Tíminn - 21.06.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 21.06.1972, Qupperneq 5
Miðvikudagur 21. júni 1972. TÍMINN 5 Lögreglan hreinsar til við Þórscafe og Röðul Opnar kirkjan verzlun? ÓV—Reykjavik Þjóðkirkjan mun nú hafa i hyggju að opna verzlun i Reykjavik. Verða þar fyrst og fremst seldar kristilegar bókmenntir, svo og ýmsir kirkjulegir munir. Þar ættu prestar og söfnuðir til dæmis að geta keypt ýmsa hiuti til notkunar við guðsþjónustu- hald, en vissulega hefur ver- ið mikil þörf fyrir slika verzlun að undanförnu. Ekki munu þó altaristöflur, messuvinsbikarar og kerta- stjakar verða til á lager, heldur verður mestmegnis pantað eftir verðlistum (katalógum). Töluvert hefur verið gefið út af kristilegum bókmennt- um hér á landi, bæklingum og öðru, og i ófullnægjandi húsnæði Biskupsstofu er vitaskuld litið pláss fyrir slikt. Þvi er það, að Þjóð- kirkjan hyggst opna þessa verzlun, en málið er enn á umræðustigi, og hefur ekkert verið endanlega ákveðið. Þó hefur verið rætt um að nýta húsnæði það, sem tizkuverzl- unin Karnabær leigði á Týs- götu 1, undir verzlun kirkj- unnar. Caféteria í Kópavogi Þann 16. þessa mánaðar var opnuð Caféteria i Félagsheimili Kópavogs. Þar verður smurt brauðá boðstólum en súpa verður einnig borin fram i hádeginu. Félögin, sem stóðu að byggingu Félagsheimisins eiga hvert sinn fulltrúa i samstarfsnefnd sem rekur félagsheimilið. Formaður nefndarinnar er Sveinn Sæmundsson. Jónina Gróa Jónsdottir veitir Cafeteriu forstöðu, og þar verður opið frá kl. 09.00 — 17.00. Klp-Reykjavik. Lögreglan i Reykjavik, hefur nú komið fólki þvi, sem býr i næsta nágrenni við veitingarhús- in Röðul og Þórscafé, til aðstoðar, svo það geti fengið svefnfrið á þeim tima, sem samkomugestir koma út af þessum húsum. Tók lögreglan sig til,fyrir helg- ina, og sendi vaska sveina að báð- um húsunum þegar liða tók á kvöldið. Bægðu þeir öllum óvið- komandi bilum frá húsunum, stóðu siðan fyrir utan að dans- leikjunum loknum, og visuðu fólki á leigubifreiðir og báðu hina um að hafa sig sem hraðast á brott. Gekk þetta greiðlega fyrir sig, og voru allir horfnir á braut á met- tima. Bjarki Eliasson, yfirlögreglu- þjónn, sagði okkur, að mikið hefði verið kvartað úr ibúðarhúsum i næsta nágrenni við þessa staði yf- irhávaðafrá samkomugestum og þó sérstaklega yfir bilaflauti, enda stöðvaðist jafnan þarna öll umferð þegar hleypt væri út af húsunum eftir miðnætti.Hefði þvi þetta ráð verið tekið, og væri ætlunin, að hafa þarna menn á vakt, a.m.k. næstu kvöld. SÚM framlengir SJ-Reykjavik Alþjóðlega myndlistarsýningin i Galleri Súm við Vatnsstig og As- mundarsal við Freyjugötu verður opin áfram til sunnudagskvölds 25. júni. Bókin Súm á Listahátið er til sölu i báðum sýningarsölun- um og lika hjá bókaverzlununum Máli og menningu og Snæbirni Jónssyni. Aframhald þessarar alþjóðlegu sýningar með nýjum verkum hef- stsiðan 1. júli i Galleri Súm. Þann sama dag verður dagskrá fyrir utan Asmundarsal, þar sem flutt verða verk eftir kaliforniska my ndlistarmanninn Barry McCallion. VAGNSTJORI MEÐ BERKLA Klp-Reykjavik Um siðustu helgi kom i ljós, að einn af vagnstjórum Strætisvagna Reykjavikur, var kominn með smitandi berkla. Var maðurinn fluttur á Vifilstaðahæli, þar sem hann er nú til meðferðar. Jón Eiriksson berklalæknir, tjáði Timanum i gær, að maðurinn hefði áður haft berkla, og að