Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 20. júni 1972. TÍMINN 13 þá, og koma meira að segja hlaupandi, þegar slegið er i matarilátið. Upp frá þvi verða sauðnautin gæf og mannelsk alla ævi, svo framarlega sem vel er að þeim búið. Þau eru skapgóð og laus við hrekki, og kálfarnir leika sér eins og ungviði er títt og sækj- ast eftir þvi, að þeim sé klórað og klappað. Skynsöm dýr Sauðnautahirðar gera orð á þvi, hversu skynsöm dýr sauðnautin séu. Það birtist ekki einungis i þvi, að þau þekkja hljóðið, þegar barið er i matarilátið, heldur lær- ist þeim lika fljótt að opna hlið á girðingum, ef ekki er vandlega um þau búið. -i 1 bandariskri stöð, þar sem vani var að gefa þeim við hlið, er þau höfðu oft séð opnað, var frágangur sá, að virhespu var smeygt yfir staur. Innan tiðar fóru sauðnautin sjálf að ýta hesp- unni upp af staurnum, svo að þau gætu skoðað heiminn utan við þá skák, er þeim hafði verið ætluð. Það sannaðist lika, að þau þekktu sundur bila. Dýralæknir kom öðru hverju og sprautaði þau lyf jum til varnar þvi, að þau sýkt- ust af ýmsum búfjársjúkdómum. Koma þessa manns var sauð- nautunum sýnilega ekki neitt fagnaðarefni, þvi að þau tóku á rás út i fjarlægasta horn girð- ingarinnar, jafnskjótt og dýra- læknirinn kom á bifreið sinni. Aðra bila óttuðust þau ekki, held- ur reyndu jafnvel §ð hnýsast i þá. I hundar. u verði hrædd eöa séu beinlínis Svalviðri kjörveður sauðnauta. Sauðnaut eru ekki hýst á vetrum á tilraunabúunum, þótt kuldi sé oft geysimikill eins og til dæmis i Alaska, þar sem frost getur verið allt að fjörutiu stig vikum saman. Aftur á móti þykir gott að hafa handa þeim einhvers konar skýli eða afdrep. Þau eiga auðvelt með að ná til jarðar, þótt snjór sé mikill. Votviðri og um- hleypingar virðast ekki heldur standa þeim fyrir þrifum, til dæmis á Núriivakey i Beringshafi, þar sem úrkoma er mikil. Hita þola sauðnaut aftur á móti míð ur, enda hafa þau enga svita- kirtla. Þess vegna veitist þeim örðugt að kæla sig, þegar of heitt er á þeim. Svalviðrier þeim kjör- veður. Fóðurþörf og beitarvenjur Fóður þurfa sauðnaut svipað og nautgripir — um tvö pund heys á hver niutiu pund af skrokkþunga. Þá er við það miðað, að þau séu i tiltölulega þröngum girðingum, þar sem þau geta litið bjargað sér sjálf. Villt sauðnaut eru likiega mun neyzlugrennri en nautkind- ur. Sauðnaut fikjast mjög eftir laufi og kvisti, og þess vegna eru þau sjálfsagt miklir skaðvaldar i kjarrlendi, en langmest lifa þau á grasi ýmissa tegunda. Kálfar byrja ungir að þefa af jörð, og fjögurra til fimm vikna gamlir byrja þeir að nasla gras sér til gagns. Timgun og burður Sauðnautum er það náttúrlegt að vera i beztum holdum siðari hluta sumars. Bolarnir eru þá átta til niu hundruð pund að þyngd, en kýrnar nokkru léttari. Um þær mundir hefst fengi- timinn, og þurfa sauðnautin þá að hafa næði, þvi að illa hefur gegnið að fá þau til þess að timgast undir manna höndum, til dæmis i dýra- görðum. Meðgöngutiminn er átta mán- uðir, og fæðast fyrstu kálfarnir i byrjun maimánaðar. Kýrnar eiga létt um burð, og kálfarnir eru fljótir að brölta á fætur ekki siður en lömb og folöld. Þeir eru farnir að skjögra um eftir hálftima, og fimmtán til tuttugu minútum siðar eru þeir komnir á spena. Kálfarnir eru um tuttugu pund, þegar þeir fæðast, og ganga hart eftir sinu. Þeir sjúga átta til tiu sinnum á dag fyrstu vikurnar og eru orðnir hundrað og tiu til hundrað og sextiu pund eftir fjóra mánuði. Þeim er eiginlegt að ganga undir móður sinni i þrjú misseri, en eigi kýrnar að timgast árlega, verður að taka þá undan þeim fjögurra mánaða. Sauðnautakynbætur Sauðnaut eru hyrnd jafnaðar- legast og eru stiklarnir hvassir, Hornunum beita þau i nauðvörn, en stiklarnir geta valdið meiðsl- um, er þau ryðjast á jötu eða að vatnsbóli. Þess vegna verður helzt að taka hornin af þeim ungum á þann veg, að þau vaxi ekki aftur. Stöku sinnum ber það þó við, að kollótt sauðnaut fæðast og verður með kynbótatilraunum reynt að koma upp stofni kollóttra sauð- nauta. Einnig hefur verið leitazt við að smækka kynið, þvi að meiri ull fæst á hverja fóðureiningu af smærri sauðnautunum. Loks er nokkur munur á skapferli dýr- anna, þótt þau séu yfirleitt gæf, og þarf meira lag og natni til þess að spekja sum þeirra heldur en önnur. Trúlega er það einnig ætt- gengt. Ullin verðmætust Kjöt af sauðnautum þykir gott og