Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miövikudagur 21. júni 1972. Illltillliiiiiiillllllhiiiiiiiiiiillliiiiiiiiiiiiiiillllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiillllliiii Umsjón Samband ungra framsóknarmanna Samvinnuhreyfing a timamotum Vinnum áfram að hagsæld alþýðunnar! Tryggjum sjálfstætt íslenzkt efnahagslíf! Þegar Islendingar voru á siðustu öld að berjast fyrir sjálf- stæði sinu, var verzlun i eigu landsmanna sjálfra meðal helztu stefnumálanna. Ok erlendra kaupmanna var sá fjötur, sem einna helzt hélt þjóðinni i skef jum. Þann f jötur varð að slita til að sjálfstæði þjóðarinnar yrði meira en tómur lagabókstafur. Veigamesti þáttur hinnar efnahagslegu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar er fólginni vexti samvinnuhreyfingarinnar. Fyrstu kaupfélögin sýndu i verki, hvers íslendingar voru megnugir, þegar þeir stóðu saman gegn hinu erlenda auðvaldi. íslenzkur almenningur kynntist fyrst raunverulegum kjarabótum, þegar kaupfélögin fóru um siðustu aldamót að láta að sér kveða. Alla þessa öld hefur samvinnuhreyfingin verið i fararbroddi islenzkrar efnahagssóknar. Hún hefur hafið fullnýtingu islenzkra afurða til lands og sjávar. Hún hefur unnið trygga markaði fyrir islenzka gæðavöru. Hún hefur beitt sér fyrir nýjungum i verzlun og viðskiptaháttum. Hún hefur verið horn- steinninn i atvinnulifi heilla byggðarlaga. Hún hefur verið ötul- asti merkisberi þeirrar stefnu, að íslendingar geta einir byggt upp fjölþætt nútima atvinnulif. Samvinnuhreyf ingin hefur reynzt hinni fjöldahreyfingu fólks- ins, verkalýðshreyfingunni, sönn systurhreyfing. Hún hefur skapað atvinnu um allt land, þegar einkaframtakið flýði af hólmi. HUn hefur oft stuðlað að hagstæðari endalokum kjara- deilna en ella hefðu náðst. Hún hefur boðið liðsinni sitt til menntunar launþega á margvislegum sviðum. Hún hefur verið það akkeri, sem einna lengst hefur haldið fólkinu i heima- byggðum: hindrað flótta þess til höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur á siðustu mánuðum sýnt i verki vilja sinn til að efla atvinnulýðræði á íslandi. Þegar trúnaðarsveit samvinnuhreyfingarinnar kemur nú saman til að minnast merkisáfanga og horfa fram á veginn, þá minna ungir framsóknarmenn á hina merku sögu. Þeir benda á afrek fortiðarinnar, viðfangsefni samtiðarinnar og hugsjónir framtiðarinnar. Samband ungra framsóknarmanna sendir samvinnu- mönnum um allt land heillaóskir og baráttukveðjur. Sýnum i verki mátt samtakanna. Vinnum áfram að hagsæld alþýðunnar. Tryggjum sjálfstætt islenzkt efnahagslíf. Sýnum í verki mátt samtakanna! UR GAMALLI GREIN EFTIR HORFINN BARÁTTUMANN „Verðhækkunin með ö I I u m s í n u m afleiðingum er verk samkeppnisstefnunnar. Hún hefir drottnað á flestum sviðum þjóð- lífsins. Hún freistaði hinna þröngeigingjörnu og skammsýnu með stundargróða, sem ekki þurfti fyrir að hafa. Eignir hækkuðu í verði um tugi þúsunda meðan eigendurnirsváfu. En nú eru vextirnir af þessum gróöa, sem enginn vann til, að sliga þjóðfélagið Fyrr en varir kemur eídurinn að húsveggjum þeirra, sem kveikt hafa bálið, og vonuðu þó, að hinni óverðskulduðu verðhækkun fylgdu engar skuggahliðar fyrir þá persónulega. Þetta er önnur hlið málsins. Þetta er straumur kaupmennsk- unnar og gróðabrallsins. Einstaklingurinn leitast þar við að auka sina eigin gæfu með þvi að hækka sem mest i verði lífsnauðsynjar náungans. En ein hækkunin fæðir aðra. Þannig vex dýrtiðar- bylgjan, unz hún gleypir sína eigin höfunda. Andi og starfshættir samkeppninnar hafa skapað dýrtíðina og afleiðingar hehnar. En andi Rochdale-stefn- unnar er allur annar. Samvinnan er gagn- verkandi straumur. Takmark hennar er að minnka dýrtiðina sem allra mest. Gera neytendunum kleift að fullnægja sem flestum þörfum með sem minnstu fé. Einsog nú er komið fyrir islenzku þjóðinni, liggur hennar einasta bjargarvon í því, að starfsaðferðir sam- vinnunnar geti notið sin, þannig að samræmi komist aftur á milli útgjalda og tekna..........Það er einsætt, að efnahagur og framtíð landsmanna er í voða, af þvi að dýrtiðin er orðin svo mikil i landinu, að þjóðin er ekki samkeppnisfær í framleiðslunni. Lóði r na r, húsin, járðirnar, milliliða- fjöldinn, vextirnir, kaupgjaldið og laun opinberra starfsmanna liggur eins og mara á atvinnulif inu. Ein hækkunin fæðir af sér aðra, enda hlýtur svo að fara. Þessvegna myndi og hveróeðlileg hækkun, sem gerð væri hér innan- lands, að lokum bitna lika á þeim, sem komið hefðu verkinu til leiðar, engu síður en öðrum. Þannig verða húsa- braskararnir í kaup- túnunum að gjalda of háa húsaleigu, eins og aðrir. Ef nokkur fram- tíðarbót á að verða i þessumefnum.hlýturþað að verða fyrir aðgerðir samvinnumannanna i verzlun, iðnaði, og með áhrifum á meðferð þjóð- mála. Allar þæraðgerðir hljóta fyrst og fremst að miða að því að minnka dýrtíðina og lækka framleiðslukostnaðinn, svo að andvirði seldu varanná nægi til að skapa börnum landsins heilbrigð lífskjör. Verk- efni samvinnumanna verður að lækka fæði, húsnæði og fatnaö, þessar þrjár höfuð- nauðsynjar hvers einasta manns. Takist þad,minnkar dýrtíðin og þjóðin hættir að búa með árlegum tekjuhalla'' J.J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.