Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS ÞVOTTAVÉLAR c 136. tölublað — Miðvikudagur 21. júni 1972 — 56. árgangur. kæli- skápar X)i/u5bbttKSwé£ci/t, h..£ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 SAMBAND ÍSL SAM- VINNUFÉLAGA MINNIST 70 ÁRA AFMÆLIS SÍNS Samband íslenzkra samvinnu- félaga gengst í kvöld fyrir hátiða- fundi i Háskólabiói, þar sem minnzt verður sjötiu ára afmælis Erlendur Einarsson. þess. Verður húsið opnað klukkan átta, og leikur Lúðrasveit Reykjavikur, þar til samkoman hefst, hálfri klukkustund siðar. Jakob Frimannsson, formaður stjórnar S.I.S., mun setja sam- komuna, en siðan flytja ávörp þeir Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra og Pierre Lacour, full- trúi Alþjóðasambands samvinnu- manna. Að þvi búnu syngur Karlakór Reykjavikur, Guðmundur Ingi Kristjánsson flytur frumort af- mælisljóð og Rió-trióið syngur og leikur þjóðlög. Að þessum skemmtiatriðúm loknum flytur Erlendur Einars- son, forstjóri Sambands islenzkra samvinnufélaga, ræðu, en sam- komunni lýkur með hópsöng. Gefið hefur verið út vandað rit, þar sem birtast, auk dagskrárat- riða, kveðjur frá samtökum sam- vinnumanna á Norðurlöndum og i Englandi, borgarstjóranum i Reykjavik, Alþýðusambandi ís- lands, Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, Kvenfélagasam- bandi Islands, Stéttarsambandi bænda og Verzlunarráði Islands. Konur við hreinsun í Maðkavlk I Stykkishólmi. Hagstæðara tilboð Efnahagsbandalagsins Viðræður Islendinga við Efna- hagsbandalagið, sem fram fara i Brussel, gefa nokkrar vonir um að samningar muni takast. Tilboð það, sem efnahagsbandalagið hefur nú lagt fram, er mun hag- stæðara en fyrra tilboðið. EB — Reykjavik. A aðalfundi Sölusambands isl. fiskframleiðenda á dögunum, var samþykkt að samtökin gæfu kr. 600 þúsund til heimila van- gefinna. bessi gjöf samtakanna er veitt i tilefni af 40 ára afmælis þeirra. Það eru heimili vangefinna i Skála- túni, Sólheimum i Grimsnesi, Sólborg á Akureyri og Tjaldanesi, sem munu n.ióta þessarar gjafar. 1 þvi tilboði, sem nú er til um- ræðu, er freðfiskur ekki meðtal- inn, en islenzka sendinefndin von- ast til að samkomulag náist um tollfriðindi á þeim útflutningi okk- ar til Efnahagsbandalagsland- anna. Náist eitthvert samkomu- leg i landhelgismálinu, verður mun auðveldara fyrir Islendinga að semja um tollfriðindi varðandi freðfisksölu. 1 gærkvöldi var haft eftir áreiðanlegum heimildum i Briissel, að sennilega yrði haldinn ráðherrafundur, þar sem full- trúar EBE-rikjanna og þeirra landa, sem sótt hafa um fulla aðild, munu gera endanlega til- raun til að ná samkomulagi um tollaivilnanir við Sviþjóð, Finn- land, tsland , Sviss, Austurriki og Portúgal. Herför kvenna í Stykkishólmi KG-Stykkishólmi. Um daginn var sagt frá því I Timanum, hvernig fólkið á Hvolsvelli gerði hreint fyrir sinum dyrum. En það hafa fleiri gert. Þannig hefur einnig verið farið að hér i Stykkis- hólmi. Það var i siðustu viku, að framtakssömum konum fann- st bæjarhreinsunin ganga seint, en lengi hefur það verið takmarkiö, að henni væri lokið fyrir 17. júni. Bæjaryfirvöld báru það á hinn bóginn fyrir sig, að menn væru torfengnir til starfa. Konurnar voru þá ekki neitt að tvínóna, heldur skáru upp herör meðal stallsystra sinna og fóru fylktu liði um fjörur og holt, herjandi á allt rusl, hverju nafni sem nefndist. Biðu margir afhroð i niður- föllnum girðingum, ónýtum vélahlutum og gömlum umbúðum, þótt óliklegt sé, að lögum verði komið yfir konurnar fyrir þessa herferð. Að siðustu var eldur borinn að þeim valköstum, sem upp hlóðust. Fjallkonan I Stykkishólmi, Jó- hanna Sigríður Einarsdóttir, flyt- ur ljóð i hreinum bæ á þjóö- hátiðardaginn. Engin niðurstaða í Lundúnum, f ramhaldsviðræður í Reykjavík „tslenzkir og brezkir ráðherrar hafa átt frekari viðræður um spurningar varðandi fiskveiðar á sjónum umhverfis tsland. Mörg hugsanleg fyrirkomulagsatriði voru athuguð. Frekari viðræður munu fara fram i Reykjavik mjög bráðlega." Yfirlýsing, er svo hljóðaði, var afhent i Lundúnum i gær að íokn- um viðræðum, sem Einar Ágústs- son utanrikisráðherra og Lúðvik Jósepsson viðskiptamálaráð- herra áttu i gær og fyrradag, ásamt islenzkum embættismönn- um við Sir Alec Douglas-Home, utanrikisráðherra Breta, lafði Tweedsmuir aðstoðarutanrikis- ráðherra og nokkra embættis- menn brezka. Eins og þessi yfirlýsing ber með sér, hefur ekki dregið til samkomulags, en viðræðum verður þó haldið áfram. Timanum tókst ekki að ná tali af Einari Ágústssyni utanrikis- ráðherra i Lundúnum i gær- kvöldi, en i fréttaskeyti frá NTB segir, að mörg flókin atriði hafi verið rædd i þvi skyni að komast að bráðabirgðasamkomulagi. Haft er eftir brezkum samninga- mönnum, að erfitt væri að meta, hvort miðað hefði i átt að sam- komulagi, og vildu þeir engu um það spá, hvort liklegt væri að samningar kæmust á i Reykjavik i næstu lotu. Ein tillaga Breta var á þann veg, að þeir fái að veiða allt að meðalafla brezkra togara A Islandsmiðum árin 1960-1969, 185 þúsund lestir, á hafsvæðum fast aö tólf milna mörkunum, en islenzku fulltrúarnir visuðu þeim hugmyndum á bug. Að öðru leyti hefur ekki verið greint frá ein- stökum atriðum i þessum viðræð- um. Hinar fyrirhuguðu viðræður i Reykjavik fara væntanlega fram i lok júnimánaðar eða byrjun júli- mánaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.