Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 20. júni 1972. TÍMINN 3 Tveiraf starfsmönnum Steinsmiöju S. Helgasonar, Kristbjörn Daniels- son og ólafur Þorbjörnsson, að llma reitina á taflboröiö, sem notaö veröur i heimsmeistaraeinviginu. (Timamynd G.E.) Taflborðið að verða tilbúið Klp-Reykjavik. 1 gær var unnið af fullum krafti hjá Steinsmiðju S. Helgasonar, við að setja saman hina 64 reiti, sem verða i taflborðinu, er notað verður i heimsmeistaraeinviginu iskák milli Spasskis og Fischers. Var þá búið að finna efni i hvitu reitina, en það fannst loks úti i Hrappsey á Breiðafirði. Þegar það var fundið, var hafizt handa, en fyrir nokkru var búið að finna efni i svörtu reitina, sem að visu eru grænir á þessu taflborði. Reitirnir, sem urðu að vera úr islenzku málmgrýti, eru limdir á mikla og stóra plötu, sem siöan verður lögð á borð úr mahogny en það mun verða tilbúiö i dag. Grátleg forsmán ÓV., OÓ., J.H.-Reykjavik. Aldrei hefur sóðalegri sam- koma, kennd við þjóðhátið, verið haldin en sá þáttur hátiðahaldanna 17. júni, er fram fór i miðborg Reykjavik- ur að kvöldi þjóðhátiðardags- ins. I nistandi nepjunni óðu svinfullir unglingar, ekki komnir af barnsaldri, fram og aftur, veifandi brennivins- flöskum af öllum gerðum, org- andi og hvinandi, þuklandi og klipandi hitt kynið, og fleygj- andi flöskum i allar áttir, jafn- óðum og þær tæmdust. Sjá mátti ungar stúlkur berjast innbyrðis og lumbra á karlkyninu, og kornungir drengir veltust um i áflogum eins og hundar i bendu, þó of máttvana til þess að geta látið að sér kveða. Svo að segja allt þetta fólk virtist innan tvitugs, þar á meðal ófermd börn, og engu minna af dauðadrukkn- um smátelpum en drengjum. A stangli innan um voru svo fáein drukkin gamalmenni og litiðeittaf miöaldra fólki, sem æddi um með vinglös i hönd- um, komið út af börunum i ná- grenninu. Út úr hverju skoti við Austurstræti runnu þvag- straumar eins og lækir undan fönn i leysingu, og mátti þó glöggt sjá, að ekki hafði öllum enzt timi eða máttur til þess að bjarga brókum sinum. Nokkuð margir urðu fyrir likamsmeiðingum, en þó kannski færri en efni stóðu til. Milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina varð blaðamaður Timans til dæmis vitni að þvi, er tveir unglingar börðust i skoti i Austurstræti. Þegar annar lá fallinn i blóði sinu, sparkaði sigurvegarinn i höfuöið á honum, svo að það skall i húsvegg. Þetta endur- tók ofbeldismaðurinn þrisvar, en fimm eða sex unglingar horfðu á og höfðust ekki að. Þegar lögreglan kom á vett- vang, voru blóösletturnar upp um allan vegg. Þessi unglingalýður óö uppi með fádæma frekju og hrakti yfirleitt alla þá, sem voru meö ráði og rænu úr miðborginni. Viðkvæðið var, ef einhverjir voru svo djarfir að fara inn á yfirráðasvæöi skrilsins: — Viktu úr vegi, þú ert eldri en ég. Margir unglingar voru al- gjörlega ósjálfbjarga, og reyndi lögreglan eftir megni að forða þeim burt. — Við höfðum ekkert pláss fyrir allt þetta fólk, sagði Bjarki Elias- son, yfirlögregluþjónn. — Margir gátu ekki sagt til nafns eða heimilisfangs, og urðum við að raöa máttvana ung- lingunum upp eins og Iikum i fangageymslunum. Eitthvað kom af fólki, sem var að leita barna sinna, og höfðum við ekki önnur ráð en láta foreldr- ana lita yfir hópinn til að finna sina. Annars var ekki mikiö um að foreldrar spyrðu eftir börnum sinum. En