Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 20. júni 1972. \rlhur l'uiiiin llovlc: Heínd nngfrú Kitty Wi Fyrsti kafli. „Það getur engan skaöað héðan afvar svar vinar mins, Holmes, þegar ég i tiunda sinn, með all- margra ára millibili, bað hann um leyfi til að birta eftirfarandi frásögu. Þannig var mér loks heimilt að segja frá atviki, sem varð á sin- um tima til þess að auka mjög á frægð og orðstir vinar mins. Við Holmes vorum báðir mjög sólgnir i að fá okkur tyrkneskt bað. Þegar við á eftir lágum reykjandi i þurrkstofunni kom það oft fyrir, að hann gerðist skrafhreyfnari en hann venjulega var. t húsi einu i Northumberland Avenue er á efri hæðinni afskekkt horn og tveir legubekkir samhliða þar. Við lágum þar hlið við hlið 3. september 1902, einmitt daginn, er sagan hefst. Ég hafði spurt hann, hvort nú væri nokkuð nýtt i efni. Hann svaraði með þvi að rétta langan, grannan armlegg sinn ut undan teppinu, er hann hafði sveipað um sig og dró um- slag upp úr innri vasa frakkans, sem hékk þar hjá honum. „Þetta getur verið gabb eða hégómi, en getur einnig verið mikilsvarðandi mál,” sagði hann um leið og hann rétti mér bréfið. „Ég veit ekkert um efni bréfsins annað en það, sem i þvi stendur.” Bréfið var frá Carlton-klúbbn- um, dagsett kvöldið áður. Það var svona: „Sir James Damery send- ir Sherlock Holmes kveðju sina, og mun heimsækja hann kl. 4,30 á morgun.Sir James óskar að láta þess getið,að málið, sem hann óskar hjálpar við, er bæði mjög áriðandi og um leiö mjög við- kvæmt mál. Hann treystir þvi, að herra Holmes muni veita honum þetta viðtal og staðfesti það með simsvari til Carlton klúbbsins.” „Ég þarf naumast að geta þess, að ég hef fallizt á stefnumótið,” sagði Holmes um leið og ég rétti honum bréfið aftur. „Þekkir þú nokkuð þennan mann, Damery? „Aðeins það, að hann er vel þekktur i félagslifinu hér i borg- inni.” „Þá veit ég dálitið meira um hann. Hann hefur orð á sér fyrir aö ráða fram úr ýmsum við- kvæmum málum, sem mega ekki koma til umræðu i dagblöðunum. Þú hlýtur að muna eftir samning- um hans við Sir George Lewis um Hammerford-Will málið. Hann er heimsmaður og hefur meðfædda stjórnkænsku-hæfileika. Ég hef þvi gilda ástæðu til að ætla, að þetta sé ekkert gabb, heldur þurfi hann i raun og veru á hjálp og að- stoð okkar aö halda”. „Aðstoð okkar?” „Já, ef þú vilt vera svo góður, Watson” „Min er æran og ánægjan”. „Þá skulum við muna hinn ákveðna tima, kl. hálffimm. Þangað til látum við málið eiga sig.” Á þessum tima haföi ég ibúð mina i önnu-drottningargötu, en ég var kominn til Holmes i Bakarastræti fyrir hinn ákveðna tima.Klukkan nákvæmlega hálf- fimm var boðuð koma Sir James Damery ofursta. Það er varla þörf að lýsa útliti hans, flestir munu kannast við hinn stóra, ráð- vendnislega mann, með breiða, skegglausa höku og mjúka hlý- lega rödd. Úr gráu, irsku augun- um mátti lesa einlægni og hrein- skilni, og oft lék góðlátlegt bros um varir hans. Hann var mjög vel og smekklega klæddur, i dökkum frakka og með pipuhatt, svo virt- ist, að þessi glæsilegi herra mað- ur fyllti nær þvi allt rúmið i litlu stofunni okkar. „Auðvitað bjóst ég við að hitta Dr. Watson hér lika”, mælti hann um leið og hann hneigði sig kur- teislega.” Aðstoð hans getur orðið nauðsynleg eins og hér stendur á, þvi að hér er um að ræða viður- eign við mann, sem skirrist ekki við að beita ofbeldi, ef svo ber undir og eirir þá engu. Ég efast um, aö til sé hættulegri maður i allri Evrópu”. „Ég hef komizt i kast við nokkra ménn, sem höfðu sama orð á sér,” mælti Holmes bros andi. „Kéykið þér ekki? Þá verö- ið þér að afsaka þó að ég kveiki i pipunni minni. Ef þessi maður er verri viðureignar en prófessor Moriarty sálaði, eða Sebastian Moran, sem enn lifir, þá er hann sannarlega þess virði, að leitað sé fundar við hann. Má ég spyrja um nafn hans?” „Hafið þér heyrt nefndan barón Gruner?” „Eigið þér við austuriska morðingj- ann?” Damery ofursti rétti upp hanskaklæddar hendur sinar og hló við. „Ekki fer margt fram hjá yður, hr. Holmes. Þér hafið nú þegar skipað honum i tölu morð- ingja”. „Það er starf mitt að fylgjast með drýgðum glæpum, eins þótt þeir séu framdir á meginlandinu. Hver gat lesið um það, sem geröist i Prag, án þess að sannfærast um sekt mannsins? Grunsamlegt fráfall eins vitnis ásamt vafasömum lagaflækjum varð honum til bjargráða. Ég er eins sannfærður