Tíminn - 17.06.1972, Síða 20

Tíminn - 17.06.1972, Síða 20
20 TÍMINN Laugardagur 17. júni 1972. Aldarfjórðungsafmæli Framhald af 13. siðu. koma á íslandi og hæggengari flugvélar réttlættu þau, og hugsanlegt væri, að með þeim yrði unnt að finna nýjan markað, nýja viðskiptavini, sem lægri gjöldin opnuðu leiðir til ferða i lofti. Þar sem Loftleiðir þurftu ekki að hlita fargjaidaákvæðum IATA-félaganna tókst að fá sam- þykki hlutaðeigandi stjórnvalda fyrir þvi að þessi tilraun yrði gerð. Fjölgun ferða og aukning farþega frá 5089 árið 1953 upp i 80.792 árið 1963 sætanýting frá 59.5% upp i 76.6sannaði, aö félag- ið var á réttri leið. Það hafði fundið nýja viöskipta- vini, sem réttlættu sérstöðu þess. Sívaxandi samkeppni A fyrsta timabili lágu fargjald- anna var varnarbarátta Loftleiða fyrir þeim ekki mjög örðug, en harðnaði eftir þvi sem á leið. Keppinautar tóku i vaxandi mæli að leita styrks stjórnvalda sinna i baráttu fyrir þvi að fargjaldabil yrði minnkað milli þeirra og Loft- Íeiða, og öðrum ráðstöfunum beitt, sem torvelduðu Loftleiðum að bjóða þau fargjöld, sem félagið taldi sanngjörn og arðbær vegna góðrar sætanýtingar. Veturinn 1963/64 hóf SAS samkeppni við Loftleiðir á flugleiðinni milli Skandinaviu og Bandarikjanna með sömu fluggjöldum en hrað- fleygari flugvélum, en gafst upp á þvi og leitaði i staðinn aukinnar aðstoðar stjórnarvalda i baráttu sinni gegn fargjaldastefnu Loft- leiða. Samkvæmt kröfu skandi- naviskra stjórnarvalda tókst árið 1964 að knýja Loftleiðir til þess að minnka fargjaldamismun sinn verulega, og með nauð- ungarsamningum árið 1968 varð hann svo litill," að óviðunandi reyndist. Sumarið 1971 var svo um það samið, að Loftleiðir skyldu bjóða sömu fluggjöld og IATA félögin, og hefja þotuflug til og frá Skandinaviu i nóvember- mánuði 1971. Brezk flugmálayfir- völd gengu troðna slóð Skandinavanna, minnkuðu far- gjaldabiliö, unz Loftleiðir ákváðu að hefja einnig þotuflug til og frá Bretlandi með sömu fluggjöldum og IATA félögin. Frá upphafi Luxemborgarferðanna árið 1955 hefir fargjaldastefna stjórnvalda Imxemborgar verið mjög frjáls- leg, en þess vegna geta Loftleiðir enn ráðið miklu um þau fargjöld, sem félagið vill bjóða á flug- leiðunum um tsland milli Bandarikjanna og Luxemborgar, og eru þau þess vegna lægri en fargjöld IATA samsteypunnar. Hin góða samvinna viö stjórnvöld Luxemborgar hefir leitt til þess að ferðafjöldinn til og frá Luxem- borg hefir vaxíð mjög ört, og auk- inn farþegastraumur veitt Luxemborgurum góða björg i bú. Stjórn Loftleiða hefir lengi taliö, að lækkun á fargjöldum milli is- lands og annarra Kvrópulanda væri nauðsynleg til þess aö koma i veg fyrir spákaupmennsku og la>kka þann þröskuld, sem óeöli- lega há fluggjöld eru á þessum flugleiðum. Allar tillögur Loft- leiöa um þetta hafa verið felldar, og hefir félagið af þeim sökum alltaf að þessu leyti orðið að hlita