við spurð- um mikið um foreldra þeirra, sem við komumst að hvað hétu og hvar áttu heima. En það gekk ekki alltof vel að fá svör, og i mörgum tilfellum var lika erfitt aö ná I fólk i þvi ástandi, að það gæti tekið viö börnum sinum. Ekki var um annað að ræða en skipta unglingunum niður á hverfi til að koma þeim heim. Fram eftir morgni þann 18. voru lögreglumenn að aka heim þeim unglingum, sem rönkuðu við sér og gátu sagt til nafns og heimilisfangs. Þau yngstu, sem hafa þurfti af- skipti af vegna ölvunar, voru 13 ára börn. En meirihlutinn var á aldrinum 14 til 20 ára. Margot Fonteyn Miðasala hefst í dag ÓV-Reykjavik Eins og skýrt hefur verið frá I fréttum, þá dansar hin heims- kunna ballettdansmær Dame Margot Fonteyn i Reykjavik á þriðjudag og miðvikudag i næstu viku. Miðasala á sýningarnar I Þjóðleikhúsinu hefst i dag kl. 13.15, og er verð miða, eins og áö- ur hefur verið skýrt frá, kr. 900 i sal og á neðri svölum, en 500 á efri svölum. Dame Margot Fonteyn er fræg- asta ballettdansmær i heimi og hefur veriö gifurlega eftirsótt i þrjá áratugi, en hún er nú 53 ára gömul. Hér á landi dansar hún hluta úr Svanavatninu, Rómeó og Júliu og Don Quixote og sjó- ræningjunum. Rannsóknarstofnun vitundarinnar í Norræna húsinu Rannsóknarstofnun vitundar- innar mun efna til fundar um hugleiðslu og jóga i Norræna hús- inu i kvöld. Þessi fundur hefst klukkan hálf- niu. Sýndar verða tvæf hálftima- kvikmyndir, sem samanburðar- trúfræðingurinn Houston Smith hefur látið gera — hin fyrri um súfisma, dulspeki skylda mú- hameðstrú, en hin seinni um ti- bezkan búddisma og tibezkar iógaaðferðir. Borgfirzka hannyrðasýn ingin hlýtur vinsældir SJ-Reykjavik Sýningin á borgfirzkum hann- yröum i kjallara Glæsibæjar hef- ur verið mjög vel sótt, og hafa yf- ir 800 gestir þegar skoðaö hana. Töluvert hefur borizt af nýjum hlutum^.sem ekki vannst timi til að ljúká við fyrir föstudag, en þá var sýningin opnuð. Einnig hafa ýmsir munir selzt. Sýningin hefur verið framlengd um einn dag og lýkur kl. 10 i kvöld, þriöjudag. Fengu 17 laxa í Miðf jarðará Veiðihópurinn, sem hætti veiði i Miðfjarðará á hádegi i gær, fékk alls 17 iaxa. Að sögn Asgeirs Ingólfssonar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavík- ur er þetta „fyrsta hreyfing- in” i ánni frá þvi hún var opnuð 1. júni s.l. Er þetta i fyrsta sinn, sem áin er opnuð svo snemma. Alls munu um 40 laxar hafa veiðzt i ánni frá þvi hún var opnuð. 6 stang- ir eru I ánni. 17 punda lax úr Grímsá Grimsá var opnuð síðast liö- inn fimmtudag, en Stanga- veiðifélag Reykjavikur hefur sem kunnugt er ána nú á leigu. Fyrsta hálfan annan daginn veiddust 9 laxar i ánni á 2 stangir. Af þessum löxum var einn 17 punda, sem Ingólfur Ástmundsson veiddi i Kerinu fyrir ofan Myrkhyl. Hinir laxarnir voru 11 og 12 pund, veiddir i Laxfossi, Svarta- stokki, Lundarhólma og Gull- berastöðum. 4 stangir eru nú leyfðar i ánni. Dauft yfir Laxá í Kjós og Norðurá Veiðihópurinn, er veiddi i Norðurá til hádegis á sunnu- dag, fékk 44 laxa. Þann dag veiddust 18 laxar i ánni. Mjög litil veiði var i ánni fyrir há- degi i gær, 4 eða 5 laxar munu þá hafa veiözt. I gær var hita- stig árinnar 8 gráður. Það var einnig dauft yfir Laxá i Kjós i kuldanum i gær. Fyrir hádegi haföi aðeins veiðzt einn lax i ánni, 8 eöa 9 punda. Á sunnudaginn veidd- ust 3 laxar fyrir hádegi og einn eftir hádegi. 