þeir hefðu nú allt i einu tekið sig upp aftur. „Þetta kemur stundum fyrir, að þeir, sem hafa áður smitazt af berklum, jafnvel fyri löngu, verða veikir, og svo var i þessu tilfelli” sagði Jón. — Þetta eru þó ekki bráð- smitandi berklar, en þó hafa 2 börn i fjölskyldu þessa manns, smitazt, en ekki veikzt. Við vinnum nú að þvi að rannsaka allt hans heimilis- fólk og samstarfsmenn. Hefur enn ekkert komið i ljós, nema smit hjá þessum tveim börnum, sem hann hefur um- gengizt. Aðspurður um, hvort þessar rannsóknir yrðu ekki að vera ■ all viðtækar, þar sem maðurinn hefði unnið starf, þar sem hann hefur orðið að umgangast margt fólk, sagði Jón, að enn væri full snemmt að segja um það, en þeir hjá Berklavarnadeildinni, myndu gera sitt bezta eins og ætið. Ölafur Haraldsson, sem útskrifaðist sem landafræðingur úr Háskóla islands á föstudag, ásamt nýbök- uðu jarðfræðingunum fjórum, Hauki Jóhannessyni, Kristni Albertssyni, Sigriði Theódórsdóttur og Sveini Þorgrimssyni. TlmamyndGE GLEÐILEGUR AFANGI SJ-Reykjavik ,,Ég lýsi ánægju minni yfir að fyrstu Islenzkmenntuðu jarð- fræðingarnir skuii nú hafa út- skrifazt, og hefði mátt fyrr vera”, sagði prófessor Sigurður Þór- arinsson i viðtali við Tímann i gær. „Og þá á ég ekki við að nýju jarðfræðingarnir fjórir hafi ekki lokið námi sinu á tiisettum tima, heldur að islenzk raunvisinda- deild hefði mátt vera stofnuð fyrr. En alla vega er ánægjulegt að þetta skuli vera komið i gang.” Þrir af jarðfræðingunum, sem hlutu B. Sc. gráðu frá Háskóla ís- lands á föstudag, ætla að halda áfram námi, og hafa þeir allir fengið inni á góðum háskólum næsta vetur, tveir i Bretlandi og einn i Bandarikjunum, að sögn prófessors Sigurðar. Kennsla i jarðfræði, sem aðal- grein, hófst við Háskólann fyrir fjórum árum, og var hún fyrst kennd til B.A. prófs, en fyrir tveim árum var árlegur náms- timi lengdur og byrjað að kenna tilB.Sc. prófs, með hliðsjón af þvi að auðvelda stúdentum frekara nám erlendis i jarðfræði. Fyrsta árið innrituðust um 10 stúdentar i jarðfræði, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, og sl. haust byrjuðu 23 nýir stúdentar jarðfræðinám. ,,Ég tel ekki hættu á að jarð- fræðingum fjölgi um of hér,” sagði dr. Sigurður. „Margir fara i kennslu, og ef hætta verður á of- fjölgun, beinist straumurinn fljótt i aðrar áttir.” Prófessor Sigurður Þórarins- son er eini fasti kennarinn i jarð- fræði við Háskólann, en margir jarðfræðingar hafa lagt hönd á - segir prófessor Sigurður Þórarinsson plóginn við hlið hans, m.a. Guð- mundur Sigvaldason, Þorleifur Einarsson, Sigurður Steinþórsson og Kristján Sæmundsson. Reynt er að gera kennsluna fjölbreytta með þvi að hver kenni þá grein, sem hann er hæfastur i. Guðmundur Þorláksson dósent er aðalkennari i menningarsögu- legri landafræði, en i vor útskrif- aðist einn landfræðingur úr Há- skóla Islands. 1 framtiðinni er ætlunin að stú- dentar geti sérhæft sig nokkuð i ýmsum greinum jarðfræðinnar auk landafræði, t.d. bergfræöi og almennri jarðfræði. Prófessor Sigurður kvað mikla þörf á að fjölga náttúrufræði- kennurum i föstu starfi við Háskólann og skapa þeim rann- sóknaraðstöðu við hlið kennslu- starfanna. Maria Jónsdóttir, fyrir utan Mokka meö dýrustu myndina á sýningunni. (Timamynd - Róbert) Steinarnir hennar Maríu — Ef fólk trúir þvi ekki, aö þessar myndir séu geröar úr ólituðu islenzku grjóti, þá