Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 20. júni 1972. BÖRN I KÍNA Tómstundaheimili, þar sem börnin læra alls konar listir og búa meira að segja til hluti i tæki handa ýmsum verksmiðjum. Hvernig er að vera barn i Kina? Eitt bregzt að minnsta kosti ekki: Börn i Kina hafa nóg af leikfélög- um. Kinverjar eru átta hundruð milljónir, og þegar við hugsum til þess, að islendingar eru aðeins tvö hundruö þúsund, ætti okkur að skiljast, að viða muni vera krakk- ar á kreiki. Sé fólkið viðlika barn- margt þar og hór, ættu að vera fjögur þusund sinnum fleiri börn i Kina en á fslandi."En áð v'isu er Kina miklu stærra land. Hvað gera börn i Kina? Börn eru sjálfum sér lik, hvar sem er i heiminum, cn það er misjafnt, hvernig fullorðna fólkið býr að þeim. Kinverjar leggja mikla áherziu á uppeldi barna, og þeim er ungum kennt að vera iðin og vinnusöm, trú og dygg. Kornung- um er þeim innrætt, að þau séu þegnar mikils samfélags, þar sem hver og einn verði að standa i stöðu sinni af fremsta megni. i borgum vinna foreldrarnir i verksmiðjunum eða öðrum vinnustöðvum venjulegan vinnu- tima. Og með þvi að enn vantar viða dagheimili handa börnum, svo að nægja megi, eru þau, sem eiga afa eða ömmu, oft i umsjá þeirra á daginn. Fyrst og fremst á þetta þó við um yngstu börnin. Á dagheimilunum kinversku er börnunum margt kennt. Þau syngja, teikna, mála og móta myndir, og þau iæra leik og fram- sögn. Á tómstundaheimilum læra þau alls konar tæknistörf, til dæmis að búa til hluta i útvarps- tæki. Kinverjar leggja kapp á, að öll börn læri á ungum aldri eitthvað það, sem getur orðið þeim til gagns siöar i lifinu. Fjöldi visna, sem börnin syngja, snýst um það, hversu mikilvægt sé að vinna og gera alla hluti sem bezt. Sama máli gegnir um sjónleikina, sem þau æfa. Bæði i visunum og leikritunum er iðulega á það minnt, að á valdadögum keisaranna hafi Kina verið eitt af fátækustu lönd- um heims, þar sem alþýða manna bjó löngum við hungur og litil l)örn dóu af megurð. Siðan er vak- in athygli á þvi, að nú fá allir næga næringu og öll börn ganga i skóla, þar sem þeim er kennt margt gagnlegt, er áöur gat að- eins hlotnast þeim, sem stóðu bezt að vigi. Börnin byrja skólagönguna sex ára. ()g þá hefst i rauninni starfs- ævin. Þetta er eitt hið fyrsta, sem þeim er kennt aðsegja: „Lengi lifi Maó formaður!” En það kunna þau raunar flest, áður en skólagangan hefst. Lif barnanna kinversku er alls ekki eintóm vinna. Þau leika sér Lcikvöliur í Shanghai. Biiniiii lieilsa mcð þvi að klappa saman hönd- u n u ni. Litil lelpa á dagheimiii segir l'ram kvæði um Maó formann. lika, og borðtennis æfa þau af : mikilli elju. öll börn, sem til | nokkurs aldurs eru komin, mega \ heita stórmeistarar i borðtennis á vestrænan mælikvarða. Leikföng eiga börnin lika, þótt j ekki séu þau jafniburðarmikil og gerist meðal hinna rikari þjóða á Vesturlöndum. En þau gera sitt gagn, þvi að yndið, sem leikföng veita, fer ekki eftir verðlaginu á þeim. Allra eftirsóttustu leikföngin eru þó smábilar. 