5 laxar veiddust á laugardag, og einum betur á föstudaginn. 22 punda lax úr Laxá í Þingeyjarsýslu Sæmundur Stefánsson stór- kaupmaður i Reykjavik veiddi 22 punda lax á Flösinni i Laxá i S-Þingeyjarsýslu á sunnu- daginn. Þann dag veiddust 11 laxar á stöng i ánni, og daginn áöur voru 8 veiddir þar. Hins vegar var búið aö veiða 9 laxa fyrir hádegi i gær, að sögn önnu Blöndal i veiðihúsinu þar nyrðra. Langá lætur ekki sitt eftir liggja Sú á, sem vakti einna mesta athygli vegna góðrar veiöi i fyrrasumar, var Langá á Mýrum, en þá munu yfir 2 þúsund laxar hafa veiðzt i ánni. Veiði i ánni hófst nú 15. júni. Ætlar Langá ekki að láta sitt eftir liggja á þessu sumri. Fyrsta daginn veiddust 26 lax- ar i henni, 8-13 pund aö þyngd. —EB Kaupfélag Eyfirðinga t forustugrein Dags 7. þ.m. er rætt um nýafstaðinn aðal- fund Kaupfélags Eyfirðinga. Dagur segir: „Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn hinn 5. júni, að viðstöddum fuiltrúum af öllu félagssvæðinu, ásamt stjórn og framkvæmdastjóra og mörgum gestum. Þessi samtök sex þúsund samvinnu- manna við Eyjafjörö meö meginaösetur á Akureyri, er stærsta viðskiptafyrirtæki á Norðurlandi, fjölþætt i verzl- un, þjónustu og framleiðslu og skilar nú hagfelidasta rekstraruppgjöri um langt árabil. Afköst rekstursins mæld i fyrningum og ágóða eru meiri en dæmi eru tii, segir i skýrslu stjórnar. Astæðan fyrir hinni góðu niðurstöðu er að sjálfsögðu sú helzt, að veruleg sölu- og framleiðsluaukning varð I flestum verzlunardeildum og fyrirtækjum, sem nemur mcira en fimmtungi miðaö við næsta ár á undan, enda komst nú heildarveltan upp fyrir tvo miiljarða króna. Þetta fjöl- þætta og stærsta fyrirtæki fólksins hér nyröra, sem byggt er á bjartsýni á mátt sam- vinnu og samhjálpar, hefur notið farsællar forystu frá upphafi. Hallgrimur Kristins- son, Vilhjálmur Þór og Jakob Frimannsson fyrrverandi kaupfélagsstjórar voru engir miðluugsmenn I starfi. Eyfirzkir samvinnumenn hafa einnig staðiö fast saman um kaupfélag sitt, og þess ber þá einnig aö geta, að samvinna samvinnumanna i sveitum og höfuðstað Noröurlands hefur jafnan veriö með ágætum og án togstreitu og tortryggni. Síðast en ekki sizt ber svo að þakka starfsfólki KEA fyrr og siðar fyrir dyggilega unnin störf. En fastráðið starfsfólk er hátt á sjötta hundrað talsins og launagreiðslur til þess og lausráöins fólks voru á siðasta ári 230 milljónir króna, að meðtöldum launagreiðslum á Dalvik og i Hrisey. Að sjálf- sögðu krefjast nýir timar nýrra viðhorfa i vinnubrögð- um og menntun starfsfólks, og fer nú fram sérstök athugun á þeim málum innan samtak- anna.” Baráttutæki til bættra lífskjara Að lokum segir Dagur: „t sveit og bæ munu sam- vinnumenn gleðjast yfir hag- stæðu ári I verzlun og viðskipt- um félags sins, þakka þeim manni mikil störf, er I áratugi stjórnaði Kaupfélagi Eyfirð- inga af festu og hagsýni, Jakobi Frimannssyni, og á þessum aðalfundi skipaði sæti fundarstjóra og fagna um leið nýjum forystumanni, Val Arn- þórssyni kaupfélagsstjóra. Um leið er hollt að minnast þess, að samvinnustarfiö er þrotlaust, vettvangur þess víöfeömur, og að enn og ætið verður samvinna og samhjálp aöalsmerki hinnar vökulu al- þýðu í borg og sveit og baráttutæki til bættra lifs- kjara.” Undir þessi ummæli ber vissulega aö taka. Þ.Þ. Auglýsið i Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.