Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 21
Laugardagur 17. júní 1972. TÍMINN 21 Hinn 1. janúar árið 1969 opnuðu Loftleiðir eigin skrifstofu i Belgiu, i aprilmánuði 1971 i Sviss og febrúar 1971 á Italiu, en um- boðsskrifstofur höfðu áður gætt hagsmuna Loftleiða i þessum löndum.l Beirut, Libanor. opnuðu Loftleiðir eigin skrifstofu i júni- byrjun 1970. Fyrir rúmlegum tveim árum, i marzmánuði 1970, opnuðu Loft- leiðir nýja skrifstofu i Frankfurt. Er starfsfólki hennar ætlað að samræma alla sölustarfsemi Loftleiða i Evrópu, Asiu og Afriku undir yfirstjórn aðalskrifstofunn- ar i Reykjavik. Vestanhafs Enda þótt Loftleiðir hafi átt um- boðsmenn i New York allt frá ár- inu 1946 var það ekki fyrr en siðla árs 1951 að Loftleiðir opnuðu þar eigin skrifstofu. Eins og fyrr segir var fyrsta áætlunarferðin farin þangað 25. ágúst árið 1948, og fyrsta fasta vikulega ferðin hófst 12. júni 1952, en siðan hafa Loft- leiðir flutt rúmlega 2 milljónir farþega til og frá New York. 25 vikulegar þotuferðir eru nú farnar, til og frá New York. 1 San Francisco hafa Loftleiðir haft skrifstofu frá 1954, og i Chicago frá 1956. 1 febrúarmán- uði 1969 opnuðu Loftleiðir sölu- skrifstofu i Washington D.C. og um svipað leyti aðra i Miami. Skrifstofa var opnuð i Los Angel- es i febrúarmánuði 1970, og i aprilmánuði i fyrra var sjóunda Bandarikjaskrifstofan opnuð i Houston, Texas. Hinn 1. marz, 1968 opnuðu Loft- leiðir eigin skrifstofu i Mexico- borg, einu ari siðar i Quito, Ecua- dor,i desember 1970 i Caracas, Venezuela og loks var f jórða Mið- og Suður-Amerikuskrifstofa Loft- leiða opnuð i Bogota, Columbia 19. mai 1971. Auk þessa eru aðalumboðsskrif- stofur Loftleiða viða i Mið- og Suður-Ameriku. Ollu sölustarfi Loftleiða i Norður- Mið- og Suður- Ameriku er stjórnað frá aðalskrif stofu félagsins i Rockefeller Cent- er New York. Flugflotinn Eins og fyrr var frá greint hófust millilandaferðir Loftleiða með flugvélum af gerðinni DC-4 Sky- master, og voru þær notaðar til áramóta 1960/61. í kjölfarið kom svo fyrsta flugvélin af þeim fimm DC-6B Cloudmasterflugvélum, sem Loftleiðir eignuðust. Þær voru siðar leystar af hólmi með kaupum á fimm flugvélum af gerðinni Rolls Royce 400, en hin fyrsta þeirra tegundar kom til islands 29. mai 1964. Fjórar voru lengdar og rúmuðu þá 189 far- þega. Eftir það voru Rolls-Royce- vélarnar um tima þær flugvélar, er höfðu mest farþegarými af þeim, er i förum voru þá yfir Norður-Atlantshafið. Hinn 14. mai 1970 kom fyrsta leiguþota Loftleiða til tslands, og eftir það tóku Rolls-Royce fíug- vélarnar að þoka fyrir þotunum, unz siðasta ferð þeirra var farin i októbermánuði 1971. Frá þvi i byrjun sl. nóvembermánaðar hafa þotur eingöngu verið notað- ar til áætlunarferða Loftleiða. Þær fimm Cloudmaster flugvél- ar, sem Loftleiðir eignuðust, voru i fórum á vegum Flughjálpar frá Sao Tome til Biafra árið 1969 er borgarastyrjöld geisaði i Nigeriu, en árið 1970 ákvað Flughjálp að gefa þær Rauða krossinum i Perú til liknarflugs. Rolls-Royce flug- vélum Loftleiða var öllum breytt til hinnar upprunalegu CL-44 vöruflutninga-gerðar. Þær voru seldar að hálfu sænska útgerðar- fyrirtækinu Salenia, og siðar leigðar vöruflutningaflugfélaginu Cargolux, sem stofnað var 4. marz 1970, en Loftleiðir éru að 1/3 hluta eigandi þess. i marzmánuði 1969 stofnuðu Loft- leiðir hlutafélagið Hekla Holdings Ltd. til þess að annast sölustarf fyrir flugfélagið International Air Bahama, sem Hekla Holdings keypti siðar sama ár. Þetta félag heldur nú uppi sex vikulegum áætlunarferðum milli Nassau og Luxemborgar með þotum af gerðinni DC-8-63 og stjórna Loft- leiðir flugrekstrinum. Tvennir tímar. Hinn 17. júni 1947 