ákvörðunum IATA-flugsam- steypunnar um fargjöld á flug- leiðunum innan Evrópu. Kftir að stórþotur komu til sögu jókst sætaframboö svo gifurlega, að sprungur uröu i fargjaldamúr lATA-félaganna, og hefir inn- byrðis samkeppni þeirra Ieitt til mikillar lækkunar á fargjöldum milli Bandarikjanna og Evrópu. Loftleiöir taka nú þátt i þessu kapphlaupi allra flugfélaga um að bjóða fluggjöld, sem séu nægjan- lega há til að standa undir sivax- andi kostnaði við flugrekstur, en þó svo að þau freisti sem allra flestra til ferðalaga með flugvél- um. Er sú leið áreiðanlega vand- farin, og skiptir nú öllu að Loft- leiðum lukkist að koma báti sin- um heilum yfir blindsker hennar og boðaföll. En þar sem Loftleiðir voru fyrsta flugfélagið, sem leit- aði þessa jafnvægis með þvi að bjóða þau gjöld, sem félagið taldi að myndu reynast hófleg, ættu vonir að standa til þess að þvi yrði unnt að finna eftirleiðis farsæla lausn þessa vandamáls. Skandinaviu- o g Bretlandsflug Eins og fyrr segir var fyrsta áætlunarferðin farin til Kaup- mannahafnar 17. júni 1947, en fastar áætlunarferðir hófust ekki þangað fyrr en árið 1952. Árið 1948 opnuðu Loftleiðir og Flugfélag ís- lands sameiginlega skrifstofu i Kaupmannahöfn. Eigin skrifstofu hafa Loftleiðir haft þar frá árinu 1950. Loftleiðir halda nú uppi fjór- um vikulegum þotuflugum til Kaupmannahafnar og frá. Eins og fyrr segir annaöist Braat- hen's S.A.F.E. aðalumboðsstörf fyrir I.oftleiðir i Noregi frá 1952, en 1. júli s.l. opnuðu Loftleiðir eigin skrifstofu i Osló. Loftleiðir halda nú uppi þrem vikulegum þotuflugum til og frá ósló. Loftleiðir hófu flugferðir til Gautaborgar 27. mai 1954, og héldu uppi ferðum til og frá Tors- landa þangað til ákveðið var að hefja þotuflug til Skandinaviu. Þá varð að hefja ferðir til Arlanda við Stokkhólm, og var fyrsta ferð- in farin þangað 5 nóv. 1971. Loft- leiðir halda nú uppi tveim viku- legum þotuflugum til og frá Ar- landa. Umboðsfyrirtækið Blidberg Metcalfe gætti hagsmuna Loft- leiða i Sviþjóð frá 1953 til 1. september 1970, en þá opnuðu Loftleiðir eigin skrifstofur i Stokkhólmi og Gautaborg. Loftleiðir héldu uppi föstum áætlunarferðum til og frá Helsingfors á timabilinu frá aprilbyrjun 1960 til aprilloka 1968. Félagið hefir nýlega opnað eigin skrifstofu i Helsingfors. Áætlunarferðirnar til Glasgow hófust árið 1956 og Lundúnaferð- ir voru teknar upp árið 1957. Loftleiðir opnuðu eigin skrifstofur i Lundúnum og Glasgow árið 1956. Félagið heldur nú uppi vikulegum þotuferðum frá Glasgow og Lundúnum og til þessara borga. Félagið notar þotu af gerðinni DC-8-55 til Skandinaviu- og Bret- landsferðanna, og rúmar hún 161 farþega. Frá Hamborg til Hong Kong Loftleiðir hófu áætlunarferðir til Hamborgar i júlimánuði árið 1953, og héldu þeim uppi allt til septemberloka árið 1963. Þá var ákveðið að hætta þeim vegna þess að þýzk stjórnvöld bönnuðu Loft- leiðum