Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miðvikudagur 21. júni 1972. Jón Helgason skriíar: Hvað gerist á þriggja sólarhringa landnáms- hátíð hnndrað þúsund manna á Þingvöllum 74? Þjóðhátið hefur verið haldin i Reykjavik, höfuðborg tslands. Lokaþætti hennar þarf ekki að lýsa frekar en þegar hefur verið gert i ölliiin fjölboðum. Hér nægir að segja það eitt, að þessar sam- kundur hafa farið hriöversnandi með hverju ári og aldrei keyrt svo um þverbak sem nú. Þúsundum saman spyrja menn sjálfa sig og aðra, hvaða vit sé i þvi aö taka stórfé úr sameiginlegum sjóði borgarbúa og verja því til þess að stofna til hneykslis, sem leiðir böl og smán yfir samfélagið og á ekk- ert sér til samjafnaðar i sögu þjóðarinnar, þótt leitað væri með logandi ljósi, og mun gera þessa dvergþjóð hér i norðurhöfum fræga að endemum, eymd og vesalmennsku i nálægum lönd- um. Og þetta gerðist á þeim þjóö- hátiðardegi, sem sérstaklega var helgaður nýju sjáH'stæðismáli, — útfærslu landhelginnar, — er við eigum lif okkar, framtið og af- komu undir, aö vel takist. Þannig var l'ramlag þessa fólks til þess að sýna manndóm tslendinga á slikri stundu. t framhaldi af þvi, sem gerðist hér i miðborg Heykjavikur að kvöldi þjóðhátiðardagsins og að- faranótl 18. júni er ekki úr vegi að hugsa ofurlitið fram i limann, ef menn hafa ekki með öllu lagt fyr- ir róða þann munað að leyfa sér að hugsa. Uppi eru miklar ráða- gerðir um stórkostlega þjóðhátið árið 1974, þegar ellefu hundruð ár eru liðin frá landnámi Ingólfs Arnarsonar. Boðað hefur verið, að þá verði haldin á Þingvöllum hátiö i þrjá daga samfellt, og get- ið hefur verið tíl; að þangað muni safnast hundrað þúsund manns, er ekki mun fjarri lagi, ef af þvi veröur, er til virðist stofnað. Nú leyfi ég mér að spyrja: Hafa menn leitt hugann að þvi, til hvers hér er verið efna? Hniga að þvi nokkur skynsamleg rök, að á annaii veg muni fara eftir tvö ár, heldur en farið hefur á svonefnd- um þjóöhátiðum i Reykjavik á undanförnum árum, þar sem si- fellt hefur sigið meira og meira á ógæfuhlið, unz hámarki forsmán- ar og mannlegrar lægingar var náð nú á dögunum? É3g hygg, að það sé hollt og skynsamlegt að staldra við nú þegar og horfast í augu við það, upp á hverju liklegt sé, að við sé- um að fitja með þriggja daga dvöl hundrað þúsund manna á Þing- völluiii sumarið 1974. Ég get ekki að minu leyti fmyndað mér, að is- lenzkt samfélag taki þeim sinna- skiplum á Iveim árum, að það samkomuhald verði með öðrum brag en þjóðhátiðarónefnan um daginn, heldur bendi allt til þess, að þessi þriggja sólarhringa land- námshátiö verði hrikalegasta öl- æðissamkunda, er til hefur verið boðað, sennilegast ofboðslegri en veröldin hefur áður kynnzt. Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt orð um það frá þjóðhátiðarnefnd eða stjórnarvöldum, allt frá þvi fyrst var farið að undirbúa þessa þjóðhátið, hvaða töfraráðum á að beita til þess að koma i veg fyrir Krá Þingvöllum. slikt. Mér er nær að halda, að menn hafi næsta litið leitt hugann að þessu. Við skulum sleppa öllum hug- leiðingum um það, hvers konar auglýsing slikt yrði á landi og þjóð og siðferði og menningar- ástandi þess fólks, sem á hér heima, á þeirri stundu, þegar augu mikils hluta heims munu beinast að okkur, öðrum stundum fremur, og sægur útlendra inanna, sem aðstöðu hafa til þess að móta það orð, er af okkur fer, verður vitni að öllu, sem til titla og tiðinda ber. En ég leyfi mér þá djörfung að