Tíminn - 21.06.1972, Side 9

Tíminn - 21.06.1972, Side 9
Miðvikudagur 21. júni 1972. TÍMINN ? Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Í Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: ■ arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,! : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tfmans).: : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiasoni. Ritstjórnarskrif-: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.: . Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — augiýs- ! ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald: 225 krónur á mánuði innan Iands, i lausasölu 15 krónur ein-j takið. Blaðaprent h.f. Drykkjuskapurinn á þjóðhátíðardaginn Hátiðahöldin i Reykjavik á þjóðhátiðar- daginn einkenndust af miklum drykkjuskap barna og unglinga. Lýsingar sjónarvotta á drykkjulátunum eru hinar óhugnanlegustu. Menn ræða að sjálfsögðu mjög um hverjar séu orsakir þeirrar drykkjuómenningar, sem settu svip sinn á höfuðborgina á þjóðhátiðar- daginn. Vafalaust eru þær margar og sam- verkandi. Það hefur alltaf verið hæpið að efna til stórfelldra dansskemmtana utan húss að kveldi þjóðhátiðardagsins og láta þær standa fram yfir miðnætti. Sölumennskan, sem hefur verið hátiðahöldunum samfara, hefur heldur ekki aukið reisn þeirra. En þetta er þó ekki meginástæða hins stóraukna drykkjuskapar barna og unglinga. Hana er að finna i þvi for- dæmi, sem hinir eldri veita hinum ungu. Þá má m.a. ráða af þvi, að margir foreldrar voru litt sjálfbjarga, þegar lögreglan kom heim með börn þeirra. Almennur drykkjuskapur hefur aukizt að undanförnu, ekki sizt á heimilum. Jafnhliða hefur svo aðhald heimila minnkað af ýmsum ástæðum. Þar þurfa skólarnir að hlaupa i skarðið, en skólakerfið ætlar þeim ekki það hlutverk. Það ætlar þeim að vera meira itroðslustofnanir en uppeldisstofnanir. Fræðslustarfsemi um áfengismál er nánast engin, þótt ekki sé litið gert úr vilja þeirra sem við þau mál fást. Þeim hefur ekki verið séð fyrir fé til starfsemi sinnar. Á undanförnum þingum hefur frumvarp um stofnun sérstaks áfengisvarnarsjóðs hvað eftir annað dagað uppi. ölvunin, sem varð i höfuðborginni 17. júni, á að verða gagnleg áminning um það, sem er ábótavant i þessum efnum og þarfnast endur- skoðunar og endurbóta vegna breyttra tima. En fyrst og fremst ber þar að leggja áherzlu á uppeldi og fræðslu og betri aðstöðu til iþrótta og ýmissa hollra tómstundaiðkana. Höft og bönn koma hér að takmörkuðu gagni, þótt þau eigi rétt á sér innan vissra marka. Það er vafa- litið stærsta viðfangsefni vorra tima að taka allt uppeldiskerfið til gagngerðra endurbóta með tilliti til breyttra aðstæðna á mörgum sviðum. Áfengismálið og fiknilyfjamálin eru aðeins einn þáttur þess vanda, sem þar er við að fást. Geir og íbúðarhúsnæðið Morgunblaðið hefur reynt að réttlæta það, að Geir Hallgrimsson lagði 50% aukaálag á fast- eignaskattinn i Reykjavik, með þvi, að það hafi einnig verið gert á Norðfirði. Þetta er rangt. Þar var aukaálagið ekki lagt á ibúðarhúsnæði. Minnihlutaflokkarnir i borgarstjórn Reykja- vikur lögðu til, að þessi háttur yrði einnig við- hafður i Reykjavik, þ.e. að 50% aukaálagið yrði ekki látið ná til ibúðarhúsnæðis. Geir hafn- aði þvi. Þessa mættu ibúðareigendur i Reykjavik gjarnan minnast, þegar þeir greiða fasteigna- skattana. Þ.Þ. Ályktun öryggismálaráðstefnu í Brussel: Evrópa er nú á krossgptum Almenningur verður að taka virkan þátt í evrópskri samvinnu i BYRJUN þessa mánaðar var haldin i Brussei fjölsótt ráðstefna um öryggismál Evrópu, þar sem þátttakendur voru úr ýmsum stjórnmála- flokkum og almannasamtök- um i 30 Evrópulöndum. Frum- kvæðið að ráðstefnunni áttu flokkar og samtök i Austur- Evrópu, og bar ráðstefnan þess blæ, að austantjaldsmenn leggja nú mikið kapp á að ná forustu i samstarfsmálum Evrópuþjóða á sviöi afvopn- unar og öryggis. Þessvegna sneiddu þeir meira hjá ýms- um ágreiningsmáium en venja hefur verið. A ráðstefn- unni var samþykkt itarleg ályktun og þykir rétt að