Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 20. júni 1972. TÍMINN 19 Landslið íslands í golfi valið Um helgina valdi stjórn Golfsambands islands, landsliðið, sem á að keppa fyrir islands hönd á Norðurlandamótinu í golfi, sem fram fer i Danmörku dagana 15. og 16. júli n.k. Liðið var valið úr hópi hinna 10 manna, sem urðu efstir á punkta- mótum GSt i fyrra, en sá hópur hefur æft að undanförnu undir handleiðslu Þorvalds Ásgeirs- sonar, golfkennara. Landsliðið i þessari ferð verður skipað eftirtöldum mönnum: Þorbjörn Kjærbo, GS Einar Guðnason, GR Óttar Yngvason, GR Gunnlaugur Ragnarsson, GR Björgvin Hólm, GK Björgvin Þorsteinsson, GA Norðurlandamótið fer fram á Rungsted golfvellinum, sem er rétt utan við Kaupmannahöfn. Er sá völlur talinn erfiður en hann er 6040 metra langur, par 37, og eru sumar holurnar all-þungar enda liggur völlurinn i skógi og vont að fara af braut á honum. Þetta er i fyrsta sinn sem Is- land tekur þátt i Norðurlanda- móti i golfi. Hinar þjóðirnar hafa keppt margoft, en með tilkomu Islands varð að gera viðtækar breytingar á fyrirkomulaginu, þvi að þar með stóð tala þátttöku- þjóðanna á stöku. Verður nú leikinn 72 holu höggleikur, 36 holur hvorn dag. Það verður all drjúgur gangur fyrir landsliðs- mennina, þvi ætla má að hver maður gangi þá a.m.k. 15 km i 36 holu keppni á velli af þessari stærð. Var þvi tekið tillit til þess við val liðsins að menn væru i sæmilegri gönguæfingu. Hópurinn mun halda utan 11. júli og ná þvi að æfa sig á vellinum fyrir keppnina.Með liðinu fer landsliðsþjálfarinn Þor- valdur Ásgeirsson, Akureyringar sigruðu ísfirðinga 7:1 Akureyringar tóku forustuna i 2. deild, þegar þeir sigruðu ts- firðinga 7:1. Leikurinn, sem var leikinn á Isafirði, hefði allt eins getað endað með stærri sigri Akureyringa, svo mikla yfirburði höfðu þeir i leiknum. Þá léku FH-ingar við Sel- Tyssinga i Hafnarfirði á fimmtu- dagskvöldið. Leiknum lauk með sigri FH 2:1 og voru FH ingar heppnir að vinna leikinn. Armenningar unnu sinn fyrsta leik á keppnistimabilinu s.l. föstudagskvöld, þegar þeir mættu Haukum úr Hafnarfirði á Mela- vellinum. Leiknum lauk með sigri Ármanns 2:0. Mörk liðsins skoruðu Bragi Jónsson og Sigurður Leifsson. Völsungar og Þróttur gerðu jafntefli, 1:1, i leik sem háður var á Húsavik. Leikurinn var jafn en ekki sérstaklega vel leikinn. Hreinn Elliðason skoraði mark Völsunga, en Halldóri Bragasyni tókst að jafna fyrir Þrótt með skoti af löngu færi. Liðin leika mjög ólika knatt- spyrnu. Völsungar leika sóknar-' leik og skapa sér oft hættuleg marktækifæri, en Þróttarar leika yfirvegað, og er samspil meira hjá þeim. Næstu leikir i 2. deild verða sem hér segir: Föstudaginn 23. júni Ármann — tsafjörður Laugardagurinn 24. júni. Þróttur — tsafjörður Akureyri — FH Haukar — Völsungar. Leikurinn á Akureyri er mjög þýðingamikill. Það lið sem vinnur, er þar með búið að taka forustu i 2. deild. Verður þvi örugglega hart barizt á Akureyri, STUÐLA AD FRAMOAIVÍiI FBJÁLSRA ÍÞRÓTTA 1. júni s.l. var haldinn stofn- fundur Félags frjálsiþrótta- þjálfara. A fundinn komu fjórtán manns. Kosinn var formaður félagsins, Jóhannes Sæmundsson iþróttakennari. Akveðið var, að meðstjórnendur skildu kosnir á næsta félagsfundi, en til frekari undirbúnings skildu starfa Hauk- ur Sveinsson og Karl Stefánsson. Haukur Sveinsson iþróttakennari hélterindi um nokkur atriði þjálf- arafræði. Markmið félagsins: 1. Stuðla að framgangi frjálsra iþrótta á íslandi. 