1 Kina er enn fátt um bila, en þessum börnum, ; sem leika sér að litlu bilunum sin- | um, hefur verið sagt, að sé ( ætlunarverk þeirra að lyfta landi sinu og þjóð á það stig, að bifreið- ar geti orðið þar til almennings- I nota, og i leik sinum finnst þeim sem þau séu þegar sezt undir I stýri, er þau skriða á hnjánum með leikíöng sin. Milljónum sam- an lifa þessi börn að hálfu leyti i draumi um það, sem þau ætla að gera fyrir föðurlandið með huga sinum og höndum. Geta sauðnaut orðið búpen- ingur? Þessari spurningu velta menn fyrir sér sums staöar er- lendis, og í þrem löndum að minnsta kosti hafa tilraunir verið gerðar i þessa átt. Þær eiga lengsta sögu i Bandarikjunum, þar sem þær voru fyrst stundaðar i Vermont-fylki, en siðar í Alaska. Fyrir nokkrum árum byrjuðu Kanadamenn sams konar búskapartilraunir á tveim stöð- um, i Norður-Kanada og viö Ungavaflóa. Árið 1969 komu svo Norðmenn sér upp þvilikum bú- garði i Bardu, sjötiu kilómetra norðan við Narvik, og var þar byrjað með tiu nautkálfa og fimmtán kvigur, er fengnir voru úr villtri hjörö, er Norðmenn komu upp i Dofrafjöllum fyrir nokkrum áratugum. Óttar Indriðason frá Fjalii gerir nokkra grein fyrir til- raunum þessum i maihefti Freys, sérstaklega með það i huga, hvort sauðnautabúskapur gæti komið til greina hérlendis. Styðst hann þar einkanlega við þá reynslu, sem fengizt hefur við tilraunir i Bandarikjunum, þar sem hann hefur sjálfur starfað að náttúru- verndarmálum um langt skeið. Timinn leyfir sér. að rekja laus- lega efni þessarar greinar, þar sem það er með þeim hætti, að fleiri munu vilja kynnast þvi heldur en þeir, sem eiga kost á þvi að sjá Frey. Aftan við þennan útdrátt verður svo tengd stutt upprifjun um Gottuleiðangur Ársæls Árnasonar og afdrif sauð- nauta þeirra, sem komu hingað til lands ár 1929. Alfriðuð dýr Heimkynni villtra sauðnauta eru einkanlega á Austur-Græn- landi. Þau eru alfriðuð, enda hættir þeirra slikir, að maður með byssu getur murkað niður heilar hjarðir, ef þvilíkt væri leyft á annað borð. Undanþágur hafa verið veittar stöku sinnum til þess að hand- sama vissa tölu kálfa til brott flutnings, og kunna menn orðið á þvi full tök. Lyfjabyssur eru þó ekki notaðar, þvi að talið er, að sterk deyfilyf geti verið skepn- unum hættuleg. Heppilegast þyk- ir að fanga fjögurra til sex mán- aða gamla kálfa, þvi að saman fer, að þeir eru þá enn meöfæri- legir, en þó orðnir nógu vaxnir til þess að þola það hnjask, sem óhjákvæmilega fylgir sliku. Eru kálfarnir þá fyrst róaðir með veikum deyfilyfjum, en siðan fluttir' burt i flugvélum til þeirra staða, þar sem þeir eiga að vera til frambúðar. Hlýða kalli Kálfunum er gefin mjólk úr pela fyrst i stað, ásamt grasi og laufi, til dæmis gulviðilaufi, sem þeim finnst mikið lostæti. Flestir læra átið upp á þennan nýja máta mjög fljótt, og yfirleitt tekst að koma einhverju i þá þegar á fyrsta degi. Eftir stuttan tima eru þeir orðnir hændir að þeim, sem hirða •y > . v - .*» .T Úr tilraunabúi i Bandaríkjunum. Kálfarnir eru gæfir, næstum þvi eins 0| Sauðnautin eru ákafiega friðsöm dýr og gera engum mein, nema þa áreitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.