Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.06.1972, Blaðsíða 24
„Sakna þess ekki haldið áfram að skrifa" — sagði Guðrún frá Lundi, þegar henni hafði verio úthlutað 100 þús. úr Rithöfundasjóðinum Guðmundur G. Hagalín skálar við Guðrúnu frá I.uiitli aö lokinni afhendingunni. (Timimynd Gunnar) Flugvél frá F.l. neitað um lendingarleyfi á Spáni - spænsk yfirvöld féllust svo á eina ferð seint í gærkvöldi Ii;i l>l) er komið i hátinri um flug- samgöngur milli islands og Spán- ar. I fyrradag var flugvcl frá Klugfclagi islands, scm átti ao fara til Mallorku með á annao hundrað islcndinga á vcgum fcroaskrifstofunnar Sunnu, þri- vcgis ncitao um lcndingarlcyfi á spænskri grund, og fckk það ckki brcytt ákvörðun Spánvcrja, þótt liugmálastjóri rcyndi að fá spænsk yfirvoid til þcss afi brcyta ákviiroun sinni. Farþegarnir, sem komnir voru suöur á Keflavikurliugvöil, uröu a& snúa heim, og var farangur þeirra innsiglaður þar syöra. 1 fréttatilkynningu frá ferða- skrifstofunni Sunnu segir svo: Spönsk yfirvöid hal'a neitað is- lenzkum flugvéium um lending- arleyfi á Spáni, og er þvi öllum is- lenzkum ferðaskrifstoíum fyrir- munaðað flytja farþega sina með islcnzkum vélum til ferðamanna- staða eins og Mallorca, Costa del Sol og Kanarieyja. Er þetta gert vegna þess, að islenzk yfirvöld hafa neitað spönskum flugfélög- um um gagnkvæm réttindi. Upphaf málsins var það, að ferðaskrifstofan Sunna ákvað að taka á leigu stærri flugvélar til að flytja farþegatil MallorcaogCosta del Sol vegna hinnar miklu að- sóknar þangað. Ráðgert var að nota hinar stóru DC-8 þotur Loft- leiöa, eftir þvi sem þær fengjust, og svo þotur af sömu gerð frá spánska flugfélaginu Air Spain. Var betta skipulagt og ákveðið i april siðastliðnum. Þegar Sunna fór að sækja um gjaldeyrisleyfi fyrir spönsku vélarnar, settu gjaldeyrisyfirvöld það skilyrði, að skrifstofan tæki á leigu vélar frá Flugfélagi tslands i ákveðinn fjölda ferða. Ella yrði ekki veitt gjaldeyrisleyfi fyrir hinar stóru þotur frá Spáni. Þótt þetta væri óhagkvæmara fyrir Sunnu og farþega hennar, var ekki um annað að ræða en að ganga að þessum skilyrðum. t samræmi við það var gerður leigusamningur við Flugfélag Is- lands um flug til Mallorca 15. júni. Eins og venja er, sótti flug- féiagið um lendingarleyfi hjá spönskum yfirvöldum. Þessari umsókn synjuðu spænsk yfirvöld á þeim forsendum, að islenzk yfirvöld hefðu synjað spænsku flugfélagi um Iendingarleyfi hér á landi. Synjunin kom að morgni ¦ þess dags, sem fara átti og við frekari umleitanir var hún þri- vegis endurtekin. Jafnframt var tekið fram, að búið væri að til- kynna spænskum flughöfnum, að ei' vél Flugfélags Islands kæmi samt sem áður til Spánar i óleyfi, yrði farþegum ekki hleypt frá borði og velinni skipað að snúa aftur með þá. Að fenginni þriðju synjuninni ákvað Flugfélagið að fresta að- gerðum, en farþegarnir stóðu þá ferðbúnir i Keliavik og töskur þeirra komnar um borð i vélina. Air Spain mun hal'a sent is- lenzkum yfirvöldum umsókn um lcndingarleyfi i maimánuði sið- astliðnum. Það lékk hins vegar engin svör fyrr en einum og hálf- um sólarhring áður en fara átti fyrstu ferðina. Þá var samþykkt á fundi i flugráði að heimila sex lendingar. Spænsk yfirvöid virðast telja þessa afgreiðslu