2. Koma á samstarfi þeirra, er áhuga hafa á frjáls- iþróttaþjálfun, og auka tengsl Reykjavikursvæðisins og lands- byggðarinnar á þessu sviði. 3. Auka þekkingu félagsmanna á iþróttaþjálfun og stuðla að skoðanaskiptum. Leiðir: 1. Haldnir verði fundir reglulega einu sinni i viku i fund- arherbergi FRÍ á miðvikudags- kvöldum kl. 21.00,2. Stefnt skal að þvi að halda tvö þing, annað að vori hitt að hausti. 3. Stefnt skal að útgáfu félagsbréfs og öðrum ritsmiðum. öllum er heimilt að mæta á fundi félagsins. Einnig er hægt að hringja i sima 83377 á fundar tim- um til að fá frekari upplýsingar eöa senda bréf til félagsins i póst- hólf FRt 1099. Allir áhugamenn eru hvattir til að gerast félagsmenn. Hér á myndinni sést Lára Sveinsdóttir stökkva i langstökki. Hún er orðin ein okkar bezta frjáls - þróttakona. Reykjavíknr með stúdentshnfnrnar Þessir tveir ungu menn urðu stúdentar frá Menntaskólanum við Hamrahlið á dögunum. Þetta eru þeir Hans Isebar, sem þarna er að at- huga púttlinuna hjá sér, og Hannes Þorsteinsson frá Akranesi. Þeir voru báðir i hinum 10 manna landsliðshóp i golfi, sem æft hefur fyrir NM í golfi aðundanförnu. Hvorugur þeirra hefur getað æft sem skyldi í vor vegna anna við próflestur og voru þvf ekki valdir i liðið sem fer utan. Þeir lofuðu sér þvi að bæta upp æfingaleysið, og daginn eftir að þeir fengu hvitu húfurnar voru þeir komnir upp i flugvél á leið til Skot- lands. Þar ætluðu þeir að dvelja i a.m.k. hálfan mánuð og leika golf. Töldu þeir báðir timanum betur varið við að arka með kylfur sinar og kúlur um alla frægustu golfvelli Skotlands, en að arka um götur Reykjavikur um 17. júni og næstu daga þar á eftir. (Timamynd Gunnar) Vilja heldnr arka nm golfvelli í Skotlandi en götnr Þjóðhátíðarmótið - nrslit fyrri dags Langstökk kvenna: Hafdis Ingimarsd. UMSK, 5,18 m Sigrún Sveinsd., Á 5,10 Ása Halldórsdóttir, Á, 4,72 Lilja Guðmundsd., IR, 4,63 200 m hlaup kvenna: Sigrún Sveinsd., A 27,2 sek. Ingunn Einarsd., 1R 27,6 Edda Lúðviksd. UMSS, 27,9 Anna H. Kristjánsd. 28,7 Iiástökk kvenna: Lára Sveinsdóttir, A 1,60 m Kristin Björnsd., UMSK, 1,45 Ása Halldórsd., A 1,40 Dóra Vilhelmsd., UMSK, 1,30 Ásta Urbancic, Á 1,30 400 m hlaup kvenna: Liljá Guðmundsd., 1R 62,1 sek. Ragnhildur Pálsd., UMSK, 63,4 Ásta B. Gunnlaugsd., IR, 65,3 Björg Kristjánsd., UMSK, 65,4 400 m grindahiaup: Borgþór Magnússon, KR,58,7 sek. 800 m hlaup: Július Hjörleifsson, UMSB 2:02,0 min. Einar Óskarsson, UMSK, 2:04,4 Bjarki Bjarnason, UMSK, 2:07,7 Magnús G. Einarsson, IR 2:08,8 200 m hlaup: Bjarni Stefánss., KR, 22,8 sek. Vilmundur Vilhjálmss., KR, 23,2 Hörður Hákonars, IR 25,7 Gunnar P. Jóakimsson, 1R 26,3 Sleggjukast: Jón H. Magnússon, IR 43,90 m Marteinn Guðjónsson, tR 31,06 m Kringlukast kvenna: Ólöf E Mlafsd. A Kringlukast kvenna: Ólöf E. ólafsdóttir, A 29,81 m Guðrún Ingólfsd. ÚSÚ, 28,90 Arndis Björnsd., UMSK, 27,85 Agnes Bragadóttir,, tR 20,90 Spjótkast kvenna: Arndis Björnsdóttir, UMSK, 37,44 Ólöf E. Ólafsd., Á, 31,34 m Agnes Bragadóttir, IR 24,56 Langstökk : Friðrik Þ. Óskarss, IR 7,02 m Stefán Hallgrimss, KR, 6,60 m Kristinn Ó. Magnúss, UMSK 6,11 m Sigvaldi Ingimundars, ÚSÚ, 5,92 m Spjótkast: Ásbjörn Sveinsson, UMSK, 59,94 m Elias Sveinsson, 1R 54,16 m Sigm. Hermundsson, UMSB, 52,76 m Grétar Guðmundss., KR 46,50 m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.