Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. júni 1972 TÍMINN 5 GLÆSILEGUR VEITINGASKÁLI Á FJÖLFÖRNUM VEGAMÓTUM Opnaður hefur verið glæsilegur veitingaskáli við simstöðina að Brú i Hrútafirði. Segja má að vegir frá öllum áttum liggi að nýja veitingahúsinu, þvi það stendur þar sem vegir skerast til Norðurlands, Suðurlands og vest- ur á Strandir, og Vestfjarða. Er Brú i Hrútafirði miðja vegu milli Reykjavikur og Akureyrar og þvi tilvalinn áningarstaður fyrir þá sem fara þá leið. Skemmtiferða- fólk leggur æ oftar leið sina norð- ur um Strandir og um Laxárdals- heiði eða Tröllatunguheiði vestur yfir. Er þvi veitingaskálinn nýi eins vel i sveit settur og framast er kostur fyrir ferðafólk á nefnd- um leiðum. Kaupfélag Hrútfirð- inga hefur rekið litla ferða- mannaverzlun á þessum stað i 16 ár, en nú hefur verzlunin verið stækkuð til muna og er þar fjöl- breyttara vöruval, sem einkum miðast við þarfir langferðafólks, auk þess, sem veitingar og að- staða til að neyta þeirra er eins og bezt verður á kosið. Daglegur rekstur er i höndum þeirra Hallfriðar Bjarnadóttur, húsmæðrakennara, og Ingu Hannesdóttur, smurbrauðsdömu, sem ekki liggja á hæfni sinni og kunnáttu til að gera gestum til geðs. Að sjálfsögðu geta þeir, sem vilja keyft sér kók, prinspóló og pylsur i Veitingaskálanum Brú, en þeir vandlátari eiga kost á að velja milli fjölbreyttra krása, grillrétta alls konar, kjúklinga, nauta, og lambakjöts, franskra kartaflna, með tilheyrandi sós- um. Um helgar verður sérstak- lega vandað til matargerðar, að sögn forstöðukvenna, og verður þá jafnvel enn fjölbreyttara matarval, en endranær, og ekki bundið við grillrétti eingöngu. Kaffi og bakninga fær hver og einn að sjálfsögðu eftir eigin smekk. Ef viðskiptavinir óska er hægt að fá útbúna matarpakka i veit- ingaskálanum, og þá hvort sem menn vilja smurt brauð, samlok- ur, steikur eða kökur, nú eða allt þetta. Mundi það vera hagkvæmt fyrir þá, sem leggja leið sina norður á Strandireða vestur yfir, þvi þar er fátt um greiðasölu- staði, þótt Strandamenn taki vel á móti öllum, sem þangað koma. Veitingasalurinn tekur rúm- lega 40 manns i sæti, og er góð að- staða til að táka þar á móti hóp- ferðafólki, en til þæginda fyrir bæði ferðalanga og starfsfólk, væri vel þegið að pantað verði fyrir stóra hópa með nokkrum fyrírvára. Er þá hægt að setjast beint að krásunum, strax eftir að ekið er i hlað. Enn er ótalinn mikill kostur i nýja húsinu, en það eru sérlega vandaðir snyrtiklefar. Er frá- gangur þar allur með þeim hætti að óliklegt er að sóðum takist að svina þar allt út, eins og þvi mið- ur hefur verið allt of algengt á samskonar stöðum við þjóðveg- ina viðast hvar um landið. Veitingaskálinn, Brú, verður opinn yfir sumarmánuðina frá 9 að morgni til 23,30. Auk veitinga er þar bensinafgreiðsla og verið er að byggja þvottaplan við skál- ann, sem tilbúið verður eftir nokkra daga. Eftir það þarf eng- inn að aka skitugum bil frá Brú. Byggingin er 200 fermetrar að stærð og er teiknuð af Sigurði Einarssyni, arkitekt hjá Teikni- stofu SIS. Þeir Sveinn Sighvats- son, Hólmavik, og Þórir Thorla- cius, Búðardaí, sáu um bygg- ingarframkvæmdir. Jón Dags- son, Sauðárkróki annaðist múr- verk og Jóhann Bogason, Akra- nesi, sá um raflagnir, en húsið er hitað upp með rafmagni. Málari var Guðbjartur Oddsson og Jón Kr. Guðmundsson, Borgarnesi sá um vatnslagnir. Allar innrétting- ar eru smiðaðar hjá Trésmiðju KÁ, Selfossi. Veitingaskálinn, Brú, er miðsvæöis milli Reykjavikur og Akureyrar og þaöan iiggur einnig vegurinn noröur á Strandir og vestur á Vestfirði. Starfsfólk veitingaskálans. Húsakynni eru björt og rúmgóö, en aðaláherzlan er lögö á gæöi þessrsem borið er fyrir gesti. Fornihvarnrnur Vöruflutningar í lofti eru auðveldasta leiðin Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og milli landa. Fé, tími og fyrirhöfn sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Sendið vöruna með Flugfélaginu: ódýrt, fljótt og fyrirhafnarlaust. fþ FLUCFÉLAC ÍSLAMDS *** ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.