ekki ósvipað nautakjöti. Moskuskirtlar eru engir i þeim, þótt þau séu & ensku máli rang- lega nefnd moskusnaut. Aftur á móti er moskusþefur af bolunum um fengitimann. Óliklegt er þó, að sauðanauta- búskapur verði nokkurn tima stundaður vegna kjötsins. Það er ullin, sem er langverðmætust. úr henni ganga sauðnautin um burð- inn, Þeim er eiginlegt, að hún flettist af þeim i stórum slæðum. Sauðnautullin er sérlega fin, létt og hlý. Af bolum fást rösklega fimm pund, en heldur minna af kúm og vetrungum. A heims- markaðnum er þessi ull metin til verðs eftir lengd og gildleika hár- anna, og er ullin dýrust, þegar þræðirnir eru langir og grannir. Verð á góðri ull óhreinsaðri er sagt á fimmta þúsund krónur pundið. Finustuli fæst af kasmirgeitum i fjalllendi Mið-Asiu og sumum tegundum lamadýra i Andes fjöllum. Úr þvilikri ull er gerður sá varningur, sem kennd- ur er við Kasmir. En siðustu rannsóknir hafa leitt i ljós aö sauðnautaull er ekki siðri ull af þessum dýrum, heldur jafnvel betri, þvi að hárin geta verið lengri og grennri. Villt sauðnaut Oðrum þræði vikur Óttar Indriðason að þvi i grein sinni, að sauðnautum Verði sleppt lausum á Hornströndum, likt og Norðmenn gerðu i Dofrafjöllum, og leyft að timgast þar villtum. Hann tekur þó greinilega fram, að veiðidýr geti þau aldrei orðið, þvi að ekki verði það fremur tengt neinni iþrótt að skjóta sauðnaut heldur en nautgripi á beit i hag- anum. Þau flýja ekki, heldur skipa sér i hring utan um kálfana, þegar að þeim er komið. Þau slá með öðrum orðum skjaldborg um ungviðið, og það er vörn, sem dugar i upprunalegum heim- kynnum sauðnautanna. Gottuieiöangurinn Það er vafalaust langt siðan mönnum datt i hug að flytja sauð- naut til islands. Hreindýr voru flutt hingað á átjándu öld eins og alkunna er, og fyrir meira en hundrað árum, var til umræðu að fá hingað lamadýr. Þegar árið. 1905 hét alþingi Norðmanni einum tiu þúsund krónum úr landsjóði, ef hann flytti sauðnaut til landsins, en hann mun hafa heykzt á fyrir- ætlun sinni, og var aldrei eftir þessari fjárveitingu gengið. Loks var það árið 1929, að sauð nautin komu. Stofnað hafði verið félag áhugamanna, er hafði það markmið að vinna að framgangi þessa máls. Það hét Eirikur rauði, og mun Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, hafa v'erið einn þeirra, sem áttu hlut að þessu. Þetta félag fékk fyrirheit um tuttugu þúsund kr styrk úr rikissjóði, og upp úr þessu spratt Gottuleiðangurinn svokallaði, kenndur við bátinn, sem fenginn var til fararinnar. Ársæll Arnason bóksali átti mik- inn þátt i undirbúningi öllum og var sjálfur einn þeirra manna, sem til Austur—Grænjands fóru til þess að sækja sauðnauts- kálfana. Aðrir landskunnir menn i leiðangrinum voru Baldvin Björnsson gullsmiður og Vigfús Sigurðsson, kallaður Grænlands- fari og frægur maður af þvi, að hann fór um Grænlandsjökul þveran i för með J. P. Koch. Skipstjóri á Gottu var Kristján Kristjánsson, Arnfirðingur, og hafði með valinn mann i hverju rúmi. Gotta kom heilu og höldnu til Reykjavikur með sjö kálfa seint i ágústmánuði. En óhugnanlega mörg fullorðin dýr hafði orðið að Tarfarnir fara oft einförum, enda virðast þeir mun fleiri, þar sem dýrin eru villt. fella til þess að ná þessum kálf- um. Tvær misheppnaðar tilraunir. Múgur og margmenni flykktist að skipinu, er það lagðist að bryggju i Reykjavik með þessi fá- séðu dýr, svo að lögreglan varð að setja vörð um Gottu. Brátt voru kálfarnir fluttir upp á Austurvöll, sem þá var rammlega girtur járngrindum, svo að bæjarbúar gætu séð dýrin álengdar. Þessir kálfar voru svo fluttir austur að Gunnarsholti, og dráp- ust sex þeirra svo að segja strax úr bráðapest, að talið var. Hinn sjöundi tórði fram á vetur 1930, en lagði þá einnig upp laupana, og varð aldrei úr þvi skorið, hvað varð honum að fjörtjóni. Menn höfðu þó ekki gefið inn- flutning sauðnauta upp á bátinn. Sumarið 1930 voru enn fengnir sjö kálfar. Fimm þeirra var komið fyrir austur i Gunnarsholti eins og hinum fyrri, en tveim að Grund i Skorradal. Þessir kálfar hjöröu lengur. Annar Grundar- kálfur fórst þó af slysförum i septembermánuði 1931, og einn Gunnarsholtskálfurinn sálaðist i maimánuði 1932. Og svo fór, að ekki festi nein sauðnautahjörð rætur i landinu. 11! SPlil¥ VOIUJU SEM GlfflUR Kg« - i'k ,-AV Hittumst i kaupféiaginu BímMhbH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.