ófullnægjandi. Sjónarmið þeirra virðist vera það, að lendingarréttindi séu gagnkvæm milli þjóðanna. ls- íenzkar flugvélar fái samkvæmt Framhald á 17. siðu. EB-Reykjavik — ÍCg sakna þess að geta ekki haldið alltaf áfram aö skrifa, sagði Guðrún frá Lundi við blaða- niann Tímans, eftir að henni hafði i gær verið úthlutað 100 þúsund krónum úr Rithöfunda- sjóði íslands, ásamt fimm öðrum rithöfundum, þeim Indriða G. Þorsteinssyni, Guðmundi Böðvarssyni, Hannesi Sigfús- syni, Slefáni Júliussyni og Oddi Björnssyni. GuðrhundurG. Hagalin afhenti rithöfundunum andvirði pen- inganna fyrir hönd sjóðstjórnar, en þeir Einar Bragi og Knútur Halisson eru auk hans i þeirri stjórn. Þetta er i fimmta sinn, sem slik úthlutun fer fram á vegum sjóðsins, og nú hafa alls 26 rithöfundar hlptið slika úthlutun. Indriði G. Þorsteinsson þakkaði siðan fyrir hönd rit- höfundanna, sem úthlutað var til i gær. Ekki þarf að taka fram, að Guðrún frá Lundi hefur lagt stóran skerf i Rithöfundasjóðinn, enda bækur hennar viðlesnar og þvi vel að þessari viðurkenningu komin. Þrátt fyrir að vera komin á 86. aldursárið, var Guðrún hin hressasta, þegar úthlutunin fór fram. Aðspurð sagði hún að vænt- anlega kæmi 26. bók hennar út i haust, enda væri bókin i setn- ingu núna, og hún væri að skrifa þá 27. — Það hlýtur að verða sú siðasta, sagöi hún, þegar blaða- maður Timans tylltisér niður hjá henni, er úthlutunin hafði farið fram. — Ég sakna þess að geta ekki haldið alltaf áfram að skrifa, Svart: Reykjavík: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 27. leikur Akureyringa: Dc2-d3 bætti þessi skáldkona við. Guðrún kvaðst hafa dvalist i Reykjavik síöustu vetur, en nú væri hún hins vegar á leið til heimabyggðar sinnar fyrir noröan. — Ég vonaðist til að geta fariö i þessari viku, en svo kertiur hver heppnin á fætur annarri, sagði hún. Við hlið Guðrúnar sat Marin Jónsdóttir dóttir hennar. Hún kvaðst ekki skrifa eins og móðir hennar. Hins vegar hefur sonur Guðrúnar Angantýr Jónsson, gefið út tvær ljóðabækur. A meðan við ræddum við Guð- rúnu.kom menntamálaráðherra, Magnús Torfi ólafsson, til skáld- konunnar og skálaði við hana i kampavini, eftir að hafa kynnt sig og óskað henni hjartanlega til hamingju með úthlutunina. Mallorkaferðir Sunnu - Beint með DC 8 stórþotu. eða ferðlr með Lundúnadvöl. Vegna mikilla vlðskipta og góðra sambanda gegnum árin á Mallorca getur aðelns Sunna boðið þangað „islenzkar" ferðir með frjálsu vali um eftirsóttustu hótelin og íbúðirnar. sem allir ertil þekkja, viljafá. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með islenzku starfsfólki tryggir farþegum örvggi og góða þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótelin i Palma - eða baðstrandabæjunum Arenal. Palma Nova. Magaluf. eða Santa Ponsa. Sunna hefir nú einkarétt á Islandi fyrir hin víðfrægu Mallorqueenes hótel, svo sem Barbados-Antillas. Coral Playa. De Mar, Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl, - Trianon ibúðirnar i Magaluf og góðar íbúðir i Santa Ponsa og höfuðborginni Palma. öll hótel og íbúðir með baði, svölum og einkasundlaugum, auk baðstrandanna. sem öllum standa opnar ókeypis eins og sólin og góða veðrið. FERÐASKRIFSTOrAN SUNNA BANKASTRÆTI7 SIMAR1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.