og þó að ég hefði horft á ,,slysiö”i Plugen-skarði, að það var hann, sem slysinu olli, er kona hans fórst. Ég vissi einnig, að hann var kominn til Englands, og að hann mundi fyrr eða siðar fá mér verk að vinna. Nú, en hvaö hefur Gruner barón þá gert af sér? Ekki býst ég við, að það sé sama harmsagan um „slysið”, sem hafi verið endur- vakin”. „Nei, það er jafnvel enn- þá alvarlegra. Nauðsyn er talin að refsa fyrir glæpi, en þó er enn- þá mikilsverðara að koma i veg fyrir þá, sé þess kostur. Það er hræðilegt, hr. Holmes, að sjá glæpaverk i aðsigi, sem haft get- ur ófyrirsjáanlegar afleiðingar, en standa ráðþrota gagnvart þvi að geta hindrað það. Er hægt að hugsa sér vonlausari aðstöðu fyr- ir nokkurn mann?” „Liklega ekki”, sagði Holmes. „Þá hljótið þér að hafa samúð meö mannin- um, sem ég starfa fyrir i þessu máli”. „Ég vissi ekki,að þér voruð i þjónustu annars manns. Hver er hann?” „Hr. Holmes, ég bið yður að krefjast ekki svars við þeirri spurningu. Það er áriðandi fyrir mig að geta fullvissað hann um, að hið göfuga nafn hans verði ekki dregið inn i þetta mál. Tilgangur hans er heiðarlegur og göfugur, en hann vill hvergi láta sin við getið. Ég þarf varla að taka fram, að laun yðar verða rikuleg og þér megið starfa á hvern þann hátt, sem þér kjósið. Hefur þá raun- verulegt nafn skjólstæðingsins nokkuð að þýða?” „Mér þykir þetta leitt”, svaraði Holmes. „Venjan hjá mér er að leysa gát- una út frá einhverjum þekktum stað. En séu ráðgátur i báða enda, ef svo má komast að orði, er málið óleysanlegt. Ég er hræddur um, Sir James, að ég geti ekki við þetta mál fengizt”. — Gesti okkar brá sýnilega. „Þérathugið varla hvernig ástatt er, hr. Holmes. Þér komið mér i alvarlega klemmu, þvi sumt er máliö varðar, hef ég lofað að láta ekki uppskátt. Ég má fullyrða, að þér munuð með ánægju taka við málinu, ef ég mætti segja yður allt af létta. Má ég svo loks skýra yöur frá öllu þvi, sem mér er heimilt að segja frá?” „Fyrir alla muni, að þvi til- skildu, að það þýðir enga skuld- bindingu af minni hálfu að taka við málinu” . „Ég skil það. Þá er fyrst að spyrja, hvort þér hafið heyrt nafn de Merville, hershöfðingja?” „Já, nafn hans þekki ég. Hann er frægur maður”. „Hann á dóttur, Violet de Mer- ville: hún er auðug, fögur og dá samleg stúlka á allan hátt. Það er þessi dóttir, þessi undurfagra saklausa stúlka, sem við erum að reyna að foröa frá glötun. „Hefur Gruner barón náö ein- hverjum tökum á henni?” „Hann hefur náð hinum sterkustu tök- um, sem tileru, þar sem um er að ræða bönd ástarinnar. Eins og þér munuð hafa heyrt, er þessi barón óvenju mikið kvennagull, töfrandi i viðmóti og framkomu, mjúka rödd hefur hann, og um hann er eitthvað rómantiskt og dularfullt, sem töfrar margar konur. Sagt er,að allar konur séu vitlausar eftir honumog eins hitt, að hann kunni fyllilega að notfæra. íi!áSí®ÍlB£ Þriðjudagur 20. júní Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.00 Prestastefna sett i Norræna húsinu. 15.15 Fréttir. Tilkynningar. 15.30 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Chopin. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga frá Lapplandi: ,, Lajla” eftir A. J. Friis Kristin Sveinbjörnsdóttir les (4). 18.00 Frcttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 islenzkt umhverfi. Páll Sveinsson landgræðslustjóri talar um græðslu mela og sanda. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 21.00 iþróttir. Jón Ásgeirsson áér um þáttinn. 21.20 Frá leikhúsum i Ráö- stjórnarrikjunum. Sveinn Einarsson flytur erindi. 21.40 Amerisk trúarljóð. Golden Gaté kvartettinn syngur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur. Ólöf Jónsdóttir les (18). 22.35 Harmonikulög. 22.50 Á hljóðbergi. 23.15 Fréttir 'i stuttu máli. Dagskrárlok. l ■ llitlllflS Þriðjudaqur 20. júní. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Steinaldarmennirnir. 20.55 Frá Listahátið '72. Tón- leikar i Laugardalshöll. Yehudi Menuhin og Vladimar Ashkenazy leika 21.15 Ólik sjónarmiö. Umræðuþáttur i sjónvarpssal Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 22.05 iþróttir. M.a. mynd frá landskeppni i sundi milli Dana og Norðmanna. Dagskrárlok óákveðin. BARNALEIKTÆKI * ÍÞRÓTTATÆKl VélaverkstaSi BERNHARÐS HANNESS., Suðurlandsbraut 12. Simi 35810. Grffiðani laudið gcjmiim fé Sbijnaðarbanki ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.