getur það bara látið rannsaka það, sagði Maria Jónsdóttir, bóndakona austan úr Fljóts- hlið, sem nú sýnir 50 listaverk á Mokka hér I Reykjavik. Um er að ræða litríkar myndir, gerðar úr islenzku grjóti, sem limt er saman með galdra- gripi sumt hvert, en annaö með trélimi. Meira að segja við hér á Timanum leyfðum okkur að efast um, þegar viö skoðuðum myndir Mariu, að grjótið|Sem notað er i þær, væri ólitaö, enda svo fjöldamargir litir og fagrir i þeim. En eins og fleiri, sem koma á Mokka þessa dagana fórum við þaðan sann- færðir um, að Maria væri ekki að blekkja okkur. Grjótið i myndum hennar, er litað af náttúrunnar hendi, og engra annarra. Ótrúlegt en satt — og sjón er sögu rikari. Byrjaði fyrir tveim árum Listakonan Maria Jóns- dóttir, er 54 ára húsmóðir i Kirkjubæ i Fljótshlið, dóttir hins landsþekkta kvæða- manns Jóns Lárussonar á Vatnsnesi. Maria er gift Ólafi Steinssyni bónda, og eiga þau 7 börn. En þrátt fyrir annriki vegna hinna daglegu starfa, hefur Maria gefið sér tima til að sinna þörfinni fyrir listsköpun, eins og yel kemur fram á Mokka-áýningu hennar. — Það er eins og alltaf sé timi til að gera það sem maður vilj, sagði hún. — Mér fannst mjög gaman að mála, og gerði töluvert að þvi, hélt Maria áfram. — En fyrir tæpum tveim árum greip það mig svo algerlega að gera svona verk, að ég hef ekki á öðru snert siðan i tómstundum minum. Ef áhuginn er fyrir hendi þá finnst grjótið 1 hinum 50 myndum Mariu á Mokka virðist vera að finna alla hugsanlega liti. Hvar skyldi listakonan finna allt þetta grjót? — Ég finn það i árfarveginum fyrir neðan bæinn heima. Það kemur innan af fjalli, og svo fæ ég lika sendingar frá fólki fyrir austan, og norðan og svo framvegis. — Ertu i sambandi við fólk um allt land? — Nei, ég fæ sendingar frá ókunnu fólki, en ég vil endi- lega komast i samband við fólk, helst steinaldarmenn. — Er kannski óvenjumikið um alls konar litað grjót i ná- grenni við þig þarna fyrir austan? — Ég veit það ekki, ég er ekki jarðfræðingur. Ætli það sé ekki alls staöar til svona grjót. Ef maður hefur áhuga, þá finnur maður það. Sem sagt: Maria fær sér- göngutúr niður að Þverá og tinir steina i verk sin. — Svo myl ég það niður með sleggju, sagði hún. — Og þú gerir það sjálf? — Já, já, að sjálfsögðu. — Og hvað svo? — Siðan ber ég galdragrip eða trélim á spón-plötu og fylli þvi næst upp með steinum. Ég vinn yfirleitt tvær myndir i einu, þvi að auðvitað þarf limið að þorna. Sýnir vetrarstarfið Þetta erfyrsta sýning Mariu Jónsdóttur, en hins vegar eru myndirnar á sýningunni, allar frá þvi i vetur. Þær eru 50, eins og fyrr sagði, og eru til sölu, kosta frá kr. 400 til 6000. Margur listamaðurinn selur verk sin dýrara verði. — En þetta er nú fyrsta sýningin min, sagði Maria, sem taldi rétt að stilla verðinu i hóf af þeim sökum. Sýningin var opnuð 17. júni og stendur i þrjár vikur. 5 myndir seldust fyrsta daginn, og á mánu- daginn voru 12 seldar. Margar af þeim myndum, sem Maria hefur gert siðustu tvö árin, hefur hún notað til tækifærisgjafa, og ekki verður dregið i efa, að þar hefur mörg góð gjöfin verið gefin. Að lokum kvaðst Maria ætla að halda áfram að gerð slikra mynda, svo framarlega sem heilsan leyfði, og hún bað okkur að skila þakklæti til allra þeirra, er studdu hana við að koma sýningunni á fót. - EB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.