Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 18
TÍMINN Þriöjudagur 20. júni 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Keflvíkingar og Vestmannejingar gerðn afntefli 3:3 í leik ársins Keflvikingar og Vestmanna- eyingar geröu jafntefli, þegar lið- in mættust i 1. deild s.l. sunnudag i Keflavik, i leik ársins. Þvilikur leikur, hann bauð upp á allt, sem getur gerzt i knattspyrnu: mörk, hraða.skemmtileg augnablik og hörku. Vestmannaeyingar leiddu leikinn, en Keflvikingum tókst leik sem bauð upp á allt það, sem getnr gerzt í knattspyrnu. Eyjamenn leiddn leikinn, en Keílvíkingum tókst alltaf að jafna alltaf að jafna. En litum þá á leik ársins. Það voru ekki liðnar nema 4 Efri myndin sýnir Hörö Ragnarsson, skora jöfnunarmarkiö, 3:3. Páll missir knöttinn til hans, eftir aö hafa variö skalla frá Guöna (lengst til vinstri) A neöri myndinni sjást hinir sókndjörfu leikmenn Keflavlkurliösins sækja aöPáli.sem tekst aöslá knöttinn frá iþetta skiptiö. (Timamyndir Kóbert) Veslur-þvzku knattspyrnusnillingarnir nrðn Evrópnmeistarar lands skoraði Lajos Ku úr vita- spyrnu. Gerd Möller skoraði tvö mörk gegn Rússnm Rússneska birninum tókst ekki að stöðva sigurgöngu vestur- þvzka landsliösins i knattspyrnu. V-þýzku knattspyrnu- snillingarnir sigruðu rússneska landsliði i úrslitaleik Evrópu- keppninnar, sem fór fram i Briissel s.l. sunnudag. Rússneska liðið átti aldrei neina möguleika á tJtimót í handknattleik t kvöld- heldur Islandsmótið i handknattleik utanhúss áfram i Hafnarfirði. Leiknir verða tveir leikir, og hefst fyrri leikurinn kl. 20.00. Þá mætast Vikingur og Grótta. Siðari leikurinn i kvöld verður svo á milli FH og Hauka. Má búast við að hart verði barizt, þegar liðin mætast. Leikið er á iþróttasvæði við Lækjarskóla. sigri. — Þjóðverjarnir tóku strax öll völd i sinar hendur, og loka- tölurnar uröu 3:0 fyrir þá. Markakóngurinn Gerd Muller, sem allir markverðir hræðast, átti enn einn stórleikinn. Hann skoraði tvö mörk i leiknum — það fyrra á 27. min og það siðara á 56. min. Þriðja mark Þjóðverjanna skoraði Wimmer á 50. min. Með þessum sigri tryggði Vestur-Þýzkaland sér i fyrsta sinn Evrópumeistaratignina i knattspyrnu, og er hægt að segja að v-þýzka landsliðið beri kórón- una fyllilega verðskuldað, þvi að liðiö er talið það sterkasta i heimi. Belgiumenn sigruðu Ungverja 2:1 og nældu sér þar með i þriðja sætið i keppninni. Mörk liðsins skoruðu Lambertá 22. min og Van Himst á 25. min. Mark Ungverja- Gerd Múller Litla heims- meistarakeppnin í knattspyrnn r 1 Nú um helgina voru leiknir nokkrir leikir i Litlu heims- meistarakeppninni, sem fram fer i Brasiliu. f 1. umferð kom mest á óvart sigur Portúgal yfir Chile, 4:1. En aðrir leikir fóru þannig. Bolivia - Júgóslavia 1:1 Frakkland - Kolumbia 3:2 N-lrland - Equador 3:2 Perú - Venezúela 1:0 Argentina -Mið-Amerika 7:0 önnur lönd sem taka þátt i keppninni eru: Skotland, Rúss- land, Brasilia, Tékkóslóvakia, Paraguay og Uruguay. Við segj- um nánar fra keppninni hér á sið- unni siðar. min. þegar knötturinn lá i Keila- vikurmarkinu. Það var örn Óskarsson, sem sendi hann þang- að með skalla. Eftir markið sækja Keflvikingar stift, og þeim tekst að jafna — Jón