nefna, að vandfund- inn er staður á öllu landinu, þar sem aragrúa ógáðs fólks er meiri kaupfélag Dýrfirðinga ÞINGEVRI selur flestar útlendar og innlendar vörur, svo sem oliur, salt og vatn til skipa. — Tekur i umboðssölu allflest- ar framleiðsluvörur. UMBOÐ FYRIR: SAMVINNUTRYGGINGAR ANDVOKU — Liftryggingafélag REKUR: HRAÐFRYSTIHÚS FISKIMJOLSVERKSMIÐJU SLÁTURHTJS — ÚTGERÐ hætta búin en einmitt á Þingvöll- um. Þar eru háir hamraveggir, úfið hraun hyldjúpar gjár við hvert fótmál, svo að segja. Fari svo, að þessi Þingvallahátið veröi allsherjar drykkjusamkunda, kannski ekki aðeins sambærileg við þau forundur, er nokkurn veg- inn algáðir Reykvikingar, sem hættu sér um Austurstræti og Aðalstræti á sunnudagsnóttina siðustu, urðu vitni að, heldur margfalt hrikalegri og langvinn- ari i samræmi við mannf jölda og timalengd, getur jafnvel guð vors lands ekki, hversu fagurlega sem þjóðsöngurinn verður sunginn, af stýrt dauðaslysum og limlesting- um, ef til vill miklu hroðalegri en nokkurn órar nú fyrir. Fólk vitnar ef til vill til þess, að árið 1930 var alþingishátiðin hald- in á Þingvöllum og stóð dögum saman með veg og sóma. En haldi einhver, að það sé sönnun þess, að nú muni einnig vel rætast fram úr öllu, þekkir hánn ekki þann mun, sem er á háttum og hugarfari þá og nú. Arið 1930 var þjóöin tiltölulega bindindissöm og drykkjuskapur unglinga var ná- lega óþekkt fyrirbæri. Þá voru i landinu aðeins örfáar vinbúðir, þar sem ekki fengust nema létt vin, og þeim var lokaö fyrirvara- laust alllöngu áður en hátiðin var haldin. Vinveitingastaður var ekki til nema einn á öllu landinu, nýopnaður, og þó að nokkuð væri um smygl og heimabrugg, var það hégómi einn i samanburði við það áfengisflóð, er nú streymir um óteljandi flóðgáttir. Þetta var ekki meira en svo, að nokkrir menn gátu verið fullir næstu daga eftir skipskomur og svo i réttum og á tveim eða. þrem sumarsam- komum. Menn gátu þess vegna ekki verið ölvaðir á alþingishátið- inni, þótt vilji hefði verið til þess, enda sást þar ekki vin á nokkrum manni, svo sem allir geta borið vitni um, er þar voru sjálfir. En langmestu máli skiptir, að svo að segja hver einasti maður kom þangað með þvi hugarfari, sem bannfærði áfenga drykki, til þess að eiga þar nokkur dægur i vimu gleði og hrifningar, lausir við hversdagsannir fábreytilegs þjóðfélags, með það rikast i huga, að allt færi fram með sæmd. Við getum ekki litið fram hjá þvi, ef við erum skyni gæddar verur, að nú er þessu ekki að tjalda. Við höfum margendur- teknar, áþreifanlegar sannanir fyrir þvi að svo er. Þess vegna skora ég á þá, sem eiga um þessi mál að fjalla, að gæta þess, hvar þeir standa meðan timi er til, og flana ekki að þvi, er ekki getur orðið til annars en svivirðu og ógæfu. Þó að íslendingar séu slembilukkuþjóð, sem lætur vaða á súðum, hæfir ekki, að þeir sem tekizt hafa á hendur mikla ábyrgð, sigli þann sjó fyrir- hyggjulaust. Þess vegna er ekki seinna vænna að spyrja hreinlega: Hvaða varnir eru á takteinum gegn þvi, að þriggja sólarhringa landnámshátið hundrað þúsund manna á Þingvöllum verði ekki ægileg slysahátlö með hryllilegu yfirbragði? Hafi ekki verið lögð á ráð um slikar varnir svo öruggar, að þær bregðist ekki, er eins hyggilegt að draga saman seglin, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. VORUAFGREIÐSLUR vorar eru LOKAÐAR í dag frá kl. 12 - 4 vegna jarðarfarar. H. F. Eimskipafélag íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.