voru skrifstofur Loftleiða i litlu leiguhúsnæði i Hafnarstræti. i maimánuði 1964 fluttu Loftleiðir aðalskrifstofur félagsins i eigið húsnæði á Reykjavikurflugvelli, og vinna þar nú hátt á annað hundrað starfsmenn i mörgum deildum. Hinn 17. júni 1947 hófst brottfór farþega Loftleiða frá gömlum flugvélaumbúðakössum á Reykjavikurflugvelli, og á fyrsta áratug föstu áætlunarferðanna var farþegum veittur beini i gömlum herbröggum. Með samningi, sem gerður var árið 1962 milli Loftleiða og is- lenzkra stjórnvalda tóku Loftleið- ir við afgreiðslu almenns flug- rekstrar á Keflavikurflugvelli og siðar annarri starfsemi i flug- stöðvarbyggingunni þar. Að gerð- um þessum samningum fluttu Loftleiðir flugreksturinn frá Reykjavik til Keflavikurflug- vallar. Enda þótt margt standi enn til bóta, og ráðagerðir séu uppi um byggingu nýrrar flug- stöðvar, sem nauðsyn ber til að reisa á Keflavikurflugvelli, þá ber þess að geta, að frá þvi ef Loftleiðir komu þar til sögu hafa margvislegar umbætur verið gerðar, sem valda þvi,að stundar- dvöl á Keflavikurflugvelli þarf ekki að vera farþegum ófýsan- legri en i ýmsum öðrum flug- stöðvum. Viðbygging hefir nil stytt göngu milli flugvélar og húsaskjóls. Afgreiðslurými fri- hafnarinnar hefir verið aukið og bætt, og hin stóra og fjölbreyti- lega verzlun islenzks markaðar, sem opnuð var i águstmánuði 1970 freistar margra til kaupa á þvi, sem þar er á boðstólnum. Með þeirri lengingu flugbrauta á Keflavikurflugvelli, sem nú er af- ráðin, eykst öryggi ferðanna um hann, og þar með vex sá fjöldi farþega, sem fær aðstöðu til þess að eiga stutta eða ianga viðdvöl á islandi. Fyrsta starfsárið reyndust far- þegar Loftleiða 484 i innanlands- flugi. Arið 1971 fluttu Loftleiðir 298.872 farþega landa i milli. Sá kapituli i flugsögu Loftleiða hófst hinn 17. júni fyrir aldarf jórðungi. Hann mun alltaf verða eftir- minnilegur i sögu áætlunarflug- ferða yfir Norður-Atlantshafið og áreiðanlega varðveitast vel i ann- álum islendinga, en þess vegna hafa nú nokkur minnisatriði frá ferli hans verið rifjuð upp. Stjórn Loftleiða skipa nú Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmað- ur, sem er formaður hennar, Al- freð Eliasson aðalframkvæmda- stjóri Loftleiða, E.K. Olsen, flug- rekstursstjóri Loftleiða, Einar Árnason forstjóri og Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Loftleiða i New York, en hann er varaformaður félagsstjórr.arinn- ar. KSI- IBK íslandsmót 1. deild Keflavikurvöllur ÍBK - ÍBV leika sunnudag kl. 3,00 Sjáið spennandi leik — Forsala frá kl. 1 ÍBK N tewi,«. •^ # TILBOÐ óskast i eftirtaldar vélar er verða til sýnis á lóð Vélasjóðs, Kársnesbraut 68, Kópa- vogi mánudaginn 19. júni og þriðjudaginn 20. júni kl. 1-5. Priestman Wolf (eldri gerð) Skurðhreinsivél Traktor Ford Major Poclain skurðgraf a TC 45 Hy-Mac skurðgrafa 580 BeltadráttarvélBTD20 Priestman skurðgrafa cub VI Priestman skurðgrafa cub V Jarðýta IHTD9 Diskaherfi árg.1947 1966 1966 1963 1964 1959 Tilboðin verða opnuð 'á skrifstofu vorri miðvikudaginn 21. júni kl. 10.00 Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Býður félagsmönnum og öðrum viðskipta- vinum góðar vörur við hagstæðu verði. Það er yður i eigin hag að efla heimabyggðina og skipta við kaupfélagið — hvort sem um er að ræða vörukaup eða vörusölu. Kaupum fisk af bátum til frystingar og söltunar. kaupfélag Stykkishólms STYKKISHÓLMI * Fylling: 100% TERYLENE. * Fellur aldrei saman. Jf Tekur ekki raka. * Þolir vélþvott. jf Hindrar ekki útgufun. * Margar gerðir. * 12 nýtizku litir. * Betra en dúnn. )f Centerfill ábyrgð. X-1 Vörumarkaðurinn hf. Ármúli I a - Sími 86-11 !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.