Ól. Jónsson leikur upp kantinn gefur til Stein- ars Jóhannssonar, sem skýtur á markið. Páll Pálmason ver skot hans, heldur ekki knettinum, sem hrekkur til Harðar Ragnarssonar sem sendir knöttinn i netið. Á 28. min kemur svo marWeiks- ins — Tómas Pálsson fær send- ingu frá Þórði Hallgrimssyni. Hann leikur að Keflavikurmark- inu, leikur þar á Einar Gunnars- son og Guðna Kjartansson við vitateigslinu og sendir þaðan knöttinn með þrumuskoti i mark Keflavikurliðsins. Ekki voru skoruð fleiri mörk i fyrri hálfleik, sem var mjög vel leikinn af báð- um liðum og skemmtilegur. Skiptust liðin á við að sækja og sköpuðu þau sér oft góð tækifæri, sem þeim tókst ekkf aö nýta. Það voru ekki liðnar nema 5 min. af siðarh hálfleik, þegar Keflvikingum tókst að jafna, 2:2. Þeir fengu frispark 25 m frá marki Eyjamanna og Guðni Kjartansson spyrnti knettinum til Steinars, sem sendi knöttinn með þrumuskoti af 24 m færi beint i mark Eyjamanna, svo að Páll markvörður vissi ekki fyrír en knötturinn söng i netinu fyrir aft- an hann. Eyjamenn geta kennt sér um þetta mark, þeir röðuðu sér mjög fáránlega i varnaívegg og settu engan mann til að gæta Steinars, þvi að það var auðséð, hvað þeir Steinar og Guðni ætluðu sér, þegar frisparkið var tekið. Eftir markið dofnaði leikurinn um tima, en það var ekki lengi — liðin sóttu til skiptis, og leikurinn var mjög liflegur, og smá harka komin i hann — þó ekki svo mikil að mjög góður dómari leiksins, Rafn Hjaltalin, þurfti að áminna leikmenn. Rafn hafði mjög góð tök á leiknum, en gat þó ekki sleppt þvi að sýna gula spjaldið, en það sýndi hann Einari Frið- þjófssyni, sem var orðinn of harð- ur undir lokin. Á 29. min. skoraði svo hinn skemmtilegi og leikni útherji Vestmannaeyjaliðsins, Ásgeir Sigurvinsson, og þar með tóku Eyjamenn aftur forustuna, og allt leit út fyrir að þeir mundu fara með sigur af hólmi i viðureign lið- anna. En Keflvikingar, sem ekki hafa tapað leik á heimavelli i tvö ár, voru á annarri skoðun. Á 32. min. tókst þeim að jafna 3:3. Knöttur- inn var gefinn fyrir mark Eyja- manna, þar sem Guðni skallaði að marki. Páll markvörður varði, en missti hann til Harðar, sem sendi knöttinn fram hjá Páli og i netið. Siðustu min. leiksins sóttu Eyjamenn meira, en þeim tókst ekki að skora, þótt þeir ættu nokkur skot, sem struku mark- súlur Keflavikurmarksins. Vestmannaeyjaliðiðið lék miklu betri knattspyrnu en þeir sýndu i fyrri leikjum liðsins i 1. deildinni. Með þessu áframhaldi má reikna með liðinu i baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Beztu menn liðsins voru Ólafur Sigurvinsson, Tómas Pálsson, Ásgeir Sigurvinsson og Kr'istján Sigurgeirsson. Keflavikurliðið sýndi enn einu sinni að liðið er mesta baráttulið i 1. deildinni. Leikmenn liðsins gáf- ust aldrei upp, þótt mótspyrnan væri mikil. Beztu menn liðsins voru Steinar Jóhannsson, og er ekki langt að biða að hann klæðist landsliðspeysunni, Hörður Ragnarsson sem er sivinnandi og byggjast flestar sóknaríotur liðs- ins upp á honum. Þá var aftasta vörnin hjá liðinu sterk, með þá Einar og Guðna sem beztu menn. Dómari leiksins, Rafn Hjalta- lin, dæmdi'óaðfinnanlega.i SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.