birta meginatriði hennar hér á eftir, þar sem liklegt er að hér geti hafizt hreyfing, sem muni láta talsvert á sér bera, m.a. i sambandi við væntanlega ráð- stefnu Evrópurikja um öryggismál: „KONNUN á nú verandi ástandi i Evrópu hefur sann- fært okkur um það annars vegar, að á siðustu mánuðum hefur orðið mikilvæg breyting i þá átt, að draga úr spenn- unni, og hins vegar, að enn eru miklar hindranir og mótstaða, sem þarf að yfirstiga. Evrópa er nú á krossgötum. Annað tveggja munu þjóðir álfunnar taka þátt i aðgerð- um, sem munu breyta hinni jákvæðu þróun er nú á sér stað i óafturkallanlega fram- kvæmd, eða þær munu láta tækifærið fram hjá sér fara, og þá mun sá árangur sem náðst hefur verða að engu. Við lýsum okkur eindregið fylgj- andi öryggi og samvinnu. Við viljum ekki sætta okkur við það, að þær vonir, sem hafa nýlega vaknað reynist blekk- ing. Við erum þess fullviss, að með þvi komum við til móts við óskir allra þjóða Evrópu og þrá eftir frjálsri og sjálfstæðri framfaraþróun. VIÐ HÖFUM orðið sam- mála um að styðja eftirfar- andi grundvallaratriði, sem eru algild og öryggi Evrópu ætti að byggjast á i anda sátt- mála Sameinuðu þjóðanna: — höfnun valdbeitingar og hótana um valdbeitingu. — friðhelgi núverandi landamæra. — virðingu fyrir þjóðernis- legu sjálfstæði og jafnrétti allra rikja. — virðingu fyrir fullveldi og landsréttindum allra rikja meginlandsins. — virðingu fyrir rétti allra þjóða til að ráða sjálfar mál- um sinum án ihlutunar ann- arra. — friðsamlega sambúð og góö grannaskipti rikja i milli. Uppfylling þessara grundvallaratriða hlýtur að vera inntak gervallrar friðar- og afvopnunarstefnu þannig að hernaðar- og stjórnmála- bandalög verði hluti hins liðna. Trygging og efling öryggis i Evrópu i öllum heimi eru nátengd virðingunni fyrir lýðræði og mannlegum rétti eins og þau eru skilgreind af Sameinuðu þjöðunum. RÁÐSTEFNAN hefur einnig krufið til mergjar þau megin vandamál, er þarfnast skjótr- ar lausnar, þar eð úrlausn þeirra mun skera úr um fram- tið okkar. Þátttakendur i ráðstefnunni styðja einróma hugmyndina um að kalla saman Evrópu- ráðstefnu allra rikja, er taki þátt i henni á jafnréttisgrund- velli. Þeir eru reiðubúnir til, hver á sinu sviði, að: — eiga virkan hlut að þvi að hraða undirbúningi að ráð- stefnu, er stjórnir landa þeirra eigi aðild að. — styðja leit og könnun raunhæfra tillagna, er myndu tryggja árangur ráðstefnunn- ar. — skapa i sambandi við ráð- stefnuna andrúmsloft hag- kvæmt skilningi á markmið- um hennar. Þátttakendur i ráðstefnunni lita svo á, að nauðsynleg sé fyrir frið og öryggi i Evrópu þátttaka beggja þýzku rikj- anna á jafnréttisgrundvelli. Þeir viðurkenna þýðingu nið- urstöðu fyrsta samningsins milli Austur-Þýzkalands og Vestur-Þýzkalands, sem munu gera mögulegt að koma á eðlilegum samskiptum milli rikjanna tveggja. Þeir lita svo á, að timi sé kominn til, að öll riki, sem ekki hafa enn gert það, viðurkenni Austur-þýzka alþýðulýðveldið og bæði þýzku rikin fái aðild að Sameinuðu þjóðunum. ÞÁT TTAKENDUR i ráðstefnunni lita svo á, að skipulagning samvinnu sé óhjákvæmilega tengd öryggis- málunum og hún krefjist aðildar hinna ýmsu greina evrópskra almenningssam- taka. Fulltrúar almennings, sem ekki eru bundnir af stjórnmálalegum samning- um, geta rætt alveg frjálst og óháð hin flóknustu vandamál, sem hafa munu mikla þýðingu i framtiðinni. Þeir lita svo á, að framgangur öryggis og samstarfs innan Evrópu muni leiða til góös fyrir þjóðir, sem eru fórnarlömb fasisma og berjast fyrir frelsi sinu. Við- tæk þróun efnahagslegra, tæknilegra og visindalegra tengsla á meginlandsgrund- velli, verndun og hreinsun umhverfisins og aukning skipta á andlegum og mann- legum verðmætum býður allt upp á samskipti og virk tengsl milli fulltrúa almennings i hinum ýmsu rikjum. Sam- keppni og barátta milli ólikra þjóðfélagslegra hugsjóna mega ekki leiða til „sálfræði- legs hernaðar” milli rikja, þvi að slikt strið spillir samskipt- um og vekur vantraust, hatur og ótta. FRIÐUR og