ing á nýrri tegund söluvöru, ef hún hefði reynzt menguð flúor við efnagreiningu hjá kaupandanum. Siðan hefur þetta mál legið niðri, að þvi er blaðið bezt veit. Frá Japan munu hafa borizt fyrirspurnir um hugsanlega út- vegun á hreindýramosa, þvi að hann mun hagnýttur þar i landi. Þá hafa Þjóðverjar leitað fyrir sér um kaup á hvitum mosa, sem notaður er i leðuriðnað i Þýzka- landi, en þar hefur ef til vill verið um svokallaðan hvitmosa að ræöa, en það er gróður auðfengn- ari annars staöar en hér. Gistiheimilið á Blönduósi opnar SB—Reykjavik Gistiheimilið i Kvennaskólan- um á Blönduósi tekur til starfa 17. júni og veröur opið fram i sept- ember. Þetta er þriðja sumariö i röð, sem skólinn er nýttur á þenn- an hátt og hefur Sigurlaug Egg- ertsdóttir húsmæörakennari veitt gistiheimilinu forstööu frá upp- hafi. Auk venjulegs gistirýmis eru bornar fram margvislegar veit- ingar fyrir þá, er þess óska, s.s. morgunverður, kaffi og kökur, smurt brau'ð og kvöldverður. Ferðafólki meö sinn eigin útbún- aö er gefinn kostur á aö nýta hann. Hópferöafólk getur einnig fengið máltiöir, ef pantað er með fyrirvara, svo og gistiaðstöðu. Atta manns starfa við gistiheimiliöog var mikið að gera hjá þelm i fyrrasumar. G/obus? LAGMÚLI 5, SlMI 81555 HJOLMUGAVELARNAR slétt land SPTINTMASTER — 6 hjóla rakstrarvél — Vinnslubreidd 3 m — Tvimælalaust afkastamesta fáanlega rakstrarvélin — Leitið nánari upplýsinga. Raka jafn vel óslétt sem Góðar vörur á hagstæðu verði tryggja betri afkomu Það eru hyggindi — sem i hag koma — að verzla við kaupfélagið KAUPFÉLAGIÐ IngÓlfUF SANDGERÐI Seljum á hagstæðu verði allar nauðsynjavörur, búsáhöld, fatnað, vefnaðarvöru, snyrtivörur, gjafavörur. Einnig timbur og ýmsar aðrar byggingavörur. Tökum landbúnaðarvörur í umboðssölu. kaupfélag Grundf irðinga GRUNDARFIRÐI ° gj 1ANDSVIRKJIIN VirkjunTungnaár við Sigöldu forvalverktaka í gerð byggingarmannvirkja Landsvirkjun mun síðar í sumar að undangengnu forvali á bjóð- endum óska eftir tilboðum í gerð byggingarhluta virkjunar Tungnaár við Sigöldu (150 MW). Verður tilboða óskað frá verktökum, sem að mati Landsvirkjunar fullnægja ákveðnum skilyrðum í hlutaðeigandi forvals- gögnum. Helztu þættir verksins verða þessir: Grjót- og jarðstífla, botnrás, yfirfall, aðrennslisskurður, inntak, undirstöður fyrir þrýstivatnspípur, ofanjarðar stöðvarhús og frárennslisskurður. Verktökum, sem áhuga hafa á að bjóða í ofangreint verk, er bent á að óska bréflega eftir eintökum af forvalsgögn- um til annars hvors eftirgreindra aðila: Virkir h.f. Suðurlandsbraut 6 Reykjavík Electro-Watt Engineering Services Ltd. P. O. Box 8022 Ziirich Verktakar, sem til greina vilja koma sem bjóðendur, verða að hafa lagt inn umsóknir í þá átt í seinasta lagi 1. ágúst 1972 til annars hvors ofangreindra aðila. Umrætt forval takmarkast við verk- taka í löndum, sem eiga aðild að Alþjóða- bankanum ásamt Sviss. Auglýsing varðandi útboð á véla- og rafbúnaði Landsvirkjun mun síðar í sumar óska eftir tilboðum í framleiðslu og af- hendingu á véla- og rafbúnaði fyrir virkjun Tungnaár við Sigöldu (150 MW). Tæknilegar upplýsingar varðandi væntanlegt útboð fást gegn skriflegri beiðni til annars hvors eftirgreindra aðila: Virkir h.f. Suðurlandsbraut 6 Reykjavík Electro-Watt Engineering Services Ltd. P. O. Box 8022 Zurich Reykjavík, 17. júní 1972 LANDSVIRKJUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.