að auglýsa i Þýzkalandi hin lágu fargjöld félagsins i Ham- borgarferðunum. Eftir það ákváðu Loftleiðir að beina Þýzka- iandsviðskiptum félagsins til og frá Luxemborg, og var þess vegna haldið áfram þeirri starf- semi, sem hafin var er félagið opnaði eigin skrifstofu i Hamborg áriö 1949. Árið 1956 opnuðu Loft- leiðir eigin söluskrifstofu i Frank- frutam Main og i fyrra var þriðja Þýzkalandsskrifstofan opnuð i Dfisseldorf. Sölustarfseminni i Austurriki, þar sem Loftleiðir opnuðu eigin skrifstofu árið 1966, er stjórnað frá aðalskrifstofunni i Hamborg, sem hefir einnig umsjón með um- boðsstarfsemi Loftleiða i Júgóslaviu og Austur-Evrópu. Á timabilinu frá 1959 til 1968 héldu Loftleiðir uppi vikulegum ferðum til Amsterdam. Áætlunarferðir Loftleiða til Luxemborgar hófust 22. mai 1955 en það ár opnuðu Loftleiðir þar eigin skrifstofu. Nú eru farnar 18 ferðir i viku til og frá Luxemborg, og notaðar til þeirra þotur af gerðinni DC-8-63, sem rúma 249 farþega. Luxemborg er nú ekki einungis mesta flugstöð Loftleiða i Evrópu, heldur er hún einnig orð- in aðalbækistöð verkfræði- og við- gerðadeildar félagsins. Er sveit Loftleiða i Luxemborg þess vegna all-stór, um 150 manns og störf hennar fjölbreytileg. t sambandi við flugferðirnar er áætlunarferð- um með bifreiðum og járnbraut- um haldið uppi á vegum Loftleiða milli Luxemborgar og nokkurra borga i Þýzkalandi og Frakk- landi. Aðalskrifstofan i Luxemborg hef- ir yfirumsjón með mörgum um- boðsskrifstofum Loftleiða viðs vegar, t.d. Hollandi, nokkrum mið- og Suður-Evrópulöndum og mörgum löndum i Asiu og Afriku, allt frá Hong Kong til Jó- hannesarborgar. Loftleiðir opnuðu eigin skrifstofu i Paris i nóvembermánuði árið 1964. önnur Frakklandsskrifstofa var opnuð i Nissa 15. júni i fyrra. Sölustarfseminni á Spáni er einn- ig stjórnað frá aðalskrifstofu Loftleiða i Paris. ■4 ZETOR 3511 - 40 ha. verS frá kr. 210 þús. ZETOR 5611 - 60 ha. verð frá kr. 310 þús. Ástæðurnar fyrir því að ZETOR dráttarvélarnar eru nú mest keyptar af bændum eru: 1. Óvenju hagstæð verð kr80-100 þús. lægri en aðrar sambærilegar vélar. 2. Fullkomnari búnaður og fylgihlutir. Varahluta- og verkfærasett 3. Vel hannaðarog sterkbyggðar vélar. 4. Afkastamiklar og hafa mikið dráttarafl. 5. Ódýrar í rekstri og endingargóðar. 6. Góð varahluta- og eftirlits- þjónusta. 7. Ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með vélunum. Biðjið um Zetor mynda- og verðlista og upplýsingar um greiðsluskilmála. MESTSELDA DRÁTTARVÉUN 1971 'Ze&tr' umboðið ÍSTÉKKf Sími 84525 Lágmúla 5 EFLIÐ YKKAR HAG Verzlið við kaupfélagið Tryggið hjá Samvinnutryggingum. kaupfélag Bitrufjarðar ÓSPAKSEYRI STYRIAAAÐUR OSKAST á 200 tonna togbát frá Patreksfirði. Upplýsingar i sima 94-1308. Hraðfrystihús Patreksfjarðar. NETAVEIÐI í ÞJÓRSÁ til leigu. Upplýsingar á Þjótanda, ekki i sima.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.