þróun andlegra verðmæta i Evrópu byggjast á fræðslu allra stétta þjóð- félagsins og sérstaklega æsk- unnar i anda friðar og gagn- kvæmrar virðingar. Þess vegna snúa þátttakendur ráð- stefnunnar sér sérstaklega til starfsmanna sjónvarps, út- varps og blaða. Fjölmiðla verður að nota alveg sérstak- lega i þágu friðar og skilnings þjóða i milli. Friður er almennur og ódeilanlegur. Þátttakendur i ráðstefnunni eru þess fullvissir, að traust öryggi og friðsamar aðstæður i Evrópu eru mikilsverð atriði til sköpunar heimsfriðar. Þeir eru einnig sannfærðir um, að samstarf innan Evrópu mun um heim allan, sérstaklega i þróunariöndunum, metið Evrópu til ávinnings. Þvi viðtækari og virkari stuðning sem evrópskur al- menningur veitir hugsjónum öryggis og samvinnu með þvi að beita öllu valdi sinu og áhrifum, þeim mun fyrr verða þessar hugsjónir að veruleika. En til þess að gera þær að veruleika, verður fyrst og fremst að skapa grundvöll stjórnmálalegrar hugsunar Evrópubúa, gera þær að óað- skiljanlegum hluta sannfær- ingar þeirra, að rikjandi þætti i borgaralegri tilfinningu þeirra og undirstöðu i fræðslu uppvaxandi kynslóðar. RÁÐSTEFNAN hefur að lokum komizt að þeirri niður- stöðu, að óhjákvæmilegt sé að ræða traust og varanlegt form þeirra tengsla, sem þegar hafa stofnazt milli hinna ýmsu greina evrópskra almennings- samtaka. Hún heitir á félags- leg og stjórnmálaleg Öfl, þjóðanefndir, hópa, stéttir og samtök um öryggismál Evrópu, að útbreiða hugsjónir ráðstefnunnar. Að henni lok- inni munu undirbúningstillög- ur að sáttmála fyrir þjóðir Evrópu lagðar fram. Hún fer þess á leit, að þau vinni að kynningu hugsjóna hennar til þess að tryggja enn viðtækari samstöðu allra þjóða Evrópu. Ráðstefnan telur, að starf- semi undirbúningsnefndar- innar skuli haldiö áfram og starfssviðið vikkað og hefur þvi ákveðið að breyta nefnd- inni i samstarfs- og samvinnu- nefnd og fela henni það hlut- verk að vinna að framgangi stefnumála sinna fyrir friði, öryggi og samvinnu á grund- velli þeirra meginatriða, sem sett eru fram i þessari yfir- lýsingu. t lok þessarar yfirlýsingar og með tilliti til þeirra atriða, sem hún hefur að geyma skor- ar ráðstefnan alvarlega á all- ar þjóðir og öll stjórnmálaleg og félagsleg öfl i Evrópu, að sameina kraft sina að þvi að gera meginland sitt að svæði friðar og árangursrikrar sam- vinnu. Sú er ósk og von allra þjóða og hún er orðin að raunveru- legum möguleika. Það er á okkar valdi að breyta þessum möguleika i sigursælan raun- veruleika.” Samið um smíði 2ja skuttogara á Spáni Miðvikudaginn 14. júni voru undirritaðir i San Sebastian á Spáni samningar um smiði á tveim skuttogurum, i stað þeirra, sem hætt var við að smiða hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri. Rikisstjórnin ákvað að leita eft- ir samningum viö skipasmiða- stöðina Astilleros Lusuriaga á Spáni, um smiði tveggja skut- togara af sömu gerð og stærð og hinir skuttogararnir fjórir, sem samið hafði verið um smiði á, og var það skilyrði sett, að kaupend- ur fengju að leggja fram helztu vélar og tæki, sem Slippstöðin h.f. hafði fest kaup á. Undirbúnings- viðræður hófust i marz s.l., en i byrjun júní fór samninganefnd utan, og skipuðu hana: Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri, formaður, Guðmundur B. Ölafs- son framkvæmdastjóri, Gisli Konráðsson framkvæmdastjóri, Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri og Gylfi Þórðarson deildarstjóri. Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræðingur var til ráðu- neytis. Meðalverð skipanna er um 189 milljónir, en búizt er við,að fjórði togarinn af þeim, sem samið var um við Spánverja haustið 1970 á föstu'j verði, um 150 milljónir króna, verði seldur á um 174 milljór.ir, og að þessi mismunur á kaupverði og söluverði skipsins verði notaður til verðlækkunar fyrrgreindra tveggja skipa, sam- tals um 24 milljónir króna. Fyrra skipið, verður afhent i desember 1973 og hið siðara i febrúar 1974.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.